Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjölskylda bjargaðist naumlega úr eldsvoða á Reyðarfirði Sprenging varð þegar fólkið var nýkomið út Mikið eigna- tjón varð í brunanum ALLT brann sem brunnið gat í íbúðarhúsinu, en heimilisfóik slapp ómeitt út úr húsinu áður en eldur- inn blossaði upp og gjöreyðilagði húsið. MIKIÐ eignatjón varð á Reyðar- fírði er íbúðarhús við Hafnargötu eyðilagðist í eldi rétt fyrir klukkan 7 á sunnudagsmorgun. Hjón með þrjú börn á aldrinum 9-16 ára leigðu húsnæðið og náðu þau að komast út úr húsinu áður en slökkvilið kom á vettvang. Mikill eldur var þá í hús- inu og brann þar allt sem brunnið gat. Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum lögreglunnar á Eski- firði, en niðurstöður rannsóknarinn- ar liggja ekki fyrir. Að sögn lög- reglu er talið líklegt að eldurinn hafi komið upp í stofu íbúðar efri hæðar hússins þar sem fjölskyldan bjó. Reykskynjari vakti heimilisföður- inn, sem vakti konu sína og börn og kom þeim út á götu og að sögn Hlyns Sigurjónssonar, elsta sonar- ins, liðu um 5 mínútur frá því heim- ilisfólkið vaknaði við reykskynjar- ann þangað til hún stóð fyrir fram- an húsið í ljósum logum. „Pabbi sá um að koma krökkun- um út og ég hljóp inn í stofu og sá þá eldinn og reyndi að slökkva hann en gat það ekki vegna þess hversu mikill hann var," sagði Hlynur. „Eg hljóp undan eldinum og var síðastur út og þegar við vorum rétt komin út um útidyrahurðina varð sprenging þegar gegnumtrekkur myndaðist," sagði hann. Stóð í ljósnm logum Að sögn Þorbergs N. Haukssonar slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarð- arbyggðar, stóð húsið í ljósum log- um þegar að var komið um klukkan 6.30 og tók það 17 slökkviliðsmenn um klukkustund að Ijúka slökkvi- störfum áður en gengið var í að slökkva í glóðum rústanna. „Þetta var alveg gífurlegt eldhaf, þegar við komum að," sagði Þor- bergur í samtaU við Morgunblaðið í gær. „Þegar við komum að, var hús- ið ónýtt og ég get ekki ímyndað mér að það verði byggt upp aftur." Húsið var tveggja hæða hús með steyptum útveggjum í kjallara sem stóð undir efri hæðinni, sem var bárujárnsklædd og byggð úr timbri. Það stóð í um 20 metra fjarlægð frá tveimur öðrum húsum, en að sögn Þorbergs var ekki mikil hætta á því að eldurinn næði að læsa sig í þau, þar sem veður var stillt og aðstæður til slökkvistarfs góðar. „Veður var þannig að það var auðvelt að verja þau en ég hefði ekki boðið í það ef það hefði verið vindur," sagði Þorbergur. Til marks um þann gífurlega hita sem myndaðist í eldsvoðanum sprakk rúða í öðru húsinu sem stóð í nágrenninu og vélsleði í kjallara hússins sem brann, bráðnaði og varð að klessu á gólfinu að sögn Hlyns Sigurjónssonar. Að sögn Omars Hafsteinssonar fjölskylduföður er fjölskyldan tryggð fyrir tjóninu, en hún hefur fengið inni í íbúð á vegum bæjarins uns hún flyst búferlum til Njarðvík- ur. Á fjölskyldan íbúðarhús þar og hafði ráðgert að flytja þangað fyrir haustið. Rjúpnaveiði takmörkuð ef þörf krefur TAKMARKANIR á rjúpnaveiði verða teknar til skoðunar um leið og tillögur þess efnis berast ráðu- neytinu, segir Ingimar Sigurðs- son, skrifstofustjóri umhverfis- ráðuneytisins. „I fyrra lagði Náttúrufræði- stofnun til að veiðitími yrði stytt- ur. Þær tillögur bárust seint og að höfðu samráði við veiðistjóra var ákveðið að stytta ekki veiðitím- ann. Við lögðum áherslu á meiri rannsóknir og það hefur verið veitt töluvert fé í þær." Að sögn Ingimars eru ekki komnar tillögur frá Náttúrufræði- stofnun en þær munu væntanlega liggja fyrir á næstunni. „Þessi mál verða því tekin til athugunar í tíma fyrir næsta veiðitímabil en í fyrra var komið langt fram á haust þegar þessi mál voru til um- fjöllunar. Talning á rjúpu á vegum Nátt- úrufræðistofnunar sl. vor sýndi fækkun í rjúpnastofninum um allt land nema á Austurlandi. íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið en rannsóknir hafa sýnt að vetraraf- föll ráða stofnbreytingum. Á Suð- vesturlandi hafa rannsóknir t.a.m. sýnt ágæta viðkomu rjúpna en mikil afföll yfír vetrartímann. Þar vega skotveiðar þyngst en mikið veiðiálag er á sumum svæðum á veiðitímabilinu. gum vexti Alþjóða hlutabréfa- sjóður Kaupþings í Lúxemborg býður þér ávöxtun sem hæfir draumum þínum. Kynntu þér málið. KAUPÞING Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík sími 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthingj: Morgunblaðið/Gunnar Hjaltason Stjórn SVR samþykkir breytingar á gjaldskrá Almenn fargjöld hækka um fjórðung Græna kortið um tæp 15% MEIRIHLUTI stjórnar Strætis- vagna Reykjavíkur samþykkti á fundi í gær að hækka fargjöld SVR um 9-25%, mest á almennum far- gjöldum en minnst á farmiðakort- um barna. Nýja gjaldskráin tekur gildi 8. júlí, á fimmtudag. Breyting- in var samþykkt með þremur at- kvæðum fulltrúa R-listans gegn tveimur atkvæðum fulltrúa sjálf- stæðismanna. Erindíð verður nú sent borgarráði til meðferðar. Auk almennra hækkana fellur staðgreiðslufargjald 12-15 ára ung- linga niður og verða þeir því að borga fullt fargjald, 150 krónur. Þeir geta þó eftir sem áður keypt 20 miða kort og kostar þá hver miði 50 krónur eins og áður. Brugðist við verðlagshækkunum Helgi Pétursson, formaður stjórnar SVR, segir að gjaldskrá SVR hafi verið óbreytt síðan 1. október 1995. „Síðan þá hafa orðið verðlagsbreytingar sem við erum að bregðast við. Þá hefur verið í gildi síðan 1992 samstarfssamning- ur milli SVR og Almenningsvagna b.s. um að samræma gjaldskrár fyrirtækjanna. Með þessari breyt- ingu verður grunngjaldið sameigin- legt en SVR býður áfram upp á lægri fargjöld fyrir sérhópa," segir hann. Að sögn Helga vinnur SVR sam- kvæmt rammafjárlögum borgarinn- ar og þaðan fær fyrirtækið 510 milljónir í ár. „Ljóst var að sú upp- hæð gæti ekki hækkað. Við teljum að þessar breytingar skili hugsan- lega um 70 milljónum króna á ári. Þannig vonum við að hægt verði að halda í horfinu," segir Helgi. Helgi segir að hin breytta gjald- skrá komi til með að skila innan við 15% tekjuaukningu af fargjöldum. „Fargjöldin eru mjög lág hér, til Ný gjald- m skrá SVR W Gjald-skrá 1.10.95, eitt far Gjald-skrá 8.07.99, eitt far Mis-munur kr. Mis-munur % Almenn fargjöld Eittfar 120 150 30 25% 25% Magnafsláttur (kort) 100 125 25 Afsláttargj.sérhópa(«arm.kortí Unglingar (12-15 ára) Oferðir) 50 50 60 30 0 0% 20% 20% Aldraðir (67 ára og eldri) 50 10 Oryrkjar 25 5 Barnafargjöld (6-11 ára) Eittfar 25 30 15 5 20% 9% Farmiðakort (20 ferðir) 13,64 1,36 Græna kortið (ótakmark. ferðir) 3.400 3.900 500 15% dæmis hvergi jafn lág á Norður- löndunum. Þau eru reyndar svo lág hér að breytingar til hækkunar eða lækkunar hafa ekki haft áhrif á notkun þjónustunnar," segir hann. I samræmi við vísitöluhækkanir Helgi vill ekki samþykkja að þessar hækkanir séu meiri en vísi- tölur gefi tilefni til. „Launavísitala hefur hækkað um 28% á þessum fjórum árum sem liðið hafa frá síð- ustu breytingu. Laun eru 60% af kostnaði fyrirtækisins," segir hann. Að mati Helga hefði verið erfitt að hagræða í rekstri fyrirtækisins, frekar en að hækka fargjöld. „Það er hægara um að tala en í að kom- ast og vilji hefur ekki staðið til þess. Borgin er að stækka, ný hverfi hafa verið að bætast við. Ný leið kostar 12 milljónir á ári, fyrir utan fjárfestinguna sem henni fylg- ir. Útborgarhverfin eiga að sjálf- sögðu rétt á almenningssamgöng- um. Á sama tíma hefur einkabílum fjölgað gríðarlega, um 46% frá ára- mótum og sú fjölgun kemur við rekstur almenningsvagna, það seg- ir sig sjálft." Ótrúlega miklar hækkanir Kjartan Magnússon, annar full- trúi minnihlutans í stjórn SVR, seg- ir hækkanirnar vera ótrúlega mikl- ar. „Þær eru gjörsamlega á skjön við alla veyðlagsþróun í þjóðfélaginu en neysluverðsvísitalan hefur hækkað um 7-8% frá síðustu hækk- un gjaldskrár," segir hann. Þá segir Kjartan þessa hækkun vera í and- stöðu við þann stöðugleika sem hafi ríkt í þjóðfélaginu en reynt hafi ver- ið að halda aftur af verðhækkunum. Að sögn Kjartans hefur rekstur SVR farið úr böndunum. „Ég tel að það væri nær að taka til í rekstri fyr- irtækisins en að velta óreiðunni yfir á farþegana. Þessi breyting sýnir að R-listinn hefur endanlega gefist upp á því að auka tekjur fyrirtækisins með því að bæta þjónustuna og fjölga farþegum þannig. Dregið hef- ur verið úr þjónustu og hún hefur versnað í ýmsum hverfum. Það hefur leitt til fækkunar farþega og minnk- andi tekna. Við því er ekki brugðist með því að fá fleiri farþega, heldur er kostnaðinum velt yfir á þá sem eftir eru," segir Kjartan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.