Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 42
%2 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Smáfólk
Hvernig líst þér á að Hver bjó
kaupa dálítið heima- það til?
tilbúið sælgæti?
Mamma mín, Ert þú meðal- Nei, þær eru allar
amma mín og göngumaður? stærri en ég..
systir mín..
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hríðirnar afstaðnar
Frá Margréti Guðmundsdóttur:
ÞÁ ER hinum kvalafullu hríðaverkj-
um við myndun nýrrar ríkisstjómar
lokið og afkvæmið komið í ijós. Þeim
sem efnaðir eru, eiga kvóta, eiga
hlutabréf í svo og svo mörgum fyrir-
tækjum, hafa borgað í digra lífeyris-
sjóði og þar fram eftir götunum, líst
eflaust vel á króann. En í þessu landi
búa enn þúsundir manna sem vinna
fyrir mjög lágum launum og búa við
mikið atvinnuóöryggi, ellilífeyrisþeg-
ar og öryrlqar sem lifa á ölmusu og
góðvild ættingja, þeir eru ekki eins
ánægðir. Það á eftir að taka hæstvirt-
an forsætisráðherra lengri tíma en að
setja íslandsmet á ráðherrastóli að
bíta þetta fólk af sér. Hann getur líka
verið viss um að það gerist ekki
hljóðalaust.
Slöpp lesning
Slappari lesningu hef ég varla les-
ið um dagana en málefnasamning
stjórnarflokkanna. Þar segir bók-
staflega ekkert um ekkert. Það er út
af fyrir sig magnað að geta skrifað
heilu síðurnar um ekkert. En þeir
sem þeim hæfileikum eru gæddir
ættu að snúa sér að öðrum störfum
en að sinna stjómmálum, því það er
mikið ábyrgðarstarf að vera stjórn-
málamaður.
Taumlaus gleði
Hæstvirtur forsætisráðherra kem-
ur fram á sjónvarpsstöðvunum glað-
ur á svip og ánægður með það sem
hann hefur gert og segir þjóðinni,
jafn ánægður á svipinn, að hann ætli
að halda áfram að gera það sem
hann hefur verið að gera. Áð halda
jafnvægi og stöðugleika. Hann er að
segja; ég ætla að halda áfram að
gera hina ríku ríkari og hina fátæku
fátækari. Hér verður allt við það
sama næstu fjögur árin. Algert aft-
urhald. Alger ládeyða. Og ráðherra-
flotinn eins og hann leggur sig, jafnt
nýir ráðherrar sem gamlir, tekur í
sama streng og segir „nei, í mínu
ráðuneyti verða engar breytingar,
ekkert sérstakt sem á að taka á“.
Launin hálda áfram að vera lág, ör-
orkulaunin halda áfram að vera lág
og lífeyrislaunin hjá hinum almenna
manni halda líka áfram að vera lág.
Hvers vegna gleðst maðurinn svona
yfir þessu? Ég bara spyr.
Ein af ástæðunum
Getur verið að ein af ástæðum fyr-
ir gleði hans sé að á næsta kjörtíma-
bili verður ef til vill slegið lokahöggið
á einkavæðinguna og á ég þar við
heilbrigðisþjónustuna. Verður þess
kannski ekki langt að bíða að við sjá-
um hf. fyrir aftan Tryggingastofnun
(ríkisins). Þá erum við komin í
bandaríska drauminn. Þar sem
markaðurinn og hagvöxturinn er lát-
inn sitja fyrir öllu. Fólk hreinlega
heilaþvegið með því að ekki fari sam-
an góður hagvöxtur og að mann-
eskjan sé höfð í fyrirrúmi. Ef þú get-
ur ekki tryggt þig á hinum almenna
markaði fyrir himinháar upphæðir
hjá tryggingafélögunum máttu bara
deyja fyrir utan sjúkrahúsið eða
sækja læknisþjónustu þar sem þú
getur ekki verið jafn viss um öryggi
og gæði. Þetta á líka við um konur
sem eru að fara að eiga börn. Þetta
er ástand sem Islendingar hafa hing-
að til horft á í bandarískum bíó-
myndum (sem svo sannarlega er
sýnt mjög mikið af hér á landi) og
hugsað með sér „nei, svona verður
þetta aldrei hér“. En með þessu
áframhaldi gæti þetta vissulega orð-
ið raunveruleiki hér fyrir þúsundir
manna.
Aumkunarvert
Það er hálf aumkunarvert að
heyra sagt frá því opinberlega að
skipta eigi ráðherrastólunum á milli
manna á miðju kjörtímabilinu. Bara
til þess að sem flestir gæðinganna fái
stól undir bossann. Það er hins vegar
ekki talað mikið um þann kostnað
sem því fylgir, en hann er gífurlegur.
Honum væri kannski betur varið í að
hækka t.d. örorkulaun. Annað sem
ekki síst vekur athygli í nýju ríkis-
stjórninni er að af tólf ráðherrum
eru aðeins þrjár konur. Það er aumt.
Eru konurnar kannski flúnar úr
þessum flokkum?
Lögmál
Það er ekki lögmál að stór hópur
af fólki í þjóðfélagi þurfi að vera fá-
tækur og líða skort og greiða með
lágum launum og lélegu lífsviður-
væri fyrir góðan hagvöxt fyrir hina
til að auðgast á. Markaðshyggjan er
ekki það sem gerir þjóðfélag að góðu
þjóðfélagi. Hvað er góður hagvöxtur
ef manneskjan, náttúran og
mannauðurinn er fótum troðinn?
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
húsmóðir, Skipholti 16, Reykjavík.
Vatn fyrir vonda?!
Frá Magnúsi Magnússyni:
ÉG OG félagi minn komum við á
Kaffí List, einu af „kaffihúsum" borg-
arinnar, eitt föstudagskvöldið.
Þannig var að ég og félagi minn
ákváðum að fá okkur vatnsglas, mitt í
þessum bjór- og brennivínskliði,
svona rétt á meðan við vorum að átta
okkur á því hvað snéri upp og hvað
niður. Um leið og mér var rétt glas
með vatni í þá var mér tilkynnt af
reiðum afgreiðsluþjóni að það væru
skilaboð frá eiganda staðarins, sem
stóð við hliðina á honum, að ef ég ætl-
aði að fá mér vatn aftur þá þyrfti ég
að greiða þrjú hundruð krónur fyrir.
Einnig hef ég orðið var við það að ef
maður biður um kaffi á umræddu
kaffihúsi þá setja umræddir þjónar
upp undarlegan iylu- eða vonbrigða-
svip! Og jafnvel virðast þeir komnir
upp á lagið með það að sniðganga, eða
láta þá sem versla ekki áfengi mæta
rest.
Semsagt, þeir sem kaupa bjór og
brennivín á umræddu kaffihúsi, þeir
eru velkomnir, en aðrir ekki. Á öðrum
stöðum, kaffihúsum og börum, þar
mætir maður yfirleitt brosi, sem mað-
ur les úr: „Þessi er búinn með kvót>-
ann sinn!“, og þar virðist maður vera
velkominn. Get ég nefnt staði sem eru
til fyrirmyndar í þessu; Fógetinn,
Grandrokk, Kaffi Reykjavík og fleiri.
Umræddir þjónar eru ekki frá ís-
landi, kannski drekka allir alltaf bjór
og brennivín í því landi sem þeir eru
frá, eða er þarna komin peninga-
græðgi frá Suður-Ameríku í líki
ókurteisi?
MAGNÚS MAGNÚSSON,
Meðalholti 13, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.