Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENGAR áhyggjur elskurnar mínar, strákurinn kemur til með að meika það. MANUEL Cutillas með 20 pundarann, Svartistokkur í baksýn. Mikill stórlax í Grímsá TUTTUGU punda hængur veiddist í Svartastokki í Grímsá fyrir nokkrum dögum og er það fyrsti laxinn sem nær þeirri þyngd sem veiðst hefur í ánni í allnokkur ár. Það er mikil breyting frá því sem áður var, er Grímsá var ein af helstu stórlaxaám þessa lands. Fyrir nokkrum árum veiddi Kolbeinn heitinn Ingólfsson 24, 24 og 20 punda hænga á lokadegi vertíð- ar þrjú ár í röð, si'ðan hafa slík- ir fiskar aðeins sést í ánni, t.d. undir brúnni við Fossatún, en ekki veiðst. Haraldur Stefánsson slökkvi- liðsstjóri á Keflavíkurflugvelli var leiðsögumaður kúbanska veiðimannsins Manuels Cutillas sem laxinn veiddi á dögunum. Haraldur er kunnur stanga- veiðimaður og er m.a. höfundur Black Sheep ílugunnar og fleiri flugna sem kenndar eru við sauðkindina, en Black Sheep er einmitt ein af mögnuðustu veiðiflugum þessa lands. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið í vikunni, að mikið væri af óvenjustórum laxi í Grímsá í sumar. „Það er bæði meira af góðum tveggja ára físki, 12-14 punda, í sumar og einnig þess- um stóru boltum eins og Manu- el veiddi. Svartistokkur er þekktur stórlaxastaður og þennan dag sá ég vel ofan í hann og það voru hrikalegir laxar þarna, þó nokkrir. Ég lét Manuel kasta eins og menn gerðu hér áður fyrr og mér til mikillar furðu og gleði þá skaust þessi bolti upp úr djúp- inu og negldi fluguna. Karlinn var með Green Butt númer 10 og það gekk vel að ná laxinum," sagði Haraldur. „Það er mikið af þessum stóru núna og miklu víðar en í Svartastokki. Það eru til dæmis boltalaxar við brúna hjá Fossa- túni og um daginn sá ég bók- staflega torfu af svona bolta- fiskum, 40-50 stykki, í efra Garðafljóti. Þeir hafa verið tregir að taka til þessa og er- lendu veiðimennirnir eru auk þess svo margir með smáflugur. Þeir fá frekar smærri laxa með þeim búnaði, missa gjarnan þessa stdru ef þeir taka. Ég gæti trúað því að þessir stóru boltar færu að taka þegar haustar, þá dreifa þeir sér og helga sér bæli og hrygnur. Verða árásargjarnir,“ sagði Haraldur enn fremur. Ráðstefna um steinsteypu Steinsteypa í þróun DAGANA 4. til 6. ágúst nk. verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík ráð- stefna um steypurann- sóknir á Norðurlöndum. Ráðstefnan hefst með ávarpi umhverfisráð- herra, Sivjar Friðleifs- dóttur. Alls verða flutt 120 erindi á ráðstefn- unni, þar af 12 íslensk. Leó Jónsson hefur leitt íslenska hópinn sem staðið hefur að undir- búningi ráðstefnunnar. Hann var spurður hver væri tilgangur ráðstefn- unnar? „Hann er í fyrsta lagi að kynna þær steypu- rannsóknir sem eru í gangi á Norðurlöndun- um og gefa jafnframt sérstaklega ungu rannsóknar- fólki tækifæri til þess að koma saman og kynna sínar rannsókn- ir og hitta fólk á sama sviði og heyra hvað það er að gera. Til- gangurinn er einnig sá að skapa tengsl milli rannsóknarfólks á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum." - Verða fyrirlesarar eingöngu frá Norðurlöndum? „Nei, ekki eingöngu en í 95 prósent tilvika. Þeir sem ekki eru frá Norðurlöndum tengjast þeim hins vegar á einhvern hátt.“ - Hvað er „heitasta“ efni ráð- stefnunnar? „Ætli það sé ekki umhverfis- væn steypa - sem kallað er green concrete. Það má einnig nefna að sjálfútleggjandi steypa skipar þarna stóran sess.“ - Hvað er sjálfútleggjandi steypa? „Það er steypa sem er nánast eins og þykkur vökvi, það mætti ímynda sér t.d. síróp, eins og sírópi er hellt í mót leggst steyp- an út í allar glufur en ekki þarf að berja í mótin.“ - Er steypa með mjög marg- víslegu móti? „Steypa er tiltölulega flókið efni þótt að við íyrstu sýn virðist þetta vera einfalt. Sumir segja að steypa sé í raun lifandi efni því hún er alltaf að breytast í ár- anna rás. Styrkur hennar breyt- ist t.d. og hún breytist að ýmsu öðru leyti. Allar þessar rann- sóknir beinast að því að skoða alla þá þætti sem hafa áhrif á þróun steypunnar." - Við höfum öll heyrt minnst á alkaliskemmdir. Er búið að koma alveg í veg fyrir slíkt í steypunni sem framleidd er í dag? „Já, talið er að búið sé að koma í veg fyrir það. í fyrsta lagi með kísilblöndun sements og með notkun óalkalivirkra efna. En það þýðir samt ekki að búið sé að koma í veg fyrir steypuskemmdir. Oft á tíðum rugla menn ___________ saman alkaliskemmd- um og steypuskemmdum vegna frosts. Það eru í raun og veru þær skemmdir ásamt skemmd- um vegna járna í steypu sem verið er að glíma við í dag.“ - Eru slíkar skemmdir a 1- gengar? „Það hefur dregið úr frost- skemmdum en þær eru enn til staðar. Þær koma m.a. vegna of mikillar vatnsblöndunar í steypuna. Skemmdir vegna járna koma fram sem ryðtaum- Leó Jónsson ►Leó Jónsson er fæddur 6. apríl 1958 á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1978 og prófí í verkfræði frá Háskóla Islands 1983. Mastersprófí lauk hann frá Danmarks Tekniske Hojskole árið 1986. Hann hefur starfað sem verk- fræðingur hjá Ós húseiningum og síðar hjá Pípugerðinni sem framkvæmdastjóri. Leó er kvæntur Rögnu Haraldsdóttur lögfræðingi og eiga þau þrjú börn. Steypa er alltaf að breytast ar utan á húsum og þær stafa af því iðulega að járn eru of utar- lega í steypunni.“ - Hvað er það nýjasta í steypuþróun? „Það er fyrrnefnd sjálfút- leggjandi steypa." - Hvað með umhverfisvænu steypuna - hvernig erhún? „Menn eru að reyna að fram- leiða umhverfisvæna steypu á tvennan hátt. I fyrsta lagi með því að nota ýmis úrgangsefni, svo sem gler, afganga úr glerull- arverksmiðum og steinefnaiðn- aði, í steypuna og hins vegar með því að breyta framleiðslu sements en framleiðsla sements er orkufrekasti þáttur stein- steypunnar. Á ráðstefnunni verða m.a. kynntar danskar rannsóknir á þessum þáttum." - Er eitthvað fleira á dagskrá ráðstefnunnar en fyrirlestrar? „Já, það fer fram steypu- keppni þar sem við reynum að blanda saman gamni og alvöru. Markmiðið er að búa til sem sterkustu steypuna, sem jafn- framt flýtur á vatni.“ -Er ekki óalgengt að steypa fljóti á vatni? „Jú, einn af ókostum steypunnar (eða kostum) er hversu þung hún er.“ -Hvað þarf að gera til þess að framleiða steypu sem flýtur? „Það þarf að nota mjög létt fylliefni en létt fylliefni eru gjam- an veik. Það þarf því að velja slíka blöndu af mikilli kostgæfni.“ - Eru það sömu mennirnir sem búa til nýjar gerðir steypu og það sem úr henni er svo gert? „Svo er að jafnaði ekki. Þess má geta að inngangsfyrirlestur- inn á ráðstefnunni fjallar einmitt um hvernig hægt sé að bæta tengsl verkfræðinga sem hanna mannvirki og þeirra verk- fræðinga sem vinna að framþró- un steypunnar sjálfrar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.