Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT_______________ 155 milljörðum heitið til uppbyggingarstarfs Reuters Albright hvetur til sáttfýsi Pristína. AP. ^ MADELEINE Albright, utanrík- isráðherra Bandarikjanna, sést hér um borð í þyrlu sem flutti hana til höfuðstöðva KFOR, frið- argæslusveita Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Kosovo. Al- bright hvatti Serba til að flýja ekki Kosovo undan auknum ódæðisverkum og þjóðernisdeil- um milli Serba og Albana í hér- aðinu. Á miðvikudag voru Serb- arnir íjórtán, sem myrtir voru sl. föstudag í Gracko, bornir til grafar og hefur atvikið verið sem olia á eldinn hvað samskipti Serba og Albana varðar. Serba grunar að liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA) hafí verið að verki, en leiðtogar KLA hafa neitað ásökunum. Robin Hodg- es, talsmaður breskra hersveita í héraðinu, skýrði frá því í gær að þrír karlmenn hefðu verið settir í allt að viku langt gæslu- varðhald vegna rannsóknar á morðunum. Þremenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir morðin en nægilegar vísbend- ingar eru þó fyrir hendi til að hafa þá í haldi, „til að rannsókn málsins geti haldið áfram,“ að sögn Hodges. Washington, Brussel. AP, AFP. FULLTRÚAR rúmlega hundrað ríkja og alþjóðastofnana sam- þykktu á ráðstefnu Alþjóðabankans og Evrópusambandsins (ESB) í Brussel í Belgíu á miðvikudag að leggja fram rúmlega 155 milljarða króna til aðstoðar við uppbyggingu í Kosovo í vetur. Er þetta allt að fjórum sinnum hærri upphæð en talin hafði verið nauðsynleg til brýnustu verkefnanna áður en vet- ur gengi í garð, að sögn J. Linn, varaforseta Alþjóðabankans í Evr- ópu og Mið-Asíu. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) höfðu sótt um tæpa fimmtán milljarða króna til aðstoðar við flóttamenn og u.þ.b. 3,3 milljarða til að greiða opinberum starfsmönnum eins og lögreglu, tollskoðurum, sjúkra- LOGFRÆÐINGUR sem unnið hefur að því að bera klæði á vopnin í þjóðemisdeilunum á Sri Lanka, var í gær myrtur í bíl sínum í höf- uðborginni, Colombo. Grunur leik- ur á að Frelsishreyfíng Tamfla (LTTE) hafí verið að verki, að því er upplýsingaráðuneytið skýrði frá í gær. Að sögn lögreglu lést Neelan Thiruchelvam, sem var hófsamur meðlimur í Sameinaðri frelsishreyf- ingu Tamfla (TULF), samstundis er sprengjan sprakk eftir að karlmað- ur hafði hent sér á bfl hans með sprengjuna fasta við sig. Lífvörður Thiruchelvams og bflstjóri særðust í tilræðinu og þrjár aðrar bifreiðar urðu fyrir skemmdum er sprengjan sprakk. Liðsmenn LTTE hafa barist fyrir starfsfólki og öðrum laun í Kosovo. ESB hafði áætlað að safna þyrfti rúmlega 23 milljónum króna fyrir veturinn og námu því beiðnir um nauðsynlegasta fjárstuðninginn alls rúmlega 41 milljarða króna. Endanlegt framlag varð hins vegar vonum framar, eða 155 millj- arðar króna. Mismunurinn mun verða notaður til uppbyggingar húsa og fleira sem tilkynnt verður á næstu ráðstefnu sem haldin verður í október næstkomandi. Af 200.000 húsum sem fyrir voru í Kosovo urðu 120.000 fyrir skemmdum og 40.000 voru eyðilögð í átökunum, að því er niðurstöður rannsóknar á vegum ESB segja. Að sögn embættismanna ESB landsvæði fyrir Tamfla, sem eru í minnihluta á Sri Lanka, í norður- og austurhluta landsins frá árinu 1983. Hefur barátta þeirra við yfirvöld kostað líf þúsunda manna og hafa yfirvöld sakað samtökin um að standa að baki nokkrum sprengju- tilræðum, m.a. því sem varð Ranasinghe Premadasa forseta að bana árið 1993. Einnig saka þau samtökin um að hafa sprengt upp byggingu seðlabankans árið 1996 en þá létu yfir hundrað manns lífið. Samtökin hafa ekki lýst yfir ábyrgð á tilræðunum. Thiruchelvam nam lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og sat í sérskipaðri þingnefnd sem vinnur að stjómarskrárbreytingum sem binda eiga enda á blóðug þjóð- emisátök í landinu. koma 11,8 milljarðar frá Uppbygg- ingarstofnun Evrópu og á næsta ári mun hún veita tæpum 40 milljörð- um til verkefnisins. Fjórðungur þess fjármagns sem heitið var að veita til uppbyggingarstarfsins í Brussel, kemur frá Bandaríkjun- um. Japanir hafa lofað tæpum fimmtán milljörðum til uppbygg- ingarinnar, Bretar 10,7 milljörðum og Þýskaland 14 milljörðum. Önnur rfld vildu ekki segja hversu miklu fé þau hefðu heitið tfl starfans. Embættismenn ESB, Alþjóða- bankans og Bandaríkjanna sögðu að uppbyggingarstarfið væri í sí- felldri endurskoðun og því væri erfitt áð meta nákvæmlega hversu mikið fé þurfi til uppbyggingar- starfsins til lengri tíma. Ótímabær andlátsfregn AVRAHAM Burg, forseti ísra- elska þingsins, kom sér í klípu í þingsal í gær er hann lýsti því yfir að þekktur þingmaður væri látinn. Fyrr um daginn hafði Burg, að sögn BBC, fengið sím- hringingu og honum tilkynnt um andlát Amnons Rubin- steins, fyrrum ráðherra. Maður sem kynnti sig sem yfirmann taugadeildar Ha- dassah sjúkrahússins hringdi í skrifstofu þingsins til að koma tíðindunum á framfæri. Burg stöðvaði þegar þing- fund og flutti Rubinstein, að sögn þeirra er fundinn sátu, til- finningaþrungin eftirmæli. Nokkrum mínútum síðar hljóp læknir þingsins inn á þingfund og hrópaði: „Hann lif- ir! Hann er ekki látinn“. Burg sem sýnilega var miður sín, lýsti því þá yfir að símtalið hefði verið gabb. Hófsamur leiðtogi Tamfla myrtur Colombo. Reuters. Frelsisher Kosovo (UCK) hefur tögl og hagldir í héraðinu án formlegs umboðs Prístina. New York Times. FRELSISHER Kosovo (UCK) hef- ur nú tekið nær öll pólitísk völd í Kosovo-héraði í sínar hendur og skipað ráðuneyti og sveitarstjómir, tekið fyrirtæki og híbýli manna eign- amámi og innheimt skatta og tolla- gjöld. Telur New York Times að UCK hafi náð svo sterku tangarhaldi sem raun ber vitni vegna fjarveru al- þjóðlegra löggæslusveita er fram- fylgt geti ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þrátt fyrir að friðarsamkomulag stríðandi fylkinga í Kosovo hafi kveð- ið á um að SÞ muni skipa stjóm í hér- aðinu og að liðsmenn UCK hafi ekki lagalegan grundvöll til að hlutast til um pólitísk mál í héraðinu, þá eru að- gerðir UCK nú orðinn hlutur, og leið- togar Frelsishersins ljá ekki máls á að láta stjórntaumana í hendur SÞ, heldur ræða þeir nú um samvinnu UCK og SÞ á jafnræðisgrundvelli. „Við munum starfa með SÞ. En þetta er landið okkar og stjórnin er okkar. Við munum vera við stjóm- völinn uns kosningar era afstaðnar og stjóm hefur verið skipuð til fram- búðar,“ sagði Muje Gjonbajal, ný- skipaður ráðherra uppbyggingar- og þróunarmála í héraðinu. Fjarvera löggæslumanna veldur vandræðum Skjótfengin völd liðsmanna Frelsishersins eru talin koma í kjöl- far þess að pólitískt mótvægi í hér- aðinu er illa skipulagt og hafa menn ekki getað komið sér saman um hverjum beri að fara með forystu- hlutverk. Þá skortir SÞ mannafla á svæðinu til að taka við stjórn mála og hafa tafir á komu alþjóðlegs liðs löggæslumanna, sem aðildarríki SÞ hafa heitið, gert fulltrúum SÞ erfitt Ótti við nýtt samfé- lag án laga og reglu Hashim Thaci Bernard Kouchner um vik. Friðargæslusveitir Atlants- hafsbandalagsins (NATO) hafa leit- ast við - í fjarvera löggæslumanna - að halda uppi lögum og reglu en formlegt starfssvið þeirra og þjálf- un er hins vegar ekki í ætt við borgaralega löggæslu eða stjórn- skipan. Bernard Kouchner, yfirmaður SÞ í Kosovo, sagði í samtali við New York Times að hann vissi um brot sem liðsmenn UCK stæðu fyrir og ít- rekaði að SÞ störfuðu að því að út- kljá þau mál. SÞ hafa gert ráð fyrir að yfir 3.000 löggæslumenn komi til starfa í Kosovo en um þessar mundir eru aðeins 156 alþjóðlegir lögreglu- menn í Kosovo. Bandarískir ráða- menn hafa gagnrýnt SÞ harðlega fyrir seinagang í málinu og Kouchner, sem kom til Kosovo fyrir aðeins tveimur vikum, sagði að skrif- stofa sín væri nú að vinna að því að leysa úr málum er varði eignarhald og skattlagningu. .Ástandið er ætíð þessu líkt eftir frelsisstríð,“ sagði Kouchner. „Hlut- irnir taka tíma og við viljum forða því að út brjótist borgarastríð. Viss- ir hlutar starfseminnar era fram- kvæmdir af UCK og aðrir hlutar era framkvæmdir í þeirra nafni. Við verðum að starfa í sameiningu að því að halda uppi lögum og reglu og slíkt mun taka lengri tíma en tíu daga.“ Ofbeldi vex hröðum skrefum Þrátt fyrir að um 35.000 hermenn friðargæslusveita NATO séu í hérað- inu hefur ofbeldi vaxið hröðum skrefum frá því Kosovo-Albanar tóku að snúa til héraðsins á ný eftir dvöl í flóttamannabúðum í Albaníu og Makedóníu. Hafa Serbar í hérað- inu orðið fyrir barðinu á Albönum er telja sig eiga harma að hefna og hafa híbýli fólks verið brennd og mönnum rænt. Fjöldamorð á fjórtán Serbum síðasta föstudag hefur vakið ugg meðal Serba sem óttast nú mjög um öryggi sitt og hefur fólk nú áhyggjur af því að Kosovo kunni að breytast í samfélag án laga og reglu, líkt og Albanía síðustu árin. „Einu pólitísku sam- tökin sem hafa eitt- hvert skipulag er Frelsisherinn,“ sagði Baton Haxhiu, rit- stjóri Koha Ditore, út- breidds dagblaðs með- al albönskumælandi Kosovobúa. „Þeir nýta skipulagið til að ná völdum og munu hljóta til þess stuðning lögreglu og þjóðvarðsliðs sem þeir einir munu stjórna. Það er erfiðleikum bundið að breyta Albaníu í Kosovo, en mig granar að það verði auðvelt að breyta Kosovo í Albaníu. Með hverj- um degi sem líður verður æ hættu- legra að segja hug sinn.“ Liðsmenn UCK eiga, samkvæmt friðarsamkomulagi stríðandi fylk- inga, að afhenda friðargæslusveitum vopn sín fyrir lok septembermánað- ar. Heimildamenn innan NATO hafa hins vegar tjáð New York Times að hægt hafi gengið að fá UCK til að fylgja fyrirmælum og að Frelsisher- inn hafi falið mikið magn vopna. í Prizren hafa þýskir friðargæslu- liðar fundið miklar vopnabirgðir, um tíu tonn alls, sem liðsmenn UCK höfðu komið undan. Þá er framið að meðaltali eitt morð á hverjum degi og era flest fómarlambanna af serbnesku bergi brotin. Liðsmenn UCK hafa tekið stjómarbyggingar í bænum eignamámi og hafa sett þar upp skrifstofur sínar. Óvíst hvort stjórnskipulag UCK verður afnumið Stjóm héraðsins er í höndum Has- him Thaci, foringja Frelsishersins, sem skipað hefur sjálfan sig sem for- sætisráðherra Kosovo og mikinn fjölda vina og frænda sinna í önnur há embætti. Tilskipunum Thacis er venjulega framfylgt af hópum ungra liðsmanna UCK sem vara almenna borgara við því að ef þeir fari ekki eftir fyrirmælum muni þeir uppskera barsmíðar eða dauða. Thaci hyggst fara með stjóm hér- aðsins uns almennar kosningar verða haldnar og er vonast til þess að kosið ' verði innan næstu níu mánaða. Hins vegar heftu- hann ekki viljað tjá sig um hvort stjómskipulag UCK verði af- numið svo SÞ geti farið með stjómina. Framkvæmd og skipulag al- mennra kosninga í Kosovo verður í verkahring Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) en þær hafa ekki verið tímasettar og er talið að vel geti farið svo að sveitar- stjórnarkosningar muni fara fram á undan almennum kosningum. Telja kunnugir að þetta merki að Thacis gæti vel haldið völdum næstu tólf mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.