Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 41 FRÉTTIR Endurmenntun- arstofnun Há- skólans Kennsla í opinberri stjórnsýslu FYRSTI hópurinn sem lýkur námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun útskrifaðist fyrir skömmu frá End- urmenntunarstofnun Háskólans. Námið var skipulagt í samstarfi við Hagsýslu ríkisins sem nú heyrir undir fjármálaráðuneytið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Hef- ur námið þótt kærkomin viðbót við flóru menntunarleiða í landinu, sérstaklega þegar gætt er að því að lítið hefur verið í boði hvað varðar símenntun fyrir stjórnend- ur í opinberum stofnunum. Einnig var sérstakt tillit tekið til þess að stjórnendur utan af landi gætu sótt námið og það sett upp í kennslulot- ur sem áttu sér stað á þriggja vikna fresti. Nemendur komu úr ýmsum áttum stjórnsýslunnar í iandinu og má m.a. nefna sveitar- stjóra, sýslumenn, félagsmála- stjóra, skrifstofustjóra o.fl. Einnig útskrifuðust 26 nemend- ur frá Endurmenntunarstofnun Háskólans í stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana. Stofnunin hef- ur áður útskrifað nemendur með þessa menntun. -----♦ ♦♦---- Tónleikar á Ingólfstorgi HLJÓMSVEITIRNAR 200.000 Naglbítar og Mínus spila á Taltón- leikum Hins hússins og Rásar 2 mið- vikudaginn 14. júlí kl. 18 á Ingólfs- torgi. Taltónleikar Hins hússins og Rás- ar 2 eru í samvinnu við Félag ís- lenskra hljómlistarmanna og Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. ------------- Afhenti trúnaðarbréf SIGRÍÐUR Á. Snævarr sendiherra afhenti 12. júlí s.l. hr. Carlo Azeglio Ciampi, forseta Ítalíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands á Ítalíu með aðsetur í París. Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn Opif). M.lii f’ft l.au NÝJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI Öræfajökull Hæsti tindur Íslands er Hvannadalshnúkur í Öræfajökli, 2119 m hár. Fyrstur íslendinga til að ganga á Öræfajökul var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, árið 1794. Skipulagðar ferðir með þjálfuðum leiðsögumönnum eru til dæmis frá Skaftafelli og tekur hver ferð fram og til baka 12 til IS klukkustundir. Mynd: Ragnar Th. Slgurðsson /TJílfc .. heldur þér gangandi 'norrabraut 60 • iími 511 2030 105 Reykjavik Fax 511 2031 u/um/ veitir það ákveðið öryggi að taka fyrstu skrefin í Skátabúðinni. Stærri verslun, aukið vöruúrval, sérhæfð þjónustal Við höfum stækkað búðina, aukið vöruvalið og bætt við þekktum merkjum og leggjum sífellt meiri áherslu á þjónustu starfsfólks með víðtæka reynslu af útivist. Sérstök ráðgjöf fyrir byrjendur. Segðu okkur hvað þig vantar - við aðstoðum þig við að fmna það rétta. Upp til fjalla, út til stranda, inn á jökla Fyrstu skrefin Hvert sem ferðinni er - upp til fjalla, út til stranda, inn á jökla, í helgarútilegu eða eins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.