Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 27 Tregi og trylltir tónar Sigurrós með eitt verka sinna, Kona við Lónið. Sigurrós Stefáns- dóttir sýnir í Lónkoti MYNDLISTARMAÐURINN Sigurrós Stefánsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sölva Helga- sonar í Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 1. ágúst kl. 14. Yfirskrift sýningarinnar er Sumarstemmning í Lónkoti. Verkin eru öll unnin á þessu ári með olíu á striga. Verkin eru til sölu. Sigurrós útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akur- eyri vorið 1997 og er þetta hennar áttunda einkasýning. Sýningin stendur til 15. ágúst. Djasstríóið Svartfugl á Jómfrúnni við Lækjarg-ötu SUMARTÓNLEIKARÖÐ veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu heldur áfram laug- ardaginn 31. júlí kl. 16-18. Á 9. tónleikum sumarsins kemur fram Djasstríóið Svar- fugl. Tríóið skipa Sigurður Flosason, saxófónleikari, Björn Thoroddsen, gítarleikari og Gunnar Hrafnsson, kontra- bassaleikari. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg- inu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Sex Eistlend- ingar sýna í Listhúsi Ófeigs SEX eistlenskir gullsmiðir og myndhöggvarar opna sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 á morgun, laugardag, kl. 14. Það eru þau Harvi Varkki, Anne Roolaht, Andrei Boloshov, Julia Maria Pihlak, Kerttu Vellerind og Ar- seni Mölder en þau reka saman A-Galerii í Tallinn. Sýningin stendur tU 18. ágúst og er opin á almennum verslun- artíma. Asdís Arnar- dóttir sýnir í Galleríi Nema hvað ÁSDÍS Amardóttir opnar sýn- ingu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, fóstu- dag, kl, 11. Ásdís útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Islands nú í vor og sýnir nú nokkur verk unnin með olíu á plötur. Sýningin er opin frá fimmtu- degi tU sunnudags frá kl. 14-18 og lýkur sunnudaginn 8. ágúst. TOJVLIST Jazzhátíð í Garðabæ HILMAR JENSSON OG FÉLAGAR Jóel Pálsson (tenórsaxófónn), Hilmar Jensson (gítar), Birgir Bragason (bassi) og Matthías M.D. Hemstock (trommur). Kirkjuhvoll í Garðabæ, þriðjudagskvöldið 27. júlí. Á FJÓRÐU tónleikum Jazzhátíð- arinnar í Garðabæ léku Hilmar Jensson og félagar og að sjálfsögðu Matthías M.D. Hemstock á tromm- urnar. Þeir Hilmar ólust upp saman í Garðabænum og upplifðu þar fyrstu tónaævintýrin. Seinna fóru þeh- í Berklee-tónlistarskólann í Boston og kynntust þar m.a. gítar- istanum Kurt Rosenwinkel og léku oft með honum. Nú efmr Hilmar tU tónleika með lögum Kurts og ætli það sé ekki í fyrsta skipti sem það er gert að honum fjarstöddum - svona eins og þegar Sigurður Flosason efndi tU Lou Donaldsson-tónleika á Múlan- um í fyrra. Með þeim Garðbæingum léku Jóel Pálsson stórsaxófónisti og Bn-gir Bragason bassaleikari, sem TONLIST Listasafn Sigurjðns ðlafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Eydís Franzdóttir, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir og Unnur Fadila Vilhelms- dóttir fluttu þrfleiksverk eftir Madel- eine Dring, Hróðmar Inga Sigur- björnsson og Jean Francaix. Þriðju- dagurinn 27. júlí, 1999. Á SUMARTÓNLEIKUM þeim, sem haldnir hafa verið samfellt í 10 ár í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, hafa margir leUdr og lærðir í tónlist átt leið um og nú s.l. þriðjudag voru það ungar listakonur sem léku listir sínar, þær Eydís FranzdóttU- á óbó, Kristín MjöU JakobsdóttU' á fagott og Unnur FadUa VUhelmsdóttir á pí- anó. Fyrsta viðfangsefnið var tríó eftir Madeleine Dring (1923-1977), sem hvergi er getið í helstu textabók- um um tónlist en er þó býsna leikinn tónsmiður, því tríó hennar var lipur- hljóp í skarðið fyrir Þórð Högnason, er brenndist á höndum rétt fyrir tónleika. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Birgir bjargar djass- tónleikum - og ætíð af sama örygg- inu og snyrtimennskunni. Stundum hefur maður rekist á nafn Kurt Rosenwinkel á plötum með stórstjörnum eins og Gary Burton og Paul Motian, en best þekki ég hann af diskum með hljómsveitinni Human Feel þar sem innanborðs eru ágætir íslands- farar: Andrew D’Angelo, Jim Blak og Chris Speed, ásamt Kurt og bassaleikaranum Joe Fitzgerald. Af þeim kynnum, svo og ýmsu því er Hilmar og Matthías hafa leikið, hefði mátt ætla að tónlist kvöldsins yrði heldur ómstríðari og frjálsari en raun varð á. Eg held að sá sem á annað borð hefur eyrun opin fyrir tónlist hafi ekki átt í erfiðleikum lega samið, ekki sérlega framsækið en var einnig mjög vel flutt. Aðaltíðindi tónleikanna voru frum- flutningur á tríóverki eftir Hróðmar Inga Sigurbjömsson. Tríó þetta er í fjórum þáttum en síðasti kaflinn mun þó hafa verið saminn seinna en þeir þrír fyrri, enda að mörgu leyti nokkuð ólíkur þeim að gerð. Það sem einkennir þrjá fyrstu kaflana er að þeir eru hver fyrir sig eins stefja, svipað og gerðist þjá tónskáldum barokktímans. Stefin eru tematískt unnin, í víxlunum á milli hljóðfæra, með að meðtaka tónlist Kurts, Hilmars og félaga þessa kvöld- stund. Upphafslagið var ljúflingsballaða með millikafla sem minnti á ýmis- legt er Coltrane samdi snemma á Impulsárum sínum. Jóel blés sóló sinn af miklum næmleika. Hilmar sló mikið hljóma í sólóum sínum og byggði þá vel upp og í blúsnum sem var ekki blús, eins og Hilmar benti á, heldur blúsuð ballaða og minnti í sumu á Mingus, lék hann undravel og það gerði Jóel líka og í New blu- es Kurt Rosenwinkel var ryþminn sterkur og fönkaður og dró trylltan hjartslátt stórborgarinnar inn í safnaðarheimili Garðbæinga og ekki gáfu Hilmar og Jóel hrynsveitinni eftir í tryllingslegum spuna sínum. Eftir hlé léku þeir félagar Jóels- lausir gamlan slagara, All or not- hing at all, í sömbutakti og hefði sem gerir hvem þátt nokkuð einlitan og án innri andstæðna í blæ. í lokakaflanum var hins vegar sér- stakur millikafli, og er á leið verkið fléttuðust stefin æ meira saman. í heild er þetta áheyrileg tónsmíð en á köflum, einkum þrír fyrri kaflamir, einum of einlit í gerð. Flutningurinn var í heild samvirkur og vel mótaður en það sem var slitrótt í síðasta kafl- anum má vera að sé tónskáldsins en ekki ílytjenda. Lokaverkið var tríó eftir Jean Francaix og þar var flutningurinn hann alveg mátt missa sín, en það gleymdist í sólói Hilmars í Simple sem tríóið flutti afbragðsvel. Sá sóló bjó yfir blús. Billy Holliday og Coleman Hawkins fluttu sjaldan tónfræðilega kórrétta blúsa en allt sem þau fluttu samsamaðist blústil- finningunni. Þetta var kannski fullstór skammtur af tónlist Kurt Ros- enwinkels á einu kvöldi að höfund- inum fjarstöddum - lögin stundum fulleinhæf. Lokaverkið nefndist Kúbismi og sagði Hilmar það tvö- falda martröð djassleikarans, því hljómagangurinn væri helmingi erf- iðari en í fíngurbrjóti Coltranes, Gi- ant steps. Það var gaman að sólóum Jóels og Hilmars og Matta sem sló þarna eina trommusóló kvöldsins. Þeir félagar voru klappaðir upp, en Garðbæingamir léku einir. Verk- ið var Kyrrð eftir Hilmar og helgað minningu hins merka skólamanns, ríthöfundar og tónlistarfrömuðar í Garðabæ, Vilbergs Júlíussonar. Norræn heiðríkja sveipaði verkið og flutningur þeirra félaga var svo ekta að hjá fleirum en mér hljóta tár að hafa læðst fram í augnkrók- ana. athyglisverður, einkum fyrir frábær- an píanóleik Unnar Fadilu Vilhelms- dóttur, enda er verkið sérlega skemmtilega skrifað fyrii- píanóið, sérstaklega skersóþátturinn. Francaiz var frægur fyrir leikandi létt og skemmtileg tónverk og náðu flytjendur að magna upp sérlega skemmtilegt samspil, þótt sumar smágerðar hrynfígúrumar væru stundum flýtislega leiknar, svo að hrynsveiflan var á köflum ekki gædd þeirri hvössu skipan, er svona músík lifir á, til glaðnings fyrir eyrað. Hvað um það, þá var flutningurinn í heild góður og er Eydísi, Kristínu og Unni óskað góðs gengis í henni Ameríku en þangað stefna þær til fundar við aðra tvíblöðungsleikara er ætla sér að safnast saman, margir langt að komnir, og sýna hver öðrum list sína og leikni, sem er þýðingarmikið fyiár hvem og einn hljóðfæraleikara til að vita um sína stöðu og læra sér til aukins þroska og efla tækni sína og listfengi á allan máta. Jón Ásgeirsson Vernharður Linnet TJARNARKVARTETTINN: Hjörleifur Hjart- arson, Kristján Iljartai-son, Rósa Kristín Bald- ursdóttir og Kristjana Amgrímsdóttir. Tjarnarkvartett- inn í Reykja- hlíðarkirkju FJÓRÐU og síðustu sumartónleikarnir við Mý- vatn verða fóstudaginn 30. júlí í Reykjahlíðar- kirkju kl. 21. Það er Tjarnarkvartettinn sem lýkur sumardagskránni og flytur hann bæði kirkjulega og veraldlega tónlist. Meðal þess sem þau syngja eru lög við texta Davíðs Stef- ánssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Tjamarkvartettinn skipa þau Rósa Kristín Baldursdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Hjör- leifur Hjartarson og Kristján Hjartarson. Kvartettinn er þekktur fyrir söng sinn og hafa þau auk tónleikahalds kynnt tónlist í skól- um landsins og gefið út geislaplötur. Tjarnarkvartettinn er nýkominn frá tónlist- arhátíð í Belgíu þar sem hann kynnti íslenska tónlist. Fígúrur, form og veisla í Norska húsinu í Stykkishólmi í NORSKA húsinu í Stykkishólmi verður opnuð sýning þriggja listakvenna á sunnu- daginn kl. 14. Þær eru Jóna Guðvarðar- dóttir, Kristín ísleifsdóttir, og Sigríður Erla Guðmundsdóttir. Jóna Guðvarðardóttir býr og starfar í Ungverjalandi, en hún hefúr unnið mörg verk fyrir opinberar stofnanir þar, m.a. umhverfislistaverk í SOS barnaþorpi Sa- meinuðu þjóðanna í Kecskemét. I Norska húsinu sýnir Jóna brosskúlptúra gerða í Ungverjalandi, sem hún kallar Hughrif, og fígúratíf form úr postulini brennd í viðarofni. Sigríður Erla er hafnfirskur listamaður og hefur að undanförnu unnið flest sín verk úr íslenskum leir, sem hún grefur upp í Dalasýslu, og eru þrjú verka hennar úr þeim leir til sýnis. Á opnuninni mun Sigríður Erla sýna borðbúnað í reynd í eldhúsi hússins. Nefnist þessi gjörningur Dýrðleg veisla og hefur áður verið sýndur í Hafnarfirði og á Hólmavík. Kveikjan að verkum Kristínar ísleifs- dóttur eru íslenskir málshættir, sem hún flokkar niður eftir orðum og inntaki og veltir fyrir sér einkennum íslenskrar kimni. Kristín sýnir líka blómavasa, sem hún kallar Snjóbolta, en fyrir þá fékk hún viðurkenningu í Svíþjóð í júní á þessu ári. Norska húsið er opið daglega frá kl. 11-17, og lýkur öllum sýningum sumars- ins 31. ágúst. ÚR leikritinu Nýir tímar. Nýir tímar á suðvesturlandi LEIKFÉLAGIÐ Sýnir er þessa dagana á leikferð um landið með útileiksýninguna Nýir tímar. Leikrit- ið verður sýnt í Logalandsskógi í Reykholtsdal í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20., á Þingvöllum á morg- un laugardag kl. 20 og á Víðistaðatúni í Hafnarfirði sunnudaginn 1. ágúst kl. 15. Leikritið skrifaði Böðvar Guðmundsson, að beiðni Kristnitökunefndar Eyjafjarðarprófastsdæmis og tekur það um 80 mín. í flutningi. Það fjallar um kristnitöku í Eyjafirði um síðustu árþúsundamót og átökum í kringum hana. Leikstjóri er Hörður Sig- urðarson. Leikritið var frumsýnt 25. júlí í Kjamaskógi í Eyjafirði. Það eru 30 áhugaleikarar frá 13 leikfélög- um ríðs vegar af landinu sem taka þátt í sýningunni. Leikritið verður sýnt á Kristnitökuhátíð Reykja- ríkur þann 15. ágúst n.k. og fellur niður áður auglýst sýning í Reykjavík þann 2. ágúst. ---------------- Sýningum lýkur Gallerí Stöðlakot SÝNINGU Áslaugar Hallgi'ímsdóttur lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið daglega frá kl. 14-18. Eden, Hveragerði Sýningu Jóns Inga Sigurmundssonar lýkur 2. ágúst. Jón Ingi sýnir olíu-, pastel- og vatnslita- myndir. Að sýna hver öðrum list sína og leikni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.