Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 25 Beðið í ofvæni eftir bdk frá Lafontaine Skainnia- demba á Gerhard Schröder Berlín, Reutcrs. SAMKVÆMT dagblaðinu Frank- furter Allgemeine Zeitung mun Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, eiga von á skammadembu frá Oskar Lafontaine, fyrrum fjármála- ráðherra, í bók hans er kynnt verð- ur á bókamessunni í Frankfurt í október næstkomandi. Blaðið veltir vöngum yfír því hvort útgáfa bókar- innar marki upphaf sterkrar endur- komu Lafontaines á svið stjómmála eða hvort efni hennar sé lítið annað en kveinstafir þess er láta þurfti í minni pokann. Oskar Lafontaine skipaði stöðu formanns þýskra jafnaðarmanna- flokksins (SPD). Hann var fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Schröders þar til hann hætti af- skiptum af stjómmálum og dró sig í hlé, öllum að óvömm, í mars síðast- liðnum. Ágreiningur um efnahags- mál milli Schröders og Lafontaines er talinn hafa verið ástæðan. Hefur hann opinberlega gagnrýnt þær ströngu spamaðaraðgerðir sem um- bótapakki ríkisstjómarinnar felur í sér sem og Schröder persónulega fyrir að vera of vinveittur vinnuveit- endum og viðskiptajöfrum. Uppgjör við jafnaðarstefnuna En hugmyndir Lafontaines um að skapa atvinnu með vaxandi eftir- spum samfara auknum útgjöldum hins opinbera féllu í grýttan jarðveg á hægri væng SPD. Eins mun Lafontaine vera harðskeyttur í gagnrýni sinni á sameiginlega stefnuyfirlýsingu Tonys Blair og Gerhards Schröder sem að hans mati etur evrópskum jafnaðar- mönnum út í frjálslynt miðjumoð. I Þýskalandi sem víðar er bókar- innar beðið með mikilli eftirvænt- ingu enda mun Lafontaine beina spjótum sínum víðar en að forystu þýska jafnaðarmannaflokksins. Bú- ist er við uppgjöri við jafnaðarstefn- una sem slíka og eins gæti bókin reynst prófsteinn á forystuhæfileika Schröders og gengi flokksins í næstu sambandsþingskosningum. NY SPARPERA SEM KVEIKIR OGSLEKKUR Energv SAVER 15, OSRAM SOLUSTAÐIR UM ALLTLAND ERLENT sýnir Hague Eiginkonan London. The Daily Telegraph. FFION Jenkins, eigin- kona Williams Hagues, leiðtoga breska Ihalds- flokksins, hyggst gegna veigamiklu hlutverki í til- raunum til að hressa upp á ímynd hans og sannfæra kjósendur um að hann sé hæfur til að gegna emb- ætti forsætisráðherra. Markmiðið er að sýna hann í nýju ljósi og leggja áherslu á að hann sé mikill fjölskyldu- og at- orkumaður. Ffion Jenkins hyggst meðal annars sjá til þess að teknar verði myndir af Hague á júdó-æfingum, að störfum í þágu góðgerðar- samtaka og á rómantískri kvöldgöngu með konu sinni. Hún hefur sagt vinum sinum að hún sé „staðráðin“ í að gera allt sem hún geti til að hjálpa eiginmanni sfnum að losna við „skólastráksímyndina" sem hann hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi fengið í fjöl- miðlunum. Hague og eiginkona hans efndu til leyni- legs fundar með nokkrum atkvæðamiklum íhaldsmönnum fyrr í sumar til að leggja á ráðin um hvernig sýna ætti hann í nýju ljósi. The Daily Telegraph hefur undir höndum minnisblað með yfirskriftinni „Hague-verk- efnið“ þar sem tfundaðar eru tillögur um hvernig breyta eigi ímynd hans. Stefnt að bláa beltinu í júdó Samkvæmt minnisblaðinu verður lögð áhersla á sterk tengsl Hagues við heimkynni í nýju ljósi sín, Yorkshire, fjölskyldulíf hans og áhuga hans á líkamsrækt, útiveru og íþróttum. Hague og eiginkona hans fóru í frí til Maine í Bandaríkjunum í gær og fram kemur í minnisblaðinu að Jenkins hyggst nota ferð- ina til að koma nokkrum hugmyndum sínum í framkvæmd. Ætlunin er meðal annars að láta taka myndir af hjónunum á rómantískri kvöldgöngu á ströndinni og af Hague að kenna konu sinni siglingar. I minnisblaðinu kemur ennfremur fram að Hague hyggst ná bláa beltinu í júdó fyrir flokksþing fhaldsmanna í október til að styrkja ímynd sína. „Seint í ágúst: júdó með hernum, engar myndir af raunverulegum bardaga, myndir af hermönnum í búningum? Reynt verði að ná bláa beltinu fyrir flokks- þingið." William Hague Góða skemmtun! #% * g H^O í Heiðmörkinni - víðavangshlaup fjf þMW B 0 g Vatnsveitunnar á skógarstígum í Heiðmörk. ’ájföár 66 jf 3,5 km skemmtiskokk, 10 km aldursflokka- [/ \Lff M skiþt hlaup (tímataka). Ekkert skráningargjald. æ A///r þátttakendur fá stuttermabol, vatnsbrúsa 'o 0g verðlaunapening. Útdráttarverðlaun. /f/ru. o Skráning þátttakenda fer fram í Rauðhólum 'U’WW' frá kl.10. Hlaupið hefst kl. 13. Sýning á tillögum úr hugmyndasamkeppni um vatnspósta (drykkjarfonta). Landupplýsingakerfi Vatnsveitunnar kynnt, þar sem gestum gefst kostur á að skoða tölvukort af lögnum td. í nágrenni við þeirra eigin heimili. Úr kerfiráði Vatnsveitunnar má lesa hvernig við notum vatnið dag eftir dag. Wk1 Gestir leggja bílum sínum við Rauðhóla W/Jr þaðan sem strætisvagnar ferja þá innan verndarsvæðis Vatnsveitunnar • Svæðið opnar kl. 10. Kynnt verður notkun „moldvörpu“ við endurnýjun vatnsæða, en með þeirri aðferð minnkar rask á götum og i görðum. Safnvísir Vatnsveitunnar - myndir og munir úr sögu Vatnsveitunnar í Gvendarbrunnahúsi. Vatnsveita Reykjavíkur Listsýning - Starfsfólk Vatnsveitunnar „sýnir listir sínar' Kaffiveitingar að Jaðri í boði Vatnsveitunnar. www.vatn.is DAGUR VATNSINS í tilefni 90 ára afmælis Vatnsveitu Reykjavíkur Dagur vatnsins er haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. ágúst og verður þá opið hús að Gvendarbrunnum frá kl. 10 til 16. Öllum almenningi gefst kostur á að kynna sér starfsemi Vatnsveitunnar og skoða hið stórbrotna Jjk mannvirki sem Gvendarbrunnahús er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.