Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI UM KENNARA REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að auka fjárveitingu sína til grunnskólanna í borginni og í kjölfarið hefur kjara- hópur kennara gefið út yfirlýsingu um að þeir dragi uppsagnir sínar til baka og hvetji aðra kennara sem sagt hafa upp til að gera slíkt hið sama. Góðar líkur eru þess vegna á því að skóla- hald geti orðið eðlilegt í vetur og er það mikill léttir fyrir borg- arbúa. Alls höfðu á milli 250 og 260 kennarar sagt upp störfum í Reykjavík og ljóst að í óefni stefndi. Kjaramál kennara hafa lengi verið í deiglunni en með flutningi skólanna til sveitarfélaganna hafa þau verið sett í algerlega nýtt samhengi. Þetta hefur komið berlega í ljós á síðustu mánuðum og misserum þar sem upp hefur komið samkeppni um kennara á milli sveitarfélaganna. Eins og sést á lausn kennaradeilunnar í borginni og ýmsum góðum boðum sem sveitarfélög víða um land hafa verið að gera kennurum þá hefur samkeppnin þau áhrif að bæta kjör kennara. Reynslan sýnir og að gæði þjónustu á nánast hvaða sviði sem er aukast þegar samkeppni er virk. Um leið hljóta kröfur um betri árangur að aukast. Kannski efast sumir um að hægt sé að leggja mat á það með óýggjandi hætti hvað sé góð kennsla og hvað vond en væntanlega eru allir sammála um að aukinn metnaður fyrir hönd skólakerfisins geti ekki skaðað. Af þeim umræðum sem farið hafa fram um kjaramál kennara í samfélaginu að undanförnu er þó vart hægt að merkja mikla við- horfsbreytingu. Samningsstaða kennara hefur breyst til batnað- ar en mikilvægi starfa þeirra virðist enn ekki hafa hlotið fulla viðurkenningu. Þegar haft er í huga að menntun þjóða eigi að öllum líkindum eftir að verða helsti mælikvarði á samkeppnis- hæfni þeirra á komandi öld þá er þetta undarleg og dapurleg staðreynd. Þótt deilur Reykjavíkurborgar og kennara hafí nú verið sett- ar niður er ljóst, að töluverð breyting þarf að verða á skólastarfi á næstu árum og þ.á m. á störfum kennara. Skólatíminn á árinu þarf að lengjast og sömuleiðis skólatíminn á degi hverjum til þess að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum. Um leið og kjör kennara batna munu kröfur á hendur þeim um aukið vinnufram- lag aukast. VESTFIRÐINGAR OG FJÖLMIÐLAR IUMRÆÐUM um atvinnuvandamál á Vestfjörðum á undan- förnum vikum hefur hvað eftir annað komið fram það sjónar- mið af hálfu einstakra íbúa Vestfjarða og annarra, sem hafa ver- ið þar á ferð, að „fjölmiðlar" hafi ekki gefíð rétta mynd af ástandinu þar. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í grein eftir Lilju Magnúsdóttur, formann atvinnumálanefndar Tálknafjarðar, sem birtist hér í blaðinu sl. þriðjudag. í grein þessari segir höfundur m.a.: „Hvað í ósköpunum hafa Vestfirðingar eiginlega gert fjöl- miðlum á íslandi undanfarið. Það virðist vera í gangi skipulögð herferð íslenzkra fjölmiðla með þann tilgang einan að leiðarljósi að leggja Vestfirði í rúst... Ég mótmæli þessari herferð harðlega og krefst þess, að þeir fjölmiðlamenn, sem fjalla um okkur Vest- firðinga, láti svo lítið að afla sér réttra upplýsinga um það, sem þeir eru að fjalla um og segi frá málinu frá öllum hliðum." Það er hæpið, svo ekki sé meira sagt, að alhæfa um fjölmiðla með þessum hætti. Sjálfsagt er að fólk gagnrýni fjölmiðla en þá er eðlilegt að taka fram við hverja er átt. Morgunblaðið hefur fjallað mikið um atvinnumál á Vestfjörðum á undanförnum vik- um. En hverjir hafa talað á síðum blaðsins? Hverjir eru það, sem hafa verið að útskýra fyrir lesendum Morgunblaðsins við hvers konar vanda sé að etja á Vestfjörðum? Það eru Vestfirð- ingar sjálfir. Forsvarsmenn einstakra byggðarlaga. Talsmenn verkalýðsfélaga. Forráðamenn einstakra fyrirtækja o.s.frv. Er gagnrýnin á „fjölmiðla" fólgin í því að þeir gefa fólki á Vestfjörð- um tækifæri til að tjá sig um málefni þessa landshluta? Auðvitað er Ijóst, að neikvæð mynd sem dregin er upp af mál- efnum einstakra byggðarlaga og landshluta getur aukið á vand- ann. ímynd Vestfjarða í huga almennings í landinu verður sú, að þar sé allt á vonarvöl, ef talsmenn landshlutans úr ýmsum áttum gera ekkert annað en draga upp sem svartasta mynd af ástand- inu. Það gera þeir sjálfsagt vegna þess, að þeir telja sig þá hafa von um meiri fjármuni úr almannasjóðum. Vestfirðingar verða sjálfir að gera upp við sig, hvers konar boðskap þeir vilja senda frá sér. Þótt Morgunblaðið tali ekki fyrir hönd annarra fjölmiðla fer ekki á milli mála, að gagnrýni formanns atvinnumálanefndar Tálknafjarðarhrepps á fyrst og fremst að beinast að þeim Vest- firðingum, sem hafa dregið upp hina neikvæðu mynd í fjölmiðlum. Það er hvorki hægt að kenna kvótakerfinu né fjölmiðlum um vandamál Vestfirðinga. Þeir verða að horfast í augu við sjálfa sig í þeim efnum eins og Morgunblaðið hefur áður sagt. Vilja þeir undirstrika vandamálin eða vilja þeir leggja áherzlu á það jákvæða og uppbyggilega í málflutningi sínum? Þetta verða Vestfirðingar sjálfir að gera upp við sig. Meint skatt- og tollsvik innflytjenda íslenskra hesta í Evrópu Morgunblaðið/RAX Kaupendur íslenskra hesta í Þýskalandi sæta rannsókn Evrópusambandið og lögreglu- og tollyfír- völd í aðildarlöndum þess rannsaka nú meint toll- og skattsvik vegna innflutnings ís- lenskra hesta. Þýsk yfírvöld stefna að þvi að innheimta að lágmarki 400 milljónir króna frá kaupendum þar í landi. Þýskur lögfræð- ingur sem unnið hefur að málinu segir að grípi íslensk yfirvöld ekki til vel ígrundaðra pólitískra og lögfræðilegra aðgerða stefni í hrun íslenska hestaútflutningsins. JÖLDI tollrannsóknar- manna og lögreglumanna í Þýskalandi, Danmörku, Hollandi, Austurríki og sennilega fleiri Evrópulöndum hefur undanfarna mánuði rannsakað, eða gert upptækt, bókhald eigenda ís- lenskra hesta vegna gruns um að kaupverð hestanna hafi verið of lágt skráð í tollaskýrslum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gera þýsk yfirvöld ráð fyrir því að innheimta hjá kaupendunum að minnsta kosti tíu milljónir marka, eða fjögur hundruð milljónir íslenskra króna, vegna van- greiddra tolla og virðisaukaskatts. íslensk lögreglu-, toll- og skattayf- irvöld taka einnig þátt í rannsókninni að beiðni rannsóknardeildar á vegum Evrópusambandsins, UCLAF. Sam- starfshópur hefur verið myndaður um rannsókn málsins en yfirstjóm þess er í höndum efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóraembættisins. Of lág skráning kaupverðs gæti einnig varðað við íslensk lög vegna vantaldra tekna seljendanna. Rannsókn hófst fyrir rúmu ári Eftir því sem næst verður komist fór rannsóknin af stað í apríl í fyrra í Þýskalandi, en tollayfirvöld þar höfðu haft veður af mögulegu svindli í hrossainnflutningi frá íslandi að minnsta kosti frá árinu 1997. Að sögn Aðalsteins Reynissonar, hrossabónda í Nonnenhof skammt frá Frankfurt í Þýskalandi, var fjöldi manna kallaður til yfirheyrslu síðast- liðið haust. Aðalsteini var ráðlagt að fara þá leið sem fær er samkvæmt tollaregl- um, að leggja fram kæru gegn sjálf- um sér, áður en rannsókn hófst gegn honum. Þeir sem það gera greiða tolla og skatta þijú ár aftur í tímann, öðrum er skylt að inna af hendi van- greidd gjöld síðustu tíu ára. „Það var lögfræðingur sem ég þekki vel sem ráðlagði mér þetta, og sagði fleirum frá þessari leið. Það voru mjög fáir sem fóru að ráðum hennar og fyrir mjög marga, alla þá sem hafa fengið bréf frá yfirvöldum eða hafa verið heimsóttir af rannsóknarmönnum, er það nú orðið of seint.“ Þagað um vandann „Menn hafa alltaf þagað yfir þessu máli,“ segir Aðalsteinn. „Þeir sem höfðu verið rannsakaðir höfðu ekkert sagt öðrum frá því. Ég byrjaði á því að segja félögum mínum frá þessu, og ætlaði að láta þetta spyrjast, en það gerði það ekki. Fæstir tóku þetta al- varlega, þeir héldu að þetta væri bara eitthvert grín.“ Aðalsteinn var kallaður til yfir- heyrslu hjá rannsóknarmönnum eftir að hann hafði lagt fram kæruna gegn sjálfum sér. „Þeir sögðu að það yrðu allir innflytjendur íslenskra hesta teknir fyrir, einnig þeir sem hafa bara flutt inn einn hest.“ Aðalsteinn hefur aðeins flutt inn 30-40 hross á sl. þremur árum, en þarf að greiða um 10 þúsund mörk, eða 400 þúsund íslenskar krónur. Hann segir stærstu innflytjenduma flytja inn allt að hundrað hesta á ári. Því má gera ráð fyrir að sektar- greiðslur þeirra geti numið mörgum milljónum. Yfirheyrður vegna kaupa á tveimur hestum fyrir sjö árum Wemer Bemhard, Þjóðverji sem bjó um skeið á íslandi en á nú heima í Bæjaralandi, keypti tvo hesta frá ís- landi fyrir sjö árum. Hann segist hafa fengið heimsókn frá tollrannsóknar- mönnum í bytjun júní sl. „Þeir vissu miklu meira en þeir sögðu frá í upp- hafi, þannig að það þýddi ekkert að reyna að ljúga að þeim, eða segjast ekkert vita. Þeir sögðust vinna með ís- lenskum tollayfirvöldum, og að áhersl- an væri mest á að rannsaka stóra inn- flytjendur sem flyttu inn ræktunar- hross. Þeir sögðu að það gæti tekið tvö ár eða meira að ljúka við rannsókn málsins. Það versta sem gæti komið fyrir þá einstaklinga sem keypt hefðu fáein hross, væri að þurfa að borga mismuninn á uppgefnum og raunveru- legum skatti og tollum.“ Hestamir tveir sem Bemhard keypti fyrir sjö árum vom hryssa á 160 þúsund krónur og geldingur á 250 þúsund krónur. Honum var sagt að hann yrði að greiða aukalega um það bil 500-1.000 mörk, eða 20-40 þúsund krónur, fyrir hvom hest. Bernhard segir að allir þeir sem hann þekkir sem eiga hesta frá ís- landi hafi verið heimsóttir af rann- sóknarmönnum, þeir fyrstu í mars sl. Getur einnig varðað við islensk Iög Vegna samstarfssamninga getur Evrópusambandið krafist aðstoðar ís- lenskra yfirvalda við rannsóknir sem þessar. Beiðni barst frá UCLAF, rannsóknardeild innan Evrópusam- bandsins, til Ríkistollstjóra um aðstoð við rannsókn á útflutningi hesta frá íslandi í júlí 1998. „Það voru send til okkar tollskjöl sem höfðu verið gefin fram í tolli úti,“ segir Hermann Guðmundsson, for- stöðumaður lögfræði- og tollgæslu- deildar hjá Ríkistollstjóra. „Við vor- um beðnir um að athuga hvort ástæða væri til að ætla að það væri um misferli að ræða við innflutning á hestum til Evrópusambandsins. Það sem þetta snýst um er að finna hið raunverulega verð. Þetta snertir ís- lensk skattayfirvöld, því ef rétt er að ranglega sé gert grein fyrir söluverði er verið að hafa tekjur af ríkissjóði hér, auk þess sem verið er að leggja grunn að undanskoti í útlöndum." Hermann segir að rannsóknin sé ekki komin langt af stað hér á landi, og að hún verði tímafrek og erfið, meðal annars vegna þess að lítið sé um sönnunargögn. „Ríkistollstjóri, lögreglan og skatt- urinn hafa út af fyrir sig verið að gefa þessu auga áður, en það er meira en að segja það að fara ofan í saumana á svona málum. Það eru aðallega tveir menn hjá okkur að vinna að þessu, nokkrir lögreglumenn og starfsmenn hjá Skattrannsóknarstjóra." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa bankareikningar manna sem tengjast hrossaútflutningi meðal annars verið athugaðir. Hingað til hefur rannsókn Evrópusambandsins og Þjóðverja á málinu farið fram á meginlandi Evrópu og á íslandi með aðstoð íslenskra yfirvalda, en líklegt er að rapnsóknarmenn þaðan muni koma til íslands fyrr eða síðar. Þörf á vel skipu- lögðum aðgerðum Viðmælendum Morgunblaðsins, sem þekkja til hestaútflutnings ber ekki saman um hversu alvarleg áhrif rannsóknarinnai’ verði, enda er mjög mismunandi hversu miklar upplýs- ingar menn hafa um gang hennar og hugsanlegar afleiðingar. Karola Schmeil, lögfræðingur hjá lögfræðistofunni Nahme Sternberg Johnen í Hannover, sem aðstoðað hefur nokkra innflytjendur íslenski-a hesta í Þýskalandi og er sjálf hesta- manneskja, telur að málið geti valdið algeru hruni íslensks hestaútflutn- ings til Þýskalands, og vandinn muni síðan breiðast út til annarra landa. Hún segir að eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta sé að íslensk yfirvöld og samtök hrossbænda og -útflytj- enda grípi til vel skipulagðra póli- tískra og lögfræðilegra aðgerða tfl að reyna að takmarka skaðann svo sem unnt er. Hún segist hafa unnið mikið að málinu og ígrundað það, og hafa hugmyndir um til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa. Hún er auk þess í samstarfi við einn helsta sérfræðing í tollamálum í Þýskalandi. Hún segir að þar sem á íslandi hafi málið ekki verið tekið nógu alvarlega, hafi eng- inn viljað ráða hana tfl að vinna að því fram að þessu. Hrossaútflutningur vanmetinn atvinnuvegur Árið 1996 voru seld 827 hross tfl Þýskalands, í fyrra um á sjötta hundrað, og 26. mars á þessu ári höfðu farið þangað 150 hross. Sam- tals hafa frá stríðslokum yfir sextán þúsund íslenskir hestar verið fluttir þangað. Áður hefur verið vakin athygli á því að hrossaútflutningur sé í raun mun mikflvægari atvinnuvegur en fram kemur í útflutningsskýrslum, vegna þess að verðið sé vanáætlað. í skýrslu sem Hagþjónusta landbúnaðarins lét gera í fyrra var áætlað að raunveruleg velta í útflutningi hrossa hefði árið 1996 verið tæpar 787 milljónir króna. Þar kom einnig fram að viðskipti með hross innanlands virtust yfirleitt lítt koma fram í opinberum tölum, og þær tölur sem fram komi séu oft ótrúverð- ugar. FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 29 Stjórn Gunnarsstofnunar ræður Skúla Björn Gunnarsson forstöðumann stofnunarinnar Horfið frá ráðningu vegna skrifa um skáldið Samkvæmt reglugerð um Gunnarsstofnun, Stofnun Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri, er hlutverk stofnunarinnar m.a. að leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnars- sonar skálds. Sviptingar hafa verið í kringum ráðningu forstöðumanns stofnunarinnar, sem var ákveðin í gær. SKÚLI Bjöm Gunnarsson ís- lenskufræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Gunn- arsstofnunar. Þetta kom fram í fréttatflkynningu sem Helgi Gísla- son, stjómarformaður Gunnarsstofn- unar, sendi frá sér í gær. Vegna vinnu- bragða við ráðninguna sagði Hrafnkefl A Jónsson, einn þriggja stjómar- manna stofnunarinnar, af sér. Forsaga málsins er sú að staða for- stöðumanns var auglýst og var um- sóknarfrestur ákveðinn til 31. maí. 11 umsóknir bámst, þar af ein eftir að umsóknarfrestur hafði mnnið út. Gallup-stofnunin var fengin til þess að leggja mat á umsækjendur. For- maður stjórnar ákvað að taka aðeins til umfjöllunar þær 10 umsóknir sem bárust á auglýstum umsóknartíma. Helgi og Hrafnkell viku sæti Meðal umsækjenda var Finnur N. Karlsson, stjórnarformaður Héraðs- skjalasafns Austfirðinga, og vék Hrafnkell því sæti við meðferð máls- ins, þar sem hann er héraðsskjala- vörður. Einnig var frænka formanns- ins, Helga Gíslasonar, meðal umsækj- enda og því vék hann einnig sæti. Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur var skipaður varaformaður og tók sæti í stjóm í stað Helga og Jóhanna Bergmann tók sæti Hrafnkels. Ákveðið vai- að ganga til viðræðna við Arthúr Björgvin Bollason um að hann tæki við stöðu forstöðumanns. Þá kom í ljós að hann hafði á sínum tíma ritað greinar í tímaritið Þjóðlíf og skrifað bókina Ljóshærða vfllidýr- ið, og þar bendlað Gunnar Gunnars- son, hvers minningu stofnunin er tfl- einkuð, við nasisma. Hafði hann ekki getið skrifanna í umsókn sinni. Fjöl- skylda skáldsins var alls ósátt við ráðningu Ai-thúrs, sem hún taldi hafa lagt sig fram um að veitast að því. í ljósi þessara nýju upplýsinga var gengið til viðræðna við Skúla Bjöm Gunnarsson og hann ráðinn. Ósáttur við ráðninguna Við þetta var Hrafnkell Jónsson ósáttur, þar sem Skúli hafði ekki skil- að inn umsókn fyrr en þremur vikum eftir auglýstan umsóknarfrest. í greinargerð Hrafnkels, sem hann sendi frá sér í gær, segir: „Ég mót- mælti þegar því að umsókn sem borist hefði mörgum vikum eftir að umsóknarfrestur rann út yrði tekin til afgreiðslu. Mótmæli mín höfðu ekkert með Skúla Björn að gera, það er hins vegar skoðun mín að ekki sé stætt á því að hunsa svo algerlega auglýstan umsóknarfrest, auk þess sé verið að lítilsvirða þá sem í góðri trú lögðu á sig að sækja innan tilskflinna tímamarka." Þá segir Hrafnkell að Finnur Karlsson hafi verið hærri en Skúli Björn í einkunnagjöf ráðningar- stofu Gallups. Helgi Gíslason, formaður stjómar Gunnarsstofnunar, segir að eðlflegt hafi verið að taka tfl meðferðar um- sóknir sem bárast of seint. „í upphafi vissi stjóm ekki betur en hún ætti að hafna umsóknum sem bærast of seint. Síðan var okkur bent á að okk- ur væri í sjálfsvald sett hvort svo væri gert. Menntamálaráðuneytið var upplýst um þetta og gerði engar at- hugasemdir." Helgi segir að mat Ráðningarstofu Gallups sem Hrafnkell vísar tfl hafi falist í ótal mörgum þáttum og því sé ekki víst að sá hæsti í einkunnagjöf sé endilega gæddur þeim eiginleikum sem sóst sé eftir. Hann segist harma að Hrafnkell Jónsson skuli hafa látið af stjórnar- setu. „Ráðuneytið hefur óskað eftir tflnefningu í sæti hans og ég lít svo á að mestu skipti fyrir stofnunina að friður ríki um hana og að unnt verði að ýta starfsemi hennar úr vör. Það hefur lengi verið beðið eftir að þessi mikla og einstæða gjöf Gunnars Gunnarssonar skálds verði nýtt í þágji menningarstarfsemi á Áust- fjörðum," segir Helgi. Hann vfll einnig taka fram að enginn umsækj- andi hafi verið sniðgenginn, allir hafi þeir farið í faglegt mat. Skúli Bjöm Gunnarsson segir að ýmsar persónulegar ástæður hafi legið að baki því að hann sótti svo seint um stöðu forstöðumanns Gunnarsstofnun- ar. „Þetta er starf sem ég hafði hugsað mér að sækja um, en svo stóð þannig á hjá mér á meðan umsóknarfrestur var gefinn að ég sá mér ekki fært að sækja um. Svo breyttust aðstæður og ég var hvattur tfl þess. Þá lét ég slag standa, þar sem mér skildist á ráðn- GUNNAR Gunnarsson skáld. ingarstofunni að vegna þess að ekki væri búið að ráða í starfið væri í lagi að sækja um,“ segir hann. Skrifaði „rætnar greinar“ Franzisca Gunnarsdóttir, sonar- dóttir Gunnars Gunnarssonar, segir ástæðuna fyrir að hún, fyrir hönd fjölskyldu sinnar, hafi beitt sér gegn því að Arthúr Björgvin Bollason yrði ráðinn forstöðumaður Gunnarsstofn- unar vera þríþætta. „í fyrsta lagi skrifaði hann tvær rætnar greinar um Gunnar i tímaritið Þjóðlíf á sínum tíma, byggðar á hæpnum forsendum. í öðru lagi, u.þ.b. fjórum áram síðar, færði hann sig upp á skaftið og fjall- aði enn um Gunnar Gunnarsson í bókinni Ljóshærða villidýrið. Og enn þagði ég. En það koma að því er hann - í þriðja lagi - misnotaði fréttamenn sjónvarps tfl að auglýsa bókina sína í fréttatímanum. Ég hafði ekki talið skrif hans svaraverð fyrr en þá, en öðra máli gegndi þegar kom að fréttamönnum sjónvarps. Þá met ég mikils," segir hún. í kjölfarið skrifaði hún grein í Morgunblaðið um meinta aðför Arthúrs að látnum listamanni og svaraði Arthúr í blaðinu. Því svaraði Franziska með annarri grein. „í ljósi þessa þykir mér yfirmáta hlálegt að einmitt þessi maður skuli dirfast, og yfirleitt sækjast eftir, að gerast for- stöðumaður stofnunar Gunnars Hrafnkell A. Jónsson segir af sér í sfjórn Gunnarssonar," segir Franzisca. Aðspurður hvers vegna hann hafi sótt um starfið, eftir að hafa lent í rit- deflum við bamabam skáldsins, segir Arthúr Björgvin Bollason: „Ég sótti um þetta starf vegna þess að óskað var eftir manni sem hefði tengsl við útlönd, tengsl við fjölmiðla, kynni er- lend tungumál og hefði haft einhvers konar kynni af bókmenntum. Mér fannst þetta mjög spennandi verkefni og þar að auki hef ég af persónuleg- um ástæðum verið að íhuga að flytja á landsbyggðina." Arthúr segir aðra ástæðu fyrir um- sókn sinni hafa verið þá að hann hafi talið að tími væri kominn tfl að1 •- hreinsa slyðraorðið af skáldinu í Þýskalandi. „Gunnar hefur verið lítið ræddur þar eða gefinn út eftir stríð, en tengslum mínum við bókmennta- stofnanir í Þýskalandi, blaðamenn og aðra er þannig háttað að ég taldi hugsanlegt að gera eitthvað í þeim málum,“ segir Arthúr. Hélt að bókin myndi ekki standa sér fyrir þrifum Ai'thúr segir að hann hafi haft litlar áhyggjur af því að bókin Ljóshærða vfllidýrið myndi standa honum fyrir _* þrifum. „Þar er að vísu fjallað um ferðalög Gunnars Gunnarssonar til Þýskalands á fjórða áratugnum. En í lokakaflanum sagði ég að í ljósi alls sem á undan hefði verið sagt væri rétt að vera varfærinn í mati á af- skiptum íslenskra skálda og fræði- manna af menningarpólitík nasista," segir Arthúr. „Tónninn í bókinni er í rauninni sá, að Gunnar hafi kannski á tímabili ver- ið í vondum félagsskap, án þess að nokkuð meira sé fullyrt. Ég hefði aldrei sótt um starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar ef ég hefði litið svo á að Gunnar Gunnarsson hefði verið vafasamur maður. Ég hef dálæti á verkum hans og hef alltaf haft,“ segir * Arthúr. Arthúr gat skrifa sinna um skáldið ekki í umsókninni um forstöðumanns- starfið. Hefði ekki verið rétt að gera það? „Fyrir tíu áram birtist þessi dæmalausa skammargrein Franziscu Gunnarsdóttur í Morgunblaðinu. Ég svaraði þeirri grein með annarri stuttri, þar sem ég bar óhróðurinn af mér. En ég taldi ekki skipta máli fyr- ir þessa umsókn mína þótt einhver kona í Grafarvoginum ætti í erfiðleik- uip með að vinna úr einhverjum kap- ítula í lífi afa síns. Ekkert í bókinni er1 hægt að h'ta á sem dylgjur í garð Gunnars," segir Arthúr, „hugsanleg geðbrigði þessarar konu í sambandi við þetta mál fundust mér ekki koma umsókn minni hjá þessari menning- arstofnun við.“ Arthúr segist hafa haft samband við lögfræðing og hann hafi nú í at- hugun hvort tilefni sé tfl að höfða mál á hendur stjórn Gunnarsstofnunar. „Það er ekkert launungarmál að það vora samningaviðræður í gangi um að ég kæmi tfl kennslu við háskóla í Þýskalandi. Eftir að ég fékk vflyrði fyrir starfinu 6. júlí, spurði ég Helga Gíslason að því morguninn eftir, þeg- ar hann hringdi í mig og bauð mig velkominn tfl starfa, hvort mál væri ekki til komið að ég færi að losa mig úr öðram verkefnum. Hann hvatti mig til þess. Ég var hvattur tfl þess að fara að vinna undirbúningsvinnu, enda væri stutt til haustsins,“ segir Arthúr Björgvin. Hann segist einnig hafa haft í hönd- unum samning um útgáfu bókar, sem hann hafi slitið. „Mér sýndist að starf- ið myndi verða krefjandi og ekki gefa^ tíma tfl bókarskrifta,“ segir hann. SKRIÐUKLAUSTUR í Fljótsdal, þar sem Gunnar Gunnarsson skáld bjó. Hann ánafnaði íslenska ríkinu húsi og jörð árið 1948.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.