Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 44
n 44 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Trú og vísindi eru systur Eiga trúin og vísindin samleið inn í 21. öldina? Stefán Friðbjarnarson leitar svara við þeirrí spurningu. VÍSINDIN verða sífellt mik- ilvægari í mannheimi. Til vax- andi menntunar og þekkingar má rekja flestar framfarir í samfélögum fólks, bæði efna- hagslegar og annarrar gerðar. Vísindi og tækni hafa með öðr- um orðum stórbætt búsetuskil- yrði fólks á plánetunni Jörð. Þau hafa gjörbreytt atvinnu- háttum, fjarskiptum, samgöng- um og síðast en ekki sízt heilbrigðis- þjónustu, það er möguleik- um til að bæta og lengja líf okkar. Stað- reyndin er sú að þær þjóðir sem mestum fjármunum hafa varið til menntunar, rannsókna og vísinda búa við beztar að- stæður og lífskjör. Fyrir ber að vísindum er stillt upp sem andstæðu trúar, ósamrým- anlegum kristinni trú, sem mótað hefur siðfræðileg viðhorf íslendinga í þúsund ár. Fremstu brautryðjendur nú- tíma vísinda eru þó ekki þeirr- ar skoðunar. I bókinni Coram Deo, greinasafni dr. theol. Sig- urbjörns biskups Einarssonar, sem gefin var út árið 1991, er vitnað til Max Planck, höfundar kvantakenningarinnar í eðlis- fræði. Hann segir: „í hvaða átt og hversu langt sem vér horfum, finnum vér ekki neina mótsögn milli trúar og náttúruvísinda, heldur fyllsta samræmi, og einmitt í þeim atriðum sem skera úr. Trú og vísindi byggja ekki hvort öðru út, eins og margir halda eða óttast nú á tímum, heldur byggja hvort á öðru og þurfa hvort á öðru að halda. Ef til vill er beinasta sönnunin fyr- ir því, að trú og vísindi eiga samleið, sú sögulega staðreynd, að menn eins og Kepler, Newton, Leibnitz, vóru gagn- mótaðir af djúpu trúarþeli." I tilvitnuðu greinasafni er og getið bókar, sem fjallar um heimsmynd AJberts Einsteins og Einstein sjálfur ritar for- mála að. Þar segir m.a.: „Hin óyfirstíganlega hindrun á vegi mannsins er sú, að hann er sjálfur hluti af þeirri veröld, sem hann er að reyna að rann- saka. Og sennilega komumst vér aldrei lengra en að nema staðar í lotningu fyrir undri al- heimsins og segja með höfundi Hebreabréfsins: Fyrir trú skiljum vér heimana gjörða vera með Guðs orði á þann hátt, að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, sem séð varð.“ Og ennfremur: „Aibert Ein- stein, sem á mestan þátt í þeirri byltingu, sem heims- mynd vísindanna hefur gengist undir á síðustu áratugum, seg- ir: „Mín trú er fólgin í auð- mjúkri lotningu frammi fyrir þeim óendanlega háleita anda, sem birtist í þeim einföldu smámunum, sem vér getum numið með vorum veiku og ófullkomnu skynfærum. Þessi djúpa sannfæring innstu kenndar um nánd, æðsta, hugs- andi máttar, sem opinberi sig í hinum óskiljanlega alheimi, er mín hugmynd um Guð.“ Og síð- an: „Eg trúi á persónuleg- an Guð og get með góðri samvizku sagt, að ég hafi aldrei á neinni stundu lífs míns að- hyllst guðsaf- neitun." Jóhann Ax- elsson pró- fessor skrifar fyrir skemmstu grein í Morg- unblaðið, þar sem segir m.a.: „Und- anfarið hefi ég gluggað í bók sem geymir svör margra mætra vís- indamanna við spurningum sem varða samband trúar og vís- inda, uppruna alheims, uppruna lífsins, guðshugtakið, tilvist Guðs og sitthvað fleira.“ Auk Max Planck, sem fyrr er getið, vitnar greinarhöfundur m.a. til eftirtalinna Nóbelsverðlauna- hafa í raunvísindum: B.D. Jos- ephson (eðlisfræði 1973), Man- fred Eigen („ofurhröð efna- hvörf ‘ 1967), Arthur L. Schawlaw (litrófsfræði ley- sigeisla 1981). Sir John Eccles (lífeðlisfræði 1963), Ragnar Granit (lífeðlisfræði 1967), Ro- bert W. Holley (lífeðlisfræði 1968) og Wemer Arber (lífeðl- isfræði 1978). Það má lesa út úr þessum tilvitnunum öllum að ekki sé um neins konar grund- vallarágreining milli trúar og vísinda að ræða. Og flestir þeirra, sem vitnað er til, láta í ljósi einlæga guðstrú. Max Planck segir ógerlegt fyrir vísindamann að komast hjá því að sannfærast um al- máttugt vitsmunavald að baki allra hluta. Þeir sem eru sama sinnis eru einlæglega þeirrar skoðunar að trú og vísindi eigi ekki aðeins samleið til nýrrar aldar, sem í hönd fer, heldur séu sameiginlega sá vegvísir, sem nauðsynlegt er að gefa gaum og taka mið af á vegferð mannkynsins á vit hins ókomna, ef vel eigi að fara. Trúin og vísindin eru leiðar- ljós okkar að betri heimi - og sannleikanum að baki þess sem var, er og verður. Að svo mæltu fer vel á því að lokaorðin í pistli dagsins séu Sigurbjöms bisk- ups Einarssonar: „Trú og vís- indi eru systur, sem eiga að haldast í hendur og stefna í sömu átt, hvort eftir sinni leið, að sama miði, áleiðis til Guðs.“ Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. í DAG HOGNI HREKKVISI jj c-r'ifsr wvifiij&'- furr- e&X'Seinnóo, u&ð - t/m. t/iðöu. oð -rará> £ bcð> ■ " COSPER ÞAÐ verður örugglega erfitt að selja húsið með öllum þessum draugagangi. HVER var að panta pizzu? VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Þyrlulendingin í Hljómskálagarði MIG langar til að eftirfarandi komi fram vegna fréttar í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. júní um að hætt hafi verið við þyrlulendinguna í Hljómskálagarðinum. Það voru þeir félagar í þættinum Tvíhöfða á útvarps- stöðinni X-inu sem hvöttu fólk eindregið til að fara í Hljómskálagarðinn til að mótmæla. Og skipti þá ekki máli hvort fólkið væri með eða á móti, bara mæta á staðinn og mótmæla. Dýrahald Kanína fannst KANÍNA fannst við Giljasel í Seljahverfi 23. júní sl. Hún er grábrún með hvítt trýni. Upplýs- ingar í síma 557-3959. Hver vill eiga okkur? VIÐ erum voðalega sætir 2 mánaða kettlingar, læða SKAK Omsjón Margeir Pétnrsson ÞESSI staða kom upp á heimsmeistaramóti tölvu- forrita í Paderborn í Þýska- landi í síðustu viku. „Juni- or“ hafði hvítt og átti leik gegn „Nimzo“. Það er áhuga- vert að sjá hverju reikni- vélin leikur í stöðunni: 17. RfG+ (Það er afar erfitt að meta fyrir menn af holdi og blóði hvort þessi leikur vinnur þving- að) 17. - gxfG 18. Bbl - He8 19. Dxh7+ - Kf8 20. Dh6+ - Ke7 21. Dxf6+ og fress, og okkur langar mikið til að eignast gott heimili. Við erum kassa- vanir. Upplýsingar í síma 554 6887 eða 898 2077. Fjörugir kettlingar BLÁEYGIR og bröndótt- ir fjörugir 8 vikna gamlir kettlingar óska eftir góð- um heimilum. Þeim fylgir Purina kattamatur. Upp- lýsingar í síma 554 2787. - Kf8 22. Dh6+ - Ke7 23. Be4 - Db6 (23. - Dc7 virðist betri vörn) 24. e6 - Had8 25. exf7 - Hh8 26. Dg7 - Hhf8 27. Bf5 - Hxf7 28. Hfel+ og svartur gafst upp. „Shredder" sigraði eftir aukaeinvígi við „Ferret". Hið fræga þýska forrit FRITZ sem margir eiga út- gáfu af, varð í þriðja sæti. HVÍTUR á leik. Víkverji skrifar... YÍKVERJI hefur glaðst mjög að undanfómu yfir fréttum sem birst hafa nær daglega af velgengni íslensks tónlistarfólks á erlendri gmndu. Samningar hafa tekist með íslensku tónlistarfólki og stórfyrir- tækjum erlendum um útgáfu á ís- lenskri tónlist á alþjóðavísu og er í sumum tilvikum um geysilegar fjár- hæðir að ræða. Þessu ber vitaskuld að fagna, en jafnframt er rétt að ijúka ekki strax upp til handa og fóta, því í hinum alþjóðlega tónlist- arheimi em margir kallaðir en fáir útvaldir til hinnar eftirsóttu heims- frægðar. xxx A AFERÐUM sínum erlendis hef- ur Víkverji það fyrir reglu að líta í hljómplötuverslanir og kanna úrvalið sem þar er á boðstólum. Oft er þetta gert í þeim tilgangi að gera kjarakaup, en einnig til að kanna hvað er á seyði í tónlistarlífi viðkomandi lands. Hefur Víkverja oft tekist að finna frábærar hljóm- plötur með slíkum hætti; hljóm- plötur sem hæpið er að muni ann- ars nokkra sinni reka á fjörur ís- lenskra tónlistarunnenda. En í þessum verslunarleiðöngrum hefur Víkverji einnig haft það fyrir sið, að hætti gegnra þjóðernissinna, að líta eftir því hvort fáanlegir séu í framandi löndum hljómdiskar með íslenskum flytjendum. Verður að segjast alveg eins og er, að stund- um rekur Víkverja hreinlega í rogastans yfir því íslenska efni sem rekið hefur á fjörur hans með þess- um hætti. xxx EKKI aðeins hefur fjölbreytt úr- val hljómdiska Bjarkar verið á boðstólum í nær öllum þeim versl- unum sem Víkverji hefur sótt aust- an hafs og vestan, heldur og diskar með Sykurmolunum sálugu, Risa- eðlunni, Purrki Pillnikk og fleiri sveitum sem settu svo mjög svip á íslenskt tónlistarlíf fyrr á þessum áratug og undir lok þess síðasta. Sérstaklega er gaman að sjá hversu mikla áherslu erlendar verslanir virðast leggja, margar hverjar, á Björk í útstillingum sínum og er greinilegt að þar fer alþjóðleg stór- stjarna. „Súperstjarna" eins og sagt væri í útlöndum. En ekki einasta hafa þessar hljómsveitir og efni þeirra staðið erlendum hlustendum til boða, nýrri sveitir á borð við Un- un og Maus hafa einnig sést í rekk- um stórverslana og í klassísku deildinni hefur oftsinnis tekist að finna upptökur með stórsöngvuran- um Kristjáni Jóhannssyni og Kristni Sigmundssyni. í Moskvu varð Víkverji til að mynda ósegjan- lega glaður er hann sá hljómdisk til sölu með fiðluleik Sigrúnar Eð- valdsdóttur. Ekki tókst honum þó, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fá uppgefið hjá dyntóttum götusölu- manni hvemig hann hefði komist yfir diskinn þann. Enda kannski ekki aðalatriðið. XXX AÐALATRIÐIÐ er auðvitað að íslenskt tónlistarfólk stendur sig vel í listsköpun sinni og smám saman hefur hróður íslenskrar tón- listar borist til fjarlægari landa. Þáttur Bjarkar verður auðvitað síst ofmetinn í þeim efnum, en flest er þetta fólk þó að gera góða hluti á eigin forsendum og fyrir eigin dugnað og verðleika. Slíkt ber vissulega að lofa. Stórsamningar söngkvennanna Svölu Björgvins- dóttur og Selmu Björnsdóttur era skemmtileg tíðindi og sömuleiðis frásagnir af velgengni sveita á borð við Gang Bang og Sigur Rós. Þess- um sveitum og þessu tónlistarfólki hefur tekist að fá erlend stórfyrir- tæki til að ljá sér eyra og þar með er stórt skref að baki í átt að frægð og frama á erlendri grand. Eftir er þó mesta vinnan og skemmst er að minnast þeirra fjölmörgu lista- manna sem heimsfrægir hafa verið á íslandi en aldrei meira en það. Lykillinn fyrir þetta unga og efni- lega tónlistarfólk er að halda vöku sinni og gleyma ekki upprananum, því það sem íslenskt er virðist eiga upp á pallborðið í engilsaxneskum tónlistarheimi um þessar mundir. Víkverji vonar að það megi verða sem lengst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.