Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Arni Sæberg SALLY og Greg Chabot frá Bandaríkjunum nutu veðurblíðunnar í Lystigarðinum á Akureyri í gærdag. BJÖRGVIN Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri. Lífið í Lysti- garðinum LYSTIGARÐURINN á Akur- eyri er paradís í hugum heima- manna og aðkomumanna. A sumrin flykkist fólk í garðinn. Sumir koma eingöngu til að njóta náttúrunnar og rölta um garðinn. Aðrir grandskoða blóm- in og jurtirnar og eru áhugasam- ir um tilvist þeirra. Þetta og fleira kom fram í samtali við Björgvin Steindórsson, forstöðu- mann Lystigarðsins. Betra sumar en í fyrra „Mér virðist sem við fáum fleiri gesti í sumar heldur en í fyrra. Það getur helgast af því að sumarið í ár er betra og við höf- um fengið fleiri sólardaga," sagði Björgvin. Hann sagði að íslend- ingarnir tækju alltaf við sér þeg- ar sólin færi að skína og streymdu þá í garðinn. Erlendu ferðamennirnir koma hins vegar á öllum tímum. „Það er stutt hingað frá tjaldstæðum og hótel- um og því er mikið um að ferða- menn rölti hingað í garðinn til að njóta hans,“ sagði Björgvin. Seljum ekki blóm Björgvin sagði að svæðið með íslensku jurtunum nyti mikilla vinsælda hjá erlendu gestunum. „Þeim finnst mjög gaman að sjá þessar jurtir sem þrífast hér uppi á Fróni. Það má eiginlega segja að við höfum flestar þær plöntur sem vaxa hér á landi. Það eru eingöngu þessar allra sjaldgæfustu sem okkur vantar,“ sagði Björgvin. Björgvin gat þess að sumir kæmu í garðinn til að njóta veð- urblíðunnar, njóta þess að liggja á grasflötunum eða eingöngu til þess að rölta um í garðinum. „Aðrir eru hins vegar mjög áhugasamir um blómin sem eru ræktuð hérna og spyrja mikið út í einstakar jurtir. Sumir spyrja jafnvel hvort við seljum blóm en það gerum við nú ekki,“ sagði Björgvin. Framkvæmdir í garðinum í garðinum er nú verið að leggja lokahönd á nýtt gróður- hús og uppeldisbeð í nágrenni þess. Björgvin sagði að nýja gróðurhúsið væri mun stærra en það gamla og þetta gjörbreytti vinnuaðstöðu þeirra. „Við erum líka að vinna í því að gera upp hluta af gamla garðinum. Við ríf- um upp beð og flatir og sáum aft- ur í þetta. Mér finnst samt mjög mikilvægt að við minnkum ekki grasflatirnar, fólk vill hafa þær óbreyttar. Við reynum að taka garðinn svona í gegn í smá- skömmtum, enda er markmiðið að hann líti alltaf vel út,“ sagði Björgvin. „Þess má geta að við erum að ljúka við framkvæmdir í kringum styttuna af Matthíasi Jochumssyni og stefnum á að hafa það tilbúið fyrir verslunar- mannahelgina," sagði Björgvin enn fremur. Aðspurður sagði hann að alltaf kæmi mikið af fjöl- skyldufólki í garðinn um verslun- armannahelgina, enda væri bær- inn þá fullur af fólki. ÞÆR Óla Kallý, Rannveig og Guðrún vinna í Lystigarðinum og eflaust öfunda margir þær af því, einkum þegar sólin skín. VINKONURNAR Líf og Þórdís brugðu sér í Lystigarðinn í gær en þær voru að passa Hildi Karitas. Bókmenntadagskrá í Deiglunni Gallerí Svartfugl Einar sýnir EINAR Gíslason opnar á laugar- dag, 31. júlí, kl. 15 sýningu í Gallerí Svartfugli. Þar sýnir hann grafík- myndir unnar með tréristu og er þetta hans fyrsta einkasýning. Ein- ar útskrifaðist árið 1996 úr grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Islands og rekur nú Gallerí svart- fugl ásamt Sveinbjörgu Hallgríms- dóttur. Sýningin stendur til 22. ágúst næstkomandi og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Kara- melluregn FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Halló Akureyri var sett á Ráðhústorgi í gær, en ferðafólk var þá þegar farið að streyma til bæjarins. Hljómsveit- ir léku og þá var sælgæti dreift yfir torgið við mikinn fognuð yngstu kyn- slóðarinnar. Dagskrá verður á torginu í dag, föstudag, og eins um helgina. Mikil gæsla verður á vegum lögreglu en allt tiltækt lögreglulið verður á vakt um helgina auk þess sem lögreglu- menn úr nágrannabyggðarlögum að- stoða að sögn Ólafs Ásgeirssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns. „Við mun- um gera það sem í okkar valdi stend- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ur til að sporna gegn unglinga- drykkju og hún mun ekki líðast,“ sagði hann. Umferðareftirlit verður einnig öflugt og hefur Akureyrarlög- reglan fengið liðsauka frá ríkislög- reglustjóra, en tveir bflar frá emb- ættinu, þar af annar með hraða- myndavél, verða norðan heiða um helgina. Þá verða einnig fjórir úr fíkniefnalögreglunni á vakt með heimamönnum um helgina. FJÖLBREYTT bókmenntadagskrá verður í Deiglunni við Kaupvangs- stræti á Akureyri um helgina. Heimur ljósins er yfírskrit fyrstu dagskrárinnar sem verður annað- kvöld, fostudagskvöld kl. 21. Kvöldið verður tileinkað kvæðum eftir Jón Helgason og Bertold Brecht en Þor- teinn Gylfason sér um lesturinn. Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Cl- arke sjá um söng við undirleik Ric- hards Simm. Jón Erlendsson hefúr umsjón með bókmenntadagskrá frá kl. 15 til 17 á laugardag og er hún tvískipt. Annars vegar lesa öndvegisskáld úr eigin verkum og ber sá hluti yfirskriftina Af skífum en hin heitir Ur skúffum en þar lesa svonefnd skúffuskáld úr verkum sínum. Kvölddagskráin sem hefst kl. 21 heitir Fluglína í andrúmsloftinu og er tileinkuð Davíð Stefánssyni. Þráinn Karlsson les og Tjamarkvartettinn syngur. Á sunnudag verður dagskráin Af skífúm og Úr skúffúm endurtekin frá kl. 15 til 17 en um kvöldið eru Ijóð Jónasar Hallgrímssonar í öndvegi. Nokkrir lesarar koma fram og þá verður flutt tónlist, m.a. lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.