Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson NYJAR sprungur í Mýrdalsjökli, þvert á hringlaga sprungur sem áður voru fram komnar, komu í ljós þegar flogið var yfir jökulinn í fyrradag. Málefni Skagstrendings Verðbréfaþingið frestar ákvörðun FORRÁÐAMENN Verðbréfaþings íslands funduðu í gær um málefni Skagstrendings hf. Kannað er hvort ákvæði í samþykkt félagsins um að Höfðahreppur skuli ávallt eiga tvo menn í stjórn þess án tillits til hluta- fjáreigu hreppsins standist lög. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþingsins, sagði eftir fundinn að ekki yrði grip- ið til aðgerða strax. „Það er ekki sama pressan á okkur eftir að hlut- hafafundi í fyrirtækinu var frestað." Fundinum var frestað á miðviku- dag að ósk framkvæmdastjóra Sam- herja. Samþykkt Skagstrendings stóðst lög um skráningu hlutafélaga þegar það var skráð árið 1992. Ástæðan fyrir þessu ákvæði liggur í vilja hreppsnefndarmanna til þess að tryggja að fyrirtækið haldist í byggðinni. Deilur um lögmæti samþykktar Skagstrendings byrjuðu þegar Sam- herji keypti um 40% hlut í Skag- strendingi. Samherji á samkvæmt hlutafjáreign sinni rétt á tveim mönnum í stjórn. Höfðahreppur á rúmlega 20% hlut og er með tvo menn í stjórninni. Fimmti stjórnar- maður kemur frá Burðarási sem á 17% í félaginu. Málið skoðað í víðari samhengi Stefán segir að niðurstaða fundar- ins hafi verið sú að skoða mál Skag- strendings í víðara samhengi. „Við viljum gefa okkur tíma til að skoða hvort samþykktir annarra félaga sem eru skráð á þinginu brjóti í bága við lög um skráningu hlutabréfa sem tóku gildi 1. júlí sl." Stefán býst við niðurstöðu um næstu mánaðamót. Míkíl átök í Mýrdalsjökli HELGI Björnsson, jöklafræðingur á Raunvísindastofnun, segir að nýj- ar sprungur sem myndast hafa í Mýrdalsjökli sýni að meginhluti jökulsins sé farinn að sýna við- brögð við auknum jarðhita undir jöklinum. „Myndast hafa fjölmargar sam- síða langsprungur, í stefnunni NA- SV með 20-50 metra millibili, sem ná yfir nær allan meginhluta öskj- unnar undir miðjum Mýrdalsjökli. A þessu svæði hallar jökullinn til austurs og sýna sprungurnar að straumur íss hefur vaxið niður að Hófðabrekkujökli og sprungur myndast við tog í ísnum. Orsök þessa er væntanlega sú að aukinn jarðhiti við austurbarma öskjunnar bræðir jökulís og því eykst straum- ur íss þangað frá meginjöklinum. Isinn í meginjöklinum er farinn að sýna viðbrögð við auknum jarðhita," segir Helgi. ís sígur að Höfðabrekkujökli Sú spurning vaknar hvort þessar sprungur benda til þess að afrennsli vatnsins sé eitthvað að breytast. „Enn sem komið er beinist ís og væntanlega einnig vatn enn ákveðn- ar en áður að upptökum Höfða- brekkujökuls og svo verður áfram nema fram komi sprungur innan öskjubarmanna, sem snúa gegn hin- um, þ.e.a.s. flivolfa hlutanum að miðjum jöklinum. Fari svo myndast stór sigketill inni á miðjum jöklin- um og vatn getur safnast í botni öskjunnar svipað og nú gerist í Grímsvötnum í Vatnajökli. Enn er enginn vísbending um að svo sé komið en væntanlega hefur af- rennslissvæði að Höfðabrekkujökli þegar vaxið frá þvi sem áður var. Enn stærri hluti Mýrdalsjókuls veitir því vatni til Mýrdalssands og að sama skapi minni hluti til Sól- heimasands og niður Markarfljót. Kötluhlaup færi því niður Mýrdals- sand við gos innan enn stærra svæðis en talið var áður en breyt- ingar hófust á jöklinum eftir 20. júlí." Engin aukning hefur orðið í ám síðustu daga og segir Helgi að fylgj- ast þurfi vel með þeim á næstunni. Ef engin aukning verði í ánum á sama tíma og greinileg merki komi fram um aukinn jarðhita sé það ákveðin vísbending um að vatn safnist fyrir undir jöklinum. Bygging sérhannaðs kvikmyndavers stendur fyrir dyrum Fyrsta skóflustungan verður tekin á morgun FYRSTA skóflustungan að fyrsta sér- hannaða kvikmyndaverinu á íslandi verður tekin á morgun, laugardag, á lóð íslenska kvikmyndaversins við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Ráðgert er að reisa þar tvö stúdíó og þjónustubyggingar en í fyrsta áfanga verður annað verið byggt. Jón Þór Hannesson kvikmynda- gerðarmaður tjáði Morgunblaðinu að helstu eigendur íslenska kvikmynda- versins væru Saga-Film, íslenska kvikmyndasamsteypan og Ágúst Baldursson, sem hefur mikið starfað að leikstjórn auglýsingamynda. Aðrir hluthafar eru ýmsir fjárfestar. Hug- myndin er að reisa á 15.000 fermetra lóð fyrirtækisins alhliða þjónustuver fyrir islenska kvikmyndagerð en fyrir utan tvö kvikmyndaver verður þar að- staða fyrir búningagerð, skrifstofur, starfsmenn og síðan smíðaverkstæði. Alls verða byggingarnar um 5.500 fer- metrar að fiatarmáli. Kvikmyndaverin verða nefnd Óskar og Loftur til heið- urs tveimur frumkvöðlum í íslenskri kvikmyndagerð, Oskari Gíslasyni og Lofti Guðmundssyni. I fyrsta áfanga verður stærra stúd- íóið byggt. Er það 1.200 fermetra bygging með 10 metra lofthæð og þar UTLITSTEIKNING að kvikmyndaverinu sem verður við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. muni aðilar að félaginu fá inni með verkefni sín auk þess sem aðrir geti einnig fengið aðstöðuna leigða. Ráð- gert er að ljúka byggingu fyrsta áfangans um næstu áramót. Arkitekt er Gylfi Guðjónsson og segir Jón menn hafa skoðað kvikmyndaver í öðr- um löndum við undirbúning hönnunar. Kostnaður er áætlaður um 120 mihjónir króna og segir Jón Þór hraða uppbyggingarinnar ráðast af þróun í íslenskri kvikmyndagerð á næstu árum. Hann segir iöngu tíma- bært að fá aðstöðu sem þessa, fyrir- tækin hafi búið við misjafnar aðstæð- ur, fengið inni í bráðabirgðahúsnæði hér og þar á höfuðborgarsvæðinu vegna einstakra verkefna. Hann sagði þetta gerbreyta aðstöðu til kvik- myndagerðar enda sérhannað hús. Lækkun dollars hefur lítil áhrif DOLLAR hefur lækkað úr 75,50 krónum í 72,72 krónur á tímabilinu 14. júlí til 11. ágúst sl. í gær stóð dollarinn í 72,96 krónum miðað við miðgengi. Að því er fram kemur í máli forsvarsmanna fyrirtækja hérlendis hefur gengisþróunin ekki haft umtalsverð áhrif á inn- eða út- fiutning því á sama tíma hafa evr- ópskar myntir styrkst sem og jen- ið. Lækkun dollara gagnvart krón- unni hefur í för með sér að allur út- flutningur í dollurum verður óhag- stæður. Þess ber þó að geta að gengi dollars er enn mun hærra en í upphafi árs þegar dollarinn var rétt rúmar 69 krónur. Ásgeir Daníelsson, hagfræðing- ur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að mikilvægustu markaðir landsins séu ekki í Bandaríkjunum en lík- legt megi telja að meirihluti er- lendra lána sé í dollurum. Lækkun dollara ætti því að koma skuldur- um til góða. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, segir að gengislækkun dollars hafi jákvæð áhrif á rekstur félagsins, ef eitthvað er, fyrir félagið. Jákvæðu áhrifin felist í því að hærra hlutfall gjalda en tekna er í dollurum þannig að fé- lagið þarf að kaupa dollara fyrir aðra gjaldmiðla. Ef gengi dollarans lækkar fær félagið því fleiri dollara fyrir hverja krónu. Meðal helstu út- gjalda sem breytast með gengi doll- ars eru eldsneytiskaup, viðhalds- kostnaður og fleira. I efnahagsreikningi félagsins eru skuldir færðar í dollurum en áhrif gengissveiflna á eignabreytingar jafnast út vegna þess að flugvéla- kosturinn er jafnframt endurmetinn í takt við gengisbreytingar. Utflutningur enn hagstæður Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna fengust þær upplýsingar að lækkun dollars hefði fram að þessu ekki haft áhrif á sölu sjávarafurða Miðgengi dollarans frá 1. janúartn 12. águst 1999 76,0 krónur----------------------------------- .... — —------ 12. juli - 75,65 kr.y 12. ágúst - 72,96 kr. 68,0 5.janúar-69,08kr. —j---------.,---------_,----------1----------1----------1-------.....,_ 1.jan. I.feb. l.mars l.apr. I.maí l.júni 1.júlf 1.ág. til Bandaríkjanna. Mest væri fram- leitt á Bandaríkjamarkað þessa dagana en yrði áframhald á lækkun dollars yrði það skoðað hvort hafin yrði framleiðsla inn á Evrópumark- að þar sem gjaldmiðlar hafa styrkst í samanburði við dollar. Hann segir jafnframt að afurðaverðshækkun sem orðið hafi í Bandaríkjunum vegi upp lækkun á dollar. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að bílainnflutningur sé ekki mikill frá Bandaríkjunum tii íslands. Þar sé aðallega um að ræða bíla frá Chrysler en gengismálin séu með öðrum hætti nú en áður. Jónas Þór minnist þeirra tíma þeg- ar mikil lækkun varð á gengi sterl- ingspunds sem leiddi til mikils inn- flutnings á Ford Cortina frá Bret- landi. Nú tryggi innflytjendur sig gagnvart gengisbreytingum með ýmsum hætti. Nýkaup 17-47%^ lækkun á svínakjöti VERSLANIR Nýkaups lækka í dag, fóstudag, ferskt svínakjöt úr kjötborði um 17-47% á meðan birgðir end- ast. Tilboðið stendur aðeins í dag eða á meðan birgðir end- ast og nær það til 10-12 tonna af svínakjöti. Sem dæmi má nefna að svínabógur, sem kostaði kr. 569 kostar nú kr. 379, svínakótilettur, sem áður kostuðu kr. 1.049 kosta nú kr. 749, svínahnakki, sem kostaði kr. 859, kostar nú kr. 498, svínarifjasteik, sem kostaði kr. 379 kostar nú kr. 198, svínabógssneiðar, sem áður kostuðu kr. 699 kosta nú kr. 395 og svína sirloin sneiðar, sem kostuðu áður kr. 756 kosta nú kr. 499.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.