Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 1
142. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Öttast blá-
eygan
Dalai Lama
Peking. The Daily Telegfraph.
RÁÐGJAFI kínversku ríkis-
stjórnarinnar sagði í samtali við
South China Morning Post í
Hong Kong að kínversk yfir-
völd myndu ekki viðurkenna
stöðu Dalai Lama, trúarleiðtoga
Tíbetbúa, er fæðast myndi utan
Kína.
Dalai Lama, sem hefur verið í
útlegð á Indlandi eftir mislukk-
aða uppreisn gegn ógnarstjórn
Kínverja í Tíbet árið 1959, lét
nýlega þau ummæli falla að arf-
taki hans muni fæðast í „hinum
frjálsa heimi“.
„Þar sem Dalai Lama fjór-
tándi hefur verið í útlegð frá Tí-
bet í 40 ár er óttast að eftir and-
lát hans muni næsti Dalai Lama
verða vestrænn drengur,
glókollur með blá augu,“ sagði
Tao Changsong, ráðgjafi kin-
versku stjórnarinnar í málefn-
um Tíbet. Tao sagði það algjört
skilyrði fyrir því að kínversk
stjórnvöld viðurkenndu tilvist
hins nýja Dalai Lama að hann
„fæddist í Tíbet í Kína og yrði
föðurlandsvinur sem hefði ekki
í hyggju að tvístra landinu."
BRÚÐHJÓNIN með New
York-höfn í baksýn.
Murdoch
kvænist á ný
ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn
Rupert Murdoch kvæntist á
föstudagskvöld sjónvarpskon-
unni Wendy Deng við látlausa
athöfn um borð í snekkju Mur-
dochs í New York-höfn. 82 gest-
ir voru viðstaddir um borð í
snekkjunni „Morning Glory“
þegar dómari frá New York gaf
þau Murdoch, sem er 68 ára og
einn ríkasti maður heims, og
Deng, sem er 31 árs, saman.
Skilnaður Murdochs frá eig-
inkonunni Anne, sem hann var
kvæntur í 32 ár, gekk í gildi
hinn 8. júní sl.
Golf í mið-
Fleiri rússneskir friðargæzluliðar lenda í Kosovo-héraði
nætursól
METÞÁTTTAKA var á Arctic
Open, fjögurra daga golfmóti sem
fram fór í blíðskaparveðri á
Akureyri í vikunni. Leikið er á
mótinu frá eftirmiðdegi þar til
morgna tekur næsta dag.
Um 180 keppendur, víðs vegar
að úr heiminum, léku golf í skini
miðnætursólar á Arctic Open. í
hópi þeirra mátti meðal annars
finna fólk frá Japan og S-Afríku.
Veðrið aðfaranótt föstudags
var dýrðlegt eins og merkja má af
myndinni sem tekin var af kepp-
endum á mótinu; blankalogn,
þurrt og bjart.
Búast við árekstr-
um við skæruliða
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Horta kemur til Indó-
nesíu eftir 23 ár í útlegð
Djakarta. AP.
JOSÉ Ramos-Horta, einn
helzti leiðtogi baráttunnar
fyrir sjálfstæði Austur-
Tímor og friðarverðlauna-
hafi Nóbels, kom í gær til
Djakarta, höfuðborgar
Indónesíu, til viðræðna við
þarlend stjórnvöld um fram-
tíð heimalands síns. Horta
hefur verið útlægur frá
Austur-Tímor frá því
indónesíski herinn hertók þessa
fyrrverandi nýlendu Portúgals árið
1975.
Ali Alatas, utanríkisráðherra
Indónesíu, sagði að ríkisstjórnin
myndi hugsanlega leyfa Horta að
heimsækja Austur-Tímor, en að
hann mætti ekki reka áróður fyrir
sjálfstæði. Horta sagðist
myndu hKta þeim fyrirmæl-
um, enda þyrfti hann ekki á
því að halda að reka áróður.
„Ég er mjög ánægður með
þær lýðræðisumbætur sem
átt hafa sér stað í Indónesíu,“
sagði hann.
Horta mun verða viðstadd-
ur friðarviðræður milli ólíkra
fylkinga á Austur-Tímor áður
en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu í
ágúst um hvort stefna eigi að fullu
sjálfstæði eða sjálfstjórn innan
Indónesíu. Hörð átök hafa verið milli
þeirra eftir að stjórnvöld í Djakarta
lýstu því yfir í janúar sl. að þau
myndu leyfa landsmönnum að fá
sjálfstæði, ef þeir höfnuðu sjálfstjóm.
Ramos-Horta
Pristína, Bcrlín, Moskvu. AP, Reuters, AFP.
SVEIT rússneskra sérfræðinga og 21 fallhlífarhermaður komu til Kosovo
um miðjan dag í gær, í fyrstu erlendu flugvélinni sem lenti á Slatina-flug-
velli við Pristina eftir að friði var komið á í Kosovo fyrir hálfum mánuði.
Háttsettur rússneskur hershöfðingi sagði í gær að búast mætti við því að
samskipti rússneskra friðargæzlusveita í Kosovo og skæruliða Kosovo-Al-
bana yrðu erfið. Hann sagði að Rússar myndu verjast af hörku, réðust
skæruliðar Frelsishers Kosovo gegn þeim.
Samtals hyggjast Rússar senda
3.600 manna gæzlulið til Kosovo, en
ákvörðunin þar að lútandi var sam-
þykkt í efri deild rússneska þingsins
á föstudag og Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti undirritaði hana í gær-
morgun. Fyrstu 200 rússnesku her-
mennirnir komu frá Bosníu og
hertóku Slatina-flugvöll 12. júní sl.
Þeir urðu þar með nokkram klukku-
stundum fyrri til að taka sér stöðu í
Kosovo en hermenn NATO, sem
héldu inn í héraðið frá Makedóníu.
Rússneska herflugvélin sem lenti
á Slatina-flugvelli í gær var sú fyrsta
af áætluðum lendingum tólf flugvéla
- sex frá Rússlandi og sex frá NATO
- sem von er á næstu tíu daga. Munu
flugvélamar flytja tæknimenn og
búnað til að gera við flugstjórnar-
kerfi flugvallarins, en fyrst eftir að
þeim viðgerðum er lokið geta venju-
legar fiutningavélar lent þar til að
flytja í stórum stíl hjálpargögn og
friðargæzluliða til svæðisins.
Varaliðar í serbneska hemum,
sem frá því á fimmtudag höfðu lokað
vegum til bæjarins Kjraljevo í Mið-
Serbíu í mótmælaskyni við að hafa
ekki fengið mála sinn greiddan,
hættu aðgerðunum í gær eftir að
gengið hafði verið að kröfum þeirra.
Fyrst höfðu þeir fengið þau svör að
herinn ætti enga peninga til að
borga þeim.
Engar skuldaendurgreiðslur
Júgóslavnesk stjómvöld hafa ekki
í hyggju að endurgreiða erlendar
skuldir ríkisins, en þær era taldar
nema um tólf miiljörðum bandaríkja-
dollara, eða tæpum 900 milljörðum
króna. Vojislav Seselj, fráfarandi
varaforsætisráðherra Serbíu, segir í
viðtali við þýzka vikuritið Der Spi-
egel að skaðinn sem ioftárásir Atl-
antshafsbandalagsins hafi valdið
verði dreginn frá skuldunum.
Seselj, sem er ákafur þjóðernis-
sinni, sagði Serba ekki myndu „selja
sig pólitískt“ fyrir „fáeina silfurpen-
inga“. Hann lýsti stuðningi við að
kosningar verði haldnar sem fyrst,
en mótmælti því að Slobodan Milos-
evic, forseti Júgóslavíu, yrði látinn
afsala sér embætti. Seselj sagði að
það myndi valda glundroða og óstöð-
ugleika.
Seselj sagði að fimm milljóna doll-
ara verðlaun, sem Bandaríkjamenn
hafa heitið fyrir handtöku Milosevics
og annarra leiðtoga Júgóslavíu, sem
ákærðir hafa verið iyrir stríðsglæpi,
myndu verða til þess að treysta
stöðu Milosevics. „Vesturlönd skilja
ekki serbnesku þjóðarsálina," sagði
hann.
SAMVISKA
hagfræðinnar
BJÓÐUM
ÞEKKINGU
OG
REYNSLU
26