Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dæmt í Guerin- morðmálinu Dublin. Reuters. ÞRJÁTÍU og fjögurra ára gamall írskur maður var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á rann- sóknarblaðamanninum Veronicu Gu- erin árið 1996. Saksóknarar sögðu að Brian Meehan hefði keyrt bifreiðina sem ók upp að bíl Guerin við umferð- arljós í Dublin þar sem Guerin var síðan skotin sex sinnum. Annar mað- ur var í nóvember á síðasta ári dæmdur fyrir aðild að verknaðinum. Morðið á Guerin vakti mikið umtal á sínum tíma enda hafði hún á blaða- mannsferli sínum ljóstrað upp um starfsemi vel skipulagðra glæpahópa á Irlandi, m.a. um starfsemi „hers- höfðingjans“ Martins Cahills en kvikmynd var gerð um ævi Cahills á síðasta ári. Kvikmynd um Guerin sjálfa er nú í undirbúningi og mun bandaríska leikkonan Joan Allen fara með aðal- hlutverkið. Talið er að glæpahópar hafi ákveð- ið að myrða Guerin eftir að hún hóf nýja rannsókn á starfsemi þeirra, og í kjölfar morðsins efndi írska lög- reglan til umfangsmikilla aðgerða gegn skipulögðum glæpahópum. --------------------- Flak banda- rískrar herflug- vélar fundið Bogotá. AFP. FLAK bandarískrar herflugvélar sem fórst í frumskógum suðurhluta Kólumbíu ásamt sjö manna áhöfn fannst í gær eftir vikulanga leit. Allir sem um borð voru fórust. Bandaríkjamennirnir sem um borð voru eru fyrstu bandarísku her- mennirnir er farast við skyldustörf í Kólumbíu en Bandaríkin hafa veitt landinu aðstoð við að sporna við ólöglegum útflutningi á eiturlyfjum. ERLENT .. Reuters BJORGUNARMENN slæða Brienzer-vatn í leit að llkum tveggja manna sem enn er saknað eftir harmleikinn í svissnesku Ölpunum. Gljúfraferðin í svissnesku Ölpunum sem breyttist í harmleik Tekið getur allt að þrjár vikur að bera kennsl á líkin Interlaken, Sydney. Reuters, AFP. SVISSNESK yfirvöld sögðu í gær að búið væri að bera kennsl á tvö af þeim nítján fómarlömbum sem lét- ust í slysi á þriðjudag þegar gljúfra- ferð erlendra ferðamanna í sviss- nesku Ölpunum breyttist í harm- leik. Er talið að það gæti tekið allt að þrjár vikur að bera kennsl á öll líkanna. A.m.k. nítján fórust og sex særð- ust eftir að fjallalækur í Saxeten- bach-árgljúfrinu, nærri ferðamanna- staðnum Interlaken, umhverfðist í beljandi stórfljót og hreif fólkið með sér. Tveggja var enn leitað í gær og slæddu björgunarmenn vötn við ósa árgljúfursins og jafnframt var leitað með aðstoð leitarhunda í fjöllunum, nálægt þeim stað þar sem slysið varð. Ekki var þó talið líklegt að mennimir fyndust á lífi. Ulrich Zollinger, aðstoðarlæknir á meinafræðisstofnun í Bern, sagði að búið væri að rannsaka lík tíu fómarlambanna en erfitt væri að bera kennsl á fólkið því allir ferða- langanna, sem voru flestir frá enskumælandi löndum, voru íklæddir leigufatnaði, höfðu ekki á sér gimsteina, úr eða aðrar per- sónulegar eigur, sem aðstoðað hefðu getað við að bera kennsl á þá. Zollinger sagði að þessir tíu, sem búið væri að rannsaka, hefðu drukknað en hins vegar fundust einnig umtalsverðir áverkar á líkun- um sem grjóthnullungar og rekavið- ur í ánum ollu. Fjórtán þeirra sem létust eða er saknað vora Ástralir, tvö fómar- lambanna vora frá Nýja Sjálandi, tvö frá Suður-Afríku og tvö frá Sviss, á meðan eitt fómarlambanna var breskt. Maður sendur til að vara fólkið við yfirvofandi hættu Deilt var um það í gær hvort komast hefði mátt hjá þessum harmleik en heimamenn veltu því fyrir sér hvers vegna fólkið hélt af stað í áhættusama för sína vitandi það að von var á stormi. Fullyrtu talsmenn svissnesku neyðarhjálpar- innar að þeir hefðu sent mann á eft- ir fólkinu á þriðjudag til að vara það við yfírvofandi hættu. Ný-Sjálendingurinn David Eric- son, sem starfaði um þriggja ára skeið sem leiðsögumaður hjá Ad- venture World, fyrirtækinu sem skipulagði gljúfraferðina sem fór svo illa, að slíkur harmleikur hefði verið óhjákvæmilegur á endanum. Sagði hann að Adventure World hefði í æ ríkari mæli sent yngri og óreyndari leiðsögumenn til starfa í gljúfraferðunum og kvaðst hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu vegna þess, og vegna spamaðaraðgerða sem hann taldi koma niður á öryggi ferðamannanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.