Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR Ungmennaskipti Lions-hreyfíngarinnar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LIONS-hreyfingin hefur staðið fyrir ungmennaskiptum í um 15 ár og í ár komu tólf ungmenni frá átta lönd- um í heimsókn. Hópurinn ferðaðist m.a. um landið en í dag halda ungmennin til síns heima. í gærkvöld hittist hópurinn í félagsaðstöðu Lions-klúbbs Grafarvogs í risinu á Grafarvogskirkju og snæddi saman pítsu. Ungmenni frá átta löndum í heimsókn Aukaafsláttur af. TKSS gallabuxum Neðst við Dunhaga \ sími 562 2230 Opið laugardag 10-14 Opið alla daga 9-18 VEFTAi 'öt lyrir konur á öllum al Útsalan er hafin 10-70% afsláttur VEFTA - Kvenfatnaður Hólagarði, sími 557 2010. J Útsala Meiri afsláttur Lokað á morgun, laugardag h}árQ&€hdhhildi ** Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00. TÓLF ungmenni frá átta þjóðlönd- um hafa verið í heimsókn á Islandi í þrjár vikur, en þau eru stödd hér á vegum Lions-hreyfingarinnar, sem hefur staðið fyrir ungmennaskipt- um í um 15 ár. I ár voru einnig tólf íslensk ungmenni send utan. Einar Pórðarson hjá Lions-hreyf- ingunni sagði í samtali við Morgun- blaðið að eitt af markmiðum Lions- hreyfingarinnar væri að auka sam- skipti og skilning meðal þjóða og að hluti af því væri að bjóða ungmenn- um frá öðrum löndum til Islands til að kynnast landi og þjóð og hitta fólk frá öðrum löndum. Ungmennin sem heimsóttu landið nú eru á aldr- inum 17 til 21 árs og eru frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Ungverjalandi, Irlandi og Kanada. Að sögn Einars komu ungmennin til landsins 8. júlí og dvöldu þau TEENO ENGLABÖRNÍN Laugavegi 56 DÚNDUR TILBOÐ Á TILBOÐSSLÁ fyrstu vikuna hjá íslenskum fjöl- skyldum. Eftir það hittust þau í sumarbúðum á Laugarvatni þar sem þau höfðu aðsetur næstu tvær vikumar. Eitt af markmiðunum með búð- unum var að kynna þeim íslenska náttúm og skoðuðu ungmennin m.a. Gullfoss, Geysi, Gunnarsholt og Þingvelli. Þá var farið með hópinn að Landmannalaugum, en hann gisti þar eina nótt áður en lagt var af stað í gönguferð um Laugaveginn yfir í Þórsmörk, en ferðin tók fjóra daga. Eftir Laugavegsgönguna var haldið að Skógum þar sem gist var eina nótt og síðan aftur að Laugar- vatni. Hópurinn kom síðan til Reykjavíkur í gær og um daginn var farið í Bláa lónið. Um kvöldið hittust allir í félagsaðstöðu Lions- klúbbs Grafarvogs í risinu í Grafar- vogskirkju og snæddu saman pítsu. : Vöðlurogskór Einar sagði að allir í hópnum hefðu verið mjög ánægðir með ferð- ina og að hópurinn hefði náð einkar vel saman. Hann sagði að fimm Lions-klúbbar og einn Leo-klúbbur (æskulýðshópur) hefðu séð um ung- mennin tólf í ár, þ.e. Folö, Fjörgyn, Búi, Týr, Lion-sklúbbur Mosfells- bæjar og Leo-ldúbburinn Húgó. Hann sagði að á næsta ári myndu klúbbar á Snæfellsnesi taka á móti ungmennum frá öðrum löndum og að þeir hefðu frjálsar hendur um undirbúninginn. ÚTSALA MaxMara Hverfisgata 6, Reykjavik, Simi 562 2862 Formaður bæjarráðs Húsavíkur um kaup á auknum hlut í Fiskiðjusamlaginu Kaupum til að gæta hagsmuna bæjarins „VIÐ kaupum þennan aukna hlut til að gæta hagsmuna bæj- arins og þegar maður kaupir til að gæta hagsmuna bæjarins þá gerir maður það sem er best fyr- ir bæinn,“ sagði Kristján As- geirsson, formaður bæjarráðs Húsavíkur, er hann er spurður hvort ætlun kaupstaðarins sé að eiga áfram 46,5% hlut í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Bærinn samþykkti á auka- fundi í fyrradag að kaupa hlut Kaupfélags Þingeyinga í KÞ sem nemur tæplega 14% í fyrir- tækinu og á þar með 46,5% hlut í fyrirtækinu. Kristján sagði eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort ætlunin væri að bær- inn ætti þetta stóran hlut í fyrir- tækinu áfram. „Það kemur upp á borð miðað við aðstæður á hverj- um tíma, það er svo margt á ferðinni og það segir sig sjálft." Silfurpottar í Háspennu frá 15. júlí til 28.júlí 1999 Dags. Staður Upphæð Dags. Staður Upphæð 15. júlí Háspenna, Laugavegi......120.136 kr. 17. júlí Háspenna, Laugavegi......219.689 kr. 19. júlí Háspenna, Laugavegi......226.859 kr. 20. júlí Háspenna, Hafnarstræti...125.765 kr. 22. júlí Háspenna, Laugavegi...........77.031 kr. 22. júlí Háspenna, Laugavegi......113.771 kr. 23. júlí Háspenna, Laugavegi...........73.242 kr. 23. júlí Háspenna, Laugavegi.......73.242 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.