Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________________FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 43
MINNINGAR
dauðanum. Það kom mjög vel í ljós
síðustu vikuna sem hann lifði, en þá
dvaldist hann á Sjúkrahúsinu á
Húsavík og voru hans nánustu hjá
honum alian þann tíma. Þá rifjaði
hann upp gamla og löngu liðna at-
burði og setti þá stundum í spaugi-
legan búning, hann gerði sér fulla
grein fyrir því að dauðinn nálgaðist
og óttaðist ekkert. Hann gekk frá
sínum málum af festu og ná-
kvæmni. Allt var klárt til brottfar-
ar.
Eg minnist Halldórs og Rósu
konu hans með hlýhug og bið þeim
guðs blessunar.
Tryggvi Aðalsteinsson.
Elsku afí minn. Þá ert þú búinn
að fá hvíldina. Kominn til ömmu
sem búin er að bíða eftir þér í níu
ár. Ég er alveg viss um að nú líður
þér vel - nú ertu laus við verki sem
oft þjáðu þig, en samt er ég sorg-
mædd því ég sakna þín mikið. Eg
sakna þess að geta ekki framar
skroppið upp í Hvamm til þín að
spjalla aðeins. Athuga hvemig þú
hefðir það, segja þér fréttir og fá
fréttir hjá þér. Það sem þú íylgdist
vel með afi - það var sama hvort
það voru fréttir úr þjóðlífínu eða
bara það sem var um að vera í fjöl-
skyldunni. Þú fylgdist vel með því
öllu.
Oft á tíðum undraði mig hvað þú
hefðir gott minni - hvað þú varst
skýr þótt þú værir orðinn þetta
gamall. Ég sagði stundum við þig
að þú hefðir betra minni en ég - að
þú myndir ýmislegt sem ég væri
búin að gleyma. Enda var það satt,
þú þurftir oft að minna mig á ýmsa
hluti.
Já, afi minn, það hefur verið mér
mikils virði og jafnvel ómetanlegt
að hafa átt þig að öll þessi ár. Sér-
staklega síðustu ár, eftir að þú
fluttir á Hvamm - þá urðum við
nánari, enda hittumst við þá mjög
oft. Ég vildi óska að við hefðum
getað átt fleiri ár saman. En
kannski er eigingjamt af mér að
hugsa svona. Þú talaðir um það síð-
ustu dagana þína að þú værir tilbú-
inn að fara. Líkamleg heilsa þín var
orðin léleg og þú talaðir oft um það
að þú gætir ekki hugsað þér að
verða ósjálfbjarga og ruglaður
gamall maður. Ég var strax farin
að hlakka til að hitta þig í jólafríinu
þegar ég kæmi heim frá Dan-
mörku, en þar ætla ég að vera í vet-
ur eins og þú veist.
Við vorum búin að tala um það að
þá gætum við kannski talað aðeins
saman á dönsku - en hana kunnir
þú mjög vel - þú varst meira að
segja búinn að kenna mér nokkur
orð. Takk fyrir það - ég á örugg-
lega eftir að nota mér þau.
Afi minn, ég sé þig fyrir mér
liggjandi á rúminu þínu með út-
varpið á bringunni - að hlusta. Um
leið og ég kem inn sest þú upp og
við skiptumst á fréttum. En hvað
þetta voru oft góðar stundir. Ekki
síður mikilvægar fyrir mig en þig.
Þú hafðir gaman af að segja frá og
þú hafðir líka gaman af að hlusta á
aðra. Og þú áttir svo gott með að
samgleðjast öðrum. Aldrei varstu
glaðari en þegar þú vissir að okkur
í fjölskyldunni vegnaði vel. Ég get
ekld sleppt því að minnast aðeins á
Sæa litía, augastein okkar allra.
Litli langaafa strákurinn þinn sem
þú varst svo hrifinn af. Það var nóg
að minnast á hann, þá Ijómaðir þú
allur. Enda hafðir þú fylgst með
honum frá því hann var í móður-
kviði.
Oft tókst þú þátt í því sem við
tókum okkur fyrir hendur, t.d.
minnist ég þess að þegar ég var í
skólanum og var að taka próf, þá
varst þú jafn stressaður og ég, ef
ekki stressaðri og beiðst í ofvæni
eftir að heyra í mér um það hvernig
mér hefði gengið.
Jæja, elsku afi minn, þetta eru
kveðjuorð mín til þín. Ég vil þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert fyr-
ir mig, sérstaklega allar samveru-
stundirnar okkar. Vonandi líður
þér vel.
Bestu kveðjur til ömmu.
Rósa.
KRISTJANA
ELÍASDÓTTIR
+ Kristjana Elías-
dóttir fæddist á
Neðri-Vaðli á
Barðaströnd 27. júlí
1914. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, Fossvogi, 15.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Því lengur sem lifað
er, því fleiri samferða-
menn og ástvini þurfum
við að kveðja áður en
kallið kemur til okkar.
Kristjana Elíasdóttir og maður henn-
ar Jón Jóhannesson voru meðal
þeirra vina er ég kynntist fljótlega
eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar
1951. Við Jana vorum
báðar ættaðar úr
Barðastrandarsýslu, en
þekktumst ekki fyrr en
þá. Bæði var aldurs-
munur á okkur og ekki
miklar samgöngur milli
austur- og vestursýsl-
unnar. Okkar vinátta
hafði þó staðið nær því
hálfa öld. Jón lést fyrir
fáum árum en Krist-
jana í júní í ár.
Mér þótti vænt um
þessa vinkonu mína.
Við hittumst þó of
sjaldan en töluðum oft-
ar saman í síma. Það er þó ekki langt
síðan við fórum út og áttum
skemmtilegan dag. Því var mér
brugðið er ég heyrði að hún hefði
HAFSTEINN
GUÐMUNDSSON
+ Hafsteinn Guð-
mundsson járn-
smiður fæddist í
Reykjavík 4. febrúar
1912. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 16. maí síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Lang-
holtskirkju 21. maí.
Vel fram yfir miðja
öldina var stundaður fjöl-
þættur búskapur í
Reykjavík. Sauðíjáreign
var veruleg, enn var tölu-
vert um alifugla og svín,
og jafnvel nautgripi, og matjurtarækt
var margri Ijölskyldunni til búdrýg-
inda. Þessi búskapur heyrh- nú að
mestu sögunni til, en ég var svo lán-
samur að kynnast honum á unglings-
árum mínum og þar með ýmsu ágætu
fólki, einkum úr hópi fjáreigenda.
Það var sumarið 1966, þ.e. fyrir ná-
kvæmlega 33 árum, að ég kynntist
Hafsteini Guðmundssyni og Hansínu
Jónsdóttur á Kambsvegi 33 vegna
sameiginlegs áhugamáls, sauðfjárbú-
skapar. Hansína, kona Hafsteins, sem
lést eftir umferðarslys í Reykjavík 6.
júní 1991, var mikill dýravinur og
stundaði dálítinn fjárbúskap af kost-
gæfni um árabil með dyggilegri að-
stoð Hafsteins og annarra í ijölskyld-
unni. Ég vissi þá að Hafsteinn vai-
járnsmiður að iðn og starfaði jafn-
framt sem meðhjálpari og kirkjuvörð-
ur í Langholtskirkju. Það var gott að
kynnast honum á þessum tíma og nú,
þegar hann hefur kvatt þennan heim,
er mér Ijúft að minnast hans með
nokkrum kveðjuorðum þótt síðbúin
séu.
Við fyrstu kynni fannst mér Haf-
steinn traustvekjandi og vingjamleg-
ur og á því fékkst frekari staðfesting
eftii' því sem árin liðu. Hann hafði hlý-
legt viðmót og létta lund, var viðræðu-
góður, hjálpsamur og ráðagóður með
afbrigðum. Hafsteinn tók gjaman upp
hanskann fyrir þá sem minna máttu
sín, hafði ríka réttlætiskennd, og fé-
lagshyggja og samkennd komu glögg-
lega í ljós þegar verið var að ræða
þjóðmálin. Manni leið vel í návist Haf-
steins og ég veit að vinimir voru
margir sem minnast hans með sökn-
uði.
Gott var að leita til
járnsmiðsins með ýmis
verkeftii. í eitt skiptið
var smíðaður í snarheit-
um jámfótur undir
burðarsúlu í íbúðai'hús-
inu og skömmu síðar
jámverk í handrið við
útidyratröppumar. Að-
ur höfðu verið smíðuð
brennijárn því að tóm-
stundabóndinn vildi
halda þeim góða sið að
brennimerkja hymdu
kindumar. Þegar ein
dætranna fór að stunda
hestamennsku voru
sóttar listilega smíðaðar skeifur úr
aflinum á Kambsveginum. Þá var
Hafsteinn orðinn einn en bar sig vel,
glettinn, hressilegur og góðgjam, og
minnist ég þeirra heimsókna með
ánægju eins og allra okkar fyrri
kynna þegar Hansína var með í för.
En Hafsteinn var ekki aðeins úrvals
jámiðnaðarmaður og sómi sinnar
stéttar. Hann var einnig hagur á tré,
byggði hús og breytti m.a. kofum í
vistleg fjárhús með viðeigandi innrétt-
ingum. Naut ég vissulega góðs af
vegna samvinnu okkar Hansínu í fjár-
búskapnum á árunum í kringum 1970.
Á erfiðum tímum hjá okkur reykvísk-
um fjáreigendum var Hafsteinn meðal
traustustu bakhjarlanna. Hann átti
sterkar rætur í íslenskri sveitamenn-
ingu, alinn upp á Barðaströnd við
fjörðinn breiða, og skildi hvemig fá-
einar kindur gátu verið ungum sem
öldnum til yndis og ánægju, ekki síst í
ys og þys þéttbýlisins. Umhyggjan
sem þau hjón báru fyrir fjáreign
minni var einstök, sérstaklega á há-
skólaárum mínum erlendis, og er ég
þeim ævinlega þakklátur fyrir þann
stuðning. Fyrir tilstilli þeirra Haf-
steins og Hansínu kynntist ég öðrum
ágætum fjárbændum, þeirra á meðal
Helgu Larsen á Engi og Ólafi Helga-
syni á Hamrafelli sem einnig reyndust
mér afar vel.
Hafsteinn var drengur góður í orðs-
ins fyllstu merkingu og hans minnist
ég með virðingu og þökk. Aðstand-
endum öllum sendi ég og fjölskylda
mín einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hafsteins Guð-
mundssonar.
Ólafur R. Dýrmundsson.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Halldórsstöðum
í Reykjadal.
Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Hafliðason,
Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir,
Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson,
Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
orðið fyrir áfalli. Það leið aðeins rúm-
ur sólarhringur þar til hún lést. Ég
fékk að líta til hennar á spítalann.
Hún svaf þá.djúpum svefni og nú er
hún heima hjá Honum sem sagði:
„Hver sem lifir og trúir á mig mun
aldrei að eilífu deyja.“ Ekki gat ég
fylgt henni til grafar þar sem ég var
á förum til útlanda en langaði þó að
skrifa hér fáein síðbúin kveðjuorð.
Við hjónin stofnuðum okkar fyrsta
heimili við Strandgötuna í Hafnar-
firði. Jón og Kristjana bjuggu þá við
Austurgötu. Stutt var á milli, bömin
okkar og Steinunn yngsta barn
þeirra léku sér alltaf saman. Synirnir
Birgir og Jóhannes voru eldri. Ein-
hverjir héldu að ég hefði átt Stein-
unni, þetta dökkhærða barn, áður en
ég gifti mig, þar sem mín börn voru
öll Ijóshærð eins og faðir þeirra.
Kristjana var hörkudugleg hvaða
vinnu sem hún stundaði. Eitt sinn
kom ég til hennar og fór að spyrja
hana hvað hún hefði fyrir stafni þann
daginn. Hún svaraði því og mér varð
á að hugsa: „Ég hefði nú skipt þessu
á þrjá daga.“ Mér er enn í minni
hjálpsemi þeirra hjónanna þegar við
vorum að standsetja húsið okkar við
Móabarð. Þau áttu bæði margar
vinnustundir þar. Þau færðu sig
reyndar líka úr miðbænum og upp á
„Holt“ og bjuggu sitt heimili einnig
við Móabarð. Enn vorum við ná-
grannar. Maðurinn minn Guðni Guð-
mundsson var iðnrekandi og þurfti á
þeim tíma að flytja vélarnar inn í
stofuna okkar, hálfstandsetta, meðan
gengið var frá húsnæði er byggt var
yfir reksturinn. Ég mun aldrei
gleyma þeim degi, er þessir flutning-
ar stóðu yfir. Ég var mjög lasin og
heimilið nánast á hvolfi, þá kemur
Jana og býðst til að hjálpa. Hjá mér
var gestkomandi, frænka mín serri>
„ekki var allra“, eins og sagt er.
Hafði hún yfirleitt ekki haft mikil
samskipti við Jönu. Frænka, sem þá
var orðin gömul kona, segir strax við
mig: „þiggðu að hún hjálpi þér.“ Það
þarf ekki að orðlengja það að Krist-
jana kom hlutunum í lag á mettíma.
Eftir það var hún í miklum metum
hjá frænku. Ég minnist þess einnig
er ég þurfti að halda veislu vegna
brúðkaups dóttur minnar, að við tók-
um á leigu sal sem var í ágætu ásig-
komulagi að okkur sýndist. Líklega
gerði sá, sem lánaði okkur salinn sér
ekki grein fyrir því að allir vaskar -
voru stíflaðir og það var meiri háttar
vandamál að ganga frá eftir svo stóra
veislu, og þurfa að þvo upp leirtau í
bölum. Þar kom Jana mín enn og
hjálpaði okkur. Þannig mætti lengi
telja. Eftir áratugalanga vináttu eru
minningarnar mai-gar og fátt af þeim
fest á blað. Ég minnist yndislegra
stunda á þeirra fallega heimili. Þar
sem sungið var og glaðst í sameigin-
legri trú. Sá hópur stóð fast saman.
Margir þeirra eru farnir heim til
Drottins, en minningin lifir. Ég kveð
mína elskulegu vinkonu með innilegu
þakklæti frá mér og mínum. Ég votta
Steinu minni, Jóa og Birgi og fjöl-
skyldum þeirra samúð og bið þeim
öllum blessunar í nútíð og framtíð. ,
Jóhanna F. Karlsdóttir.
HAPPDRÆTTI
dae vinnitiffarxiir fáist
Vinningashrá
14. útdráttur 12. ágúst 1999
íbúðarvinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvðfaldur)
35356
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
26886
4680 1
48609
54125
F erðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 íri
755 11344 23200 37183 58274 73652
6568 15444 31488 39684 58457 76919
H ú
Kr. 10.i
sbú
000
n a ð a
r v i n
Kr. 20,
ningur
382 10758 26311 34113 42564 48900 59035 71124
621 10950 26848 34595 42998 49220 59593 72338
1921 12250 27464 34787 43148 50648 59606 72452
2718 13265 27643 35781 44149 52022 60010 75209
3444 14218 27666 35911 44165 52168 61 76 S 75379
6484 17170 29259 37754 45551 53461 61986 75877
7078 17769 30196 38832 47752 54668 63533 76359
7615 20026 30263 39246 48285 55181 65687 76540
8765 21615 30309 39550 48297 56260 68439 79419
9345 22377 30468 40236 48402 56560 69129
9495 22738 30716 40420 48618 56728 69373
9851 24351 31477 41704 48706 58281 69625
10367 24755 33560 41769 48876 58449 71068
Húsbú
Kr. 5.000
n a ð
aivi
Kr. 10.i
n n i n g u r
000 (tvöfaldur)
780 10521 23958 35105 42586 52308 62721 73091
962 10687 24200 36444 42735 52467 62841 73388
1102 11073 24234 36644 42979 52619 62877 73454
1650 12431 24265 36647 43845 52773 62959 73594
2170 12470 24327 36722 43894 52873 63140 74601
2577 13065 24790 36784 44304 53239 63221 75428
2793 13564 24989 36854 44342 53637 64602 75930
3517 13911 25186 36956 44575 54052 64908 76118
3576 14529 25404 36999 44601 54143 65249 76836
3758 14776 26617 37033 45371 54375 65278 76945
4055 14815 26750 37501 45386 54634 65894 77198
4646 14981 26909 37623 45389 54638 66187 77398
4655 15331 27371 37775 45821 54853 66495 7,7538
5412 15530 27817 37819 46069 55062 66838 77711
5808 16736 28189 37836 46176 55911 66991 77948
6217 16912 28282 38062 46181 56185 67232 77957
6289 17065 28650 38998 46195 56251 67264 78491
6326 17333 29500 39167 47306 56261 67289 78655
6556 17436 30132 39351 47584 56424 67510 78878
6636 17517 30308 39429 48614 56460 67857 78935
7362 18858 30403 39760 48767 56591 68620 79197
7651 19697 30961 40035 49011 58257 69268 79323
7807 20387 31520 40515 49070 58613 69316 79373
8130 20405 31860 40682 49633 59422 69440 79391
8331 20422 31861 40919 49754 59471 70322 79612
9275 20686 32552 40927 50470 60210 70884 79798
9489 20994 32802 41025 51076 61263 70909
9530 21193 33075 41122 51145 61320 71263
9890 21211 33676 41124 51273 61530 71333
9998 21591 33709 41864 51735 61742 71438
10065 21745 34258 42181 52023 62576 71954
10227 23027 34547 42226 52146 62598 72795
Niestu útdrættir fara fram 19. & 26. ágúst 1999.
Heimasiða á Intemeti: www.das.is