Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 27

Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 27 UMRÆÐAN Sauðaþjófar á Selfossi ÞÆR VORU ekki glæsilegar fréttimar sem Morgunblaðið færði mér sunnudaginn 4. júlí þegar ég kom af svæði 1 og 2 í Stóru-Laxá. Kaupmaðurinn í Nóatúni hafði keypt alla laxana sem ég ætlaði að veiða í minni veiðiferð, alls tvö tonn og 40% af því stórlax. Ekki svo að skilja að ég hafi ætlað að koma með tvö tonn í bæinn, nei, mér hefði alveg nægt að sjá 1-2 fiska en það var nú ekki svo gott. Eg sá engan fisk á svæði 1 og 2 í Stóru-Laxá. Fréttin um stórfellda netaveiði neðar á vatnasvæðinu fyllti mig vonleysi og ég varð ösku- reiður út í þessa nútíma sauða- þjófa sem þvergirða Olfusá og Hvítá með netum svo það kemst ekki ein padda framhjá. Hvað á þetta að ganga lengi, að einhverjir menn fái að drepa fiskinn án þess að skeyta nokkuð um hvernig stofninn er? Netabændur leggja ekki eina krónu til uppbyggingar á laxastofnum af þeirri einföldu ástæðu að það selst engin stöng á netasvæðunum. Þeir sem aftur selja veiðileyfi á stöng láta 10 daga til veiðifélagsins til uppbyggingar á laxastofnum á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og bera því hitann og þungann af kostnaði við uppbygginguna. Nú þegar jökulhlaup í Hagavatni er komið aftur óttast ég að það verði Laxveiði Ætlum við að láta sög- una frá 1980 endurtaka sig, spyr Hilmar Hans- son, þegar síðasta hlaup var og netabænd- ur fylltu frystigeymslur sínar af stórlaxi? gengið frá laxastofnunum á svæð- inu. Fiskurinn gengur hægt með landinu vegna núverandi aðstæðna í ánni, en það kemst ekkert fram- hjá netagirðingum sauðaþjófanna á Selfossi. Nú spyr ég ykkur, áhugamenn um laxveiði og aðra umhverfissinna, hvað er til ráða? Ætlum við að láta söguna frá 1980 endurtaka sig þegar síðasta hlaup var og neta- bændur fylltu frysti- geymslur sínar af stór- laxi? Þá gaf Stóra- Laxá aðeins 76 laxa og Sogið aðeins 223 laxa og algjört hrun varð á laxastofnum á vatna- svæði Hvítár í Arnes- sýslu. Hvar eruð þið, stórhuga menn, sem skrifið hverja greinina eftir aðra til bjargar Elliðaánum? Þeirri perlu hefur fyrir löngu verið kastað fyrir svín. Ekki það að Elliðaárn- ar séu vel þess virði að berjast fyrir, en við verðum líka að horfa í aðrar áttir. Af hverju heyrist ekk- ert í ykkur, forsvarsmenn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, þó eruð þið bæði með Sogið og Stóru-Laxá á leigu? Þegar ég kem á aðalfundi hjá SVFR til að kjósa ykkur þá talið þið allir um hversu brýnt mál það sé að ná upp netum úr Ölfusá og Hvítá. En þess á milli heyi’ist hvorki hósti né stuna úr ykkar herbúðum. Eg er hræddur um að þetta vatnasvæði þoli ekki annað svona sumar. Hlaupið í ánni gerir fisknum mjög erfitt fyrir að ganga á sínum eðlilega hraða og því hafa dagarnir sem netin eru uppi ekk- ert að segja. Stofninn hefur ekki náð fyrri styrk frá árinu 1980 svo að leiðin liggur bara niður á við úr þessu. Það er grátbroslegt að Is- Hilmar Hansson Landsmót skáta 1999 umhverfísvænt og alþjóðlegt ISLENSKIR skátar og félagar þeirra í fjöl- mörgum öðrum lönd- um eru að undirbúa landsmót sem haldið verður á Úlfljótsvatni 13. til 20. júlí næst- komandi. Skátamót á Islandi hafa verið mörg allt frá því að skátastarf festi rætur hér á landi árið 1912. Hvert mót er sérstakt og svó er einnig í þetta sinn. Nepal, Noregur og Nýja-Sjáland Mótið í sumar verð- ur til að mynda sérstakt fyrir það hve alþjóðlegt yfirbragð það hefur fengið. Erlendir þátttakendur í al- mennum skátabúðum verða tæp- lega 800, eða helmingi fleiri en á síðasta móti, og í röðum starfs- manna mótsins verða 130 erlendir skátar. Skátar frá a.m.k. 25 lönd- um koma til mótsins. Þátttakend- ur munu koma frá öllum heimsálf- um og fjölmörgum menningar- svæðum, til dæmis Nepal, Noregi og Nýja-Sjálandi. Þessi víðtæka þátttaka undirstrikar alþjóðleika skátastarfs því 35 milljónir barna og unglinga í 216 löndum starfa í skátahreyfingunni. A landsmóti munu eflaust tengjast fjölmörg vináttubönd yfir landamæri ríkja og á milli heimsálfa, Þannig mun mótið treysta stöðu íslands í sam- félagi þjóðanna. Við erum hluti náttúrunnar Á íslandi og um allan heim ber Tryggvi Felixson sífellt meira á umræð- um og aðgerðum í um- hverfismálum. I skáta- lögunum segir að skáti sé nýtinn og að skáti sé náttúruvinur. Þegar grannt er skoðað er óhætt að segja að nýtni og náttúruvernd séu hornsteinar sjálf- bærrar þróunar. Á landsmótinu í sumar verður þetta í háveg- um haft. Við skipulag, framkvæmd og efnis- notkun á mótinu er reynt að hafa sjálf- bæra þróun að leiðar- ljósi. Má nefna sem dæmi að úrgangur verður flokkað- ur í átta mismunandi flokka. Þá geta allir sem mótið sækja með Skátastarf Mótið í sumar verður til að mynda sérstakt fyrir það, segir Tryggvi Felixson, hve alþjóðlegt yfirbragð það hefur fengið. táknrænum hætti lagt nafn sitt við sérstakan umhverfissáttmála. Sáttmálinn er í tíu liðum. I honum segir m.a. að þeir sem undir hann rita viðurkenni að þeir eigi ekki náttúruna, heldur séu hluti hennar Útsalan! hófst í morgun Opið frá kl. 8.00-20.00 Hverfisgötu 78, sími 552 8980. lendingur fari fyrir netauppkaupum í heiminum á sama tíma og Islendingar stunda netaveiði á laxi í ís- lenskum ám. Nei, það er ótrúlegt enda trúa erlendir veiðimenn því almennt ekki þegar þeir heyra það. Þeim þykir jiað fáránlegt, sem það auðvitað er. Það er réttlætismál fyrir veiðimenn og td. bóndann í Skarði við Stóru-Laxá að laxinn sem á heima í Skarðs- strengjum fái að ganga í sinn heimahyl og hrygna, en sé ekki drepinn í Ölfusá og síðan seldur í fiskborðinu í Nóatúni. Eg fer í Stóru-Laxá meðan hún enn rennur og ég veit það að vinir mínir sem eru búnir að veiða í Sog- inu í áratugi fara líka áfram í Sog- ið meðan fisk er að fá, en hvað verður það lengi með þessu áfram- haldi? Eg bið þess að netabændur við Ölfusá og Hvítá, þeir sömu og ég kallaði fyrr í þessari grein sauðaþjófa, haldi netunum uppi meðan þessar náttúrurhamfarir ganga yfir í ánni, og síðar meir að stangaveiðimenn og netabændur geti unnið saman að uppbyggingu á laxastofnum á svæðinu. Að síð- ustu skora ég á Stangaveiðifélag Reykjavíkur að taka frumkvæði í viðræðum við veiðiréttareigendur á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár með uppkaup neta á svæðinu í huga. Höfundur er dúklagningameistari og laxveiðimaður. og ætli því að umgangast hana af nærgætni og virðingu. Þá einsetja þeir sér sem undir sáttmála skrifa að menga ekki landið og hvorki spilla gróðri né trufla dýralíf. í dagskránni verða fjölmörg atriði sem sérstaklega eru ætluð til þess að auka skilning á lífríki Úlfljóts- vatns og efla almenna vitund um náttúruvernd og umhverfismál. 5.000 gestir á Landsmóti Landsmótið er haldið undir kjörorðinu „Leiktu þitt lag“. Þetta kjörorð á að undirstirka mikilvægi þess að allir einstaklingar fái að vera með og leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á góðu og skemmtilegu samfélagi við Úlfljótsvatn þessa vjku í júlí. Þetta samfélag á Úlfljótsvatni mun væntanlega telja um 5.000 manns þegar flestir verða á staðn- um. Hápunktur mótsins verður laugardaginn 17. júlí þegar móts- svæðið tekur á sig hátíðarmynd. Þann dag verður mótssvæðið opið fyrir gesti. Fjör í fjölskyldubúðum Á mótinu verða sérstakar búðir fyrir fjölskyldur sem vilja fylgjast með börnum sínum í leik og starfi, hitta gamla vini úr skátastarfi eða kynnast skátastarfi í fyrsta sinn. Ef að líkum lætur munu margar fjölskyldur nota þetta tækifæri til að upplifa skátamót eins og þau gerast best. Hittumst heil á Úlfljótsvatni í sumar. Höfundur er aðstoðarskáta- höfðingi. Kanarí- veisla í haust með Sigurði Guðmundssyni frákr. 48-655 sssaaf Heimsferðir kynna nú aftur haustferðir sínar'til Kanaríeyja, þann 20. október og 21. nóvember, en Kanaríeyjar eru tví- mælalaust vinsælasti vetraráfangastað- ur íslendinga í dag. Við bjóðum nú| betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr® í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Roque Nublo 3 vikur frá kr. 48.655.- 21. nóvember, m.v. hjón með 2 böm á Tanife, 3 vikur Kr. 59.990.- 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 3 vikur Brottför 20.okt. - 32 nætur 21.nóv.-21 nótt 5 vikur (32 nætur) Vegna fjölda áskorana bjóðum við nú 5 viknaferð í október á frábœru verði frá kr. 54.155.- 20. okt., m.v. hjón með 2 böm á Tanife, 32 nœtur Kr. 75.890.- 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nœtur Gististaðir Heimsferða • Roque Nublo • Los Volcanes • Paraiso Maspalomas • Tanife HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.