Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 7 Mosfellsbær er vaxandi bær með blómlegt mannlíf og gróskumikið atvinnulíf. Mosfellsbær er vel staðsettur bær til atvinnurekstrar hvað varðar samgöngur. Mosfellsbær er á stærsta markaðssvæði landsins og með góða tengingu við landsbyggðina. Mosfellsbær hefur ákveðið að vinna að Staðardagskrá 21 en samkvæmt henni skal tengja aðgerðir í umhverfismálum við aðra starfsemi í bænum. Nýlokið er stefhumótun í atvinnu- og ferðamálum í bæjarfélaginu. Nú stendur yfir úthlutun á byggingarlóðum fyrir iðnaðar-, verslunar- og þjónustustarfsemi á fimm stöðum í bænum. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst næstkomandi. 1. Lækjarhlíð - 2 lóðir Lóðirnar eru hugsaðar fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi í íbúðarbyggð. Lóðimar em við Lækjarhlíð sem tengist Baugshlíð en hún er stofnbraut inn í íbúðabyggðina við Vesturlandsveg. í þjónustukjarnanum verða einnig grannskóli, leikskóli og íbúðir aldraðra. Eingöngu er gert ráð fyrir að lóðir þessar fari rmdir verslunar- og þjónustustarfsemi sem hentar í íbúðabyggð. Lóðimar era 2200m2 og 4200m2 að stærð. Á næstu áram er gert ráð fyrir að íbúðabyggð muni aukast mest í nágrenni við þessar athafnalóðir. 2. Iðnaðarhverfi við Flugumýri og Grænumýri - 5 lóðir Lóðir þessar henta vel fyrir margskonar iðnaðarstarfsemi. Svæðið er sunnan við Lágafell sbr. kort. Um er að ræða 5 lóðir á bilinu 2000m2 - 4200m2 að stærð. í hverfinu eru nú þegar vélsmiðjur, nokkur bifreiða- og trésmíðaverkstæði en auk þess ýmis önnur athafnastarfsemi. 3. Álafosskvos Lóð þessi er hugsuð fyrir lista- og/eða þjónustustarfsemi. Um er að ræða eina lóð 258m2 fyrir 72m2 byggingu. 4. Miðbæjarsvæði - 6 lóðir Lóðir þessar eru hugsaðar fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi, milli gamla og nýja Vesturlandsvegar sbr. kort. Um er að ræða 6 lóðir á bilinu 1970m2-3380m2 að stærð. Lóðarsvæði þessi era á sléttlendi, þau henta vel fyrir þjónustufyrirtæki svo sem verslun eða fyrirtæki í hátækni eða hugbúnaðar- geiranum. Nú þegar era ýmis verslunar- og þjónustufyrirtæki í nágrenninu ásamt nýbyggðri verslunarmiðstöð. 5. Völuteigur - 4 lóðir Lóðir þessar era hugsaðar fyrir iðnaðar- og þjónustustarfsemi. Lóðirnar eru norðan við Hafravatnsveg sem í framtíðinni mun tengjast Suðurlandsvegi. Gert er ráð fyrir blandaðri iðnaðar-, verslunar- og þjónustustarfsemi á svæðinu. Um er að ræða 5 lóðir á bilinu 3980m2-5470m2Dað stærð. Lóðasvæði þessi eru á sléttlendi þar sem jarð- vegsdýpi er lítið og hentar landið einkar vel til bygginga. Svæðið hentar vel fyrir þrifalega athafnastarfsemi svo sem við matvælastarfsemi, heildsölur o.fl. Mosfellsbær Góður staður til atvinnurekstrar- nær en þú heidur Þverholti 2, 270 Mosfellsbær • Sími: 525 6700, • Fax: 525-6729 • Netfang: ker@mosfellsbaer.is • Heimasíða: http//www.mosfellsbaer.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.