Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 25 32°C Fimmtudagur 29. júlí Ekkert lát á miklum hitum í Bandaríkj unum EKKERT lát er á þeim gífurlegu hitum sem verið hafa víða í Banda- ríkjunum undanfama daga og telja veðurfræðingar að hitastigið muni verða nær 40 gráðum að minnsta kosti fram yfír helgi, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin CBS greindi frá í gær. Mánuðurinn er orðinn heitasti júlí í New York frá því mælingar hófust. Hitinn hefur mælst yfir 100 gráð- ur á Farenheit, eða um 40 gráður á celsíus, allt norður til Dakótaríkj- anna við kanadísku landamærin, en hefur verið þrálátastur í Miðvestur- ríkjunum. Hafa hátt í sextíu manns látist af völdum hitans síðan um miðjan mánuðirin. í borginni Bis- marck í Norður-Dakóta fór hitinn í 100 gráður á Farenheit í fyrsta sinn í átta ár. Spáð var 37 stiga hita í borginni Atlanta í Georgíuríki í dag, en í slík- um stórborgum er það ekki bara hitinn sem veldur fólki óþægindum heldur einnig mengun og gífurlegur loftraki. Mikill viðbúnaður er á neyðarmóttökum sjúkrahúsa og ei-u það börn, aldraðir og fólk með önd- unarfærasjúkdóma sem er í mestri hættu vegna veðursins. Vilja ekki loftkælingu AP EITT hundrað og sex gráður á Farenheit, eða 41 gráða á Celsí- us, var hitinn í miðborg Little Rock í Arkansas síðdegis á mið- vikudag. Yfirvöld hvetja fólk til að halda sig innandyra í loftkældum húsum og hafa auga með því hvort ein- hverjir þráist við að nota loftkæl- ingu. Margir telja slíkt vera munað sem hægt er að vera án. I Georgíu- ríki lést 79 ára gömul kona sem hafði farið að sofa með alla glugga á húsi sínu lokaða og slökkt á loftkæl- ingunni. „Eg get ekki ímyndað mér hvem- ig það væri að vera án loftkælingar til langframa," sagði dr. Phillips Burch, læknir í St. Louis, í samtali við CNW-sjónvarpið bandaríska. „En sumir hafa komist af án slíks alla sína ævi og era of stoltir til að breyta því. Öðrum finnst það of dýrt eða hafa ekki efni á því.“ Burch kvaðst vona að fréttir um andlát af völdum hitans yrðu til þess að „vinir og vandamenn og yf- irvöld gerðu meira til að vemda fólk“. Gífurlegt álag hefur verið á rafmagnsveitum vegna mikillar notkunar á loftkælikerfum og fólk verið beðið að spara eftir mætti. Pótt hitinn sé mikill er hann víða lítið hæmi en að meðaltali á sumrin, að því er fram kom í fréttum CNN. Hins vegar er mjög óvenjulegt að hitastigið sé svona hátt svo víða í Bandaríkjunum. Skemmd vara seld SÞ NORSKA niðursuðufyrirtækið Norconserv hefur fallist á að greiða Matvælaaðstoð Samein- uðu þjóðanna um 30 milljónir ís- lenskra króna í bætur en í ljós hefur komið, að niðursuðuvara, sem fyrirtækið seldi samtökun- um, var skemmd. í frétt í norska blaðinu Aften- posten segir, að um hafi verið að ræða niðursoðinn makríl, sem var meðal annars sendur til Grænhöfðaeyja. Par tóku dós- irnar upp á því að springa með miklum látum en talsmaður fyr- irtækisins vildi þó ekki viður- kenna, að sökin væri hjá því. Sagði hann, að ástæðan væri vafalaust sú, að flutningi og geymslu hefði verið ábótavant. Bresk rannsóknastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn hefði skemmst í framleiðslu. Nokkra síðar fóra makríldósir frá Norconserv að springa í Ekvador og þá sáu forsvars- menn fyrirtækisins þann kost vænstan að samþykkja skaða- bætur. Hefur það enda komið í ljós, að dósimar voru gallaðar og ekki nógu þéttar. 1 1 r* I % § B y jrv *• 4» j gr\ #4 i i u u iiViSisr tati naour 5 "690691 220006' tu pervertar ,4T>y£j«!istar- sögunnar Nakin á^jnglínu ^ Á klámhájtÆr í " Cannes Enski boltinn á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.