Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 56
IhinkPad
Mes! seldo og verðlounaóa
fartölva i heiminum
<Ö> NÝHERJI
5:5697700
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Mikið
þýfí end-
‘ urheimt
LÖGREGLUNNI í Reykjavík hef-
ur að miklu leyti tekist að endur-
heimta þýfi sem talið er að sé að
verðmæti nokkuð á þriðju milljón
króna og stolið var úr íbúðarhúsum
í mörgum innbrotum frá janúar til
apríl. Sambærilegar aðferðir voru
notaðar við öll innbrotin.
Lögreglan hefur komið þýfinu í
hendur réttra eigenda og er rann-
sókn flestra innbrotanna lokið.
Ekkert innbrot hefur verið framið
með þessum hætti í heimahús eftir
að þeir sem grunaðir eru um
■'V'erknaðina voru handteknir um
miðjan aprfl.
I flestum innbrotanna var stolið
talsverðum verðmætum, svo sem
skartgripum, silfurborðbúnaði og
fleira, og voru innbrotin yfirleitt
framin að degi til meðan íbúar
voru að heiman. Voru þau flest í
fjölbýlishús og því gaf umferð
ókunnugra ekki endilega tilefni til
grunsemda. Lögreglan vill benda
íbúum slíkra húsa á mikilvægi þess
að hleypa ekki óviðkomandi inn í
^sameign og gera ráðstafanir ef upp
koma grunsemdir um óeðlilegar
mannaferðir.
--------------
Ráðist á mann
í Vonarstræti
Arásarmennirn-
ir gáfu sig fram
MAÐUR var fluttur með sjúkrabfl
á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur eftir árás tveggja manna í Von-
arstræti aðfaranótt laugardags.
Arásarmennirnir gáfu sig fram við
Jögreglu og var sleppt eftir yfir-
Tieyrslu. Áverkar hins slasaða eru
ekki taldir alvarlegir.
Árásarmennirnir yfirgáfu vett-
vang árásarinnar í bifreið og var
vitað um númer hennar. Áður en til
þess kom að lýsa eftir bflnum gáfu
mennimir sig hins vegar fram á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Erfið
sambúð
SAMBÚÐ fugla og stærri dýra
getur verið vandasöm, að
minnsta kosti fyrir þann sem er
minni. Stóru dýrin gæta ekki að
því hvar þau stíga niður og undir
fótum þeirra gæti jafnvel leynst
heimili þess fljúgandi. Krían á
myndinni var að minnsta kosti
ekki sátt við veru hryssunnar og
folaldsins hennar á túninu. Vænt-
anlega hafa híbýli hennar verið í
nágrenninu og gerði hún síend-
urteknar árásir á hestana. Þeir
létu sér hins vegar fátt um finn-
ast og héldu áfram að bíta gras
og drekka af spena í mestu mak-
indum.
LANDSVTRKJUN mun ekki sjálf fara fram á að Fljótsdalsvirkjun
verði sett í lögformlegt umhverfismat en fyrirtækið mun í haust
senda stjómvöldum skýrslu um rannsóknir á svæðinu, segir Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Friðrik segir að það sé ekki á valdi Landsvirkjunar að ákveða hvort
ákvörðunum Alþingis verður breytt og ákveðið að Fljótsdalsvh-kjun
fari í umhverfismat eins og aðrar stórframkvæmdir eiga að gera.
„Leyfið er fyrir hendi, fyrirtækið
undirbýr framkvæmdirnar á
grundvelli stefnu sem nýtur meiri-
hluta á Alþingi og fráleitt væri að
það færi að eigin frumkvæði að
tefja þær,“ segir Friðrik.
„í haust verður lokið við skýrslu
um niðurstöður rannsókna á veg-
um Landsvirkjunar á svæðinu og
hún send stjórnvöldum. Þegar
skýrslan liggur fyrir geta Alþingi
og ríkisstjóm breytt fyiTÍ ákvörð-
unum sínum ef þeim þykir ástæða
til. Þá verða menn hins vegar að
hafa í huga að verði það gert mun
það að sjálfsögðu fresta öllum við-
ræðum um hugsanleg not fyrir raf-
magnið.“
Verður að taka tillit
til beggja sjónarmiða
Friðrik segir að rangt sé að
hunsa tilfinningar þeirra sem óttist
frekara rask á umdeildum stöðum í
óbyggðunum. „Það verður að taka
verulegt tillit til beggja sjónar-
miða. Þessi mál eru ekki þess eðlis
að allir geti orðið ánægðir með
lausnina. En ég er sannfærður um
að hægt er að ná víðtækri sátt milli
þeirra sem vilja nýta og þeirra sem
vilja eingöngu njóta.“
Hann segir ennfremur að vax-
andi hætta sé á hagsmunaárekstr-
um milli Landsvirkjunar og Orku-
veitu Reykjavíkur þar sem gera
megi ráð fyrir að í framtíðinni
verði samkeppni á milli fyrirtækj-
anna tveggja á raforkumarkaði.
Þess vegna sé ekki óeðlilegt að
ráðamenn borgarinnar velti því
fyrir sér hvort hún eigi að vera
áfram stór eigandi að Landsvirkj-
un. Mikilvægt sé að Landsvirkjun
verði gerð að hlutafélagi til að
hægt sé að fá aukið fjármagn inn í
fyrirtækið.
Forstjóri Landsvirkjunar um Fljótsdalsvirkjun
Valdið verður í
höndum Alþingis
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
■ Fólk er sér betur/AlO
Veiðum í
sfldarsmugu
lokið
*
Islensk stjórnvöld undirrita samstarfsyfírlýsingu við Norsk Hydro á þriðjudag
Yfírlýsingin ekki bindandi
og veitir engum forgang
VILJAYFIRLÝSING um áfram-
haldandi samstarf stjómvalda við
Norsk Hydro verður undirrituð á
Reyðarfirði á þriðjudag. Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra segh að
áhugi Columbia Ventures á að reisa
álver á Reyðarfirði hafi ekki áhrif á
viðræður íslenskra stjómvalda við
Norsk Hydro. Verður forsvars-
mönnum Norsk Hydro greint með
Varmlegum hætti frá erindi Col-
umbia Ventures á þriðjudag og frá
ágreiningi þeim sem stendur um
virkjunarmál hérlendis.
„Viðbrögð mín við erindi Col-
umbia Ventures eru jákvæð, og ég
fagna því að þeir skuli hafa gert
þetta með þessum hætti, einfaldlega
vegna þess að hér er um að ræða
Tyrirtæki sem við þekkjum mjög vel
auk þess sem við höfum góða
reynslu af samstarfi við þá. Norsk
Hydro verður gerð grein fyrir því
að formlegt erindi hafi borist frá
Columbia á fundi á Reyðarfirði eftir
helgina og að við munum taka það
til skoðunar.
Við munum halda áfram sam-
starfi við Norsk Hydro en yfirlýs-
ingin bindur okkur á engan hátt í
samstarfi við einn aðila og veitir
engum forgang á Reyðarfirði. Við
höfum allan rétt til þess að skoða
fleiri kosti í þeim efnum og við
hljótum fyrst og fremst að meta
þetta út frá því hvað er hagkvæm-
ast fyrir íslenska hagsmuni," segir
ráðherra.
„Þessi áhugi Columbia verður til
þess að við höfum fleiri kosti tfl að
skoða. Það má kannski segja að að
því leyti til hafi það einhver áhrif á
okkar afstöðu til einstakra þátta í
máli Norsk Hydro en við munum
halda áfram viðræðum og gera ráð
fyrir því að vinna mjög markvisst að
undirbúningi þessa verkefnis í sam-
starfi við Norsk Hydro á næstu
mánuðum," sagði iðnaðarráðherra.
Að sögn Finns Ingólfssonar eru
fulltrúar frá Columbia Ventures
væntanlegir hingað til lands til við-
ræðna um miðjan júlí.
Mun greina Norsk Hydro frá
ágreiningi um virkjunarmál
Finnur segir að íslensk stjórn-
völd hafi ekki greint forsvai’smönn-
um Norsk Hydro og Columbia
Ventures formlega frá þeim ágrein-
ingi sem stendur um byggingu
Fljótsdalsvirkjunar í íslensku þjóð-
félagi þótt það hafi borið á góma í
viðræðum við Norsk Hydro. Á
fundunum eftir helgi mun forsvars-
mönnum Norsk Hydro verða greint
formlega frá þeim ágreiningi.
Varðandi Columbia Ventures
segir Finnur að slíkar umræður hafi
ekki átt sér stað þar sem formlegar
viðræður séu ekki hafnar. „Eg er
hins vegar í engum vafa um að for-
ráðamönnum Columbia sé kunnugt
um þá umræðu sem farið hefur
fram um virkjuriarmál hér á landi
þar sem þeir eru með fyrirtæki
starfandi hérlendis. Að mínu mati
er það þó fyrst og fremst íslenskra
stjórnvalda að móta stefnu um
orkunýtingu. Ég tel að það sé okkar
Islendinga að afhenda orkuna og
það eigi ekki að vera áhyggjuefni
fyrirtækjanna með hvaða hætti það
sé gert.“
VEIÐAR úr norsk-íslenska sfldar-
stofninum í sfldarsmugunni voru
stöðvaðar á miðnætti i fyrrinótt.
202 þúsund tonna kvóti íslendinga
til veiða á svæðinu var búinn.
Sigurður Einarsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, gagn-
rýnir að sett voru sérstök lög um
úthlutun úr norsk-íslenska stofnin-
um og það að ekki sé úthlutað eftir
þriggja ára veiðireynslu heldur að
hluta til eftir stærð og að hluta til
eftir fjölda umsækjenda. Þá séu
ekki sömu reglur um framsal og
annars staðar.
„Þama hafa ár eftir ár fengið
leyfi skip, sem aldrei hafa farið og
munu ekki fara,“ segir hann. „Mér
finnst eðlilegt að það gildi sömu
reglur um þessar veiðar og aðrar
veiðar á íslandsmiðum og í úthaf-
inu,“ segir Sigurður. M.a. telur
hann eðlilegt, að líkt og við aðrar
úthafsveiðar, þurfi útgerðir að skila
hluta aflaheimilda á heimamiðum
þegai' farið er í sfldarsmuguna.