Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 38
^38 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN SVEINSSON + Jón Sveinsson var fæddur á Hofi í Álftaflrði, S-Múiasýslu, 3. sept- ember 1912. Hann lést á Landspítalan- um 5. ágiíst síðast- Iiðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson, f. 26.10. 1867, d. 1945 og Kristín Antoníus- dóttir, f. 2.2. 1873, _v d. 1942. Systkini Jóns voru: Dagrún, f. 2.6. 1908, d. 4.10. 1950; Snorri, f. 18.4. 1910, d. 11.4. 1978; Björg, f. 6.11.1911, d. 19.6. 1964; Böðvar, f. 20.10. 1913, d. 7.3. 1969; Sig- ríður, f. 10.10. 1915, d. 12.4. 1941. Jón Sveinsson kvæntist 17.7.1954 eftirlifandi konu sinni Önnu G. Helgadóttur, f. 24.7. 1920 að Rútsstöðum í Eyjafirði. Þau bjuggu lengst af í Skipholti 47 í Reykjavík, en fluttu í Þver- holt 30 árið 1997. Börn þeirra eru: l)HeIga Kristín, f. 18.12. 1955, d. 30.5. 1996, maki Ólafur Ingibjörnsson, dætur þeirra Lísa og Linda. 2) Hulda, f. 11.5. 1963, búsett í Ameríku, maki J.C. Maiforth og sonur þeirra J.C. Maiforth. 3) Svavar Svavarsson (fóstursonur Jóns), f. 18.8. 1952, maki Anna Lilja Sigurð- ardóttir, þeirra börn: Atli Már, Guð- rún Hulda, Svavar Sverrir og ívar Ari. (Dóttir Svavars), Anna Jóna. Jón Sveinsson vann á búi foreldra sjnna að Hofi í Álftafirði til ársins 1945. Hann stund- aði nám í Reykholti og við Samvinnuskólann. Hann var oddviti Geithellnahrepps fá 1940 til 1946, fékkst einnig við kennslu þar. Kaupfélagsstjóri á Eskifirði frá 1947 til 1956, starfaði síðan hjá kaupfélaginu Fram á Neskaupstað árin 1956 til 1958 fluttist þá til Reykjavík- ur og starfaði á skrifstofum SÍS í Reykjavík frá 1958 til eftir- launaaldurs árið 1982. Jón vann einnig bókhald og skattaskil fyrir fjölda einstaklinga og fyr- irtækja. titför Jóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er með söknuði að ég kveð vin minn Jón Sveinsson eftir átta ára kynni, eða frá því við hjónin fluttum í stigagang númer 47 við Skipholt. Það hefur verið skammt stórra högga á milli í stigagangin- um en á tæpu ári hafa fjórir þeirra sem þar bjuggu látist. Fyrst var það Sveinsína á fyrstu hæð til ~ hægri, síðan Gunnlaugur á fyrstu hæð til vinstri, þá Árni, maðurinn hennar Sveinsínu, og núna Jón á annarri hæð til hægri. Þó að Jón og kona hans, Anna Helgadóttir, flyttu úr blokkinni fyrir tveimur árum töldum við þau hjón alltaf með hin- um íbúunum, svo samofið fannst okkur líf þeirra þessum stað. Jón var sá fyrsti sem við kynnt- umst hér enda sá hann um hússjóð- inn og hafði yfirumsjón með öllum framkvæmdum. Hann tók okkur af- ar vel og kom oft í heimsókn, ýmist tii að spjalla eða bera undir okkur mál sem vörðuðu húsið. Jón hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og varð honum aldrei "^iinikað í afstöðu sinni en hann virti ávallt skoðanir okkar þótt þær væru ekki alltaf samdóma hans. Hann gat virst hrjúfur á yfirborð- inu og fljótur upp, var dulur um eigin hagi en ræðinn um daginn og veginn. Þegar ég fór að kynnast honum fann ég að hann var undir niðri hlýr, traustur og jafnvel svo- lítið viðkvæmur. ^arasKom v/ l-ossvogskiAcjwciaiA , W Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. / \ t i\ í • 1 ( \ / "ÁW \ w Sverrir Olsen, útfararsljóri Sverrir Einarsson, útfara rstjóri Útfararstofa íslands Suðurhllð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Jón var eins og höfðingi okkar hérna og bar hag allra mjög fyrir brjósti. Hann var ánægður með okkur sem bjuggum í stigagangin- um og talaði oft um hversu góður andi ríkti milli fólksins. Jón var af- ar nákvæmur maður og bókhaldið hans pottþétt. Allt sem hann gerði fyrir stigaganginn var ákaflega vel unnið og við treystum takmarka- laust á hann, svo mikið að við feng- um hann til að halda utan um bók- haldið löngu eftir að hann flutti frá okkur. Síðustu árin unnu þeir Árni sam- an að verkum fyrir stigaganginn og tók Árni sess Jóns þegar hann flutti. Var unun að fylgjast með samvinnu þeirra og ákafanum í þeim yfir öllu er laut að fram- kvæmdum við húsið. Nú, þegar þeir eru báðir farnir og við þurfum að hugsa um allt sjálf, áttum við okkur fyrst á því hversu mikla vinnu þeir lögðu af mörkum í þágu okkar hinna. Verður hún seint metin til fulls. Jón fylgdist vel með því sem við vorum að gera hér í húsinu þótt hann væri fluttur enda höfðu þau hjónin búið hérna frá því blokkin var byggð eða í 35 ár. Mikið sakn- aði ég þeirra þegar þau fóru og er mér ekki örgrannt um að þau hafi saknað okkar pínulítið líka. Við hjónin komum nokkrum sinnum í heimsókn til Jóns og Önnu í Þver- holtið. Veit ég að Jón var ánægður með þær heimsóknir enda sátum við yfirleitt lengi og töluðum mikið. Á þrettándanum sl. ákváðum við að líta aðeins við. Þá var Anna á sjúkrahúsi. í hvert sinn sem við ætluðum að fara stöðvaði Jón okk- ur og sagði að okkur lægi ekkert á, þar sem engin ómegð biði okkar heima. Kötturinn gæti séð um sig sjálfur. Engar mótbárur voru tekn- ar til greina. Nokkrir hringdu í Jón þetta kvöld en hann kvaddi alla með hraði og sagðist vera með gesti. Jafnvel Anna varð að gera sér að góðu sömu svör þegar hún hringdi. Við sátum hátt í fjóra tíma með honum, drukkum mikið kaffi og töluðum út í eitt. Þetta kunni Jón aldeilis að meta. Jón var vel á sig kominn, grann- ur og spengilegur og minnið eins og hjá ungum manni þrátt fyrir að ár- in væru orðin vel yfir áttatíu. Hann gekk mikið með sinn hatt og staf því engan átti hann bílinn. Jón var sjaldan veikur en í vor greindist hann með illkjmja sjúkdóm og lést hann eftir skamma legu. Jón og Anna eignuðust saman tvær dætur, þær Helgu og Huldu. Það varð þeim hjónum mikið áfall þegar Helga lést í blóma lífsins frá eiginmanni og tveim ungum dætr- um fyrir nokkrum árum, en mikils virði voru dótturdæturnar þeim og leyndi stoltið sér ekki þegar þær bar á góma. Yngri dóttirin, Hulda, er búsett í Bandaríkjunum ásamt manni sínum og syni. Hulda kom síðast til foreldra sinna með son sinn nú um páskana og veit ég að sú heimsókn veitti þeim mikla gleði. Jón undirbjó þessa heimsókn af mikilli kostgæfni því ekkert var of gott fyrir Huldu og afastrákinn. Svavari, syni Önnu frá fyrra hjóna- bandi, gekk Jón í föðurstað. Elsku Anna mín, þetta er erfiður tími fyrir þig og fjölskyldu þína. Við Jóhann sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Bergþóra S. Þorsteinsdóttir, Jóhann Runólfsson. Fóstri minn, Jón Sveinsson, lést að morgni fimmtudagsins 5. ágúst sl. á Landspítalanum. Undir það síðasta var hverjum manni ljóst að hverju stefndi og ekki síst honum sjálfum. Það var mikið lán að ég sótti mömmu á Vífilstaðaspítala og við heimsóttum hann síðasta dag- inn sem hann hafði meðvitund, daginn fyrir andlátið. Við gátum talað vel við hann enda hafði hann skýra hugsun uns yfir lauk. Ég var með tárin í augunum við brottför- ina af spítalanum. Við pabbi og mamma höfðum sagt það sem þurfti og við vildum sagt hafa fyrir þann aðskilnað sem í augsýn var þó að vonir og óskhyggjan reyndu að bægja frá og fresta því óhjá- kvæmilega. Jón Sveinsson gekk mér í föður- stað árið 1954 þegar hann kvæntist mömmu en þá var ég rétt rúmlega tveggja ára. Meðal fyrstu bemskuminninga minna eru að ég sit á hnénu á honum og hlusta dol- fallinn á hann fara með þulur og vísur; sumar man ég enn þótt þarna væri ég á þriðja ári. Það liggur í augum uppi að ég kallaði Jón aldrei annað en pabba og ég lít á það sem mikið lán að þessi gegnheili heið- ursmaður skyldi taka mig og móður mína, Önnu G. Helgadóttur, að sér. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Helgu Kristínu, f. 1955, og Huldu, f. 1963. Pabbi var í bernskuminningum mínum fremur alvörugefinn og alltaf vinnandi. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur árið 1958 tóku við hjá honum erfið ár, fyrst að leigja húsnæði yfir fjölskylduna á erfiðum og dýrum markaði og vera á tiltölu- lega lágum launum. Þá tók við að byggja og við fluttum í góða íbúð í blokk sem hann byggði í bygging- arfélagi við vinnufélaga hjá SIS. Það er stutt síðan við pabbi vorum á sjúkrahúsinu að rifja upp þessa tíma og baslið sem þó var ljúft í minningunni. Þó að margir haldi að fólk sem byggði á þessum tíma hafi ekkert þurft að borga, verðbólgan hafi bjargað öllu, þá vita þeir betur sem stóðu í þessu byggingarbasli á þessum tíma. Lánsfé var ekki fyrir hvern sem var og síst venjulegt fólk sem ekkert átti undir sér. Við fluttum árið 1964, inn í hálfbyggt eins og flestir alþýðumenn á þess- um árum, eldað var á einni hellu í einu herbergjanna, því ekki var komið eldhús. I kringum húsið voru forarvilpur og stiklað á spýt- um yfir það versta. En allt hafðist þetta og nú þegar ég er fullorðinn skil ég vel af hverju pabbi var oft alvörugefinn á þessum árum, það er erfitt að vera gamansamur í lok 16 stunda vinnudags og vinna alla daga árið um kring, helga sem rúmhelga, og það árum saman. Þegar mestu erfiðleikarnir við hús- bygginguna voru að baki um og uppúr 1970 og vinnutími pabba orðinn skikkanlegri komst ég að því að pabbi var í rauninni mjög gamansamur og glettinn. Pabbi var mjög áhugasamur og vel að sér um þjóðmál, skáldskap, ættfræði, landafræði og sögu. Hann vann nær alla starfsævina hjá Sam- vinnuhreyfingunni og var einlægur samvinnumaður í einu og öllu. Kaupfélag Berufjarðar er stofnað heima hjá honum, í stofunni á Hofi árið 1920 af föður hans og sveitung- um. Á þessum tíma fóru vindar ungmennafélaga og samvinnuhug- sjóna um sveitir og bæi og hann andaði þessu að sér frá blautu barnsbeini og það mótaði lífsviðhorf hans til dauðadags. Framsóknarmaður var hann gallharður og fór ekki með veggj- um í pólitískum umræðum. Þótt við feðgarnir værum ekki skoðana- bræður í stjórnmálum olli það al- mennt ekki deilum í umræðum okkar. Ég virði mikils fólk sem hefur hugsjónir og liflr eftir þeim og pabbi var þannig maður; því hélt ég mig heldur til hlés þegar pabbi ræddi þjóðmál sem var oft. Þótt hann væri mjög aðsjáll í öll- um útgjöldum og fylgdist vel með vöruverði, þá verslaði hann ekki endilega þar sem ódýrast var eða næst honum. Pabba var ekki sama hver átti búðina eða hlutabréfin í henni, þeir verslunaraðilar voru til sem hann vildi ekki hlaða undir þótt það kostaði hann bæði snún- inga og fé. Ég veit að það rann gamla mann- inum til rifja hvernig eldar sam- vinnuhreyfingarinnar kulnuðu, þótt hann talaði svo sem ekki mikið um það, og ekki hafði hann minni áhyggjur af samþjöppun byggðar í landinu, að sjá áður blómlegar byggðir bresta fannst honum sárt. Draumar og þrár gömlu aldamóta- kynslóðarinnar lifðu góðu lífi í pabba og það er erfitt fyrir þær kynslóðir sem ekki hafa margar aðrar hugsjónir í lífinu en sjálfa sig, að skilja þetta fólk. Nokkru fyrir lát pabba kom ég með póstinn hans en reikningana sína vildi gamli maðurinn fá á sótt- arsængina. Fárveikur með tinandi höndunum flokkaði hann í mig hvað átti að borga, hvar og hvenær, ekki of snemma og alls ekki of seint. Á þessum tíma voru allgóðar líkur á bata og við feðgarnir ræddum framtíðina fyrir hann og mömmu og nauðsyn þess að þau fengju inni á hjúkrunarheimili. Þar voru ekki góðar horfur vegna mikillar ásókn- ar og of lítils rýmis. Ég benti pabba á að í póstinum til hans hefði verið þakkarbréf að loknum kosningum frá varaformanni Framsóknar- flokksins þar sem pabba hefði verið þakkaður stuðningur á liðnum ára- tugum og var boðið að leita til hans ef hann þarfnaðist einhvers. Ég sagði við pabba að það væri kjörið að nýta sér þetta og fá stuðning þeirra til að fá viðeigandi vistun fyrir þau hjónin. Pabbi varð alveg hneykslaður, að biðja æðstu emb- ættismenn um eitthvað sér til handa, það fannst honum fráleitt og nærri því dónaskapur. Svona var pabbi, honum fannst sjálfsagt að borga skatta til samfélagsins og þjóna því áratugum saman, en frá- leitt að þetta sama samfélag gæti skuldað honum nokkuð þótt heilsa og kraftar væru á þrotum í hárri elli. Eftir að pabbi fór á eftirlaun ferðaðist hann um allt ísland og þekkti nær alla staði og örnefni, enda lét hann ekki nægja að koma á staðina, heldur las allt um þá sem út var gefið. Að auki skrifaði hann hjá sér glósur um staðina, menn og málefni þar. Hann var aldrei með eigin bíl, notaði almenningsfarar- tæki og fæturna. Hann gekk mjög mikið um borgina uns hann veiktist og trúlega var það gönguferðunum að þakka, ásamt hófsemi í öllu líf- erni, að heilsa hans var mjög góð þar til hann var 85 ára. Ekki fóru margar framkvæmdir fram hjá honum innan borgarmarkanna og velti hann fyrir sér eigendum þeirra, framkvæmdaaðilum og til- gangi með þeim. Þótt hann færi á eftirlaun sjötug- ur hætti hann ekki alveg sem bók- ari, heldur vann bókhald fyrir ýmsa aðila í verktöku. Ekki var það af fjárhagsástæðum að ég hygg, frem- ur af ánægjunni við vinnuna, en hann hafði hóf á vinnutímanum, enda hugðarefnin mörg sem höfðu beðið í áratugi eftir tíma. Raunar átti ég ekki von á að hann hætti þegar hann varð 70 ára, ég gat ekki séð fyrir mér að hann hætti að vinna. Því varð ég hissa þegar mér var ljóst að hann hætti hjá Sam- bandinu. En hann varð ekki aldeilis iðjulaus, enda er það ekki stíll hans kynslóðar. Hann las mjög mikið og grúskaði í þjóðlegum fróðleik og dró hann upp úr pússi sínum gömlu náms- bækumar frá skólaárunum og byrj- aði að stúdera aftur. Ættfræði var honum hugleikin og skáldskapur, bæði erlendur og íslenskur, og síð- ustu árin helgaði hann að mestu þessum hugðarefnum sínum. Það varð pabba og mömmu mikið áfall þegar Helga systir mín greindist með krabbamein rétt um fertugt og dó 1996 frá ungum dætr- um og elskandi eiginmanni, Ólafi Ingibjörnssyni lækni. Milli þeirra allra hafði verið mikið daglegt sam- band og ef til vill meira en annars vegna þess að Hulda systir býr í Ameríku. Foreldrar mínir réttu varla úr kútnum eftir þetta reiðar- slag. Sem betur fer gliðnaði ekki sambandið við Ólaf og dæturnar Lísu og Lindu og hver heimsókn eða símtal þeirra færði gamla manninum og mömmu birtu og yl. Umhyggja, hjálpsemi og heimsókn- ir Ólafs Ingibjörnssonar til pabba í veikindum hans verða ekki launað- ar í þessu lífi. Það er erfitt fyrir Huldu systur að vera í annarri heimsálfu þegar andlát pabba bar að. Hún hefur komið hingað tvisvar á síðustu 10 mánuðum og jarðarförin er þriðja ferðin. Sambandið milli pabþa og Huldu var eins og títt er um yngsta barn, hún var algjört eftirlæti og sólargeisli og það var sársaukafullt fyrh- þau að hafa bara símann síð- ustu vikurnar. Það var gæfa mín að hagir mínir og konu minnar voru með þeim hætti að við gátum sinnt pabba vel í þessum erfiðleikum. Mér þykir mikils virði að hafa feng- ið að vera hjá honum á dánarstund- inni. Á hugann leita minningar liðinna áratuga. Ég var ólíkur Jóni Sveins- syni að flestu leyti og ég hlýt að undrast það langlundargeð sem hann sýndi mér á unglingsárum mínum. Mikið hlýtur hann að hafa verið undrandi á ábyrgðarleysinu og léttúðinni sem ég sýndi lengur en æska gat afsakað. Áldrei brást þolinmæðin, alltaf tilbúinn að bera í bætifláka fyrir mig, alltaf tilbúinn að hjálpa mér og mínum. Mér var ekki margt heilagt sem ungum manni, og eftir skammar- strikin kveið ég yfirleitt ekki fyrir öðru meira, en að pabbi frétti um þau. Ekki vegna þess að hann skammaðist, því það gerði hann ekki, heldur vegna virðingar minn- ar við hann. Ég vildi ekki særa hann, þótt ég gerði það oft, en ég veit líka að hann fyrirgaf og sýndi mér óendanlegt umburðarlyndi og kærleik. Það yljaði mér að hann skyldi hafa hjá sér á sjúkrahúsinu gamalt bréf frá mér, bréf sem skipti mig miklu máli þegar ég sendi honum það og það varðaði hann svo miklu, að hann geymdi það í veski sínu öll þessi ár. Missir aldraðrar og lasburða móður minnar er mikill og í raun- inni gat hún aldrei hugsað sér neitt verra en að hann færi á undan henni eins og nú er raunin á orðin. Pabbi hafði séð um allt stórt og smátt, og það sem hann sá um þurfti ekki frekari athugana við. Nú er það öryggi og sú fullvissa að allt sé í lagi á burt og kvíði, söknuð- ur og bjargarleysi hins aldraða og veika hefur yfirhöndina nú um stundir. Ömmubörnin Lísa, Linda, Anna Jóna og Guðrún Hulda hafa ásamt fjölda vina foreldra minna reynt að hugga og hjálpa mömmu í þrengingunum að undanförnu. Ég þakka öllum þeim sem sýndu blessuðum fóstra mínum ræktar- semi og stuðning með heimsóknum til hans í bágindum síðustu vikna. Með pabba er genginn maður sem er nær því að vera vammlaus en nokkur annar maður sem ég hef kynnst. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta hans. Svavar og Anna Lilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.