Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 19
VIÐSKIPTI
OPEC viðheldur framleiðslukvótum
Olíuverð
hækkar enn
VERÐ á Brent-hráolíu fór í gær
yfir 19 dollara á tunnu og hefur
ekki verið hærra í 20 mánuði.
Meðalverð í desember síðastliðn-
um var um 9,94 dollarar, var í júní
15,82 dollarar en er í dag um 18,9
dollarar. Hér er því um töluverða
hækkun að ræða og það er tvennt
sem veldur, annars vegar eru ný-
legar upplýsingar um að olíubirgð-
ir í Bandaríkjunum séu litlar og
eftirspurnin verði því meiri en bú-
ist var við. Olíubirgðir í heiminum
minnki þvi hraðar en gert var ráð
fyrir miðað við niðurskurð á fram-
leiðslukvóta.
OPEC þrýstir verðinu upp
með minnkandi framboði
Hins vegar er um að ræða að-
gerðir OPEC, Samtaka olíuútflutn-
ingsríkja, til minnkunar á framboði
olíu í heiminum. Þessar aðgerðir
hafa haft tilætluð áhrif því að síð-
ustu mánuði hefur framboð á olíu
minnkað um u.þ.b. 26 þúsund millj-
ónir tunna á mánuði.
í mars síðastliðnum samþykktu
olíuríkin á fundi OPEC-samtak-
anna að vinna markvisst að því að
draga úr framleiðslu tO að minnka
olíubirgðir í heiminum og ná
þannig fram verðhækkun. Þá stóðu
vonir tO þess að tunnuverð færi í
17 til 19 doOara fyrir mitt árið auk
þess sem hægt væri að selja allar
fyrirliggjandi birgðir. Markmið
OPEC var að fá tunnuverðið í 18 tO
20 doUara en 16 tO 18 doUarar var
talið viðunandi.
OPEC mun halda tO streitu nú-
verandi framleiðslukvótum þar tO
olíuverð er orðið viðunandi að
þeirra mati en upplýst hefur verið
að samtökin muni ræða málin ef
tunnuverð verður óeðlOega hátt,
þ.e. fer yfir 20 doUara. En tO að
halda því verði sem fæst í dag telja
samtökin að olíuríkin eigi ekki að
auka framleiðsluna eins og þau
gerðu árið 1997 þegar verðið var
hátt, en það leiddi tíl verulegrar
verðlækkunar árið 1998.
Sýni öll olíuríkin áfram sam-
stöðu í niðurskurði eins og verið
hefur gæti það leitt tO minnkunar
olíubirgða um 3,2 miUjónir tunna á
dag á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
Mikil freisting að framleiða
umfram kvóta
Nú, þegar tekist hefur að þrýsta
verðinu upp, er aukin hætta á að
framleiðsla verði aukin umfram
kvóta í sumum olíuframleiðsluríkj-
anna og þá ekki síst vegna efna-
hagsástands í mörgum þessara
ríkja.
Magnús Ásgeirsson hjá Olíufé-
laginu hf. og Gunnar Karl Guð-
mundsson hjá Skeljungi hf.
sögðu í samtali við Morgunblaðið
að þar sem verðið væri orðið
þetta hátt gætu einhver olíuríkj-
anna freistast til að framleiða
meira heldur en kvóti þeirra
segði til um. Menn sjái jafnvel
ekki fram á að verðið hækki mik-
ið meira í bráð en telja að það
geti svo sannarlega lækkað.
Gunnar sagði að eftir mögur ár
hjá olíuframleiðendum vilji þeir
gjarnan fara að hafa eitthvað upp-
úr krafsinu. Dollarinn sé mjög
sterkur í dag og það komi vel út
fyrir framleiðslulöndin en á móti
kemur að hans sögn að eftirspurn
eftir olíu getur jafnframt minnkað í
löndum þar sem gjaldmiðillinn er
að veikjast, s.s. í sumum Evrópu-
löndum.
Magnús benti á að nái efnahags-
bati fram að ganga í Asíu, muni eft-
irspum eftir olíu þar vaxa og lík-
legt er að hækkanir á olíu á heims-
markaði fylgi í kjölfarið
Nokia í
forystu-
STERKARI markaðsstaða
fínnska tæknifyrirtækisins
Nokia er m.a. talin ástæða
fyrir brottrekstri forstjóra
sænska keppinautarins Erics-
son á dögunum, að því er
fram kemur f norska dagblað-
inu Dagens Næringsliv.
Fram kemur að grunnurinn
að velgengni Nokia hafí verið
lagður þegar um miðjan m'-
unda áratuginn en Ericsson
hafi ekki staðið sig eins vel.
„Nokia hefur unnið vel og
sett markmið til lengri ti'ma.
Uppbygging fyrirtækisins
hefúr verið markviss og gefið
góðan árangur," segir Andre-
as Vogt hjá norska útflutn-
ingsráðinu, en ráðið vinnur
nú að atvinnuþróun í Noregi
ásamt fleirum þar sem árang-
ur Nokia er m.a. hafður til
hliðsjónar.
Ericsson hefur náð góðum
árangri í sölu og markaðs-
setningu á vélbúnaði til fjar-
skipta en Nokia hefur verið í
forystuhlutverki hvað varðar
símtækin sjálf og er það m.a.
þakkað hefð fyrir finnskri
hönnun.
Niðurstöður könnunar
á alþjóðlegri
samkeppnishæfni
ísland
118. sæti
London. Reutcr.
í NIÐURSTÖÐUM könnunar á
alþjóðlegri samkeppnishæfni landa
árið 1999 má sjá Island í átjánda
sæti sem er töluvert stökk frá í
fyrra en þá lenti Island í þrítug-
asta sæti. Island hefur með þessu
skotið löndum eins og Svíþjóð og
Austurríki ref fyrir rass.
Singapúr þykir enn álitlegast í
alþjóðasamkeppni og er í fyrsta
sæti eins og áður. Hong Kong
varð að gefa Bandaríkjunum eftir
annað sætið og vermir nú það
þriðja í stað Bandaríkjanna í
fyrra.
Athygli vekur að Bretland fær
lakari einkunn en áður og fellur úr
fjórða sæti í það áttunda.
Alls voru 59 lönd í könnuninni. Á
botni listans lenti Rússland og féll
úr 52. sæti. I næstneðsta sæti list-
ans er Úkraína sem var í 53. sæti í
fyrra.
Könnunin náði til 4.000 stjórn-
enda fyrirtækja og í henni er tekið
mið af átta þáttum. Þeir eru: við-
skipta- og fjárfestingarfi-elsi, hlut-
verk ríkisins, fjármál, innri upp-
bygging, tækni, stjómun, vinnuafl
og stofnanir.
Samkeppnis-
hæfni landanna
1999 LAND (RÖÐ 98)
1. Singapore (1.)
2. Bandaríkin (3.)
3. Hong Kong (2.)
4. Taiwan (6.)
5. Kanada (5.)
6. Sviss (8.)
7. Lúxemborg (10.)
8. Bretland (4.)
9. Holland (7.)
10. írland (11.)
11. Finnland (15.)
12. Ástralía (14.)
13. Nýja-Sjáland
14. (13.)
15. Japan (12.)
16. Noregur (9.)
17. Malasía (17.)
18. Danmörk (16.)
19. ÍSLAND (30.)
20. Svíþjóð (23.)
21. Austuríki (20.)
22. Chile (18.)
23. Suður-Kórea
24. (19.)
25. Frakkland (22.)
26. Belgía (27.)
27. Þýskaland (24.)
28. Spánn (25.)
29. Portúgal (26.)
30. ísrael (29.)
31. Máritíus (-)
32. Thaiiand (21.)
33. Mexfkó (32.)
34. Kína (28.)
35. Filippseyjar (33.)
36. Kosta Rfka (-)
37. (talfa (41.)
38. Perú (37.)
Amazon.com
eykur umsvifín
NETVERSLUNIN Amazon.com
hefur aukið vöruúrval sitt til muna
og selur nú leikföng og raftæki, auk
bóka og tónlistar. Hafin er sala á
öllu frá Barbie-dúkkum til DVD-
myndspilara. Leikföngin verða m.a.
frá Mattel og raftækin t.d. frá
Sharp og Panasonic.
Aukningin er liður í að ná því
markmiði Amazon.com að verða al-
hliða netverslun, þar sem neytend-
ur geta fundið það sem þá vanhagar
um í gegnum Netið í stað þess að
leita í stórum leikfanga- eða raf-
tækjaverslunum.
Búist er við miklum vexti í við-
skiptum með leikföng og raftæki á
Netinu og því hefur verið spáð að
tekjur af leikfangasölu á Netinu
aukist úr 52,6 milljónum dollara nú
(3,9 milljarðar króna), í 550 milljón-
ir dollara (40,7 milljarðar króna)
fyrir árið 2002 og að sama skapi
muni raftækjasala aukast úr 78
milljónum dollara (5,7 milljarðar
króna) í 792 milljónir dollara (58,6
milfjarðar króna) árið 2002.
Á síðustu 14 mánuðum hefur
Amazon.com stöðugt bætt vöruúrval
sitt og eru viðskiptavinir fyrirtækis-
ins nú 10 milljónir. Amazon.com hef-
ur einnig fjárfest í lyfjaverslun á
Netinu, auk gæludýraverslunar og
matvöruverslunar.
t25%
af ýmsum
herrafískuskóm
Evrópskir bankar og tryggingafélög
Tryggð viðskipta-
vina fer minnkandi
TRYGGÐ viðskiptavina evrópskra
banka og tryggingafélaga við þau fé-
lög sem viðskiptavinimir skipta við
fer sífellt minnkandi og aukin notk-
un ýmissa beinna söluaðferða mun
minnka viðskiptatryggðina enn frek-
ar. Þetta segir í nýrri skýrslu Data-
monitor sem heitir „Viðskiptatryggð
í eyrópskri fjármálaþjónustu".
I skýrslunni segir einnig að sum-
ar fjáiTnálastofnanir séu nú loks að
grípa til aðgerða til að rækta við-
skiptatryggð, en aðrar geri ekkert í
þá átt. Einnig segir að aukin notkun
Netsins í viðskiptum hafi leitt til
þess að margir viðskiptavinir séu
hættir að hringja nokkur símtöl til
að bera saman verð og þjónustu
banka og tryggingafélaga, en geri
þess í stað samanburð á Netinu.
STEINAR WMGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEOICA
við Snofrobrout - Reykiovík
Srn 5518519
KRINGLAN
Kiinglunni8-12.ReyLjavik
Sími 5689212
PÓSTSENDUM SAMD&GURS
Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr.
Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem
tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari.
Forðist ósamstæða litatóna!
Salerni með stút í vegg
eða gólf. Hörð ABS
seta og festingar fylgja.
Framleiðandi:
Ceramicas Gala,
bellavista
Burpos
Spani
group.
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm
‘gSSfíSí
Baðkar. 170 x 70 cm.
Innréttingar & tæki
- trygS1"
Við Fellsmúla
Sími 588 7332
OPID:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
http://www.heildsoluverslunin.is/
RAOGREIDSLUR i