Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 50
. 50 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Heimsmeistaramótið — Fjórða umferð, úrslit V. Topalov 2690 V. Kramnik 2760 0-1 0-1 M. Adams 2708 A. Dreev 2679 Vz-Vz Vz-Vz 1-0 1-0 S. Movsesian 2659 A. Fedorov 2659 !4-VS %-Vz 1-0 1/2.1/2 J. Polgar 2671 V. Zvjaqinsev 2652 1-0 1-0 A. Khalifman 2628 B. Gelfand 2713 1-0 V4-J4 L. Nisipeanu 2584 V. Ivanchuk 2702 K-34 1-0 Ivanchuk úr leik eftir ótrúlegan afleik SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAMÓTIÐ I SKÁK 30.júlí-29. ágúst VASSILY Ivanchuk (2.702) er úr leik á heimsmeistaramótinu í skák eftir tap gegn rúmenska stórmeist- aranum Liviu-Dieter Nisipeanu (2.584) í úrslitum fimmtu umferðar. Það kemur á óvart að Ivanchuk, einn sterkasti skákmaður heims, tapi fyrir manni sem er meira en hundrað stigum lægri á FIDE- stigalistanum. Það sem vakti þó mun meiri athygli var hvernig Ivanchuk tapaði. Eftir jafntefli í fyrstu þremur skákunum hafði Ivanchuk svart í þeirri fjórðu, þar sem tímamörkin voru 25 mínútur á mann. Hann virtist ekki ætla að fá neitt sérstakt út úr byrjuninni þeg- ar hann fórnaði skyndilega biskup á f2 í 13. leik, sem Nisipeanu gat ein- faldlega tekið án þess að bíða tjón af. Ivanchuk er þar með úr leik í keppninni, en Nisipeanu mætir Shirov í sjöttu umferð. Adams og Dreev gerðu jafntefli í 25 mín- útna skákunum, en í fyrri 15 mínútna skák- inni vann Dreev skipta- mun í endataflinu og • þótt sigurinn væri greinilega ekki auðsótt- ur þá var hann ekki í nokkurri taphættu. Þá gerðist óhappið og hann lék af sér skipta- mun þegar hann tók ekki eftir að riddari Ad- ams setti á hrók. Upp kom endatafl þar sem hvor hafði einn riddara, en Adams peði meira. Adams vann endataflið og það má segja að skiptamunsaf- leikurinn hafi gert út um möguleika Dreev, því Adams vann seinni skák- ina örugglega gegn vonsviknum andstæðingi sínum. Úrslit í atskákum má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi töflu, en í fimmtu umferð tefla: Kramnik - Adams Movsesian - Akopian Polgar - Khalifman Nisipeanu - Shirov VISA-lokamótið Eftir afleitan árangur í fimmtu umferð fóru íslensku keppendurnir aftur í gang í þeirri sjöttu. Helgi Áss gerði jafntefli við danska stór- meistarann Sune Berg Hansen, sem er efstur á mótinu. Jón Viktor virð- ist nú orðið eiga í fullu tré við stór- meistarana og gerði jafntefli við Lars Scandorff. Helgi Ólafsson vann svo sinn fyrsta sigur á mótinu þegar hann lagði danska alþjóðlega meistarann Nikolaj Borge. Staðan á mótinu er þessi að sex umferðum loknum: 1.-2. Sune Berg Hansen 4% v. 1.-2. Simen Agdestein 4V4 v. 3. Tiger Hillarp Persson 4 v. 4.-5. Helgi Áss Grétarsson 8V4 v. 4.-5. HeikM Westerinen 3V4 v. 6.-9. Jón V. Gunnarsson 3 v. 6.-9. Lars Schandorff 3 v. 6.-9. Einar Gausel 3 v. 6.-9. Jonny Hector 3 v. 10.-11. Helgi Ólafsson 2V4 v.+ 10.-11. Ralf Akesson 2¥z v.+ 12.-13. Torbjorn R. Hansen m v. 12.-13. Nikolaj Borge ÍVS v. 14. Heini Olsen 1 v. Helgarskákmót hjá TR Taflfélag Reykjavíkur heldur helgarskákmót 13.-15. ágúst. Tefld- ar verða sjö umferðir eftir Monrad- kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar eru með 30 mínútna umhugsunartíma en í fjórum síðustu umferðunum er umhugsunartíminn Wz klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til viðbótar til að ljúka skákinni. Umferðatafla: 1.-3. umf. 13.8. kl. 20-23. 4. umf. 14.8. kl. 10-14. 5. umf. 14.8. kl. 15-19. 6. umf. 15.8. kl. 10:30- 14:30. 7. umf. 15.8. kl. 15-19. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, kr. 12.000, kr. 8.000 og kr. 5.000. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir 16 ára og eldri (kr. 2.000 fyrir Vassily utanfélagsmenn), en Ivanchuk kr. 600 fyrir 15 ára og yngri (kr. 1.000 fyrir utanfélagsmenn). Skráning fer fram á mótsstað. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra skákviðburði sendist til skák- þáttar Morgunblaðsins með a.m.k. viku fyrirvara. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda at> hugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 18.8. Borgarskákmótið kl. 16. 21.8. SH. Útímót í Firði kl. 14. 27.8. Skákþing Kópavogs. 31.8. SÞÍ. Landsliðsflokkur. 31.8. SÞÍ. Kvennaflokkur. Daði Örn Jónsson Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vi& hreinxum: Rimla, strimla, plíseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúo. Sækjum og sendum ef óskao er. tstíkn&hmnsunin Sélh.imor 35 • Simi: 533 J634 • GSM: 397 3634 Mikið urval af fallegum rumfatnaði SkólavÖrðustíg21, Reykjavík, sími 551 4050 I DAG VELVAKA1\ÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Gunnlaugur Briem Islandsmeistararnir í rallý 1998 á fullri ferð. Mótorsport góður þáttur AHUGAMADUR um rall- íþróttina hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri ánægju sinni með umfjöll- un þáttarins Mótorsport á Stöð 2 um rallíþróttina og bifreiðaíþróttir almennt. Segir hann að Birgir Bragason, umsjónarmað- ur Mótorsports, geri þess- ari íþrótt mjög góð skil. Fjallað sé fagmannlega um aksturinn, skemmti- legar myndir sýndar og sérstaklega hafði hann haft gaman af að sjá upp- töku frá keppninni á Hólmavík, þar sem myndavél var höfð inni í bílunum og samanburður gerður á akstri tveggja bíla. Hvetur hann aðra fjölmiðla til að fylgja for- dæmi Stöðvar 2 og gera íþróttinni betri skil. Orðsending HÉR er orðsending til Ell- erts B. Schram: Haltu áfram að hugsa upphátt. Þú ert alveg frábær. Guðrún Jacobsen, Berg- staðastræti 34, taktu sem oftast upp pennann þinn. Það er okkur öllum í hag. Vinarkveðjur, Fína. Sammála .lóiu'nu STEFÁN hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa lesið grein Jónínu Benediktsdóttur í Morgunblaðinu sl. þriðju- dag og vera henni sam- mála. Sagðist hann stund- um þurfa að loka augunum þegar hann sæi fyrirsagnir DV. Hver þekkir vísurnar og höfunda? HAFT var samband við Velvakanda og hann beð- inn um aðstoð við að finna höfunda að eftirfarandi vísubrotum. Eins hafði við- komandi áhuga á að eign- ast vísurnar í heild sinni. Fyrstþáerégfórafstað fjarri öllum pínum húrraðiégheimanað íhjólbörunummínum. 0g: Þarna liggur Þuríður þar var margur piltur áleitinn Og-. Farðu vel þín komin er stundin. Þeir sem gætu gefið þess- ar upplýsingar vinsamlega hafið samband við Ragn- heiði Garðarsdóttur í síma 564 4999. Léleg þjónusta EG keypti í Raftækja- verslun íslands Creda- þvottavél í endaðan októ- ber '97. Nýlega bilaði vélin og var viðgerðarkostnað- urinn um 9 þúsund krónur. Var vatnsdælan ónýt og sagði viðgerðarmaður að það væri ekki okkar sök, það væri vegna þess að pakkning hefði gefið sig og væri það galli. Vildum við að verslunin tæki þátt í kostnaðinum með okkur, þeir borguðu a.m.k dæluna upp á 3.600 kr. en við rest- ina. Við töluðum við ungan afgreiðslumann sem vildi allt fyrir okkur gera en yf- irmenn hans vildu ekkert koma til móts við okkur. Finnst okkur þetta ekki góð þjónusta. Hanna Iris Guðmundsd., Suðurbraut 8, Hf. Tapað/fundið Myndavél týndist við Baulu MYNDAVÉL, Canon EOS, týndist í fjallgöngu á Baulu í Borgarfirði. Þeir sem hafa orðið varir við myndavélina hafi samband í síma 5672694. Þórarinn Tyrfingsson. Gleraugu týndust í Mjódd MÁNUDAGINN 9. ágúst týndust gleraugu. Var síð- ast með þau í Búnaðar- bankanum í Mjódd. Þau voru í skreyttu leður- hulstri. Skilvís finnandi hringi í Mörtu Tómasdótt- ur í síma 553 8377. Fund- arlaun. Dýrahald Kanína fæst gefins LÍTIL hvít kanína fæst gefins. Upplýsingar í síma 553 0084. ÞESSIR hressu krakkar frá Akur- eyri söfnuðu flðskum og notuðu ágóðann til að styrkja Rauða kross- inn. Alls sðfnuðu þau 3.510 krón- um. Þau eru frá vinstri: Vigdfs Arna Magnúsdóttir, Brynjar Darri Jónasson, Elvar Þór Bjarnason og Ólafur Jóhann Magnússon. Reynd- ar kváðust strákarnir hafa séð um söfnunina en af góðmennsku sinni leyfðu þeir henni Vigdísi Ornu að vera með á myndinni. Morgunblaðið/Kristján Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur til margra ára notað Öskjuhlíðina sem útivist- ar- og göngusvæði og fagnaði því mjög á sínum tíma þegar fallið var frá hugmyndinni um Fossvogsbraut- ina sem átti meðal annars að liggja meðfram Öskjuhlíðinni sunnan- verðri. Þessi áður fáfarna og frið- sæla gönguleið meðfram sjónum er nú orðin fjölfarin, jafnvel of fjölfarin að mati eigingjarns Víkverja sem naut þess að ganga einn úti í náttúr- unni án þess stöðugt að vera að mæta fólki. Hitt er annað mál að lofsvert er að svo vel hafi tekist til með göngustíginn, og nú síðast bað- aðstöðuna og kaffihúsið í Nauthóls- vík, að fleiri eru farnir að uppgötva dýrðina. Eins og margoft hefur komið fram á síðustu vikum lofar baðaðstaðan í Nauthólsvík góðu. Menn eru jafnvel strax farnir að velta fyrir sér hvort gert sé ráð fyrir of litlu svæði þar sem fólk getur dýrkað sólina eða baðað sig því mannfjöldinn hefur verið þvílíkur og slíkur á góðviðris- dögunum í sumar að erfitt verður að sjá að fleiri geti komist að þegar búið verður að opna svæðið formlega. Og skyldu bílastæðin vera á nægilega stóru svæði sé litið til framtíðar? í kjölfar nýja kaffihússins og breyt- ingarinnar á ströndinni hefur um- ferðin á Nauthólsvíkurveginum (frá Loftleiðahótelinu og út að sjó) aukist margfalt. Áður átti maður kannski von á að mæta 2-3 bílum meðan gengið var á götunni en nú skipta þeir tugum. Því er nauðsynlegt að leggja göngu- og hjólreiðastíg með- fram götunni sem og að lækka há- markshraðann niður í 30 km. Þó að göngustígur hafi verið lagður að hluta til meðfram trjánum í Öskju- hlíðinni - og verður kannski fullklár- aður einhvern tímann, dugir það ekki til. Umferð gangandi og hjólandi fólks mun samt sem áður alltaf verða meðfram veginum. Eins mættu eigendur skemmanna og hús- anna á svæðinu taka sig taki og mála húsin og gera þau upp. Það er ekki beint huggulegt að sitja í kvöldsól- inni á kaffihúsinu og horfa á þessi illa hirtu hús. Þau eru verulegt lýti í annars fallegu umhverfi. XXX MEÐ vaxandi samkeppni á síð- ustu árum hefur þjónusta fyrir- tækja hér á landi aukist til muna. Að sama skapi gerir almenningur sér grein fyrir hvað góð þjónusta skiptir miklu máli og er fljótur að snúa sér að nýju fyrirtæki telji hann sig ekki fá þjónustu við hæfi. Nú dugir við- skiptavininum ekki lengur að af- greiðslufólk á kassa stórmarkaðanna bjóði vélrænt góðan daginn heldur vill hann að sér sé sinnt eins og hann sé eini viðskiptavinur fyrirtækisins. Finni viðskiptavinur strax í byrjun að hann skipti starfsmanninn máli geta ýmis óþægindi orðið lítilvæg komi þau upp á. Fyrir þessu fann Víkverji í sumar þegar hann þurfti að leggjast inn á spítala vegna aðgerðar. Vegna sumarlokana var búið að sam- eina deildir og urðu sumir sjúkling- anna að liggja tímabundið frammi á gangi. Að vísu getur sjúklingur ekki snúið sér annað ef hann er óánægður með spítalaþjónustuna en vissulega skiptir viðmót starfsfólks máli og þá ekki síst hvernig tekið er á móti sjúk- lingunum í upphafi. Við komuna á spítalann lögðu starfsmenn mikið upp úr því að sjúk- lingnum væri gerð grein fyrir að- gerðinni, honum var fylgt af mis- munandi starfsmönnum í þær rann- sóknir sem hann þurfti að gangast undir í stað þess að vera sendur „niður ganginn til hægri og svo aftur til vinstri þar sem stendur..." Einnig var skýrt frá því að sérstakur hjúkr- unarfræðingur og sjúkraliði væru „hans". Þetta viðmót í upphafi varð til þess að á meðan á spítaladvölinni stóð gat Víkverji óhikað hnippt i „sitt" fólk þegar á þurfti að halda, sem veitti honum ákveðna öryggis- kennd og þá vissu að starfsfólkið væri ágætlega inni í hans málum. Og þótt hann lenti frammi á gangi sætti hann sig fyllilega við það, allt vegna þess hversu vingjarnlegt starfsfólk deildar 12G á Landspítalanum var í upphafi. Starfsfólk á þakkir skildar fyrir að sýna umhyggju og lipurð við erfið starfsskilyrði þar sem deildin er jafnvel á öðrum endanum og þús- und hlutir bíða eftir að verða gerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.