Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 4

Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 4
4 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/6 - 27/6 ►ÞÓRARINN V. Þórarinson var ráðinn forstjóri Lands- síma íslands f stað Guðmund- ar Björnssonar sem látið hef- ur af störfum forstjóra. Þá var Friðrik Pálsson, fyn-ver- andi forstjóri SH kjörinn stjómarformaður Landssím- ans. Breytingar þessar eru liður í umfangsmiklum breytingum sem gerðar hafa verið á skipuriti fyrirtœkis- ins. ►COLUMBIA Ventures, sem á og rekur álverksmiðjuna Norðurál í Hvalfirði hefur lýst yfir áhuga á að reisa 90 þúsund tonna álver á Reyð- arfirði með möguleika á stækkun, í formlegu erindi til iðnaðarráðuneytisins. Stjómarformaður Columbia Ventures segir fyrirtækið geta verið tilbúið með álver- ið þegar virkjun sem veitir því orku verður tilbúin og vonast hann til að það geti orðið árið 2003. ►PRESTASTEFNA var haldin á Kirkjubæjarklaustri í vikunni og var henni slitið síðdegis á fimmtudag. Um- ræða um jafnréttismál og fermingarfræðslu vom ofar- lega á baugi í umræðum á ráðstefnunni. Forsætisráðherra Japans í heimsókn KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, kom í opinbera heimsókn til landsins á mánudag. Obuchi átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Höfða og ræddu þeir m.a. um undir- búning að stofnun íslensks sendiráðs í Japan og opnun upplýsingaskrifstofu Japana á íslandi. Þá funduðu forsætis- ráðherra Norðurlandanna fimm með Obuchi á Hótel Sögu, en þar ítrekuðu þeir stuðning sinn við að Japan og Þýskaland hljóti fast sæti í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá kom á fundin- um fram ríkur vilji til að starfa saman að ýmsum verkefnum á nýju árþúsundi. Obuchi hélt af landi brott á miðviku- dag. ►STJÓRN Landsvirkjunar ákvað að ganga til samninga við íslenska aðalverktaka hf. um byggingu Vatnsfellsvirkj- unar og Amarfell ehf. um gröft frárennslisskurðar. Kínverska fyrirtækið China National Water Resources and Hydropower Engineer- ing Corporation átti lægsta tilboðið í alla verkþætti með afslætti og telja forsvars- menn fyrirtækisins að Lands- virlgun hafi staðið óeðlilega að vali á verktaka. Forsætisráð- herrar Norðurland- anna funda FORSÆTISRÁÐHERRAR Norður- landanna, sem funduðu í Reykjavík á mánudag, voru sammála um það að samvinna Norðurlandanna væri æ mik- ilvægari eftir því sem Evrópusamstarf- ið yrði nánara. Auk forsætisráherra Norðurlandanna vom fjármálaráðherr- ar landanna einnig staddir hér á landi, en þeir funduðu á Egilsstöðum á mið- vikudag. Óeirðir í Kosovo er flóttamenn snúa heim KFOR-friðargæzlusveitirnar, sem héldu inn í Kosovo fyrir hálfum mánuði, hafa mátt hafa sig allar við í vikunni til að hafa hemil á ofbeldi í héraðinu. Að minnsta kosti fjórtán íbúar Pristina, höfuðstaðar Kosovo, biðu bana á fimmtudag og föstudag í mestu óeirðum sem blossað hafa upp í héraðinu frá því hersveitir NATO tóku sér þar stöðu. Wesley Clark, yfirmaður Evrópuherafla NATO, sagði að senda þyrfti alþjóðleg- ar lögreglusveitir til Kosovo sem fyrst til að koma á lögum og reglu. Ekki hefur komið á óvart að ofbeldi skyldi blossa upp eftir því sem fleiri flóttamenn snúa aftur til héraðsins. Þeir hafa fyllzt reiði vegna aðkomunnar, eyðilagðra húsa, eitraðra vatnsbóla og hættulegra jarðsprengjusvæða, auk þess sem margir þeirra misstu ættingja í þjóðemishreinsunum Serba. Um 50.000 flóttamenn fóru aftur til Kosovo frá nágrannalöndunum á fimmtudag og var það mesti straumur flóttamanna í héraðið á einum degi til þessa. Alls hafa um 300.000 manns snúið aftur og um hálf milljón Kosovo-búa er enn í ná- grannaríkjunum eða á vergangi í hérað- inu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti flóttamannabúðir í Makedón- íu á þriðjudag. Hann hvatti flóttafólkið til að sýna þeim serbnesku óbreyttu borgurum sem enn væru í Kosovo sátt- fýsi í stað þess að leita hefnda fyrir þær hörmungar sem dunið hafa yfir Kosovo- Albana af völdum serbneskra hermanna og lögreglumanna. Bandarísk stjórnvöld hétu á fimmtu- dag allt að fimm milljóna dollara verð- launum hverjum þeim sem gæti veitt upplýsingar er leiddu til handtöku meintra stríðsglæpamanna í Júgóslavíu, þeirra á meðal Slobodan Milosevic for- seta. Leiðtogar NATO-ríkjanna hafa sagt að útilokað sé að Júgóslavíu verði veitt efnahagsaðstoð, umfram neyðar- aðstoð í formi matvæla, lyfja og raf- magns, svo lengi sem Milosevic sé enn við völd. ► ÍSRAELAR sendu skrið- dreka í átt að landamærun- um að Líbanon á föstudag eftir að hafa gert harðar loftárásir á landið til að hefna flugskeytaárásar ís- lömsku hreyfíngarinnar Hiz- bollah á norðurhluta ísraels á fimmtudagskvöld. ► TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra ír- lands, fóru til Belfast á Norður-írlandi á föstudag í því skyni að eiga viðræður við leiðtoga stríðandi fylk- inga um lausn deilna sem ógna framtíð friðarumleit- ana í héraðinu. Mikil svart- sýni ríkir á N-Irlandi um að takist að leysa deilurnar far- sællega og við bætist að nú styttist óðum í hápunkt „göngutíðar" Óraníuregl- unnar. ► KÚRDALEIÐTOGINN Abdulla Ocalan hefur varað stjórnvöld í Tyrklandi við miklu blóðbaði verði hann liflátinn. Réttarhöldin yfir Öcalan héldu áfram á mið- vikudag eftir tveggja vikna hlé. Hann hélt lokaræðu sína úr skotheldu glerbúri á með- an á réttarhöldunum stóð. Drap Öcalan þar, í fyrsta sinn frá því réttarhöldin hófust, á baráttumál Kúrda. ► SPENNAN í samskiptum Indlands og Pakistans magn- aðist enn á þriðjudag, er ind- verski herinn herti árásir sínar á skæruliða á 4.500 m háum fjallgarði á yfirráða- svæði Indverja í Kasmír og Pakistanar vöruðu við því að allsheijarstríð gæti blossað upp á milli ríkjanna. Opnar Landsvirkjun leið inn á fjarskiptamarkað RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í morgun, að tillögu Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra, að beita sér fyrir því að lögum um Lands- virkjun verði breytt þannig að fyrir- tækið geti tekið þátt í útboði vegna gerðar Tetra-fjarskiptakerfis fyrir neyðarþjónustu, sem ríkislögreglu- stjóri og slökkviliðið í Reykjavík hyggjast koma upp á suðvesturhorn- inu 1. júní árið 2000. Stefnt er að því að kerifið nái til alls landsins innan fárra ára og þjónusti einnig einka- fyrirtæki. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að Landsvirkjun ætli í þessu sambandi að nýta fjarskiptakerfí sem er fyrir hendi til að stýra orkukerfi fyrirtæk- isins. Flutningsgeta þess er mun meiri en fyrirtækið þarf á að halda. Útboð á uppsetningu og rekstri Tetra-fjarskiptakerfis var auglýst 6. júní sl. og verða tilboðin opnuð 29. júlí nk. „Við höfum sameiginlega, með atbeina Ríkiskaupa, • boðið út uppsetningu Tetra-fjarskiptakerfis á suðvesturhorninu,“ segir Jón Bjart- mars, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. „Það er fyrsti hluti, en við sjáum fyrir okkur að fleiri opinberir aðilar og jafnvel einkaaðilar komi að þessu og þetta verði komið út um allt Island að lok- um.“ Tetra er staðall fyrir fjarskipta- kerfi með stafrænar upplýsingar, hvort sem er hljóð, mynd eða texta. „Það sem við bjóðum út er að ein- hver taki að sér að setja upp og reka þetta kerfi og við greiðum þjónustu- gjald. Síðan munum við sjálfir kaupa okkur endabúnað, hvort sem er bíl- stöðvar eða handstöðvar." Jón vill ekki gefa upp áætlaðan kostnað við uppsetningu og rekstur kerfisins, en segir að hann sé hár. „Kostnaðurinn fer töluvert eftir því hvað menn eru vel settir fyrir. Síma- fyrirtæki og Landsvirkjun eru aðilar sem eru með undirbyggingu, þannig að það er sennilega ekki svo mikið mál fyrir þá að koma upp svona kerfi til viðbótar. Þetta býður upp á gjörbyltingu í fjarskiptamöguleikum, bæði hvað varðar neyðarþjónustuaðila og margvíslega aðra starfsemi, til dæm- is leigubíla- og sendibílastöðvar. Þetta er raunverulega samsvarandi GSM-kerfi nema hvað þetta hefur til viðbótai- talstöðvamöguleika. Dags daglega stai-fa lögreglan, slökkvilið og aðrir slíkir aðilar aðskilið, en með þessu kerfi er á mjög einfaldan hátt hægt að opna og breyta notenda- hópnum og þeh- sem væru að starfa saman á slysavettvangi gætu komist í fjarskiptasamband,“ segir Jón. Jón nefnir einnig að til dæmis sé hægt að flytja upplýsingar um staðsetningu lögreglubíla inn á kortagrunn með kerfinu. Hann kveðst ekki sjá fyrir sér að kerfíð komi í stað GSM-kerfis fyrir almenning. „Það hefur verið miðað við að þetta sé notað af opinberum aðilum, neyðarþjónustuaðilum og öðrum sem eru virkjaðir við al- mannavarnir, auk einkaaðila sem þurfa á talstöðvakerfi að halda.“ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Caledonian Star siglir inn Eskifjörð. Minn- ismerki um drukknaða sjómenn í forgrunni. Tvö skemmtiferðaskip til Eskifjarðar SKEMMTIFERÐASKIP kom til Eskifjarðar nýlega og annað skip er væntanlegt þangað í dag, sunnudag. Skipið, sem kom til Eskifjarðar fyrir viku, mun vera fyrsta skemmtiferðaskipið sem þangað kemur. Skipið heitir Caledonian Star, og er skráð í Nassau. Alls eru 70 manns í áhöfn, yfirmenn eru sænskir, en undirmenn frá Filippseyjum. Farþegarnir hund- rað voru flestir frá Kanada og var meðalaldur þeirra 74 ár. Áætlað hafði verið að skipið færi til Hornafjarðar en það var of seint fyrir til að ná flóðinu þar og því var stefnan tekin til Eski- fjarðar. Caledonian Star var áður stór skuttogari, en skipinu var breytt í skemmtiferðaskip fyrir nokkrum árum og eru vistarver- ur og salarkynni hin glæsileg- ustu. Annað skemmtiferðaskip, Ex- plorer, er væntanlegt til Eski- fjarðar í dag og er svipaður fjöldi farþega um borð. Explorer er á vegum Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri, en ferð Caledonian Star var skipulögð í samvinnu við Eimskip. Ráðstefna um vík- ingaferðir til vestur- heims FJÖLFAGLEG ráðstefna um landnám norrænna manna á Nýfundnalandi í Kanada fyrir eitt þúsund árum verður haldin í St. John’s og L’Anse aux Mea- dows á Nýfundnalandi dagana 16. til 24. september á næsta ári. Meðal frummælenda á ráð- stefnunni verða Magnus Magn- usson, Benedicte Ingstad og Birgitta Wallace. Heiðursgest- ur verður Helge Ingstad, sem ásamt konu sinni, Anne Stine, hafði frumkvæði að fornleifa- uppgreftri í L’Anse aux Mea- dows, á nyrsta odda Nýfundna- lands, þar sem var byggð nor- rænna manna fyrir þúsund ár- um. Það er Memorial-háskóli í St. John’s, sem stendur að ráð- stefnunni, ásamt Sögufélagi Nýfundnalands og Labrador og Þróunarfélagi Labradorsunds. Ráðstefnan verður tvískipt. Fyrri hlutinn er fræðilegur og fer fram í St. John’s 16. og 17. september. Verður þar fjallað um vesturferðir víkinga til Is- lands, Bretlandseyja og Græn- lands, sögulegt samhengi og fornsögurnar. Átjánda til tuttugasta sept- ember flyst ráðstefnan til L’Anse aux Meadows og La- bradorsunds, þar sem fræði- menn og leikmenn fjalla um menningu víkinga, samfélag og landnám, m.a. konur í fornnor- rænu samfélagi, tengsl víkinga og íra og víkingafornminjar í N orður-Ameríku. í Labradorsundi, sem er syðsti hluti Labradorskagans, verður fjallað um landkönnun, siglingatækni og menningar- samskipti á ferðum fornnor- rænna manna til Norður-Am- eríku, m.a. samskipti víkinga og n-amerískra frumbyggja og deilur um Vínlandskortið. Skipuleggjendur ráðstefn- unnar hafa sent út fundarboð og ber að skila tillögum að fyr- irlestrum fyrir 15. september nk. Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna verða fáanlegar á vef- síðunni www.vikingsymposi- um.nf.ca Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt • Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Sannkölluð affræði garðeigandans 4> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sfmi 510 2500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.