Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUBEYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 30. JULI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK „ > v '• .. * ■ i •r& Hagnað- ur hjá Eimskipi REKSTUR Eimskips og dótt- urfélaga þess skilaði 635 millj- óna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 1999. Þetta nemur 8% af veltu félagsins. Fyrstu sex mánuði ársins námu rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga ,þess 8.027 milljónum króna. Lækkun á milli ára má rekja til minnkandi umsvifa félags- ins í Rússlandi og Eystra- saltsríkjunum þar sem þyngst vegur stöðvun skipareksturs Maras Linija Ltd. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 408 milljónum króna á tímabilinu. Aðrar tekjur námu 227 milljónum og skýrast að mestu af 145 milljóna króna hagnaði af sölu hlutabréfa Burðaráss. Markaðsverðmæti hlutabréfa Burðaráss hf. hefur aukist um 17%, eða 1.593 milljónir króna, á fyrstu sex mánuðum ■ ársins og er nú 6.047 milljón- ir króna umfram bókfært verð. Þessi verðmætaaukning er, ekki fremur en undanfar- in ár færð í uppgjör Eim- skips. ■ Eimskip/18 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Var etinn f hinu þekkta leikriti Dýrin í Hálsaskógi segir að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Þetta markmið næst þó ekki alltaf, eins og glögglega má sjá á þessari mynd sem tekin var á golfvellinum við Blönduós. Hér hefur kjói nokkur náð að kló- festa spóa, en ýmsa smærri fugl- a, svo sem spörfugla og vaðfugl- a, mun vera að finna á matseðli hans. Rannsókn ESB á toll- og skattsvikum Hrynur hrossa- útflutningur? ÞÝSKUR lögfræðingur, Karola Sehmeil, sem aðstoðað hefur nokkra hestainnflytjendur vegna rannsókn- ar þýskra yfirvalda og Evrópusam- bandsins á meintum toll- og skattsvikum í tengslum við innflutn- inginn, segir að ef íslensk yfírvöld grípi ekki til vel ígrundaðra póli- tískra og lögfræðilegra aðgerða, geti sektargreiðslur valdið fjölda- gjaldþrotum meðal innflytjenda og hruni íslenska hrossaútflutningsins. Sérstök rannsóknardeild Evrópu- sambandsins, UCLAF, hefur nú umsjón með rannsókn á því hvort of lágt verð hafi verið gefið upp í toll- skýrslum vegna hesta sem keyptir voru á Islandi. I Þýskalandi eru toll- og lög- Sektargreiðslur geta valdið fjölda- gjaldþrotum regluyfirvöld að rannsaka gögn" allra kaupenda íslenskra hesta á síðustu árum, meðal annars hafa rannsóknarmenn yfirheyrt Þjóð- veija, sem Morgunblaðið ræddi við, sem fyrir sjö árum keypti tvo hesta fyrir samtals rúmlega fjögur hund- ruð þúsund krónur. Umsvifamikilla innflytjenda íslenskra hesta bíða sektargreiðslur upp á milljónir króna, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áætla þýsk yfírvöld Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞÓRUNN Guðmundsddttir og fvar Pétursson búa sig undir ferðina til Vestmannaeyja. ÚA með 180 milljónir í hagnað Hlutabréf -hækka um 6,2% UTGERÐARFELAG Akureyr- inga hf. skilaði 180 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum þessa árs en hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 262 milljónum króna, saman- borið við 23 milljónir á sama tíma- bili í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 483 milljónum króna og hefur meira en tvöfaldast milli ára, var 196 milljónir fyrstu sex mánuði IRðasta árs. Hlutabréf í ÚA hækk- uðu um 6,2% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi íslands í gær. Hagnaður minni en í fyrra „Við höfum gert út fimm skip mestan hluta þess sem af er árinu þau hafa aflað vel, auk þess sem afurðaverð hefur verið hátt,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, um ástæður fyrir góðri afkomu félagsins. „Kvótastaðan hefur líka batnað verulega og kemur þar einkum til aukin úthlutun á þessu fiskveiði- ári.“ Þrátt fyrir betri afkomu það sem af er árinu samanborið við ár- ið í fyrra er hagnaður félagsins nú nokkru minni en á fyrstu sex mán- uðum ársins 1998. Munurinn skýrist einkum af 179 milljóna króna söluhagnaði vegna sölu á hlutabréfum í Skagstrendingi og óreglulegum teýjum á síðasta ári. í fyrra skilaði ÚA alls 192 milljóna króna hagnaði á fyi-ri hluta ársins. ■ Skilaði/18 Þeir fyrstu halda í Herjólfsdalinn VERSLUNARMANNAHELGIN nálgast nú óðfluga og er fólk þegar tekið að streyma á þá staði þar sem haldnar eru úti- hátíðir. Einn þessara staða er Vestmannaeyjar, en þjóðhátíð- in þar dregur jafnan að sér mikinn fjölda ungmenna sem skemmta sér svo til stanslaust í 3-4 sólarhringa. Morgunblaðið brá sér á Um- ferðarmiðstöðina í gær skömmu áður en fyrsta rútan til Þorlákshafnar lagði af stað, en þaðan er siglt til Vest- mannaeyja. í þópi þeirra sem ætluðu að verða fyrstir í Heij- ólfsdalinn og ekki missa af neinu voru þau ívar Pétursson og Þórunn Guðmundsdóttir. Sögðust þau ætla til Vest- mannaeyja í þeim tilgangi ein- um að skemmta sér vel og töldu þjóðhátíð besta kostinn til þess. Ivar ætti enda að vita hvað hann syngur í þeim efn- um því þegar hann var spurður hversu oft hann hefði farið svaraði hann: „Eg fór fyrst þegar ég var 9 ára og hef farið á hverju ári siðan. Nú er ég 17 og reiknaðu svo.“ Hann tók þó fram að hann væri Eyjamaður, til útskýring- ar á því hve ungur hann var er hann byijaði að taka þátt í gleðskapnum. Þórunn sagðist hins vegar vera að fara í fyrsta skipti, enda ekki úr Vestmannaeyjum. Hún ætti þó að ná að kynnast mannlífinu á þjóðhátíð ágætlega í þessari fyrstu ferð því hún hyggst ekki halda heim aftur fyrr en á mánudaginn. að þau muni innheimta að lágmarki um fjögur hundruð milljónir ís- lenskra króna vegna málsins. Rannsóknin beinist nú einnig að útflutningi hesta til Danmerkur, Austurríkis, Hollands, Lúxemborg- ar og sennilega fleiri Evrópusam- bandslanda. Evrópusambandið óskaði eftir aðstoð íslenskra yfir- valda fyrir ári og í kjölfarið var myndaður sérstakur rannsóknar- hópur í samstarfi toll-, lögreglu- og skattyfirvalda. Komi í ljós að kaup- verð hafi verið rangfært getur það einnig varðað við íslensk lög, vegna þess að seljendur hafi talið rangt fram til tekjuskatts. ■ Allir/28 Námsflokkar Reykja- víkur anna ekki eftirspurn Metaðsókn útlendinga í íslenskunám ALDREI hafa fleiri útlendingar sótt íslenskunámskeið á vegum Námsflokka Reykjavíkur en nú í sumar. Á síðasta ári voru nemendur skólans 277 en eru nú um eitt hund- rað fleiri. Að sögn Guðrúnar Halldórsdótt- ur, forstöðumanns Námsflokka Reykjavíkur, sótti á fimmta hund- rað manns um inngöngu og þurfti í fyrsta skipti að vísa nemendum frá vegna þrengsla. „Við þurftum að fella niður kennslu í handavinnu og íslenskri matreiðslu vegna fjölda íslenskunemenda. Einnig var þrem- ur stöðugildum kennara bætt við og hluti dagkennslunnar færður upp í Austurbæjarskóla,“ segir hún en kennsla fer auk þess fram í Miðbæj- arskólanum, Mjóddinni og Heimilis- iðnaðarskólanum. Að sögn Guðrúnar eru flestir er- lendu nemendanna búsettir á Is- landi og sækja námskeiðið til þess að geta aðlagast íslenskum aðstæð- um. Síðastliðinn vetur var eftir- spum umfram framboð í íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla ís- lands og í Endurmenntunarstofnun Háskólans. I Islenska/C4 Viðurkenndi 21 innbrot UNGUR síbrotamaður, sem var um síðustu helgi úrskurðaður í gæslu- varðhald til næstkomandi sunnudags- kvölds, hefur viðurkennt aðild sína að fjölmörgum innbrotum í bíla. Hefur hluta þýfisins verið komið til skila. Pilturinn, sem er 19 ára, hefur margoft komið við sögu hjá lögregl- unni. I framhaldi af innbrotum í 14 bíla í Þingholtunum í Reykjavík um síðustu helgi féll grunur á piltinn og viðurkenndi hann aðild sína að 21 innbroti í bíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.