Morgunblaðið - 30.07.1999, Page 25

Morgunblaðið - 30.07.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 25 32°C Fimmtudagur 29. júlí Ekkert lát á miklum hitum í Bandaríkj unum EKKERT lát er á þeim gífurlegu hitum sem verið hafa víða í Banda- ríkjunum undanfama daga og telja veðurfræðingar að hitastigið muni verða nær 40 gráðum að minnsta kosti fram yfír helgi, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin CBS greindi frá í gær. Mánuðurinn er orðinn heitasti júlí í New York frá því mælingar hófust. Hitinn hefur mælst yfir 100 gráð- ur á Farenheit, eða um 40 gráður á celsíus, allt norður til Dakótaríkj- anna við kanadísku landamærin, en hefur verið þrálátastur í Miðvestur- ríkjunum. Hafa hátt í sextíu manns látist af völdum hitans síðan um miðjan mánuðirin. í borginni Bis- marck í Norður-Dakóta fór hitinn í 100 gráður á Farenheit í fyrsta sinn í átta ár. Spáð var 37 stiga hita í borginni Atlanta í Georgíuríki í dag, en í slík- um stórborgum er það ekki bara hitinn sem veldur fólki óþægindum heldur einnig mengun og gífurlegur loftraki. Mikill viðbúnaður er á neyðarmóttökum sjúkrahúsa og ei-u það börn, aldraðir og fólk með önd- unarfærasjúkdóma sem er í mestri hættu vegna veðursins. Vilja ekki loftkælingu AP EITT hundrað og sex gráður á Farenheit, eða 41 gráða á Celsí- us, var hitinn í miðborg Little Rock í Arkansas síðdegis á mið- vikudag. Yfirvöld hvetja fólk til að halda sig innandyra í loftkældum húsum og hafa auga með því hvort ein- hverjir þráist við að nota loftkæl- ingu. Margir telja slíkt vera munað sem hægt er að vera án. I Georgíu- ríki lést 79 ára gömul kona sem hafði farið að sofa með alla glugga á húsi sínu lokaða og slökkt á loftkæl- ingunni. „Eg get ekki ímyndað mér hvem- ig það væri að vera án loftkælingar til langframa," sagði dr. Phillips Burch, læknir í St. Louis, í samtali við CNW-sjónvarpið bandaríska. „En sumir hafa komist af án slíks alla sína ævi og era of stoltir til að breyta því. Öðrum finnst það of dýrt eða hafa ekki efni á því.“ Burch kvaðst vona að fréttir um andlát af völdum hitans yrðu til þess að „vinir og vandamenn og yf- irvöld gerðu meira til að vemda fólk“. Gífurlegt álag hefur verið á rafmagnsveitum vegna mikillar notkunar á loftkælikerfum og fólk verið beðið að spara eftir mætti. Pótt hitinn sé mikill er hann víða lítið hæmi en að meðaltali á sumrin, að því er fram kom í fréttum CNN. Hins vegar er mjög óvenjulegt að hitastigið sé svona hátt svo víða í Bandaríkjunum. Skemmd vara seld SÞ NORSKA niðursuðufyrirtækið Norconserv hefur fallist á að greiða Matvælaaðstoð Samein- uðu þjóðanna um 30 milljónir ís- lenskra króna í bætur en í ljós hefur komið, að niðursuðuvara, sem fyrirtækið seldi samtökun- um, var skemmd. í frétt í norska blaðinu Aften- posten segir, að um hafi verið að ræða niðursoðinn makríl, sem var meðal annars sendur til Grænhöfðaeyja. Par tóku dós- irnar upp á því að springa með miklum látum en talsmaður fyr- irtækisins vildi þó ekki viður- kenna, að sökin væri hjá því. Sagði hann, að ástæðan væri vafalaust sú, að flutningi og geymslu hefði verið ábótavant. Bresk rannsóknastofa komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að fiskurinn hefði skemmst í framleiðslu. Nokkra síðar fóra makríldósir frá Norconserv að springa í Ekvador og þá sáu forsvars- menn fyrirtækisins þann kost vænstan að samþykkja skaða- bætur. Hefur það enda komið í ljós, að dósimar voru gallaðar og ekki nógu þéttar. 1 1 r* I % § B y jrv *• 4» j gr\ #4 i i u u iiViSisr tati naour 5 "690691 220006' tu pervertar ,4T>y£j«!istar- sögunnar Nakin á^jnglínu ^ Á klámhájtÆr í " Cannes Enski boltinn á Netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.