Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 17 Sveitahátíðin á Selfossi fór fram í þéttum hátíðarúða Kleopatra þótti fegurst kvíga Selfossi - Kleopatra frá Kirkju- vík og Laugarbökkum varð hlutskörpust í fegurðarsam- keppni kvíga sem fram fór á Sveitahátíðinni á Selfossi sjðast- liðinn laugardag, 10. júlí. A há- tíðinni var einnig krýndur fs- landsmeistari í orfaslætti og hlaut það sæmdarheiti Skúli Gunnlaugsson, bóndi á Miðfelli í Hrunamannahreppi. Knáasta kaupakonan var valin Lovísa Jónsdóttir frá Selfossi. Sveita- hátíðin var vel sótt og fjöldi fólks lagði leið sína inn á hátíð- arsvæðið sem var á Sýslu- mannstúninu við Austurveginn á Selfossi. Hátíðin hófst með skrúð- göngu sláttumanna, kaupa- kvenna, þjóðdansara, leikara og annarra. Fyrir göngunni fór Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra akandi á Ferguson ‘58 módelinu með tvo bolakálfa í kerru, Halldór og Davíð. Guðni setti hátíðina og gat þess meðal annars að það væri vel til fund- ið að efna til samkomu á Sel- fossi með sveitamenninguna sem undirtón. Hresstu sig með engjakaffi Tíu þátttakendur voru í ís- landsmótinu í orfaslætti og var yngsti keppandinn 14 ára. Sláttumenn slógu hver sinn reit og höfðu dómarar auga með þeim og dæmdu sláttulag, hraða og gæði. Þá tóku kaupa- konurnar við og unnu nýslegið grasið í flekki, rökuðu saman og rifjuðu. Dómararnir dæmdu einnig vinnulag þeirra og rösk- leika í flekknum. Inn á milli bauðst vinnufólkinu hressing, engjakaffí úr flösku vafinni í ullarsokk. Þá tók við kynning á því hvernig heyið var bundið, sett á klakk og reitt heim. í tengslum við þann þátt var stutt kynning á íslenskri glímu. Þjóðbúningar voru kynntir og dansarar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýndu nokkra dansa. Fegurðarsamkeppni kvíga vakti athygli en þar sigraði kvígan Kleopatra sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra leiddi fyrir dómarann við mikinn fögnuð viðstaddra. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson ÞAÐ var glatt á hjalla hjá fjölskyldunni frá Akurgerði að lokinni gróð- ursetningunni. Gróðursettu tré á fjölskyldumóti Skagaströnd - Vitur maður sagði einhverju sinni að það væri tvennt sem maður gæti gert til að skilja eitthvað eftir sig á jörðinni. Annað- hvort skrifað bók eða gróðursett tré. Kannski hefur það verið þess vegna sem fjölskyldan frá Akur- gerði gróðursetti 15 tré á gróður- sælum stað á Skagaströnd þegar hún hélt fjölskyldumót nýlega. Systkinin eru 13 og þess vegna voru trén 15, eitt fyrir hvert systkini og foreldrana. Þrátt fyrir að systkinin séu svona mörg eru þau öll flutt í burtu ásamt foreldrum sínum. Þau voru öll alin upp í Akurgerði, sem er ekki nema 78 fermetrar. Ef til vill er þar að finna skýringuna á samheldni fjöl- skyldunnar því eins og segir í spak- mælinu: Þröngt mega sáttir sitja. Gifting í Skógakirkju Holti -1 einni nýj- ustu kirkju lands- ins, Skógakirkju að Skógum undir Eyja- fjöllum, fór nýlega fram sérstæð og eftirminnileg gift- ingarathöfn, þar sem nýir ábúendur að Onundarhorni í Austur-Eyjafjalla- hreppi giftu sig, þau Þórhallur Sæ- mundsson og Poula Kristín Buch. Að athöfn lokinni ók Viðar Bjarnason brúðhjónunum í hrepp- stjórabúningi á nýuppgerðum All- Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson is Chalmers í brúðarvagni til Fossbúðar, félagsheimilis sveitar- innar, þar sem brúðkaupsveislan var haldin. Morgunblaðið/Sig. Jóns. SLÁTTUMENN og vinnukonur að loknum slætti og vinnu í flekknum. Lengst til hægri eru tveir dómaranna, Árni Magnússon frá Flögu og Þórarinn Pálsson frá Litlu-Reykjum. Ýmislegt annað var til skemmt- unar; kúaskítsveðmál, jafnvæg- islistin að járna hana Pertu og ýmislegt fleira. Dýr voru til sýnis fyrir yngri kynslóðina og fólki bauðst meðal annars ljúf- feng kjötsúpa ásamt því að Guðni, bakari staðarins, bauð upp á engjabakka. Þá voru sýndar búvélar á svæðinu og fornbílar sem fengu fólk til að hugsa aftur í tímann. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn en þéttur hátíðar- úði dreifðist yfir gesti þegar leið á samkomuna. Sveitahátíð- in, sem fór fyrst fram í fyrra, er orðin fastur liður í viðburðaröð- inni Sumar á Selfossi sem eru uppákomur á Selfossi, haldnar í samvinnu sveitarfélagsins og fyrrirtækja á staðnum. GUÐNI Ágústsson heldur kvígunni Kleopötru á meðan Garðar Vigfús- son dómari og Anna Amardóttir, ritari hans, dæma vaxtarlag og lík- amsfegurð. Fólk, viðtöl, dagskrá Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í hálfan mánuð. í blaðinu er einnig að finna viótöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsend- ingar frá íþróttaviðburðum og Ijölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.