Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Börnin á leikskólanum Krakkakoti eru í náinni snertingu við náttúruna alla daga BÖRNIN á Krakkakoti annast hænuungana af einstakri nærgætni. Morgunblaðið/Arni Sæberg HJÖRDIS Óiafsdóttir kennir börnunum að umgangast dýrin. gæðahandbókarinnar í starfí leikskólans vera að allir starfsmenn viti og séu sammála um hvernig eigi að standa að uppeldi, menntun og umönnun barna. Þá sé henni ætlað að tryggja að allir starfsmenn viti og séu sammála um hvemig sam- starfí við foreldra skuli hátt- að og að húsnæði og feik- tæki séu ömgg fyrir börnin á leikskólanum. I handbókinni verða ná- kvæmar verklýsingar, allt sem gert er á Ieikskólanum verður skráð og starfið skoðað og metið út frá þeim. Hjördís lýsir ánægju sinni með þátt Jónínu Lár- usdóttur, leikskólastjóra á Fálkaborg, sem veitir ráð- gjöf við samningu hand- bókarinnar. Hún segir starfsfólk Krakkaborgar líka vera einstaklega gott, það fylgist vel með og taki virkan þátt í verkefninu. Leikskólinn Krakkakot hýsir rúmlega 100 börn eft- ir að ný álma var tekin í notkun í vor. Sérstök áhersla er lögð á að um- hverfi barna og starfs- manna sé eins heimilislegt og mögulegt er. Þess var til að mynda gætt þegar keypt voru húsgögn í nýju álmuna og flest gert til að börnunum líði eins og heima hjá sér, enda dvelja þau mörg hver allan daginn á leikskólan- um. Hænsnahús í garðinum UNNIÐ er að gerð gæða- handbókar fyrir leikskól- ann Krakkakot í Bessa- staðahreppi. Handbókinni er ætlað að stuðla að stöðugri endurmenntun starfsfólks á leikskólanum og endurskoðun starfsins sem þar fer fram. Börnin á Krakkakoti eru í náinni snertingu við náttúruna, en það telja leikskólastjórn- endur á Álftanesi eiga rík- an þátt í að auka gæði leik- skólastarfsins. Hjördís Ólafsdóttir, að- stoðarleikskólastjóri, segir mikla áherslu lagða á að kynna börnunum á Krakkakoti náttúruna og það sem hún gefúr af sér. Rækt er lögðf við að efla siðgæðisviðhorf þeirra til manna, dýra og plantna. Hænsnabú á lóð leikskól- ans þjónar því hlutverki að kenna börnunum að um- gangast og annast dýr. Þau gefa hænsnunum mataraf- ganga úr eldhúsinu og hirða egg. Þannig öðlast þau meðal annars ábyrgð- artilfinningu og læra að sýna dýrunum virðingu og væntumþykju. Inni á leik- skólanum eru svo froskur, hamstrar og sjávardýrabúr sem börnin sinna af áhuga. Hjördís segir bömin oft fara út í náttúmna, þau tína blóm til að þurrka, en þess er ávallt gætt að náttúran bíði ekki skaða af. Fjara er í næsta nágrenni við leikskól- ann og þangað sækja börnin dýr í sjávardýrabúrið. „Hér er allt við bæjardymar,“ sagði Hjördís. Leikskólinn fór í sveitaferð í vor og eina dýrið sem bömin þekktu ekki var aligæs. Börnunum á Krakkaborg er kennt að leggja rækt við umhverfið. Þau hafa end- urnýtt lífrænan úrgang og pappír. „Við reynum að sá litlu fræi sem kemur til með að vaxa með þeim,“ sagði Hjördís. Krakkakot starfar eftir aðalnámskrá fyrir leik- skóla, en starfsfólk hyggst gera góðan leikskóla betri með því að byggja upp sér- staka gæðahandbók sem verður mjög nákvæm skólanámskrá. Starfsmenn Ieikskólans eru í samstarfi við Bessastaðahrepp um gerð handbókarinnar sem byggist á ISO-staðli. Sveit- arfélagið veitti öllu starfs- fólki leikskólans launa- hækkun vegna vinnslu handbókarinnar og aðilar á vegum þess eiga sæti í verkefnisstjórn. Hjördís segir hlutverk Unnið í sjálfboðavinnu að verndun Hraunanna við Straumsvfk en framtíð svæðisins óráðin Vaxandi áliugi á svæðinu FRAMTÍÐ Hrauna við Straumsvík er óráðin, en samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1995-2015 er gert ráð fyrir að stór hluti svæðisins verði notaður undir hafnar- og iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum stofnaði áhugafólk um verndun Hrauna Umhverfis- og úti- vistarfélag Hafnarfjarðar til þess að velq'a athygli á þessu einstaka svæði. Félagið hefur tvisvar sinnum fengið styrk úr Umhverfissjóði verslunar- innar, svonefndum pokasjóði, og segir Jónatan Garðarsson, einn forsprakka félagsins, að tekist hafi að vekja áhuga á svæðinu og virðist hann fara vaxandi. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framtíð svæðisins. Hraun kallast landsvæðið vestan og sunnan Straums- víkur, en víkin hefur myndast milli Lambhagatanga að austan og Hrauna að vestan. Hraunið sem þekur svæðið er 5-7.000 ára gamalt hellu- hraun sem átt hefur upptök sín í Hrútagjárdyngju. Rústir frá 12. öld? Búskapur hefur verið stundaður í Hraunum frá fornu fari og hafa verið leidd- ar líkur að því að rústir við Óttarsstaði séu frá 12. öld. Á svæðinu má sjá fjölda rústa, tóftarbrot býla og gripahúsa, HORFT inn eftir vesturljöru Straumsvíkur en á þessu svæði má sjá fjölda rústa og minja um sjósókn og búskaparhætti fyrri túna. minjar eru um útræði í fjör- unni, þurrabúðh', fiskbyrgi, vörslugarðar og fiskreitir eru einnig sýnilegir. Helstu lög- býli í Hraunum voru Stóri- Lambhagi, Þorbjamarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir og Lónakot. Þessum býlum fylgdu síðan hjáleigur og þurrabúðir, s.s. Gerði, Pét- urskot, Litli-Lambhagi, Þýskubúð, Jónsbúð, Kol- beinskot, Óttarsstaðagerði og Eyðikot. I vetur fékk Umhverfis- og útivistarfélagið Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing til að grafa prufuholur í Jóns- búð, sem er þurrabúð eða hjáleiga utarlega við vestan- verða Straumsvík. Bjami hafði áður verið fenginn til að leita að og staðsetja rústir á svæðinu og segir í skýrslu hans að minjar eins og rúst- imar við Jónsbúð séu mikil- vægur minnisvarði um ákveðna búskaparhætti og að minjar af slíku tagi sé ekki að finna annars staðar á Stór- Reylq'avíkursvæðinu. Yfir- leitt má segja að rústir og minjar á svæðinu séu óspillt- ar af mannavöldum og svæðið geymi í heild sinni allar þær minjar sem búast megi við að finna í og við þurrabúðir og hjáleigur. Byggð tók að leggjast af í upphafi þessarar aldar og var horfin um miðja Öldina. Börn vöktuðu sjávarföllin til að ná fersku vatni Auk merkilegra sögulegra heimilda er náttúrufar með nokkuð sérstæðum hætti á þessu svæði. I hrauninu má finna fjölda ferskvatnstjama sem koma og fara eftir sjáv- arfóllum þegar sjórinn flæðir Morgunblaðið/Þorkell JÓNATAN Garðarsson bendir á rústir sem merktar hafa verið á INN-upplýsingaskilti sem sett hefur verið upp við Straum. I baksýn má sjá álverið í Straumsvík. inn undir hraunið og streymir síðan út aftur á fjöm. Vegna þess að ferskvatnið, sem flæðir stöðugt undan hraun- inu, er eðlisléttara en salt- vatnið flýtur það ofan á sjón- um meðan flæðir að, en blandast honum síðan þegar flóðið nær hámarki. Áður fyrr voru böm látin vakta sjávarfóllin til þess að ná fersku vatni úr tjörnum og brunnum áður en sjórinn náði að blandast ferskvatninu við háflæði. í tjömum sem ekki þorna alveg upp á fjöm hafa nýlega uppgötvast dverg- bleikjur sem verða um 12-14 cm og lifa á skilum ferskvatns og sjávar. Umhverfis- og útivistarfé- lag Hafnarfjarðar var stofnað fyrir rúmum tveimur árum með það að markmiði að vekja athygli og áhuga á Hraunum og vinna félagar að verkefninu í sjálfboðavinnu. Félagið hefur tvisvar fengið styrk frá Umhverfissjóði verslunarinnar og hefur fé- lagið gefið út bækling um Hafnarfjördur svæðið, sett upp upplýsinga- skilti við Straum, stikað gönguleiðir og ráðið fornleifa- fræðing til að skrásetja svæð- ið og er reiknað með að frek- ari fornleifarannsóknir fari fram á næstunni, að sögn Jónatans Garðarssonar. Varðandi spuminguna um það hvort útivistarsvæði eigi yfirleitt heima við hlið stór- iðju og iðnaðar segir Jónatan að þrátt fyrir tilvist álversins, eða jafnvel vegna þess, sé nauðsynlegt að varðveita það sem eftir sé af óspilltri nátt- úm við Straumsvík. Hann segir einnig að kjörið sé að nýta nábýlið við verksmiðj- una til að skerpa línumar milli gamla og nýja tímans og að skólar geti nýtt þessar andstæður við kennslu, en heimsóknum nemenda á svæðið hefur fjölgað undan- farin misseri. Farið með gát í skipulagsmálum Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi skipu- lag á Hraunasvæðinu. Ljóst sé að menn fari sér hægt við að skipuleggja framtíð þess. Hann kvaðst sannfærður um að menn myndu staldra við og velta hlutunum vel fyrir sér og sérstaklega þeirri staðreynd að ekki væri hægt að taka til baka það sem gert yrði. Ljóst væri að mikil vakn- ing ætti sér stað varðandi varðveislu náttúra- og sögu- legra minja og að engar hafn- arframkvæmdir væra áætlað- ar á næstu áram vestan Straumsvíkur. í þeirri vinnu sem framundan væri í skipu- lagsmálum yrði stigið varlega til jarðar, sérstaklega varð- andi perlur eins og Hraunin væru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.