Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Morgunblaðið/Ingvar Keppti um sæti í landsliði Bandaríkjanna í brids Fjórir fluttir á slysadeild FJÓRIR voru fluttir á slysa- deild eftir árekstur tveggja bif- hjóla og bifreiðar við Geitháls um klukkan 16 á sunnudag. Ökumaður fyrra hjólsins og farþegi hans voru fluttir á sjúkrahús og tveir menn úr bif- reiðinni, en enginn þeirra reyndist alvarlega slasaður. Slysið varð með þeim hætti að bifhjólunum var ekið hvoru öðru aftan á bifreiðina, sem hafði stöðvað til að beygja út af við Hafravatnsafleggjara á Suð- urlandsveginum. Skemmdir urðu minniháttar á bifreiðinni og sömuleiðis á seinna bifhjólinu, en skemmdir á fyrra hjólinu urðu meiri. Miklar umferðartafír urðu á Suðurlandsveginum á meðan sjúkralið athafnaði sig á vett- vangi ásamt lögreglu, en loka þurfti veginum á meðan. EKKI munaði miklu um helgina að íslensk kona, Hjördís Eyþórsdóttir, ynni sér rétt til að spila fyrir hönd Bandaríkjanna á heims- meistaramóti kvenna í brids sem haldið verður á Bermúda í janúar á næsta ári. Hjördís og fimm banda- rískar spilakonur spiluðu úrslitaleik um landsliðssæt- in en töpuðu honum. Bandaríkin senda tvær sveitir til keppninnar og fór fram sérstök keppni um sætin með þátttöku 23 sveita. Eftir undankeppni var sveit Hjördísar ein af fjórum sveitum sem spiluðu til úrslita um sætin. Sveitin tapaði í undanúrslitum fyrir sveit Rons Smiths, sem síðan vann úrslitaleik við sveit Karen Alli- son um rétt til að teljast A-sveit Bandaríkjanna. Sveitirnar tvær sem töpuðu und- anúrslitaleikjunum kepptu á meðan innbyrðis um rétt til að spila við sveit Allison um hvor yrði B-sveit Bandaríkjanna. Sveit Hjördísar vann þann leik og spilaði því 96 spila leik við sveit Allison. Leikurinn var jafn framanaf en eftir 64 spil höfðu Hjördís og félag- ar hennar náð rúmlega 30 stiga for- ustu. Næstu 16 spila lotu vann sveit Allison hins vegar 82- 4 og gerði þar með út um leikinn. Sterkasta parið Með Hjördísi spiluðu Petra Hamman, Peggy Sutherlin, Joan Jackson, Robin Klar og Mildred Breed. Þær Breed og Hjör- dís voru almennt taldar sterkasta parið í sveitinni en þær spiluðu ekki lotuna ör- lagaríku. Hjördís hefur búið í Bandaríkjunum í fjögur ár og er gjaldgeng til að spila í bandarísku landsliði í brids. Til þess þarf ekki ríkisborgararétt heldur er nægilegt að hafa dvalið í landinu og ekki spil- að fyrir hönd annarrar þjóðar í ákveðinn tíma. I A-liði Bandaríkjanna spila Jill Meyers, Randi Montin, Tobi Sokolow, Janice Molson, Renee Mancuso og Shawn Quinn. B-liðið skipa Lynn Deas, Beth Palmer, Sue Picus, Lisa Berkowitz, Rosanne Pollack og Connie Goldberg. Hjördís Eyþórsddttir Veitt viðurkenn- ing kvenskáta STJÓRN heimssamtaka kvenskáta WAGGGS (World Association of Girl Guides and Girl Scouts) ákvað fyrir tveimur árum að á þingi samtakanna yrðu konur heiðraðar sem þykja hafa skarað framúr og ver- ið hvatning fyrir stúlkur og ungar konur í heiminum. Viðurkenning þessi hlaut nafnið „Women of Out- standing Acivement Award“. Evrópustjórn WAGGGS ákvað að Vigdís Finnbogadóttir yrði fyrst kvenna í Evrópu til þess að hljóta þessa viðurkenningu. Vigdísi eru veitt þessi verðlaun til viðurkenn- ingar á stuðningi hennar við skáta- hreyfínguna í nútíð og fortíð, til að heiðra árangur hennar við kynningu á réttindum kvenna, til að heiðra fi-am- lag hennar til fyrirtækja og alþjóðastofnana sem gert hafa átak til að auka hlut kvenna í starfsemi sinni, til viðurkenningar á þekkingu hennar, leið- togahæfileikum og áhrif- um þeim sem hún hefur til að hjálpa öðrum konum til að ná sínum markmiðum í lífinu og til að þakka framlag henn- ar til bættrar stöðu kvenna í þjóð- félaginu, eins og segir í rökstuðn- ingi. Viðurkenningin verður afhent á 30. Heimsþingi WAGGGS sem haldið er í Dublin á Irlandi dagana 1.-9. júlí. Vigdís Finnbogadóttir Séra Þdrhallur Heimisson vill sameina félög og stofnanir Hvetur til þjéðar- átaks gegn fátækt SÉRA Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hvatti til þess í predikun sinni við útvarpsmessu síðastliðinn sunnu- dag að efnt yrði til þjóðarátaks gegn fátækt. Tilefnið segir hann vera það að í lok hvers mánaðar komi til hans fólk og leiti aðstoðar kirkjunnar vegna þess að það eigi ekki fyrir mat. „Þetta eru oft einstæðar mæð- ur, öryrkjar, bara venjulegt fólk sem á ekki fyrir mat fyrir sig og sína og verður að leita hjálpar til að fá matarúttekt,“ segir Þórhall- ur og hefur hann í því skyni haft milligöngu um aðstoð frá Hjálpar- starfi kirkjunnar og Rauða krossi Islands. „Ég ræddi um að við ætt- um að efna til þjóðarátaks gegn fátækt í tilefni af kristnitökuaf- mælinu. Mikið fjármagn verður sett í hátíðir um allt land, sem er af hinu góða, en ég vildi líka minna á að kristindómurinn berst fyrir lítilmagnann og það væri ágætt tilefni á hátíðinni að taka nú höndum saman á breiðum grundvelli til að þurrka út þessa fátækt." Séra Þórhallur segist ætla að vinna að málinu áfram og kalla saman í haust einstaklinga, félög, ríki, sveitarfélög, stofnanir og samtök til að bindast samtökum um þjóðarátak sem þetta. „Ég hef sjálfur ekki lausnina en ég held að með sameinuðu átaki gætum við fundið út hvernig á að stöðva þessa hörmung um hver mánaðamót,“ segir Þórhallur og telur að ekki sé um mjög stóran hóp að ræða, en brýnt sé að finna varanlega lausn á vanda þessa fólks. Slökkviliðsstiórinn 1 Reykjavrk um mat brunamálastjóra á eldvörnum í skdlum Ber að loka skdl- unum standi hann við skýrsluna „ÞAÐ hefur komið skýrt fram hjá okkur að við teljum þetta ekki raun- hæft mat hjá Brunamálastofnun. Það stendur hins vegar í lögunum að ef slökkviliðsstjóri framfylgir ekki þeim kröfum sem brunamálastjóri telur að eigi að gera þá getur hann tekið sér vald slökkviliðsstjóra. Ég hef tilkynnt brunamálastjóra að ég muni ekki fara eftir þessari skýrslu og því tel ég að hann eigi að standa við stóru orðin og loka þessum skól- um eða draga skýrsluna til baka ella,“ sagði Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, um skýrslu Brunamálastofnunar um brunavarnir í skólum á höfuðborgar- svæðinu. Brunamálastofnun hefur látið vinna skýrslu um eldvamir í grunn- skólum þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brunavörnum sé veru- lega áfátt. Sagt er ítarlega frá skýrslunni í laugardagsblaði Morg- unblaðsins. Samkvæmt lögum ber slökkviliðs- stjóra skylda til að gera ráðstafanir sem tryggja að bætt sé úr ágöllum á eldvömum í húsnæði. Hann hefur heimildir til að beita dagsektum, framkvæma endurbætur á kostnað eigenda og loka húsnæði. Síðan segir í lögunum: „Nú telur Brunamála- stofnun að brotin séu ákvæði laga þessara eða reglugerða byggðra á þeim og slökkviliðsstjóri geri ekki fullnægjandi ráðstafanir til úrbóta samkv. 26. gr. og skal þá Brunamála- stofnun benda slökkviliðsstjóra á misbrestina og hefur stofnunin síðan rétt til að beita þeim heimildum sem slökkviliðsstjóra era veittar í þeirri grein ef ekki er úr bætt.“ Mismunandi mat á eldra húsnæði Hrólfur sagði að brunamálastjóri hefði vitað það í rúmlega hálft ár að slökkviliðsstjóri ætlaði ekki að taka mið af athugasemdum hans t.d. varð- andi Laugarnesskóla. Hann sagði að það lægi fyrir að það væri ekki hægt að gera breytingar á húsnæðinu svo það uppfyllti ákvæði núgildandi reglugerðar og því ekki um annað að ræða en hætta að nota húsið ef fara ætti að kröfum Brunamálastofnunar. Hrólfur sagði að Foldaskóli hefði á sínum tíma verið teiknaður miðað við þá forsendu að það yrðu aldrei fleiri en 15 nemendur í bekk, en í dag væri algengast að yfir 20 væru í hverjum bekk. Þetta þýddi að útgangar væru strangt til tekið ekki í samræmi við reglugerð. Hrólfur sagði að það væri mat slökkviliðsins að þetta skapaði ekki hættuástand, en Brunamála- stofnun væri ekki samþykk því. Ef gera ætti kröfu um að allt húsnæði uppfyllti ákvæði núgildandi bruna- reglugerðar yrði að loka skólum eins og MR sem aldrei yrði hægt að gera þannig úr garði að hann uppfyllti ákvæði reglugerðar. Hann sagði um- deilt hvort hægt væri að gera kröfu um að allt eldra húsnæði uppfyllti ákvæði nýjustu reglugerðar. Gagnrýnir einkunnaskala Brunamálastofnunar Hrólfur sagði að ein megingagn- rýni sín og Eldvarnaeftirlits Reykjavíkur á skýrsluna væri að einkunnagjöf Brunamálastofnunar væri ónothæf. Samkvæmt henni fengi skóli sem uppfyllti ákvæði brunareglugerðar þá einkunn að ástandið væri gott. Til að fá ágæt- iseinkunn þyrfti skóli hins vegar að hafa eitthvað umfram reglugerð. „Ef það koma 1-2 athugasemdir fær skóli einkunnina sæmilegt. Ef athugasemdirnar eru þrjár fær skóli þá einkunn að ástandið sé slæmt. At- hugasemdirnar geta m.a. verið fólgnar í því að það séu bilaðir felli- þröskuldar eða það vanti eitt útiljós, sem að mínu mati fellur undir eitt- hvað sem kalla má eðlilegt viðhald. Athugasemdirnar geta verið þess efnis að þær hafi engin áhrif á öryggi barnanna, en hugsanlega stuðlað að meira eignatjóni ef eldur kemur upp,“ sagði Hrólfur. Hrólfur tók sem dæmi Melaskóla, sem er verndað hús. Hann sagði að þar væri 1,20 m há brennanleg klæðning á veggjum, en slíkt væri bannað samkvæmt branareglugerð. Ekki hefði heldur verið krafist branaviðvöranarkerfis í skólanum samkvæmt þágildandi reglugerð. Hrólfur sagði að það væri sitt mat að það mætti slaka á kröfu um vegg- klæðningu í skólanum þegar búið væri að setja upp viðvörunarkerfi. Hrólfur sagði að það væri búið að verja tugum milljóna króna í endur- bætur á grunnskólum Reykjavíkin-- borgar til að bæta branavamir í skól- unum. Akveðið hefði verið áður en nú- verandi brunavarnareglugerð tók gildi að setja viðyöranai-kerfi í alla skóla í Reykjavík. I viðhaldsáætlunum byggingardeildar fælist að settar yrðu í skólana B-30-hurðir sem uppfylltu ákvæði gildandi reglugerðar. Menn yrðu hins vegar að forgangsraða verk- elhum og það hefði verið gert. Lagt í mat stjórnvalds Ágreiningur Branamálastofnunai- og Eldvarnaeftirlitsins hefur komið til skoðunar í umhverfisráðuneytinu. Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði að ófullkomnar leiðbeiningar væra í lögum og reglum um hvaða kröfur ætti að gera um branavamir í eldra húsnæði. Meginreglan væri sú að lög giltu ekki aftur fyrir sig í tímann. Þessi regla yrði hins vegar að víkja að einhverju leyti þegar kæmi að ör- yggismálum. Hér yrðu alltaf á ferð- inni álitamál sem yrði að leggja í mat viðkomandi stjórnvalds. Hrafn minnti á að skólar væra viðkvæmir vinnustaðir. í þessu máli væri að sumu leyti eðlilegt að mat manna væri mismunandi. Branamálastofn- un þyrfti að horfa til landsins alls, en Eldvarnaeftirlit viðkomandi sveitar- félags bæri ábyrgðina á að húsnæðið uppfyllti ákvæði reglugerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.