Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 44
#4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Jón Halldórsson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 28. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, f. 9.8. 1892, d. 20.10. 1945, kaupmaður í Reykjavík, og kona hans, Guðmunda '*~'Æíuðmundsdóttir, f. 17.5. 1897, d. 24.5. 1985, húsmóðir. Foreldrar Halldórs voru Guðrún Jóhannesdóttir frá Narfastöðum í Melasveit og Jón Sigurðsson hreppstjóri í Kala- staðakoti á HvalQarðarströnd. Foreldrar Guðmundu voru Þor- valdina Rósa Einarsdóttir frá Hvammi í Dýrafirði og Guð- mundur Hjaltason frá Nauteyri, bakari á ísafirði og lengst í Connecticut. Systur Jóns eru: 1) Klara, f. 14.9. 1917, d. 25.12. 1972, hús- móðir í Reykjavík; 2) Anna, f. 7.9. 1921, húsmóðir í Bandaríkj- unum; 3) Guðrún Lilja, f. 17.2. 1923, fyrrv. kennari á Seltjarn- arnesi. Jón kvæntist 1. ágúst 1950 Komdu sæll afi minn. Svona kenndi hún mamma mín mér að heilsa þér þegar ég var lítil og svo fór ég inn í eldhús og kyssti þig á kinnina þar sem þú sast svo oft á stólnum þínum og gluggaðir í blöðin eða réðir krossgátur. Þú krafðist kurteisi og hlýðni, enda sjálfur alinn mpp á þann veg. Það eru svo fáir eft- ir sem hafa lífsýn eins og þín var og er það miður að mörgu leyti. En afi minn, þú varst svo stoltur af lífsstarfinu; þú naust þess að vera loftskeytamaður og svo fórstu í sund og hafðir svo gaman af því að spila á spil. Ég man eftir því þegar ég var að læra þá list sem bam; þá Guðnýju Bjarna- dóttur húsmóður, f. 23. desember 1923. Foreldrar hennar voru Bjarni Ás- geirsson alþingis- maður og síðar ráð- herra og sendiherra og kona hans, Ásta Jónsdóttir. Dóttir Jóns og Guðnýjar er Rósa Guðný, f. 7.2. 1951, Iaunafulitrúi í Reykjavík. Börn hennar eru: 1) Guð- ný Ásta Snorradótt- ir, f. 11.4. 1973; 2) Jón Halldór Guðmundsson, f. 18.5. 1975; 3) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, f. 17.10.1983. Jón varð gagnfræðingur 1935 frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og lauk loft- skeytanámi 1941. Hann vann allan sinn starfsaldur til sjós, byrjaði sem háseti innan við tvítugt og starfaði siðan sem loftskeytamaður 1941-1986, á togurum til 1950 og hjá Eim- skipafélagi íslands frá 1951, lengst á Dettifossi og Mána- fossi en síðast á Goðafossi. Útför Jóns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag klukkan 13.30. gafstu sko ekkert eftir. Sagðir mér að muna að telja og svo spiluðum við eins og jafningjar. En svo hin síðari ár er ég fór að koma með dóttur mína í heimsókn hvíslaði ég að henni að vera kurteis og stillt og svo labbaði hún inn í eldhús og heilsaði þér og kyssti á kinnina, eins og ég hafði alltaf gert. Þá varstu svo ánægður. Þú varst líka svo stoltur af henni því hún minnti þig svo oft á hana mömmu mína, dóttur þína. Þér fannst þær báðar svo duglegar. En nú er komið að kveðjustund. Vertu sæll afi minn og hvíl í friði. Þín, Guðný Ásta. MINNINGAR Nonni frændi lét mig löngum njóta nafns, föðurnafns síns, fylgd- ist með öllum mínum athöfnum af áhuga, hélt upp á mig og gerði mér gott við hvert færi. Þvflíkt atlæti er auðvitað óverðskuldað, en það er gott þeim sem nýtur, einkan- lega óhörðnuðum dreng en raunar einnig fullvöxnum manni. Jón og Halldór, nöfnin tengdu okkur ævinlegum böndum; hafa reyndar fylgst að í ætt okkar í ríf- lega 230 ár. Halldór faðir Jóns, afi minn, rak verslunina Vögg á homi Laugavegs og Vitastígs á þriðja og fjórða áratug aldarinnar, þekktur í bæjarlífinu sem „Halldór í Vögg(ur)“, valinkunnur sómamað- ur. Halldór lést langt um aldur fram, árið 1945, og því kynntist ég honum ekki en Jón bætti mér það eftir föngum, sagði mér af honum, fullyrti að ég minnti sig á hann og sagðist vera stoltur af því að ég skyldi bera nafn hans. Það var al- deilis ekki ónýtt. Jón kunni líka að segja mér af Jóni afa sínum Sigurðssyni, föður Halldórs. Hann var lengi hrepp- stjóri í Kalastaðakoti á Hvalfjarð- arströnd, greiðamaður og sterk- efnaður sveitarhöfðingi; fluttist tfl Reykjavíkur 1921 og sneri sér þar m.a. að verslunarstörfum. Sonar- sonur hans og nafni var þá tveggja ára trítill og Jón gamli hélt á hon- um í fangi sér; klappaði honum á öxl síðar, þegar honum óx kraftur og kapp. Þessir feðgar voru prúðir menn og eljusamir. Móðir Jóns í Kalastaðakoti var Halldóra hús- móðir á Fiskilæk í Melasveit, en faðir hennar var Jón Árnason stúdent og löngum settur sýslu- maður á Leirá, forfaðir Leirárætt- arinnar svokölluðu. „Jón var mikill dugnaðar- og framfaramaður, vel efnaður og mesti sómamaður", segir í Annál 19. aldar, einnig sagður „fjörmikill og glaðvær, gáskafullur og glíminn" og frægur af kröftum sínum. Móðir Jóns á Leirá var Halldóra húsmóðir í Kalmanstungu, fædd 1767, Kol- beinsdóttir, prests og skálds í Mið- dal, Þorsteinssonar. Kolbeinn orti m.a. Gilsbakkaþulu og setti saman fræga latínuþýðingu á Passíusálm- unum, veiktist enda af holdsveiki eins og séra Hallgrímur. Þarna koma nöfnin fyrst saman í ættinni, Halldórsnafnið úr móðurætt séra Kolbeins en Jónsnafnið úr föður- ætt konu hans, Amdísar Jónsdótt- ur, prests á Gilsbakka, Jónssonar. Og enn fylgjast nöfnin að í ættinni, því að Jón Halldór heitir ungur dóttursonur Nonna. Einkennilegt og skemmtilegt er samhengið í nöfnum og tungu Islendinga. Hann ólst upp í foreldrahúsum í Austurbænum, lengst af á Baróns- stíg 25 en síðan á Njálsgötu 96. Þeir voru tveir karlmennirnir á heimilinu, Jón og Halldór afi, en konurnar fimm, þrjár systur Jóns, Munda amma og Rósa langamma. Jón var laglegur og glaðvær strák- ur og víst alveg til í að gera prakk- arastrik. Hann lauk gagnfræða- prófi árið 1935 og varð myndarleg- ur ungur maður, dökkur á brún og brá, hár og þrekinn og í miklu af- haldi hjá öllu kvenfólkinu á heimil- inu, svo að Halldóri þótti nóg um, hélt víst að þær myndu spilla pilt- inum með eftirlæti. Eftir gagnfræðaprófið hafði hann ekki löngun til frekara náms en því meiri áhuga á bflum og hvers kyns tækjum, táknum nýrra tíma. Hall- dór hafði verið sjómaður áður en hann sneri sér að viðskiptum og nú vildi Jón ólmur feta í þessi fótspor föður síns, fara til sjós og afla sér þar fjár og einhvers frama. Þá feðgana greindi á um þetta en Jón hafði sitt fram og komst á sjóinn. Strit í lest og á dekki varð þó ekki hlutskipti hans lengi; hann dreif sig í loftskeytanám og lauk því 1941, 22 ára gamall. Heimsstyrj- öldin síðari var skollin á, fjarskipt- in voru mikilvægari en nokkru sinni og færir lofskeytamenn gátu valið úr plássum. Jón gerðist nú loftskeytamaður á togurum, leysti að vísu af hjá Eimskipafélaginu 1942 en var annars á togurum 1941-1950, líkaði vel tilbreytingin í því að fara niður á dekk í aðgerð og hafði rífandi tekjur. Togarasjó- mennskan var þó þreytandi til lengdar og því ákvað Jón að breyta til þegar færi gafst, varð fastráð- inn loftskeytamaður hjá Eimskipa- félaginu árið 1950 og vann hjá fé- laginu upp frá því, lengst á Detti- JON * HALLDÓRSSON + Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Suðurhúsum, Borg- arhöfn í Suðursveit, 27. júní 1904 og lést á Hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 24. júní 1999. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson og Guðrún Bergsdótt- ir. Þau eignuðust 15 börn, af þeim komust 10 til full- orðinsára. Þau eru öll látin nema Jónina, sem búsett er á Höfn í Homfafirði. Amma mín Guðrún andaðist á fögrum sumardegi 24. júní síðastlið- inn þegar landið skartaði sínu feg- ursta. En jafnvel þegar sólin skín og fuglar syngja geta sorglegir at- burðir eins og þessi gerst. Amma var lengi buin að vera veik og mér finnst gott að vita að hún skuli vera komin til afa og guðs. Tár renna niður vanga, þrautir þínar eruáenda. Eftir ævidaga langa og stranga, við munum okkar bestu kveðjur senda. (ABG) Anna Beta Gísladóttir Þegar lífsins leiðir skiija læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna Mfc yl frá geislum minninganna. (H. Halldórsd. frá Dagverðará.) Hinn 11. júlí 1931 gekk Guðrún að eiga Skúla Björgvin Sigfússon frá Leiti í sömu sveit. Hann var fæddur 14.6. 1907 og lést 28.5. 1996. Þau eignuðust 4 syni. Elstur er Helgi, f. 30.10. 1932, Sigfús, f. 28.1. 1935 og yngstir tví- burarnir Gísli og Hilmar, f. 16.11. 1939. Barnabörnin eru 8 og barna- barnabörnin 6. títför Guðrúnar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15:00. Gunna, en það var hún kölluð af fjölskyldu og vinum, fæddist í Suð- ursveit og bjó þar fram yfir átt- rætt, þar til þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur ásamt Helga syni sínum, og bjó hún hér síðustu 14 æviárin. Hún var því að verða 95 ára er hún lést. Gunna fór fjögurra ára gömul á ná- grannabæinn Gamla Garð í fóstur og dvaldi þar til hún fór í vinnu- mennsku á Kálfafellsstað. Vandist hún þar bæði á húsverk og úti- vinnu, sem kom henni vel síðar á lífsleiðinni. Á meðan heilsan leyfði var hún hamhleypa til allra verka og var til þess tekið hve verklagin hún var. Þrátt fyrir litla skóla- göngu og aðeins þá menntun sem börn fengu í þá daga var hún vel máli farin og skrifaði lýtalausa ís- lensku. Gunna og Skúli kynntust er hún var í vinnumennsku á prestssetr- inu Kálfafellsstað. Þau hófu búskap á Leiti hjá foreldrum Skúla. Árið 1939 fluttu ungu hjónin í eigið hús sem þau höfðu reist sér og bjuggu þar til ársins 1986 er þau hættu bú- skap og fluttust suður. Fyrir rúmu ári fór Guðrún á Hrafnistu, þar sem hún naut góðrar umönnunar og hjúkrunar, sem ástvinir hennar eru þakklátir fyrir. Þegar ég kom síðast til hennar um síðastliðna hvítasunnu sá ég að þrekið hennar var búið og lífs- glampinn í fallegu bláu augunum hennar var horfinn, enda orðin há- öldruð og heilsan farin. Mér er minnisstætt hversu glað- lynd Gunna var alla tíð. Smitandi hláturinn hennar og hlýja brosið yljaði svo oft. Hún þurfti ekki á neinum utanaðkomandi skemmtun- um að halda, því heimflið og fjöl- skyldan var henni allt. Fagur fjallahringurinn og víðsýni yfir sveitina til sjávar var hennar sjón- varp, sem hún kunni svo vel að njóta. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og veittist Gunnu það auðvelt að fylla borð með kræsingum, hvort sem um var að ræða kaffihlaðborð eða góðan ís- lenskan mat; og flatkökurnar hennar og kleinurnar heitu Hða seint úr minni. Skúli lést fyrir 3 ár- um eftir erfið veikindi. Helgi sonur þeirra hefur alltaf búið með for- eldrum sínum og verið þeirra stoð og stytta og er söknuður hans sárastur. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga stórbrotin kona, sem gaf með óeigingirni sinni öllum, bæði fjöl- skyldu og vinum, hlýju og ástúð sem gleymist ei. Ég sendi sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi minning- in um yndislega móður og ömmu ylja ykkur um ókomin ár. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvðldgönguveginn, þú varst okkur stjama skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymir sem ylur frá bjartri sól. (F.H.) Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Elsku amma mín var búin að bíða eftir hvíldinni sem loksins kom. Afi farinn fyrir þremur árum. Sjón og heyrn löngu búin að gefa sig. Ekki eftir neinu að bíða í raun- inni, en líkaminn þrjóskaðist við þangað til núna. Fyrir okkur hin er sársaukinn og söknuðurinn samt til staðar. Þótt þetta væri það sem hún vildi og mátti búast við á hverri stundu, er sárt að sjá á eftir ömmu sinni. Minningarnar hrannast upp. Maður horfir til baka: Sumrin í Suðursveitinni hjá ömmu og afa voru fastur punktur í tilverunni. Flatkökur, pönnukökur, rabar- baragrautur og pottbrauð bragð- aðist hvergi betur en hjá ömmu. Maður þóttist nú vera matvinn- ungur og létti til með ömmu í hús- verkunum og rak kýrnar og gerði ýmislegt annað sem féll til í bú- verkunum. Alltaf lét amma eins og ég væri ómissandi en sú minning er vísast jafn áreiðanleg og það að alltaf skein sól í heiði þessi sumur æsku minnar í sveitinni. En eitt veit ég fyrir víst, vega- nestið sem amma mín gaf mér fyr- ir lífið hefur reynst ómetanlegt og fyrir það er ég þakklát. Saknaðarkveðjur frá langömmu- börnunum og Halla. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ellý Sigfúsdóttir. GUÐRUN JÓNSDÓTTIR fossi og Mánafossi en síðast á Goðafossi. Konuefninu sínu kynnt- ist Jón á togaraárunum, Guðnýju Bjarnadóttur frá Reykjum í Mos- fellssveit, góðri og fallegri stúlku. Þau giftust 1950 og eignuðust dótt- urina Rósu ári síðar. Lengi bjuggu þau á hæðinni fyrir neðan Mundu ömmu á Njálsgötu 96 en fluttust síðan vestur á Kaplaskjólsveg. Heimili þeirra var fallegt og vel búið tækjum, enda hægt um vik fyrir Jón að afla þeirra í siglingum sínum. Mikil vinátta var með for- eldrum mínum og þeim Gauju og Nonna og samgangur fjölskyldn- anna tíður. Frá fyrstu tíð var ævintýra- ljómi um Nonna, þennan stóra og sterka mann sem sigldi um fjarlæg höf og kom með ný tæki og fallega hluti úr öðrum álfum. Það var ys og þys á höfninni, skipið óskiljan- lega stórt og tækin í klefanum hvert öðru dularfyllra. Og Nonni, sem var í glæsilegum einkennis- búningnum, hafði tíma til að sinna litlum og forvitnum frænda, gott- erí átti hann líka í öskju og jafnvel eitthvert furðulegt leikfang úr Ameríkunni, sem beið uppi í hillu eftir óþolinmóðum fingrum. Jón var flinkur loftskeytamaður og greiðugur og naut því vinsælda, hjálpaði skipsfélögum sínum ekki aðeins í sambandi við fjarskiptin heldur líka við bréfaskriftir og ýmsar aðrar útréttingar. Hann var skarpur reikningsmaður og ágæt- ur enskumaður og neytti þess í starfi sínu, þýddi t.d. og vélritaði jafnan upp fréttir úr enskum og amerískum útvarpsstöðvum og dreifði þeim til skipsfélaga sinna. Jón var talsverður skapmaður ef honum fannst sér misgjört en óáleitinn af fyrra bragði, glaður á góðri stund og hafði ánægju af mat og drykk framan af en snerist til hófs með aldri. Hann var ekki til- takanlega mannblendinn hvers- dagslega en góður heim að sækja, gerði sér reyndar mannamun, gaf sig lítt að sumum en var öðrum hjálpsamur og traustur vinur. Minnisstæð og dýrmæt er mér sterk vinátta hans og föður míns og bróðurkærleikur hans í garð móður minnar. Við systkinin sendum Gauju, Rósu og börnum hennar samúðar- kveðjur okkar. Halldór Ármann. Kær vinur minn, Jón Halldórs- son, er látinn. Ég kynntist Jóni vini mínum 1963 þegar ég hóf starf sem mat- reiðslumaður á ms. Dettifossi. Okkar kynni áttu eftir að verða mikil og góð. Hann reyndist mér vel allan þann tíma sem við vorum saman til sjós og naut ég aðstoðar hans þegar ég fór að leysa af sem bryti á Dettifossi. Leiðir okkar lágu aftur saman á Skógafossi og eins þegar við lentum saman að ná í nýjan Mánafoss 1971 til Álaborg- ar. Jón var fær loftskeytamaður, góður í morsi svo að um var talað. Hann hélt tækjum sínum ávallt í góðu lagi og létu þeir skipstjórar sem Jón starfaði með vel af hon- um. Jón var loftskeytamaður á togurum áður en hann hóf starf hjá Eimskip. Togarinn Askur var honum kær enda lærði hann mikið á tæki á þessum árum. Jón var hár og myndarlegur maður, fríður sýn- um, sundmaður var hann góður og fór mikið í laugarnar þegar færi gafst. Ég fór í land árið 1972 en alltaf hélst góð vinátta hjá okkur, því að Jón var vinur vina sinna. I júlí 1998 lenti Jón í slæmu bflslysi og gekk hann ekki heill til skógar eftir það. Ég og fjölskylda mín vottum Gu- ju, Rósu og börnum hennar og öðr- um ættingjum okkar innilegustu samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn vinur, Ársæll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.