Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR „ Morgunblaðið/Jón Stefánsson LOGREGLAN á vcttvangi í niyndbandaleigunni við Grensásveg. Skipverjar á Odincova sitja við sinn keip Fara hvergi fyrr en laun verða greidd GENNADIY Karmanov, skipstjóri á togai’anum Odincova, segir að skipverjar fari hvergi fyrr en þeir hafi fengið laun sín að fullu greidd. Enn mun hins vegar ekki hafa fundist leið til að hægt sé að verða við kröfum þeirra. Birgir Bjömsson, starfsmaður hjá Sjómannafélagi Reykjavikur, segir skuld Sæmundar Arelíusson- ar, útgerðarmanns Odincova, við skipverja nema á annan tug millj- óna króna. Hvorki Sæmundur né Karmanov skipstjóri vilja þó stað- festa þetta og segja upphæð skuld- arinnar vera trúnaðarmál sín á milli. Hvað sem því líður segir Kar- manov sig og menn sína hvergi fara fyrr en skuldin hafi verið greidd. Vonast hann til að það gerist fljót- lega því annars verði ekki um ann- TF-GRO auglýst til sölu RÍKISKAUP hafa auglýst TF-GRÓ, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, til sölu, en Alþingi samþykkti sl. vetur heimild til að selja þyrluna. Að sögn Stefáns Melsted, lögfræðings hjá Landhelgis- gæslunni, hefur þyrlan verið mjög lítið notuð síðustu ár. Hann sagði að það væri mat Landhelgisgæslunnar að ekki væri lengur þörf fyrir hana. Auk þess fullnægði hún ekki fyllilega þeim kröfum sem Landhelgisgæslan gerði til bj örgunarþyrlna. Stefán sagði mjög erfitt að segja fyrir um möguleika á að selja þyrluna hér á landi eða um hugsanlegt verðmæti hennar. Skila á tilboðum í þyrluna inn til Ríkiskaupa fyr- ir 31. ágúst. TF-GRÓ er af gerðinni Eurocopter Ecureuil og var framleidd 1980. Landhelgis- gæslan á tvær aðrar þyrlur, TF-LÍF og TF-SIF. að að ræða en fara með málið fyrir dómstóla. Hjá því vill Karmanov helst komast þar sem málarekstur- inn mundi kosta sitt og seinka enn frekai- heimför skipverjanna. Verst allra frétta Sæmundur verst allra frétta af málinu og vill ekkert láta hafa eftir sér um hver staðan sé. Segist fyrr- nefndur Birgir Bjömsson ekki vita til þess að nokkur lausn sé í sjón- máli og virðist því ljóst að skipverj- ar muni enn um sinn halda kyrru fyrir í Odincova. Skipið sjálft kemst heldur ekki langt vegna vélarbilun- ar, sem ekki mun vera hægt að gera við vegna peningaleysis. Er því ekki hægt að senda það til veiða, en því fylgir kvóti í Flæmska hattinum. Vorum að fá nýja I [Wojfprd] | Laugavegi 48, sími 552 3050. Vopnað rán fmynd- bandaleigu VOPNAÐ rán var framið í mynd- bandaleigu við Grensásveg, sem op- in er allan sólarhringinn, aðfaranótt sunnudags. Hafði maður ógnað starfsstúlku með hnífi, tekið nokkra tugi þúsunda úr sjóðvél og hlaupið á brott. Góð lýsing fékkst á manninum er hann framdi ránið og handtók lög- reglan hann tæpri klukkustund eft- ir ránið þar sem hann var kominn inn á veitingahús í nágrenni við Hlemmtorg. Fékk lögreglan ábend- ingu um verustað mannsins frá veg- faranda, sem hafði séð árásarmann- inn fara inn á veitingastaðinn. Við leit fannst á honum mest af því sem saknað var. ALOE VERA GEL 98% hreint ALOE VERA húðgel. Nærandi, styrkjandi og rakagefandi. Naturlægemiddel Utsölustaðir: Stella Bankastræti, Hygea Kringlunni, Kaupf. Skag- firðinga, Stjörnuapótek Akureyri, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Fríhöfnin Keflavík. Einnig fæst ALOE VERA sjampó fyrir hár og húð, lotion, krem, varasalvar 2 gerðir, sólkrem, fljótandi sápa með pumpu. *Creme Xtreme* dag og næturkrem. Lotion, 500 ml brúsi með pumpu. nytt-nytt deodorant krem deodorant spray cS>iella Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum „Calypso", 3/4 síðar buxu r. Frá stærð 34. Gallabuxur, stórar stærðir. TESS V Neíst við Dunhaga, Opið virka daga 9-18, \ sími 562 2230. laugardaga 10—14. 7V cc kemur innan frá -/eli inet Laugavegi 4, sími 551 4473 Útsala * Otrúlegt úrval hjá~Qý€mfhhiMi iS Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Kanaríeyjaflakkarar Fimmta sumargleðin verður haldin að Laugalandi í Holtum 9.-11. júlí. Svæðið opnað föstudag kl. 16. Hellaferð laugardag kl. 13 (rúta). Skoðaðir verða Hellena hellar, leiðsögumaður Olgeir Engilbertsson í Nefsholti. Grillað sameiginlega kl. 5 e.h. Hver sér um sig í mat og drykk. Góð tjaldstæði, lukkumiðar, góðir vinningar. Dansað og sungið undir bláhimni. Hljómsveitin Lýsa — Siggi Hannesar, Amgrímur og Ingi- björg, Garðar Jóhannesson og fleiri í Kanarístuði. Allir velkomnir með kanaríeyjahúfurnar, gesti og góða skapið. Örn s. 4512467, Sigurborg s. 5535556, Siggi og Rúna s. 5656929, Kalli Ara s. 4216037, Gylfi s. 8920042, Gerður s. 5554960. Hafnarfjörður S. 565-5970 Gleraugnaverslanir g SJÓNARHÓLS iomi Glæsibær S. 588-5970 7* Líklega hlýlegustu og ódýrustu gleraugnaverslanir norðan Alpaijalla SJÓNARHÓLL er frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Spurðu um tilboðin /1 Æsjicmiy SUMAR 1999 Hawaii Stærðir 30-38 Verð 2.390 Frábærir sumarsandalar Sendum í póstkröfu samdægurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.