Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 27 LISTIR Sungið til dýrðar Guði ÞAÐ fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á H-moll-messu Bachs. Uppselt er á tónieikana í Skálholti í kvöld kl. 20 og miðar seljast ört á tónleikana í Hall- grímskirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.30. H-moll-messan þykir með erfið- ari kórverkum sem tD eru og flytur Mótettukórinn, undir stjórn Harð- ar Áskelssonar, hana nú í fyrsta skipti. Hátt í 100 manns taka þátt í flutningnum, 60 manna kór, 30 hljóðfæraleikarar og fjórir ein- söngvarar. Einsöngvararnir eru þau Þóra Einarsdóttir sópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Krist- inn Sigmundsson bassi og finnska söngkonan Monika Groop, sem þykir messósópran á heimsmæli- kvarða. „Það er erfitt að lýsa þessu verki," segir Kristinn þegar blaða- maður leitar útskýringa. „Þetta er stórkostlegt verk og að reyna að lýsa því er eins og að reyna að lýsa himninum." „Þetta eru ekki langir kaflar sem við syngjum," bætir Gunnar við, en hann syngur dúett með Þóru og eina aríu. „Þetta ligg- ur mikið á herðum kórsins og ég held að æfingarnar hjá honum séu búnar að vera strangar." Prófsteinn á getu kórsins Þessu samsinnir Hörður og segir lítinn vafa leika á að þetta sé með kröfuharðari kórverkum. „Ef við tökum bara verk Bachs til saman- burðar þá er þetta að því leytinu kröfuharðara en hin að þáttur kórsins er miklu stærri og um- fangsmeiri. Þannig að þetta er miklu meira kórverk en til dæmis Jóhannesar- eða Matthíasarpassí- an og Jólaóratorían," segir hann og bætir við að þetta sé jafnframt ákveðinn prófsteinn á getu kórsins. Kórinn hefur æft stíft síðustu vikuna því ákveðið var að ganga ekki á sumarfrí fólks, heldur myndi kórinn hittast viku fyrir flutning og æfa þá af krafti. „Það hafa verið æfingar alla helgina og á hverju kvöldi, þannig að kórfélagar leggja á sig mikla vinnu til að ná þessu marki og veitir ekkert af. En svo kemur aftur á móti, sem hjálpar okkur geysilega, að fólk er óþreytt og gengur að verkinu með mikilli gleði," segir Hörður, en að hans mati er hægt að æfa H-moll-mess- una endalaust. Kristinn segir ákveðna áhættu felast í tónlistinni. „Það sem er svo hættulegt í þessari músík er að hún er mjög flókin. Það eru alls konar beygjur og slaufur í henni og ef söngvarinn tekur vitlausa beygju er hann lentur í annarri tóntegund og kemst aldrei aftur til baka." Hann bætir við á léttari nót- um: „Þetta er svona svipað og að vera í geimfari á sporbaug um jörðina. Ef farið fer út fyrir þennan sporbaug kemur það aldrei aftur. Mér finnst þetta vera svona svipuð tilfinning." Bach nútímalegur „Bach skrifar í rauninni ótrú- lega nútímalega tónlist þegar maður fer að hugsa um það," seg- ir Gunnar og bæði Kristinn og Þóra samsinna. Þóra, sem skaust heim til að syngja við messuna eftir að hafa verið við Opera North í Leeds í vetur, gengur jafnvel lengra og segir hægt að líkja tónlist Bachs við nútíma- djass. „Hann var kominn svo langt í allri þróun að það varð eiginlega engin sérstök þróun eftir það," segir Gunnar og heldur áfram að hugleiða nútímaeiginleika tón- skáldsins. „Þannig að músíkin er í rauninni eins og flóknasta nú- tímatónlist." Hörður segir H-moll-messuna góða áminningu til söngvara og kórstjóra um að menn séu í raun aldrei orðnir nógu góðir. „Frammi fyrir þessu verki verður maður svolítið lítill af því að það er svo mikil snilld í hverjum einasta takti og í hverjum kafla að maður er al- veg gáttaður á þessu." Saga verksins gefur því líka mikla sérstöðu, því það er samsett verk frá mörgum skeiðum tón- skáldsins. „Bach var að föndra við þetta sjálfur án nokkurs sérstaks tilefnis," segir Hörður. „Kannski hefur hann verið að hugsa að með þessu verki vildi hann skilja eftir á þessu sviði söngverka eitt verk sem hann virkilega hefði lagt allt í og mér finnst maður einhvern veg- inn upplifa verkið þannig." Morgunblaðið/Golli HÖRÐUR Áskelsson, Þóra Einarsdóttir, Kristinn Sigmundsson, Monika Groop og Gunnar Guðbjörnsson taka öll þátt í flutningi H-moll messunnar. MONICA Groop söng Jdla- óratoríu Bachs með Mótettukórnum 1995. Hún er nú komin aftur til landsins til að taka þátt í flutningi H-nioli messunnar. „Það stóð alltaf til að ég kæmi aftur því þetta var svo stutt heimsókn," segir Monika og vonast til að fá meiri tíma til að skoða sig um í þetta skipti. Messósópraninn Monika þyk- ir söngkona á heimsmæli- kvarða. Hún hefur komið fram í mörgum af þekktustu óperu- húsum heims og ddmar ensku pressunnar lofuðu hana ein- rdma fyrir þátttöku sína í „La Clemenza di Tito" eftir Mozart á Glyndebourne núna í sumar. I þeirri dperu söng hún „castrato" hlutverk Sesto. En Monika syngur reglulega hlut- verk sem hún kallar „buxna- hlutverk". „Það er að hluta til af því að röddin er á dýpri skala messdsdpransins. En þetta er líka spurning um hvernig maður syngur. Því það er hægt að beita röddina á mjög kvenlegan máta," segir hún til útskýringar. „Þetta hef- ur því ekki bara með röddina að gera heldur Ifka hvernig karakter söngkonan er á svið- iim, því sumar söngkonur geta Erfíðasta aría sem ég þekki einfaldlega ekki sungið „buxnahlutverk". Ahorfandinn hugsar alltaf um þær sem kon- ur í karlhlutverki. Ég held að erfiðasti hlutinn við „buxna- hlutverk" sé að gleyma á viss- an hátt að þú ert kona. Auðvit- að geta allir séð að um konu er að ræða, en stundum geta þeir gleymt því ef söngkonan er sannfærandi í hlutverkinu." Monika hefur kosið að fast- ráða sig ekki við neitt ákveðið dperuhús, heldur kýs hún frek- ar lífið í lausamennskunni. „Þannig get ég farið hvert sem er í heiminum og sungið þar sem ég fæ áhugaverð tilboð. Ef ég væri fastráðin við eitt dp- eruhús þá veitti það vissulega ákveðið öryggi, en það hindr- aði mig líka í að taka þeim til- boðum sem heilla. Þetta veitir mér miklu meiri fjölbreytni, því einn daginn er ég einsöngv- ari og annan syng ég í stðrri dperu." Lausamennskan hefur þd einnig, að hennar sögn, vissa erfiðleika í för með sér því söngvarar sem leggja hana fyrir sig verða stöðugt að vera að læra ný hlutverk. Moniku finnst sá hluti þd ekki síður skemmtilegur og segist hún jafnan hafa fjölda partitúra i farangrinum. „Þetta gerir verkaskrána breiðari og það finnst mér virkilega gefandi." Hlutverk Moniku í H-moll messunni er gjördlíkt hlutverki Sesto sem hún söng í sumar. „Bach er alltaf mjög erfiður og mér finnst þessi messa án aefa vera eitt mest krefjandi verk sem ég tekst á við." „Sem tdnverk er messan stdrkostleg," segir Monika og kveður hana einkennast af djúpri trúartilfinningu. „H- moll messan inniheldur eina mest krefjandi aríu sem ég þekki. Það er Agnus Dei sem er síðasti hluti messunnar. Arí- an er tæknilega mjög erfitt verk en líka einstaklega fal- leg," segir hún og bætir við að arían hafi þau áhrif á hana að hún vilji ná að syngja hana á fullkominn hátt. „Maður verð- ur að bíða lengi því hún er í lok verksins, en það er alveg þess virði." Hollenskir hönnuðir í Kramhúsinu NÚ stendur yfir samsýning hollenskra iðnhönnuða í Kramhúsinu. Á sýningunni eru nytjahlutir og nytjaMst, mikið unnið með endur- vinnslu og/eða hlutir teknir úr eðlilegri notkun og gefið nýtt hlutverk. Að sögn Vigdísar Jónsdóttur, sem stendur að sýningunni, eru hér á ferðinni hönnuðir og hönnunarfyrir- tæki sem hafa hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, bæði í Hollandi og alþjóðlega. Má þar helst nefna Henk Stallinga sem á verk á flest- um þekktum nútímalistasöfn- um og var einn af þremur sem hönnuðu Garden Café í MOMA-listasafninu í New York. Þar gerði hann Square meter of Cosyness sem er loftljós sett saman úr svoköll- uðum Blister-lömpum sem sjá má á sýningunni. Stallinga hefur einfaldleik- ann að leiðarijósi og endanleg útfærsla á verkum hans er oft í höndum notenda. Á hönnunarsýningu í Köln fyrr á árinu valdi tímaritið WaJlpaper verk hans Flex- ible Slab Mat og kynninguna á því eitt af tíu áhugaverð- ustu verkum sýningarinnar. Slab Mat er margnota gúmmípjatla sem notandinn útfærir á sinn hátt, t.d. sem blómavasa, blaðagrind, ávaxtaskál o.s.frv. Tsur Reshef, tsu.R, er ann- ar sem hægt er að sjá verk eftir í söfnum víða, en verk hans, ASA 100, er jólasería í filmuboxum. Að sögn Vigdís- ar hefur verkið slegið í gegn og nýlega hlaut hann viður- kenningu sem „The designer" hjá NRC Handels- blad í Hollandi. tsu.R vinnur Morgunblaðið/Kristinn VERK eftir Henk Stallinga á sýn- ingu hollenskra iðnhönnuða í Kramhúsinu. mikið með ljós og oft er erfitt að sjá nákvæmlega hvar ljós- ið skín því hann leikur sér að því að blekkja augað. Bart van Heesch er annar sem sýnir Ijós og hann lætur ljós sitt skína með einni rúss- neskri peru sem síðan endur- varpast í tugum ótengdra pera. Saar Oosterhof er ungur hönnuður sem hefur hlotið at- hygli fyrir útfærsl- ur sínar á hvers- dagshlutum unnum úr gúmmíi. „Borð- dúkur og skál, diskamotta og eggjabikar eru hlutir sem allir þekkja en útfærsla og efnisnotkun hjá Saar er nýstárleg. Hún tekur hluti úr daglegri notkun, bræðir saman og útkoman verður vægast sagt skemmtilega öðru- vísi en jafnframt svo hversdagsleg að geta horfið inn- an um allt hitt," segir Vigdís. Verk eftir Saar eru í nýju línunni hjá DMD, sem meðal annars vinnur með Droog design og er eitt þekktasta nafnið í hol- lenskum hönnunarheimi. Sýningin er opin föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 14-20 og er þetta síðasta sýn- ingarhelgi. Djasstríóið Svartfugl á Jömfrúnni SUMARTÓNLEIKARÖ Ð veitingahússins Jómfrú- rinnar við Lækjargötu heldur áfram í dag, laug- ardag, kl. 16. Á elleftu tónleikum sumarsins leik- ur djasstríóið Svartfugl. Tríóið er skipað Sigurði Flosasyni, saxófónleikara, Birni Thoroddsen, gítar- leikara og Gunnari Hrafhssyni, kontrabassa- leikara. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorgi ef veður leyfir, annars inni á veitingahúsinu. Urvals- söngvarar á Tíbrártón- leikum TÍBRÁRTÓNLEIKARÖ Ð í Kópavogi hefst á þriðjudagskvöld kl. 20.30 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Uppselt er á tónleikana á þriðjudags- kvöld en þeir verða endur- teknir fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fram koma Kristinn Sigmundsson bassi, Gunn- ar Guðbjörnsson tenór, Arndís Halla Ásgeirsdótt- ir sópran, Signý Sæ- mundsdóttir sópran og Ingveldur Yr Jónsdóttir mezzósópran. Með söngv- urunum á þriðjudagskvöld leikur Jónas Ingimundar- son á píanóið, listrænn ráðunautur Tíbrártón- leikaraðarinnar. Sýningum lýkur Gallerí Sölva Helgasonar MYNDLISTARSÝNING U Sigurrósar Stefánsdótt- ur í Galleríi Sölva Helga- sonar í Lónkoti í Skaga- firði, lýkur nú á sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er Sumarstemmning í Lónkoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.