Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 42
4*2 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + I MINNINGAR + Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GÍSLASON, Hlíðarvegi 7c, Siglufirði, sem andaðist fimmtudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 14. ágústkl. 14.00. Gísli Jónsson, Jóna Hansdóttir, Marsilía Jónsdóttir, Salmann Kristjánsson, Kristrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR AXELSSON, lést miðvikudaginn 11. ágúst. Útför auglýst síðar. Kolbrún Jónsdóttir, Birna Lísa Jensdóttir, Kjartan H. Grétarsson og bamabörn. + Ástkær eiginmaður minn, BJARNI JÓNSSON Hliðarstræti 3, Bolungarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á (safirði þriðjudaginn 11. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Fyrirhönd aðstandenda, Guðrún J. Jónsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Brúarflöt 7, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Sigurður Jónas Elíasson, Guðbjörg G. Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Eliasson, Elín Dóra Elíasdóttir, Karl Gissurarson, Linda Björg Elíasdóttir, Haukur Valdimarsson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA SVERRISDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavfk, sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn 10. ágúst verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Sigurður Halldórsson, Guðrún Sigurðard. Hastings, Harald Hastings, Hrefna Sigurðardóttir, B. Rúnar Benediktsson, Svava Sigurðardóttir, Ævar I. Guðbergsson, Erna Sigurðardóttir, Kolbeinn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, fi tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÞÓRÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. t Ingibjörg Matthfasdóttir, Matthías B. Sveinsson, Einar Matthíasson, Halldóra Svanbjörnsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Björn Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. HALLDOR ÓLAFSSON + Halldór Ólafs- son fæddist á Hróaldsstöðum í Vopnafirði 2. febrú- ar 1914. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Hall- dórs voru: Jóhanna María Ásgeirsdótt- ir, f. 28.12. 1888, d. 6.3. 1947 og Ólafur Vigfús Árnason, f. 9.2. 1886, d. 5.5. 1938. Systkini Hall- dórs voru: Guðrún Kristjana, f. 8.11. 1913, d. 22.5. 1973; Berta Ólöf Árný, f. 14.1. 1919, d. 23.7. 1936 og Anna Rósa, f. 8.10.1920, d. 5.8. 1931. Halldór kvæntist 12. febrúar 1939 Sigurrósu Finnbogadóttur frá Bolungarvík, f. 22. október 1918, d. 15. júní 1990. Börn þeirra eru: 1) Hanna Gréta, f. 13.10. 1938, maki Agnar Jónsson, frá- skilin. Þau eiga fjögur börn. 2) Her- dís, f. 26.5. 1948, maki Tryggvi Aðal- steinsson. Þau eiga þrjú börn. 3) Hall- dór, f. 19.6. 1956, maki Ástríður Her- mannsddttir. Þau eignuðust þrjú börn þar af eru tvö á lífi. 4) Hreinn, f. 4.9; 1957, ógiftur og barnlaus. Útför Halldórs fór fram frá Höfðakapellu á Akureyri 28. júlí sl. í kyrrþey að ósk hins látna. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hann pabba, sem dó 23. júlí sl. á sjúkrahúsinu á Húsavík og um leið þakka þeim sem léttu honum lífið síðustu æviárin. Pabbi var af þeirri kynslóð sem hefur upplifað miklar breytingar á þjóðfélaginu og kunni því frá mörgu að segja. Hann hafði gaman af að segja okkur sögur frá því sem hann hafði gert og upplifað um æv- ina og var stundum mikill ævin- týrabragur á því, svo mikill stund- um að menn áttu erfítt með að trúa því að allt þetta væri nú rétt og satt sagt frá. Hann hafði létta lund og var grallari í sér og fannst gaman að koma fjölskyldunni á óvart með fyndnum tilsvörum. Þessum til- svörum hélt hann áfram allt fram í andlátið og sýnir það best hvað hann dó sáttur við allt og alla, en hann hélt fullri hugsun fram á síð- asta dag og hafði þá skipulagt hvernig átti að standa að útförinni og gefið fyrirmæli til hvers og eins úr fjölskyldunni. Eg átti þess kost að vera hjá honum yfir helgi áður en hann dó og var hann þá, þrátt fyrir að vera mjög veikburða og mikið veikur, með ótrúlega gott minni. Þar ræddum við um gamla tíma og eins það sem var í vændum og mikið dáðist ég að æðruleysi hans og kjarki gagnvart því sem koma skyldi. Við kvöddumst svo á sunnu- dagskvöldi með þeim orðum að við sæjumst ekki aftur í þessu lífi og ég bað hann fyrir kveðju til mömmu, en við vorum báðir sann- færðir um að hún biði hans, hinum megin. Hann andaðist svo fjórum dög- um síðar. Það er ekki í anda pabba að rekja allt hans lífshlaup, en síðustu æviárin dvaldist hann á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík og kunni hann því vel. Það er á engan hallað þó fullyrt sé að fáir hafí reynst honum eins vel og Herdís systir mín og Tryggvi eiginmaður hennar, sem búsett eru á Akureyri. Þau voru alltaf til staðar þegar hann þurfti á þeim að halda og ófáar ferðir voru farnar, bæði til Húsavíkur og eins til Kópaskers, en þar bjó pabbi einn í nokkur ár eftir að mamma dó. Á þeim tíma var pabbi frekar slappur við matseld svo að Herdís tók sig til og bæði sauð og steikti mat sem hún síðan pakkaði niður í passlega skammta og frysti. Pabbi fékk þetta síðan sent og þurfti því ekki annað en að hita matinn upp. Þetta sýnir best ósérhlífni hennar þegar pabbi þurfti á aðstoð að halda. Dætur Herdísar, þær Rósa og Sólveig, voru búsettar á Húsavík þegar pabbi fluttist þangað og sáu þær um að aðstoða hann með hin ýmsu mál. Það leið ekki sá dagur að þær litu ekki við hjá honum í smá spjall og varð nærvera þeirra án efa til þess að pabbi undi sér mjög vel á Húsavík. Samband pabba og Rósu, sem ber nafnið hennar mömmu, Sigur- rós, var mjög sterkt og var hún í miklum metum hjá honum, enda sá hún um öll hans mál og var hans „einkahjúkrunarkona" eins og hann sagði sjálfur. Henni verður seint þakkað allt sem hún gerði fyrir hann. Síðasta árið sem pabbi lifði náði hann að fylgjast með sólargeislan- um, Sævari Helga, syni Sólveigar og Víðis. Það var svo föstudagskvöldið 23. júlí sem pabbi dó, umvafínn elsku og væntumþykju frá öllu þessu góða fólki, sem sat hjá honum til hinstu stundar. Starfsfólkinu á Hvammi og sjúkrahúsinu færi ég mínar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Þinn sonur, Hreinn. + Kærleiksrík móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA LÁRUSDÓTTIR, Egilsbraut 23, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Porlákskirkju í dag, föstudaginn 13. ágúst, kl. 14.00. Lárus Sæmundsson, Birgir Sæmundsson, Grétar Sæmundsson, Brynjar Sæmundsson, Hildur Sæmundsdóttir, Ómar Sæmundsson, Erling Sæmundsson, barnabörn og barnabamabörn. Kærleikur, fyrirgefning og skilningur Jesú Krists er stærstur sigra. Hulda B. Magnúsdóttir, Þórður G. Sigurvinsson, Anna Fía Ólafsdóttir, Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdaföður míns, Hall- dórs Ólafssonar, sem lést á Sjúkra- húsinu á Húsavík 23. júlí sl. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég kom á Kópasker haustið 1967. Ég sá fljótt að hann var að ýmsu leyti ákaflega sérstakur maður. Hann hafði af- burða minni og mjög góðan húmor. Þegar þeir eiginleikar fara saman þá verða oft til góðir sögumenn, sem gaman er að hlusta á og blanda geði við. Halldór ólst upp í innbænum á Akureyri á fyrri hluta aldarinnar og naut hann þess oft að segja manni sögur frá þeim tíma. Hann sagði mér meðal annars frá því að hann hefði lært að lesa, þannig, að þegar verið var að kenna eldri syst- ur hans lestur, sat hann andspænis henni við borðið og án þess að nokkur áttaði sig á, varð hann læs um leið og hún og gat lesið jafnt hratt hvort sem blaðið var rétt eða á hvolfi. Þetta fékk maður hann til að leika fyrir sig hvað eftir annað. Hann sagði frá sjóferðum út á Poll- inn og ýmsum leikjum barnanna. Hann þekkti sögu hvers einasta húss í innbænum, hverjir höfðu bú- ið þar og dró á sinn skemmtilega hátt fram í dagsljósið sérkenni íbú- anna. Hann gat gert góðlátlegt grín að samferðamönnum sínum, en aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Halldór varð snemma bókhneigður og naut þess að lesa góðar bækur og ýmis tækni- rit. Halldór kvæntist 12. febrúar 1939 Sigurrósu Finnbogadóttur frá Bolungarvík. Fyrstu búskaparár þeirra voru í innbænum á Akureyri, þar sem Halldór vann við vörubíla- akstur og ýmsa verkamannavinnu; en Rósa vann á sjúkrahúsinu. I kringum 1950 fluttust þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Þessi ár reyndust Hall- dóri býsna erfið og lífið var ekki alltaf dans á rósum. Uppúr 1960 fluttust þau til Kópa- skers og HaUdór fór að starfa sem vélgæslumaður hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Raufarhöfn og síðan réðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, þar sem hann vann þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Á Kópaskeri bjuggu þau sér hlýlegt heimili og þar nutu þau lífsins sam- an. I mörg sumur starfaði Rósa sem ráðskona við Drengjaheimilið að Astjörn í Kelduhverfi og kom þá Halldór í heimsókn þangað um helgar. Þá var það oftar en ekki að hann sat með hóp stráka í kringum sig og sagði þeim sögur, sem hann samdi jafnóðum og fékk þá ímynd- unaraflið að njóta sín að fullu. Kópaskersárin liðu hratt og fyrr en varði dró ský fyrir sólu, en pað var árið 1990 að hann missti konu sína, en 15. júní það ár dó Rósa. Þessi missir reyndist honum ansi erfiður, því missirinn var vissulega mikill. Rósa var alveg einstaklega góð manneskja, ég ætti nú aldeilis að geta dæmt um það. Strax og ég fór að gera mig heimankominn á heimili þeirra tók hún mér eins og syni sínum og reyndist mér ákaf- lega vel. Hún var svo mikil húsmóð- ir og hugsaði svo vel um sína að ég hef ekki kynnst öðru eins, hvorki fyrr né síðar. Hún vildi gera allt fyrir aðra og lét það frekar bitna á sjálfri sér, ef eitthvað vantaði. Fyrsta veturinn eftir að Rósa dó bjó dóttir mín, Rósa, hjá afa sínum og gerði honum Mfið ögn bærilegra. Síðan bjó hann einn þar til árið 1994 að hann gat ekki lengur verið einn. Hann seldi húsið sitt og fiutti alfarinn frá Kópaskeri og að Dval- arheimilinu Hvammi á Húsavík. Hann sætti sig fljótt við dvölina þar og var það ekki síst því að þakka að dætur mínar Rósa og Sólveig bjuggu báðar á Húsavík og voru ákaflega duglegar að hjálpa afa sín- um. Ekki leið sá dagur að Rósa kæmi ekki í heimsókn eða talaði við afa sinn í síma. Halldór hélt sínu góða minni allt fram á síðasta dag. Hann hafði ótrúlega góðan skilning á lífinu og I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.