Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Róið á Þingvallavatni
ÞINGVALLAVATN er bæði
djúpt og kalt og því viturlegt að
skoða það og náttúru hins
friðlýsta helgistaðar íslendinga
á kajak, eins og þessi ungi
drengur gerði á sunnudaginn.
Vatnið endurspeglar ekki aðeins
töfra Þingvalla, staðarins sem
hefur verið samtvinnaður sögu
þjóðarinnar frá öndverðu,
heldur er það hrein náttúruperla
útaf fyrir sig. I vatninu eru
hyldjúpar gjár og mikill
þörungagróður sem er
undirstaða dýralífsins en í
vatninu eru m.a. fjögur afbrigði
af bleikju sem eru einstæð í
heiminum.
Til hamingju með stúdentsprófið
Vilt þú að börnin fari í framhaldsnám? Le'rtaðu
eftir ávöxtun sem hæfir draumum þínum
- vertu áskrifandi að verðbréfasjóðum
Kaupþings.
!S
KAUPÞING
Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavik
slmi 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is
Norrænir byggingardagar
Litið til
nýrrar aldar
Norrænir bygging-
ardagar verða
haldnir í Há-
skólabíói og á Hótel
Sögu dagana 5. til 8.
september í haust. Þá
koma saman fulltrúar frá
öllum greinum sem
tengjast byggingar- og
skipulagsmálum á Norð-
urlöndum. Fyrsta slík
ráðstefna var haldin í
Stokkhólmi 1927 og hafa
slíkar ráðstefnur verið
haldnar síðan, fyrst á 5
ára fresti en á þriggja
ára fresti síðan eftir
seinni heimsstyrjöld. Is-
lendingar gengu í þessi
samtök á ráðstefnu í
Ósló 1938. Þorvaldur S.
Þorvaldsson skipulags-
stjóri Reykjavíkurborg-
ar er formaður stjórnar
Norræna byggingardagsins á
Islandi. Hann var spurður hvað
ætti að fjalla helst um að þessu
sinni á ráðstefnunni?
„Vinnuheiti ráðstefnunnar
var að „kíkja undir pilsfald
nýrrar aldar“, sérstaðan núna
er sú að við höldum ráðstefnu
svo nálægt aldamótum. Ráð-
stefnan heitir Norðurlönd -
heimurinn, á nýrri öld. Ráð-
stefnan hefst sunnudaginn 5.
september, þá er boðið upp á
sýnisferð um borgina og haldin
móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur
um kvöldið þar sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
mun líta til nýrrar aldar. Síðan
hefst ráðstefnan í Háskólabíói
mánudaginn 6. september.
Heiðursfyrirlesari er Vigdís
Finnbogadóttir fyrrum forseti
íslands, hún kallar erindi sitt
Skyggnst inn í næstu öld. Síðan
koma fyrirlestrar og listvið-
burðir til klukkan 16.30 um eft-
irmiðdaginn. Meðal fyrirlesara
er prófessor Norman Pressman
frá Kanada, sem fjallar um
vetrarborgir. Daginn eftir er
sérstaða í-áðstefnunnar sú að
fólk fær að velja úr tíu mála-
flokkum sem kynntir verða, þá
skipta menn sér eftir efni og
fara í ferðir um höfuðborgar-
svæðið þar sem t.d. er sýnd ný
húsagerðarlist, skipulagsmál,
húsfriðun, félagslegar stofnanir,
rannsóknir í byggingariðnaði,
hitaveita og rafveita, vatnsveita,
skolp, höfnin í Reykjavík og og
tölvutækni í byggingariðnaði.
Ferðimar standa hálfan daginn
svo þátttakendur geta farið í
tvær ferðir ef þeir vilja. Einnig
er boðið upp á eina dagsferð
sem heitir Þjóðgarðurinn -
skipulagning hálendis íslands,
þar sem á Þingvöllum verður
kynnt skipulag hálendisins.
Daginn eftir er boðið upp á héils
dags ferðir sem að hluta til eru
tengdar Landsvirkjun, gefst þá
fólki tækifæri til að ~ _
skoða virkjunarfram- sem
kvæmdir og fleira." eiga erindi til
-Hvaða gildi hafa margra
svona ráðstefnur?
Þorvaldur S. Þorvaldsson
►Þorvaldur S. Þorvaldsson
fæddist 1933 í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hann lauk
stúdentspröfi 1954 frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og stund-
aði nám við Konunglegá lista-
háskólann í Kaupmannahöfn,
þaðan lauk hann námi í húsa-
gerðarlist 1962. Hann starfaði
tvö ár á arkitektastofu í Dan-
mörku og hjá Húsameistara
ríkisis til ársins 1967. Þá stofn-
aði hann arkitektastofu með
Manfreð Vilhjálmssyni og rak
hana ásamt Manfreð til 1984 er
hann tók við starfi skipulags-
stjóra Reykjavíkur, sem þá hét
forstöðumaður borgarskipu-
lags. Þorvaldur er kvæntur
Steinunni Jónsdóttur og eiga
þau þrjú börn.
„í fyrsta sinn var ráðstefna af
þessu tagi haldin í Reykjavík
1968. Hún bar yfirskriftina
Húskostur og þá vom þátttak-
endur 900. Næst var ráðstefna
haldin í Reykjavík 1983 undir
yfirskriftinni Er íbúðaþörfínni
að verða fullnægt?, þá voru um
1.000 þátttökugestir. Nú em
breyttar aðstæður og ráðstefn-
urnar haldnar árlega til skiptist
á Norðurlöndunum, við geram
því ráð fyrir að þátttakendur
núna verði rösklega 300. Gildi
svona ráðstefna fyrir þátttak-
endur er að fá yfirsýn yfir allt
sem tengist byggingar- og
skipulagsmálum á Norðurlönd-
um. Eins og áður hefur komið
fram er ekki aðeins um að ræða
arkitektúr heldur allt það sem
tengist byggingar- og skipu-
lagsmálum.“
-Hver er helsta spurning
ráðstefnunnar í ár?
„Helsta spurningin núna er:
Er tO norrænn arkitektúr? Eig-
um við einhvern sameiginlegan
arf á Norðurlöndum í húsagerð
og skipulagsmálum, sem skiptir
máli að halda í?“
- Hver er þín skoðun á því?
„Þetta er erfið spurning og
það hefur hvergi verið fjallað
um þetta í þá vem að reyna að
skilja hvað við eigum sameigin-
legt. En manni, sem horfir á
þetta utan að, eins og t.d. pró-
fessor Norman Pressman,
finnst hann sjá mikil tengsl milli
Norðurlanda, sem greini þau frá
öðmm Evrópulöndum. Spurn-
ingin er hins vegar
hvað er það sem teng-
ir? Er það trúin, birt-
an, myrkrið, veðrátt-
—an, hinn sögulegi arf-
ur? Hvað er það sem tengir?“
- Eru Islendingar duglegir
að taka þátt í þessum ráðstefn-
um?
„Miðað við þátttöku í fyrri
ráðstefnum og eins og menn
hafa skráð sig í dag þá er þetta
aðallega fólk frá hinum Norður-
löndunum. Við vildum gjarnan
sjá fleiri íslendinga. Við teljum
að umræðurnar sem þarna fara
fram eigi erindi til svo margra."