Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Á góðri stundu í Grundarfirði Morgunblaðið/Egill Egilsson S Utsýnispall- ur ofan byggðar Flateyri - Hafnar eru framkvæmd- ir við gerð útsýnispalls á varnar- görðunum fyrir ofan Flateyri og stígagerð að pailinum. Afrek ehf á Flateyri var eina fyrirtækið með tilboð í verkið og hlaut því verk- efnið. Kostnaðaráætlun hönnuðar var kr. 2.951.800, en tiiboð Afreks ehf var 2.995.000, eða aðeins 1% yfir áætluninni. Hlutdeiid ísafjarð- arbæjar í framkvæmdinni er 10% eða rétt um 300.000. kr. Gert er ráð fyrir að uppsetningu verði lok- ið 15. ágúst n.k. Bilaleiga í Snæfellsbæ Húsavík - Sumarhátíð sína nefna Húsvikingar Mærudaga og voru þeir haldnir hátíðlegir við höfnina um síðustu helgi í hinu hagstæðasta veðri, heldur köldu fyrstu dagana en í óvenjulegum hita og bh'ðu þá síðustu. Hátfðin hófst að kvöldi fimmtu- dags með lúðrablæstri og ávarpi bæjarstjórans, Reinhard Reynisson- ar, spilakvöidi í stóru tjaldi á Hafn- aruppfyllingunni og vísnakvöldi í Hvalasafninu þar sem hagyrðingar frá Kveðanda kváðu vel og lengi. Næstu daga ráku svo skemmtiat- riðin hvort annað. Hattafélagið setti svip sinn á bæinn þar sem alla föstudaga gengu konur sem karlar með sína bestu hatt og keppt var í tilbúningi besta hattsins úr pappír. Föstudagskvöldið var setið til borðs í tjaldinu undir tónlist Láru Sóleyj- ar Jóhannsdóttir og Jóhönnu Gunn- arsdóttur. Keppt var í kleinu- bakstri og kleinumeistari Húsavík- ur 1999 varð Úlfhildur Sigurðar- dóttir. Margt annað var sér til gamans gert, golf leikið á Golfvellinum, dorgveiðikeppni við hafnarbryggj- una, sandkassakeppni og ýmsir leikir á hafnaruppfyllingunni þar sem jaftiframt var hrútasýning og gæludýrasýning og börnin fengu að fara á hestbak. Fjöltefli var í tjald- inu þar sem Björn Þorfinnsson, skákmeistari, tefldi fjöltefli við 28 og vann þá alla. Eitt kvöldið var dansað á dekkinu á Thor, hótel- skipinu sem liggur við bryggjuna og annað kvöldið var bryggjuball BJÖRN Þorfinnsson vann alla andstæðinga sína í fjöltefli á Mærudögum. sem endaði með flugeldasýningu. Á sunnudaginn var útimessa við kirkjuna og um kvöldið héldu ung- mennin Jóhanna Gunnarsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Þórarinn Már Baldursson tónleika í Húsavík- urkirkju. Hátíðinni lauk með útileiksýn- ingu í Skrúðgarðinum þar sem Leikfélagið Sýn sýndi leikritið Ný- ir tímar eftir Böðvar Guðmunds- son. Nokkrir gamlir brottfluttir Hús- víkingar heimsóttu sfna gömlu heimabyggð í tilefni hátíðarinnar og skemmtu sér ekki síst við að hitta gamla kunningja og vini og sjá ýmsar breytingar frá því sem áður var. Undirbúning og stjóm hátíðar- innar var aðallega í höndum Ás- bjarnar Þ. Björgvinssonar, Grétars Sigurðsonnar og Maríu Axfjörð en það er mikið verk að undirbúa og stjórna slíkum mannfagnaði. Grundarfirði - Það var margt um manninn í Grundarfirði s.l. helgi og er talið að íbúfjöldinn hafi þrefald- ast. Það má orða það þannig að veð- urguðimir hafi miskunnað sig yfir okkur og var því hið ágætasta veður þessa dagana. Þó rigndi á okkur fyrsta daginn en fólk lét það ekki á sig fá og fjölmennti hvar sem eitt- hvað var um að vera. Dagskráin um þessa helgi var fyrst og fremst stíluð inn á fjöl- skylduna og streymdi hingað fjöld- inn allur af fjölskyldufólki og eflaust voru þau fá heimilin á staðnum sem ekki voru með næturgesti og það fleiri en einn eða tvo en Grundfirð- ingar hafa löngum verið þekktir fyrir að vera góðir gestgjafar enda var ekki annað að heyra á öllum en þeir hafi skemmt sér hið besta og hátíðin hafi farið mjög vel fram í alla staði. Kraftakeppni Þeir félagamir Hjalti Úrsus, Andrés og Auðunn komu galvaskir til leiks sem endranær og mættu þá verðugum kegpinautum úr hópi heimamanna. Úr varð hörkuspenn- andi keppni og hældu félagamir keppendum óspart fyrir frábæra frammistöðu. Sigurvegari var Magni Ríkarðsson, 2. Geirmundur VOhjálmsson, 3. Bjarki Kristjáns- son. Vinabæjatengsl Á föstudagskvöldinu var haldin siglfirsk skemmtun í samkomuhús- inu. Sem hófst með söng og gríni af hálfu svokallaðs sönghóps Fíla- pensla sem saman stendur af mikl- um gleðimönnum frá Siglufirði. Vom þeir ekki lengi að skapa góða stemmningu í húsinu. Þá var komið að því að undirrita viijayfirlýsingu um vinarbæjatengsl milli þessara sveitarfélaga. Það vom þau Björg Ágústsdóttir sveitastj. í Grandarf. og Kristján Möller fulltrúi bæjarst. frá Siglufirði sem það gerðu og við það tækifæri færði hvort sveitarfé- lag um sig hinu góðar gjafir. Það ríkti yfir þessu skemmtilegur létt- leiki á báða bóga og verður gaman að íylgjast með framhaldinu. í Gmndarfirði býr töluverður fjöldi fólks sem em svokallaðir burtfluttir Ólafsvík - Tekin er til starfa í Snæ- fellsbæ eina bílaleigan á Snæfells- nesi, Hasso-Snæfellsbær, en hún er sameign Emils Más Kristinssonar í Ólafsvík og Hasso-Island ehf. Eins og aðrar Hasso-bflaleigur mun þessi bílaleiga bjóða upp á úrval nýrra bíla á lægsta verði hverju sinni. Bflaleigunni er ætlað að þjóna öllu Snæfellsnesi og hefur hr. Hasso Schutzendorf, stofnandi bflaleiga um víða veröld, ákveðið að bjóða öllum Snæfellingum, sem leggja leið sína til Mallorca, bfla án þess að greiða nokkra leigu íyrir þá í tilefni þessara tímamóta. Aðeins þarf að greiða lög- boðin tryggingargjöld og virðisauka- skatt fyrir bflinn. Þeir sem hafa áhuga á þessu kostaboði geta snúið sér beint til Hasso-Snæfellsbæjar eða á aðalskrifstofu Hasso-Island, Álfaskeiði 115 í Hafnarfirði. í viðtali við Emil Má Kristinsson, framkvæmdastjóra hinnar nýju bfla- leigu, kom fram að stofnun þessa fyrirtækis er liður í að skapa honum starfsvettvang á ný. Hann var áður sjómaður en varð að leggja það starf á hilluna í kjölfar slyss sem hann varð fyrir um borð í togara árið 1991. Emil er með fleiri jám í eldinum. Hann er umboðsmaður FÍB og FÍB- Morgunblaðið/Helga Hafsteins ÞEIR félagarnir Hjalti tirsus, Andrés og Auðunn komu galvaskir til Ieiks sem endranær og mættu þá verðugum keppinautum úr hópi heimamanna. FJÖLMARGIR listamenn sem komu fram og sungu á hátíðinni. Siglfirðingar og þeirra afkomendur og þótti þetta því vel við hæfi. Þá sungu saman Fflapenslamir og heimamenn. Að lokinni skemmt- dagskrá var dansinn stiginn langt fram á nótt. Frábær byrjun á vina- bæjarsamstarfi. Útiskemmtun á laugardegi Það var mikið um að vera allan laugardaginn og margt um að velja. Mest var þó um að vera við höfnina og safnaðist mikill fjöldi þar saman og skemmti sér á ýmsan veg. Hljómsveitin Sóldögg stóð fyrir útidansleik fyrir yngri kynslóðina . Sem horfði fremur dolfallin á en að hún hafi dansað mikið. Aðdáunin var augljós og meðlimir hljómsveit- arinnar náðu eflaust að hita sig upp fyrir stórdansleikinn seinna um kvöldið. Sem reyndist svo vera því húsfylli var og mögnuð stemmning. Öndverðareyri Á landmámsslóðum Eyrbyggja. Eftir hádegi á sunnudag sá Sr. Karl V. Matthíasson um helgistund við rústir þær sem taldar em vera af fyrstu kirkju í Eyrarsveit og að hún hafi verið reist fljótlega eftir kristni- töku. Þá var gengið um Öndverðar- eyri og niður á Eyrarodda undir leið- sögn Vilhjálms Péturssonar í blíð- skaparveðri. Enda var líka góð mæt- ing og áætlaður fjöldi um 200 manns. Að lokum göngu um landnáms- slóðir var hvílst við varðeld og söng. Lauga á Hömmm þandi nikkuna en Gunnar og Móses vom forsöngvarar. Sem sagt vellukkuð helgi í alla staði hér í Grundarfirði. Morgunblaðið/Fnðrik J. Hjartar EMIL Már Kristinsson við bifreið frá hinni nýju bílaleigu. trygginga ög um verslunarmanna- helgina mun hann halda úti þjón- ustubfl sem sér um hagsmunagæslu fyrir FÍB-félaga á Snæfellsnesi, en öflugt net þjónustubfla verður að störfum um allt land um þessa mestu ferðahelgi ársins. Þessu tengist einnig starfsemi fyrirtækisins Tryggingaráðgjöf ehf. sem Emil er í forsvari fyrir. Þá rekur Emil einnig umboð fyrir Samvinnuferðir-Land- sýn og Norrænu ferðaskrifstofuna og sér um að afla frétta fyrir lands- hlutablaðið Skessuhom. ■ wmma! w ■ Höldum þeim frá vegunum. http://www.umferd.is yUMFERÐAR ■- RÁÐ Morgunblaðið/Silli Á MÆRUDÖGUM var m.a. keppt í kleinubakstri og á myndinni má sjá dómnefndina að störfum. Mærudagar á Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.