Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 24

Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SAGA hans er sérstaklega athyglisverð. Drengnum var gefíð nafn af indverska skáld- inu Rabindranath Tagore, risanum í indversku menningarlífí, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913. Tagore kaus nafnið Amar- tya, sem þýðir „af öðrum heimi“, en fullu nafni heitir hann Amartya Kumar Sen, og eins og sakir standa er hann meistari (rektor) Þrenn- ingargarðs (Trinity College) í Cambridge. Hann ólst að mestu upp á Indlandi, en þó einnig um skeið í Bangladesh og Burma. Fullorðinsárin hefur hann þó mestmegnis alið við fræðistörf á Vesturlöndum. Amartya K. Sen hefur oft haft á orði að æskuumhverfi hans á Indlandi hafí mótað hann mjög. En hann á fleira í sínu reynslusafni. Sem barn lifði hann af krabbamein og átti lengi vel við þrálátt heilsuleysi að stríða. Það var einmitt vegna bágrar heilsu sem hann fluttist til Englands þegar hann var um það bil tvítugur. Þar átti ekki af honum að ganga. Þegar hann fyrst knúði dyra á Þrenningar- garði var honum vísað frá. Það var ekki fyrr en annar nemandi yfírgaf garðinn að það var hóað í Amartya Sen. Og hann hafði nýhafíð nám þegar læknar kváðu þann dóm yfír hon- um að líklega ætti hann einungis fímm ár eftir lifuð. Hann hélt ótrauður áfram, en upp frá þeim degi náðu áætlanir hans einungis til fímm ára. Þetta var ekki í síðasta skipti sem hann lá fyrir dauðanum, en hann stóð þessar æskuþrautir af sér og, svo vægt sé tekið til orða, hefur hann komið meiru í verk en á horfðist. Eftir að Amartya Sen lauk námi var hann fyrst um sinn félagi á Þrenningargarði, en varð síðan prófessor víða um lönd, fyrst á Indlandi en síðan við London School of Economics. Þá varð hann prófessor og félagi á Nuffíeld-garði og Allrasálnagarði (All Souls College) í Oxford og núna síðast á Harvardhá- skóla - þar sem hann gegndi prófessorsemb- ættum bæði í hagfræði og heimspeki - áður en hann varð meistari Þrenningargarðs í Cambridge í ársbyrjun 1998. Veigamikið framlag til velferðarhagfræði Svo gripið sé aftur niður í greinargerð sænsku akademíunnar segir að Amartya Sen eigi heiður af nokkrum afar veigamiklum fram- lögum til velferðarhagfræði. Þau spanni sviðið frá frumsetningakenningum um þjóðfélagslegt val, frá skilgreiningum á velferð og fátækt til reynslurannsókna á hallærum. í rannsóknum hans tvinnast saman almennur áhugi á dreif- ingu gæða og sérstakur áhugi á hag þeirra sem höllustum fæti standa. í greinargerðinni segir að Amartya Sen hafí skýi-t eða varpað ljósi á skilyrði fyrir því að einstaklingsbundin gildi geti orðið grundvöllur að ákvarðanatöku í nafni heildarinnar og jafnframt hvaða skilyrði verði að uppfylla til þess að reglur um ákvörðun í nafni heildarinnar komi heim og saman við ein- staklingsbundin réttindi. Þetta hafí hann gert með því að greina þær upplýsingar sem eru fyrir hendi um velferð tiltekinna einstaklinga þegar ákvarðanir eru teknar fyrir heildina eða í hennar nafni. Amartya Sen hefur lagt manna mest af mörkum til styrktar kennilegum undirstöðum alls samanburðar á dreifmgu þjóðfélagslegrar velsældar og hann hefur skilgreint og þróað nýja og fullkomnari staðla til þess að ákvarða fátæktarmörk. í greinargerð sænsku akademí- unnar segir meðal annars að með reynsluat- hugunum sínum hafí Sen byggt á þeirri kenni- legu undirstöðu sem hann hefur sjálfur mótað og þannig aukið og glætt skilning okkar á því efnahagslega gangvii'ki sem liggur til grund- vallar hallærum. Fátækt og hallæri Amartya Sen vakti íyrst athygli fyrir rann- sóknir á hallærinu mikla í Bengal, sem hann upplifði sjálfur. Meginniðurstaða Sens var sú að hallæri gæti átt sér stað jafnvel þó að hag- kerfi væri í uppsveiflu, en slík var raunin í Bengal árið 1943. Amartya Sen beinir spjótum mjög gegn því almenna viðhorfí að skortur á matvælum sé mikilsverðasta (stundum eina) skýringin á hallæri. Á grundvelli ítarlegra rannsókna á fjölmörgum hörmungum af þessu tagi sem hafa átt sér stað á Indlandi, í Bangla- desh, og löndum sem liggja að Sahara, fann Sen aðra skýringarþætti sem honum virtust vega þyngra. Hann bendir á að hallæri hafi átt sér stað jafnvel þegar framboð á matvælum var ekki minna, svo heitið gæti, en á þeim ár- um sem gengu á undan hallærinu. Hann sýndi einnig fram á að þess væru dæmi að á svæðum þar sem hallæri geisaði hafí matvæli verið flutt á brott. Amartya Sen sýnir fram á að ígrundaður skilningur á hallærum hljóti að byggjast á ítar- legri rannsókn og greiningu á því hvemig margbreytilegir félagslegir og efnahagslegir þættir hafa áhrif á mismunandi hópa þjóðfé- lagsins og skera úr um raunveruleg tækifæri fólksins. Sem dæmi um þetta má taka skýringu Sens á hungursneyðinni í Bangladesh árið 1974. Sen vekur athygli á því að flóð sem geisuðu um landið það ár hafí hækkað mat- vælaverð umtalsvert. Á sama tíma hafí dregið verulega úr atvinnutækifærum landbúnaðar- verkamanna sakir þess að ekki var unnt að SAMVISKA hagfræðinnar Nóbelsverðlaunahafínn Amartya K. Sen. ✓ Arið 1943 varð mikil hungursneyð í Bengal á Indlandi. Þrjár milljónir manna létu lífíð, en meðal þeirra sem lifðu af var 10 ára drengur. I árslok árið 1998, eða 56 árum síðar, hlotnuðust þessum dreng Nóbelsverðlaun- in í hagfræði. Dagfinnur Sveinbjörnsson ræddi við Nóbelsverðlaunahafann Amartya K. Sen, sem hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til velferðarhagfræði. Það er mjög við hæfí að á því sviði vakti hann einkum at- hygli fyrir rannsóknir á fátækt og hallærum. uppskera. Af þessum sökum lækkuðu raun- veruleg laun landbúnaðarverkamanna svo mjög að þeir urðu hungri að bráð. Sen kemur alltaf að þeim kjarna málsins að jafnvel í örfátækum þjóðfélögum er fært að bæta velferð þeirra sem eru verst staddir. í þjóðfélögum þar sem gaumur er gefínn að hin- um fátækustu meðal fátækra er mögulegt að bjarga lífi þeirra, auka lífslíkur og fjölga tæki- færum þeirra með aukinni menntun og upp- byggjandi vinnu. í þjóðfélögum þar sem ekki er hirt um hina fátæku er það vel hugsanlegt að miljónir deyi í hungursneyð, jafnvel í miðri efnahagslegri uppsveiflu, rétt eins og átti sér stað í Bengal árið 1943. Skilaboðin sem Sen færir eru eins skýr og orðið getur. Vöxtur ár- legra þjóðartekna er ekki nóg til þess að þjóð- félög þróist ef svo má segja. Það verður ekki síður að hyggja að félagslegum markmiðum og hyggja þá jafnan helst að þeim sem eru veik- astir fyrir, og leggja t.a.m. áherslu á að ekki sé síður fjárfest í heilsu og menntun stúlkna en drengja. Hinir kúguðu eigi hlut að þróunarferlinu í síðai-i verkum hefur Sen fært fram sjónar- mið um það hvernig sé vænlegast að fyrir- byggja hallæri, og um það hvernig megi draga úr áhrifum hungursneyðar þegar hún geisar. Hann hefur fengist mjög við að móta og þróa mælikvarða á þróunarstig landa og mælikvarða á fátækt. Þau störf hefur hann meðal annars unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna og ann- arra alþjóðastofnana. Óhætt er að segja að starf hans hafí valdið algjörum straumhvörfum á þeim vettvangi og hér eftir mun starfsemi al- þjóðastofnana sem og ríkisstjórna taka mjög mið af verkum Amartya Sen. Á allra síðustu árum hefur Sen einnig unnið ásamt Mörtu Nussbaum að „mælingum" á frelsi, sbr. fyrirlestur sem hann flutti nýlega og bar heitið „The Measurement of Freedom“. Allsstaðar er rauði þráðurinn hinn sami, dreif- ing gæða, fátækt og kúgun, hugðarefnin sem hann hefur sinnt af ástríðu. Amartya Sen hefur haldið því fram af mikilli elju að efnahagsumbætur séu harla lítils virði ef félagslegum tækifærum er ekki fjölgað og hinum kúguðu gert kleift að eiga hlut að þróun- arferlinu. Hvað þetta varðar telur Sen það meginatriði að framlög hins opinbera til menntamála verði aukin og hefur hann mælt mjög íyrir því, ekki síst á Indlandi. Raunar lét Sen drjúgan hluta af Nóbelsverðlaunafénu renna til rannsókna á því hvers vegna börn flosna upp úr skólum. Ef það er ein- hver einn maður sem umfram aðra hefur opnað augu okkar fyrir hinni miklu „ögrun framtíðarinnar“, eins og það er stundum nefnt, þá er það Amartya Sen. Og ef það ætti að tiltaka þann fræðimann sem hefði umfram nokkurn annan ljáð hinum fá- tæku og kúguðu rödd, og lagt drýgst af mörk- um til glímunnar við innanmein mannlegs sam- félags, þá er það aftur Amartya Sen. Nýtur sérstöðu í fræðigreininni Þegar tilkynnt var að Amartya Sen mundi hljóta Nóbelsverðlaunin lét annar Nóbelsverð- launahafi, hagfræðingurinn Robert Solow, þau orð falla að Amartya Sen væri samviska hag- fræðinnar. Að vísu hefur lengi legið í loftinu að Amartya Sen mundi fá verðlaunin. í skoðana- könnun sem var gerð meðal hagfræðinga í Bandaríkjunum um það hver skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni var Amartya Sen efstur og í mílufjarlægð ofan við næsta mann. Satt að segja hefur Sen verið orðaður við Nó- belsverðlaun allt frá því á 8. áratugnum. í ljósi þessa höfðu ýmsir á orði að það væri skömm að hann hefði ekki fengið verðlaunin fyrir löngu. Ef til vill hefur sérstaða hans ráðið þar nokkru. Hann hefur ekki fylgt meginstraumum í fræði- grein sinni, heldur stendur hann eilítið á skjön, hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir, fást við efni sem aðrir hagfræðingar hefðu fljótt á litið ekki talið sér samboðin, og nálgast þau úr óvæntum áttum. Hann hefur komið ótrúlega víða við sögu, og það sem meira er, allsstaðai- þar sem hann hefur stigið niður fæti hefur hann lagt eitthvað markvert til málanna. Til marks um fjölhæfnina er að á síðari hluta ferils síns getur hann allt eins heitið heimspekingur og hagfræðingur. Amartya Sen hefur unnið til flestra verð- launa í hagfræði sem koma til greina og til ófárra í heimspeki. Hann hefur gegnt forsæti í flestum samtökum hagfræðinga. Hann varð forseti Hagmælingafélagsins (The Econometric Society) árið 1984, á árunum 1986-89 var hann forseti Alþjóðlega hagfræði- félagsins (The International Economic Associ- ation). Þá varð hann forseti Indverska hag- fræðingafélagsins en lét af því embætti og tók við sem forseti Ameríska hagfræðifélagsins (American Economic Association) árið 1994. Auk þessa er hann félagi og stjórnarmaður í óteljandi samtökum, þar á meðal Ameríska heimspekisambandinu (American Philosophical Association), Bresku akademíunni (British Academy), og heiðursfélagi Amerísku lista- og vísindaakademíunnar (American Academy of Arts and Sciences). Hér er fátt eitt nefnt. Það væri óheyrilega langt mál að telja upp þær heiðursdoktorsnafnbætur sem Amartya Sen gæti hnýtt aftan við nafn sitt, þau samtök sem hann á heiðursaðild að, eða þau fræðitímarit sem hann hefur átt þátt í að ritstýra. í stuttu máli má segja að Amartya Sen sé einhver afkastamesti og frumlegasti fræðimað- ur sem nú er á dögum. Það er sérstaklega at- hyglisvert og gleðilegt að Sen hlotnuðust Nó- belsverðlaunin svo til nákvæmlega 200 árum eftir að Thomas Malthus þóttist sjá fyrir hall- æri vegna þess að mennirnir væru of margir og að skortur yrði á matvælum. Sen hlotnast verð- launin ekki síst fyrir það að sýna fram á að Malthus hafði á röngu að standa. I veröld þar sem einn og hálfur milljarður mannkyns dreg- ur fram lífið á minna en 70 krónum á dag eru þessi Nóbelsverðlaun ekki einungis virðingar- vottur til frábærs fræðimanns heldur einnig áeggjan um það að hyggja að brýnustu þörfum og vonum hinna fátækustu. Og ástæða þess að svo mörgum hlýnaði um hjartarætur, sam- glöddust og felldu jafnvel tár, þegar hann hlaut verðlaunin, er sú að allt hans starf er helgað trúnni á fagurt og batnandi mannlíf. „Hef kosið að vera bjartsýnn" Amartya K. Sen var fyrst spurður um til- einkunarorð framan við bók hans, Fátækt og hallæri (e. Poverty and Famines). Bókin er til- einkuð Amiya Dasgupta, sem Sen segir að hafí kennt sér hvað hagfræði væri um. Um hvað er hagfræði? Og hvernig barþað til að þú ákvaðst að leggja stund á hagfræði? „Ég ákvað að læra hagfræði vegna þess að efnahagsleg vandamál beimsins sem ég þekkti virtust mér vera afar alvarleg. Ég er Indverji, en á tímabili ólst ég upp þar sem nú heitir Bangladesh, borginni Takai, en þar á ég rætur. Að sjálfsögðu var mér afar vel kunnugt um þá botnlausu fátækt sem ríkti hvarvetna umhverf- is mig. Og sem barn varð ég einnig vitni að hungursneyðinni í Bengal árið 1943, en í henni létu 3 milljónir manna lífið. Svo þar höfum við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.