Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 44
n 44 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Trú og vísindi eru systur Eiga trúin og vísindin samleið inn í 21. öldina? Stefán Friðbjarnarson leitar svara við þeirrí spurningu. VÍSINDIN verða sífellt mik- ilvægari í mannheimi. Til vax- andi menntunar og þekkingar má rekja flestar framfarir í samfélögum fólks, bæði efna- hagslegar og annarrar gerðar. Vísindi og tækni hafa með öðr- um orðum stórbætt búsetuskil- yrði fólks á plánetunni Jörð. Þau hafa gjörbreytt atvinnu- háttum, fjarskiptum, samgöng- um og síðast en ekki sízt heilbrigðis- þjónustu, það er möguleik- um til að bæta og lengja líf okkar. Stað- reyndin er sú að þær þjóðir sem mestum fjármunum hafa varið til menntunar, rannsókna og vísinda búa við beztar að- stæður og lífskjör. Fyrir ber að vísindum er stillt upp sem andstæðu trúar, ósamrým- anlegum kristinni trú, sem mótað hefur siðfræðileg viðhorf íslendinga í þúsund ár. Fremstu brautryðjendur nú- tíma vísinda eru þó ekki þeirr- ar skoðunar. I bókinni Coram Deo, greinasafni dr. theol. Sig- urbjörns biskups Einarssonar, sem gefin var út árið 1991, er vitnað til Max Planck, höfundar kvantakenningarinnar í eðlis- fræði. Hann segir: „í hvaða átt og hversu langt sem vér horfum, finnum vér ekki neina mótsögn milli trúar og náttúruvísinda, heldur fyllsta samræmi, og einmitt í þeim atriðum sem skera úr. Trú og vísindi byggja ekki hvort öðru út, eins og margir halda eða óttast nú á tímum, heldur byggja hvort á öðru og þurfa hvort á öðru að halda. Ef til vill er beinasta sönnunin fyr- ir því, að trú og vísindi eiga samleið, sú sögulega staðreynd, að menn eins og Kepler, Newton, Leibnitz, vóru gagn- mótaðir af djúpu trúarþeli." I tilvitnuðu greinasafni er og getið bókar, sem fjallar um heimsmynd AJberts Einsteins og Einstein sjálfur ritar for- mála að. Þar segir m.a.: „Hin óyfirstíganlega hindrun á vegi mannsins er sú, að hann er sjálfur hluti af þeirri veröld, sem hann er að reyna að rann- saka. Og sennilega komumst vér aldrei lengra en að nema staðar í lotningu fyrir undri al- heimsins og segja með höfundi Hebreabréfsins: Fyrir trú skiljum vér heimana gjörða vera með Guðs orði á þann hátt, að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, sem séð varð.“ Og ennfremur: „Aibert Ein- stein, sem á mestan þátt í þeirri byltingu, sem heims- mynd vísindanna hefur gengist undir á síðustu áratugum, seg- ir: „Mín trú er fólgin í auð- mjúkri lotningu frammi fyrir þeim óendanlega háleita anda, sem birtist í þeim einföldu smámunum, sem vér getum numið með vorum veiku og ófullkomnu skynfærum. Þessi djúpa sannfæring innstu kenndar um nánd, æðsta, hugs- andi máttar, sem opinberi sig í hinum óskiljanlega alheimi, er mín hugmynd um Guð.“ Og síð- an: „Eg trúi á persónuleg- an Guð og get með góðri samvizku sagt, að ég hafi aldrei á neinni stundu lífs míns að- hyllst guðsaf- neitun." Jóhann Ax- elsson pró- fessor skrifar fyrir skemmstu grein í Morg- unblaðið, þar sem segir m.a.: „Und- anfarið hefi ég gluggað í bók sem geymir svör margra mætra vís- indamanna við spurningum sem varða samband trúar og vís- inda, uppruna alheims, uppruna lífsins, guðshugtakið, tilvist Guðs og sitthvað fleira.“ Auk Max Planck, sem fyrr er getið, vitnar greinarhöfundur m.a. til eftirtalinna Nóbelsverðlauna- hafa í raunvísindum: B.D. Jos- ephson (eðlisfræði 1973), Man- fred Eigen („ofurhröð efna- hvörf ‘ 1967), Arthur L. Schawlaw (litrófsfræði ley- sigeisla 1981). Sir John Eccles (lífeðlisfræði 1963), Ragnar Granit (lífeðlisfræði 1967), Ro- bert W. Holley (lífeðlisfræði 1968) og Wemer Arber (lífeðl- isfræði 1978). Það má lesa út úr þessum tilvitnunum öllum að ekki sé um neins konar grund- vallarágreining milli trúar og vísinda að ræða. Og flestir þeirra, sem vitnað er til, láta í ljósi einlæga guðstrú. Max Planck segir ógerlegt fyrir vísindamann að komast hjá því að sannfærast um al- máttugt vitsmunavald að baki allra hluta. Þeir sem eru sama sinnis eru einlæglega þeirrar skoðunar að trú og vísindi eigi ekki aðeins samleið til nýrrar aldar, sem í hönd fer, heldur séu sameiginlega sá vegvísir, sem nauðsynlegt er að gefa gaum og taka mið af á vegferð mannkynsins á vit hins ókomna, ef vel eigi að fara. Trúin og vísindin eru leiðar- ljós okkar að betri heimi - og sannleikanum að baki þess sem var, er og verður. Að svo mæltu fer vel á því að lokaorðin í pistli dagsins séu Sigurbjöms bisk- ups Einarssonar: „Trú og vís- indi eru systur, sem eiga að haldast í hendur og stefna í sömu átt, hvort eftir sinni leið, að sama miði, áleiðis til Guðs.“ Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. í DAG HOGNI HREKKVISI jj c-r'ifsr wvifiij&'- furr- e&X'Seinnóo, u&ð - t/m. t/iðöu. oð -rará> £ bcð> ■ " COSPER ÞAÐ verður örugglega erfitt að selja húsið með öllum þessum draugagangi. HVER var að panta pizzu? VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Þyrlulendingin í Hljómskálagarði MIG langar til að eftirfarandi komi fram vegna fréttar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. júní um að hætt hafi verið við þyrlulendinguna í Hljómskálagarðinum. Það voru þeir félagar í þættinum Tvíhöfða á útvarps- stöðinni X-inu sem hvöttu fólk eindregið til að fara í Hljómskálagarðinn til að mótmæla. Og skipti þá ekki máli hvort fólkið væri með eða á móti, bara mæta á staðinn og mótmæla. Dýrahald Kanína fannst KANÍNA fannst við Giljasel í Seljahverfi 23. júní sl. Hún er grábrún með hvítt trýni. Upplýs- ingar í síma 557-3959. Hver vill eiga okkur? VIÐ erum voðalega sætir 2 mánaða kettlingar, læða SKAK Omsjón Margeir Pétnrsson ÞESSI staða kom upp á heimsmeistaramóti tölvu- forrita í Paderborn í Þýska- landi í síðustu viku. „Juni- or“ hafði hvítt og átti leik gegn „Nimzo“. Það er áhuga- vert að sjá hverju reikni- vélin leikur í stöðunni: 17. RfG+ (Það er afar erfitt að meta fyrir menn af holdi og blóði hvort þessi leikur vinnur þving- að) 17. - gxfG 18. Bbl - He8 19. Dxh7+ - Kf8 20. Dh6+ - Ke7 21. Dxf6+ og fress, og okkur langar mikið til að eignast gott heimili. Við erum kassa- vanir. Upplýsingar í síma 554 6887 eða 898 2077. Fjörugir kettlingar BLÁEYGIR og bröndótt- ir fjörugir 8 vikna gamlir kettlingar óska eftir góð- um heimilum. Þeim fylgir Purina kattamatur. Upp- lýsingar í síma 554 2787. - Kf8 22. Dh6+ - Ke7 23. Be4 - Db6 (23. - Dc7 virðist betri vörn) 24. e6 - Had8 25. exf7 - Hh8 26. Dg7 - Hhf8 27. Bf5 - Hxf7 28. Hfel+ og svartur gafst upp. „Shredder" sigraði eftir aukaeinvígi við „Ferret". Hið fræga þýska forrit FRITZ sem margir eiga út- gáfu af, varð í þriðja sæti. HVÍTUR á leik. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur glaðst mjög að undanfómu yfir fréttum sem birst hafa nær daglega af velgengni íslensks tónlistarfólks á erlendri gmndu. Samningar hafa tekist með íslensku tónlistarfólki og stórfyrir- tækjum erlendum um útgáfu á ís- lenskri tónlist á alþjóðavísu og er í sumum tilvikum um geysilegar fjár- hæðir að ræða. Þessu ber vitaskuld að fagna, en jafnframt er rétt að ijúka ekki strax upp til handa og fóta, því í hinum alþjóðlega tónlist- arheimi em margir kallaðir en fáir útvaldir til hinnar eftirsóttu heims- frægðar. xxx A AFERÐUM sínum erlendis hef- ur Víkverji það fyrir reglu að líta í hljómplötuverslanir og kanna úrvalið sem þar er á boðstólum. Oft er þetta gert í þeim tilgangi að gera kjarakaup, en einnig til að kanna hvað er á seyði í tónlistarlífi viðkomandi lands. Hefur Víkverja oft tekist að finna frábærar hljóm- plötur með slíkum hætti; hljóm- plötur sem hæpið er að muni ann- ars nokkra sinni reka á fjörur ís- lenskra tónlistarunnenda. En í þessum verslunarleiðöngrum hefur Víkverji einnig haft það fyrir sið, að hætti gegnra þjóðernissinna, að líta eftir því hvort fáanlegir séu í framandi löndum hljómdiskar með íslenskum flytjendum. Verður að segjast alveg eins og er, að stund- um rekur Víkverja hreinlega í rogastans yfir því íslenska efni sem rekið hefur á fjörur hans með þess- um hætti. xxx EKKI aðeins hefur fjölbreytt úr- val hljómdiska Bjarkar verið á boðstólum í nær öllum þeim versl- unum sem Víkverji hefur sótt aust- an hafs og vestan, heldur og diskar með Sykurmolunum sálugu, Risa- eðlunni, Purrki Pillnikk og fleiri sveitum sem settu svo mjög svip á íslenskt tónlistarlíf fyrr á þessum áratug og undir lok þess síðasta. Sérstaklega er gaman að sjá hversu mikla áherslu erlendar verslanir virðast leggja, margar hverjar, á Björk í útstillingum sínum og er greinilegt að þar fer alþjóðleg stór- stjarna. „Súperstjarna" eins og sagt væri í útlöndum. En ekki einasta hafa þessar hljómsveitir og efni þeirra staðið erlendum hlustendum til boða, nýrri sveitir á borð við Un- un og Maus hafa einnig sést í rekk- um stórverslana og í klassísku deildinni hefur oftsinnis tekist að finna upptökur með stórsöngvuran- um Kristjáni Jóhannssyni og Kristni Sigmundssyni. í Moskvu varð Víkverji til að mynda ósegjan- lega glaður er hann sá hljómdisk til sölu með fiðluleik Sigrúnar Eð- valdsdóttur. Ekki tókst honum þó, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá uppgefið hjá dyntóttum götusölu- manni hvemig hann hefði komist yfir diskinn þann. Enda kannski ekki aðalatriðið. XXX AÐALATRIÐIÐ er auðvitað að íslenskt tónlistarfólk stendur sig vel í listsköpun sinni og smám saman hefur hróður íslenskrar tón- listar borist til fjarlægari landa. Þáttur Bjarkar verður auðvitað síst ofmetinn í þeim efnum, en flest er þetta fólk þó að gera góða hluti á eigin forsendum og fyrir eigin dugnað og verðleika. Slíkt ber vissulega að lofa. Stórsamningar söngkvennanna Svölu Björgvins- dóttur og Selmu Björnsdóttur era skemmtileg tíðindi og sömuleiðis frásagnir af velgengni sveita á borð við Gang Bang og Sigur Rós. Þess- um sveitum og þessu tónlistarfólki hefur tekist að fá erlend stórfyrir- tæki til að ljá sér eyra og þar með er stórt skref að baki í átt að frægð og frama á erlendri grand. Eftir er þó mesta vinnan og skemmst er að minnast þeirra fjölmörgu lista- manna sem heimsfrægir hafa verið á íslandi en aldrei meira en það. Lykillinn fyrir þetta unga og efni- lega tónlistarfólk er að halda vöku sinni og gleyma ekki upprananum, því það sem íslenskt er virðist eiga upp á pallborðið í engilsaxneskum tónlistarheimi um þessar mundir. Víkverji vonar að það megi verða sem lengst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.