Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 25

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 25 Beðið í ofvæni eftir bdk frá Lafontaine Skainnia- demba á Gerhard Schröder Berlín, Reutcrs. SAMKVÆMT dagblaðinu Frank- furter Allgemeine Zeitung mun Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, eiga von á skammadembu frá Oskar Lafontaine, fyrrum fjármála- ráðherra, í bók hans er kynnt verð- ur á bókamessunni í Frankfurt í október næstkomandi. Blaðið veltir vöngum yfír því hvort útgáfa bókar- innar marki upphaf sterkrar endur- komu Lafontaines á svið stjómmála eða hvort efni hennar sé lítið annað en kveinstafir þess er láta þurfti í minni pokann. Oskar Lafontaine skipaði stöðu formanns þýskra jafnaðarmanna- flokksins (SPD). Hann var fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Schröders þar til hann hætti af- skiptum af stjómmálum og dró sig í hlé, öllum að óvömm, í mars síðast- liðnum. Ágreiningur um efnahags- mál milli Schröders og Lafontaines er talinn hafa verið ástæðan. Hefur hann opinberlega gagnrýnt þær ströngu spamaðaraðgerðir sem um- bótapakki ríkisstjómarinnar felur í sér sem og Schröder persónulega fyrir að vera of vinveittur vinnuveit- endum og viðskiptajöfrum. Uppgjör við jafnaðarstefnuna En hugmyndir Lafontaines um að skapa atvinnu með vaxandi eftir- spum samfara auknum útgjöldum hins opinbera féllu í grýttan jarðveg á hægri væng SPD. Eins mun Lafontaine vera harðskeyttur í gagnrýni sinni á sameiginlega stefnuyfirlýsingu Tonys Blair og Gerhards Schröder sem að hans mati etur evrópskum jafnaðar- mönnum út í frjálslynt miðjumoð. I Þýskalandi sem víðar er bókar- innar beðið með mikilli eftirvænt- ingu enda mun Lafontaine beina spjótum sínum víðar en að forystu þýska jafnaðarmannaflokksins. Bú- ist er við uppgjöri við jafnaðarstefn- una sem slíka og eins gæti bókin reynst prófsteinn á forystuhæfileika Schröders og gengi flokksins í næstu sambandsþingskosningum. NY SPARPERA SEM KVEIKIR OGSLEKKUR Energv SAVER 15, OSRAM SOLUSTAÐIR UM ALLTLAND ERLENT sýnir Hague Eiginkonan London. The Daily Telegraph. FFION Jenkins, eigin- kona Williams Hagues, leiðtoga breska Ihalds- flokksins, hyggst gegna veigamiklu hlutverki í til- raunum til að hressa upp á ímynd hans og sannfæra kjósendur um að hann sé hæfur til að gegna emb- ætti forsætisráðherra. Markmiðið er að sýna hann í nýju ljósi og leggja áherslu á að hann sé mikill fjölskyldu- og at- orkumaður. Ffion Jenkins hyggst meðal annars sjá til þess að teknar verði myndir af Hague á júdó-æfingum, að störfum í þágu góðgerðar- samtaka og á rómantískri kvöldgöngu með konu sinni. Hún hefur sagt vinum sinum að hún sé „staðráðin“ í að gera allt sem hún geti til að hjálpa eiginmanni sfnum að losna við „skólastráksímyndina" sem hann hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi fengið í fjöl- miðlunum. Hague og eiginkona hans efndu til leyni- legs fundar með nokkrum atkvæðamiklum íhaldsmönnum fyrr í sumar til að leggja á ráðin um hvernig sýna ætti hann í nýju ljósi. The Daily Telegraph hefur undir höndum minnisblað með yfirskriftinni „Hague-verk- efnið“ þar sem tfundaðar eru tillögur um hvernig breyta eigi ímynd hans. Stefnt að bláa beltinu í júdó Samkvæmt minnisblaðinu verður lögð áhersla á sterk tengsl Hagues við heimkynni í nýju ljósi sín, Yorkshire, fjölskyldulíf hans og áhuga hans á líkamsrækt, útiveru og íþróttum. Hague og eiginkona hans fóru í frí til Maine í Bandaríkjunum í gær og fram kemur í minnisblaðinu að Jenkins hyggst nota ferð- ina til að koma nokkrum hugmyndum sínum í framkvæmd. Ætlunin er meðal annars að láta taka myndir af hjónunum á rómantískri kvöldgöngu á ströndinni og af Hague að kenna konu sinni siglingar. I minnisblaðinu kemur ennfremur fram að Hague hyggst ná bláa beltinu í júdó fyrir flokksþing fhaldsmanna í október til að styrkja ímynd sína. „Seint í ágúst: júdó með hernum, engar myndir af raunverulegum bardaga, myndir af hermönnum í búningum? Reynt verði að ná bláa beltinu fyrir flokks- þingið." William Hague Góða skemmtun! #% * g H^O í Heiðmörkinni - víðavangshlaup fjf þMW B 0 g Vatnsveitunnar á skógarstígum í Heiðmörk. ’ájföár 66 jf 3,5 km skemmtiskokk, 10 km aldursflokka- [/ \Lff M skiþt hlaup (tímataka). Ekkert skráningargjald. æ A///r þátttakendur fá stuttermabol, vatnsbrúsa 'o 0g verðlaunapening. Útdráttarverðlaun. /f/ru. o Skráning þátttakenda fer fram í Rauðhólum 'U’WW' frá kl.10. Hlaupið hefst kl. 13. Sýning á tillögum úr hugmyndasamkeppni um vatnspósta (drykkjarfonta). Landupplýsingakerfi Vatnsveitunnar kynnt, þar sem gestum gefst kostur á að skoða tölvukort af lögnum td. í nágrenni við þeirra eigin heimili. Úr kerfiráði Vatnsveitunnar má lesa hvernig við notum vatnið dag eftir dag. Wk1 Gestir leggja bílum sínum við Rauðhóla W/Jr þaðan sem strætisvagnar ferja þá innan verndarsvæðis Vatnsveitunnar • Svæðið opnar kl. 10. Kynnt verður notkun „moldvörpu“ við endurnýjun vatnsæða, en með þeirri aðferð minnkar rask á götum og i görðum. Safnvísir Vatnsveitunnar - myndir og munir úr sögu Vatnsveitunnar í Gvendarbrunnahúsi. Vatnsveita Reykjavíkur Listsýning - Starfsfólk Vatnsveitunnar „sýnir listir sínar' Kaffiveitingar að Jaðri í boði Vatnsveitunnar. www.vatn.is DAGUR VATNSINS í tilefni 90 ára afmælis Vatnsveitu Reykjavíkur Dagur vatnsins er haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. ágúst og verður þá opið hús að Gvendarbrunnum frá kl. 10 til 16. Öllum almenningi gefst kostur á að kynna sér starfsemi Vatnsveitunnar og skoða hið stórbrotna Jjk mannvirki sem Gvendarbrunnahús er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.