Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 50
Nú eru GALÉNIC húðsnyrtivörurnar loksins komnar
Allar íslenskar konur þekkja hinar margverðlaunuðu EIANCYLvörur fyrir
einstakan árangur og gæði, en ElANCYLer líkamslínan í GALÉNiC merkinu.
GALÉNIC hentar öllum húðgerðum og öllum aldri
G‘A[ ÍTV inniheldur náttúruleg virk efni sem svara þörfum þínum
hefur svarið fyrir þig
KYNNINGAR í ÞESSARIVIKU GJÖF FYLGIR KAUPUM
Á morgun Apótek Stykkishólms kl. 13-18
Þriðjudag Krisma ísafirði kl. 11-18
Miðvikudag Lyfja Hafnarfirði kl. 13-18
Fimmtudag Apótek Ólafsvíkur kl. 11.30-18
Föstudag Lyfja Kópavogi kl. 12-17
UTSÖlUSVAQift GAtÍNtC BJÓOA ÞÉfi AÖ KYHKAST ÞtSSUW HÁSÆGA VíífiUM
Lyfja Lágmúla »Lyfja Kópavogi • Lyfja Hafnarfirði »Hagkaup Kringlu
Hagkaup Smáratorgi »ApótekÁrbæjar»Laugarnesa|)ótek
Apótek Keflavíkur • Apótek Vestmannaeyja » Apótek Ólafsvíkur
Apótek Stykkishólms • Lyfsala Patreksfjarðar» Bjarg Akranesi» Krisma ísafirði
1
SUNNUDAGUR 27. JUNI1999
120 f iylkí
COLON
LEANSE
sn trefíar meö A
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM
Colon Cleanser örvar
mettinguna og tryggir að fæðan
i fari hratt og örugglega
f gegn um meltingarfærin.
ÉK
cilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi
og Skipagötu, Akureyri
Morgunblaðið/Halldór
MIKE Myers og Heather Graham fyrir utan
Planet Hollywood í Cannes.
MIKE Myers á heiðurinn af því að skapa
njósnarann eftirminnilega.
MEIRI illmenni eru ekki á hverju strái en
Dr. Illur sem einnig er leikinn af Myers.
Kvikmyndin Austin Powers: Njósnarinn sem negldi mig
Tíu Japanir og Mike Myers
HÚN gong sanj lí,“ eða eitt-
hvað í þá áttina skrafa tíu
japanskar konur hver of-
an í aðra og er sem blaða-
maður sitji í fuglamergðinni við
Látrabjarg. Þetta er svolítið dæmi-
gert fyrir óreiðuna í Cannes; að sitja
við borð með japönskum stéttar-
bræðrum sínum og japönskum túlki
og bíða eftir njósnaranum sem neglir
allt sem hreyfist.
Það orð fer af Mike Myers að
hann þyki ekki sérlega skemmtileg-
ur viðræðu en augljóst er af öllu að
hann kann virkilega að meta
japönsku fréttakonurnar því hann
bókstaflega ljómar eins og sólin þeg-
ar hann sest við borðið. Enda eru
þær sérdeilis hláturmildar og skríkja
af kátínu að hverjum brandara eða
bara svipbrigðum Myers.
„Eg er orðinn dálítið ryðgaður í
japönskunni," segir Myers þegar
hann sest niður og kynnir sig. Þær
taka í hendina á honum hver af
ASGARÐUR — GLÆSIBÆ
Caprí tríó
leikur öll
sunnudagskvöld
frá kl. 20.00.
i^^FÉLAG
t?3B0RGARA
Upplýsingar í síma 588 2111
Nýjasta kvikmyndin um Austin Powers skaut
Stjörnustríði ref fyrir rass þegar hún var
frumsýnd í Bandaríkjunum og náði þriðju
mestu tekjum sögunnar. Pétur Blöndal var í
góðum félagsskap er hann ræddi við aðalleik-
arann Mike Myers um myndina í Cannes.
annarri og syngja nafnið sitt á
japönsku, einhvern veginn er tungu-
málið þannig, þar til kemur loks að
íslenska blaðamanninum. „Og hann
er auðvitað frá Japan,“ segir túlkur-
inn og fréttakonurnar skella upp úr.
„Eg kem raunar frá Islandi," skýtur
blaðamaður inn í. „Að sjálfsögðu,“
segir Myers, „hvar annars staðar
getur maður búist við að hitta Is-
lending en á borði með Japönum?“
Við eyjaskeggjar s töndum saman,
svarar Maðamaður.
„Ég bý á Manhattan, telst það
með?“ spyr Myers.
„Auðvitað," svarar blaðamaður.
„Þér er guðvelkomið að slást í hóp-
inn með okkur í kvöld.“ Myers virð-
ist ánægður með það, tyllir sér og er
fyrst spurður að því hvenær hann
hafi búið til persónuna Austin
Powers.
s
Eg hafði nýlokið við mynd-
ina „Waynes World 2“ sem
hafði gengið vel í Banda-
ríkjunum og náð efsta sæti
aðsóknarlistans og var í tónleikaferð
með Barböru Streisand, allt hafði
gengið eins og í sögu. Tveimur árum
áður lést faðir minn og ég hafði unn-
ið á hverjum degi síðan þá. Skyndi-
lega varð mér ljóst að ég hafði engan
áhuga á að vinna lengur. Ég var svo
lánsamur að hafa lagt fyrir mikla
fjármuni og vann ekki í eitt og hálft
ár.
Þá kviknaði hugmynd sem byggð
var á minningunni um föður minn.
Hann var enskur og elskaði myndir
á borð við Bleika pardusinn og
James Bond. Ég skrifaði handritið
að Austin Powers á þremur vikum
og hún er eiginlega upprifjun á öllum
myndunum sem ég horfði á með föð-
ur mínum í stofusófanum heima.“
Túlkurinn byrjar að þýða yfir á
flaumósa japönsku erfiðleikalaust ef
undan er skilin örlítil truflun frá
Myers sem skýtur inn í: „Þetta er nú
ekki alveg rétt hjá þér...“ Frétta-
konurnar springa úr hlátri og á end-
anum kemst þýðingin til skila.
Ertu aðdáandi Peters Sellers?
Hann var í uppáhaldi hjá
föður mínum,“ svarar
Myers.
En Sean Connery?
„Ég hitti hann í gærkvöldi," svar-
ar Myers með aðdáunarsvip og bætir
við: „í fyrsta skipti." Það heyrist
mikið garg í fuglabjarginu og
japönsku konumar lyftast upp úr
stólunum af fögnuði.
Talaðirðu við hann um myndina?
„Ég varð of feiminn," svarar
Myers. „Hvort sem þið trúið því eða
ekki eru Kanadamenn mjög inn í sig.
Ég hitti Sean Connery og hann sagði
[með skoskum hreim í anda Conn-
erys]: „Hvernig kanntu við þig á há-
tíðinni?" Mér fannst þetta svo yfir-
þynnandi að ég svaraði bara [óða-
mála]: „Hún er góð.“ Þetta var mitt
stóra tækifæri til að ræða við átrúnað-
argoðið mitt.“
„Ohhh,“ andvarpa stallsystur blaða-
manns frá Japan og finna mikið til
með leikaranum sem setur upp ar-
mæðusvip.
Manstþú eftir sjöunda áratugnum?
„Ég fæddist árið 1963 og fyrstu
minningar mínar af kvikmyndum
eru frá lokum sjöunda áratugarins
og upphafi þess áttunda og ég upp-
lifði þær mjög sterkt eins og krakkar
gera. Mér er það þvi áreynslulaust
að sækja í þennan tíma. Ég nefni
sem dæmi myndina „The Great
Santini“ og auðvitað Stjörnustríð."
Hvernig vannstu handritið?
Það er yndislega dularfullt
ferli,“ svarar Myers. „Við
skrifum handritið og reyn-
um svo sífellt að gera það
hraðara, fyndnara og áhugaverðara.
Þegar stundin rennur upp tökum við
upp nokkrar útgáfur af handritinu og
notum líka spuna. Lokaútgáfan verð-
ur svo til í klippiherberginu."
Samræðurnar snúast um ýmislegt
eftir þetta en eru heldur sundurlaus-
ar þar sem þeim er snarað yfir á
japönsku eftir hverja setningu. Það
sem kemur m.a. til tals er hvort
þriðja myndin sé væntanleg og segist
Myers alveg til í að gera mynd um
Austin Powers á tveggja ára fresti.
Þá lýsir hann formúlunni að baki
Bond-myndum, sem voru að hluta til
fyrirmynd Austins: „Bond byrjar á
því að koma óþokka fyrir kattarnef,
stórglæpamaður er kynntur til sög-
unnar með áætlanir um að tortíma
heiminum, Bond er falið nýtt mál, að
því búnu fær hann þrjú vopn sem er
nýbúið að finna upp, hann ferðist til
framandi lands, tveir launmorðingj-
ar verði á vegi hans, hann drepur þá
með nýtísku vopnum sem honum
höfðu verið nýfengin. Þá hittir hann
stórglæpamanninn og drepur hann
með drápstæki úr hans eigin smiðju
og loks siglir hann burtu frá öllu
saman á fleka, - vitaskuld með íðil-
fagurri stúlku.“
Hljómar ekki fjarri lagi. En til að
komast að formúlunni á bakvið
Austin Powers-myndirnar verða
kvikmyndaáhugamenn að berja
frjálslynda njósnarann augum á
hvíta tjaldinu. Fyrir þá sem ekki vita
þá er það er þessi með bjánalega
glottið, skökku tennurnar og dýrs-
lega aðdráttaraflið.