Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Danskir dagar í Stykkishólmi FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi um þessa helgi. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði og er skemmti- dagskráin að mestu leyti heima- fengin. A föstudag verður skrúðganga með þátttöku leikskólabarna, trúða og fleiri furðuvera. Fánar verða dregnir að hún og nýja sundlaugin verður formlega vígð. Eyjaferðir bjóða upp á herforingjakvöldverð í „grand“-ferð sinni. Um kvöldið verður grillað og sungið við höfnina og síðan gengið út á bryggju þar sem dansað verður tú miðnættis við tónlist gleðisveitarinnar Stykk. Þá mun björgunarsveitin Berserkir gleðja gesti með flugeldasýningu. Á laugardeginum verður byrjað á ratleik Lionsklúbbsins. Golfklúbb- urinn Mostri sér um opið golfmót í léttum dúr og knattspymumót verður í umsjón Snæfells. Mark- aðstjald verður opið með fjölbreytt- um sölu- og kynningarbásum. Þá verða margskonar skemmtiatriði í og við tjaldið, leiklist, söngur og dans. Barnaball verður í tjaldinu þar sem hljómsveitin Gos mun skemmta og hún mun einnig leika fyrh- unglingaballi í tjaldinu um kvöldið. Á laugardagskvöldið verð- ur stórdansleikur á Fosshótel Stykkishólmi þar sem hljómsveitin Sixties mun skemmta, hljómsveitin Stykk verður á Knudsen og dansað verður um borð í Brimrúnu sem siglir um Breiðafjörðinn. Á sunnudag verður farið í göngu um gamla bæinn og verða rifjaðar upp sögur ýmissa gamalla húsa með nöfn. Göngunni lýkur svo í gömlu kirkjunni en þai’ verður messað á dönsku og íslensku. Eyjaferðir fara í hádegisverðar- ferð eins og á laugardag. Dagskrá dönsku daganna lýkur svo í Stykk- ishólmskirkju með tónleikum þar sem fram koma heimamenn með fjölbreytta efnisskrá, söng og hljóð- færaleik. Mjólkur- dagur á Ar- bæjarsafni ÁRBÆJARSAFN leggur sér- staka áherslu á mjólk og vinnslu úr mjólk n.k. sunnudag. Þá gefst ömmum og öfum tækifæri til að sýna barnabömunum hvernig unnið var úr mjólkinni í gamla daga. Skilvindan og strokkurinn verða tekin í notk- un og búinn verður til ijómi og smjör. Einnig verður sýnt hvernig skyr var gert. Kýrin á Árbæjarsafni verður mjólkuð um kl. 17. Að öðm leyti verður fjöl- breytt dagskrá á safninu að venju. Á baðstofuloftinu í Árbæ verða saumaðir roðskinnsskór. Teymt verður undir börnum síð- degis. í Suðurgötu 7 verður gullsmiður að smíða skart úr silfurvír og við Nýlendu verða riðin net. I safnabúðinni verður kynning á þjóðlegum tehettum frá Tehettunni Freyju. Blómstrandi dagar í Hveragerði HÁTÍÐIN blómstrandi dagar í Hveragerði verður nú um helgina, 13.-15. ágúst. Hátíðin verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Á laugardaginn verður kvöldvaka í lystigarðinum við Varmá. Þar mun Ami Johnsen stjórna brekkusöng við varðeld. Kvöldið endar með glæsilegri flugeldasýningu. Á sunnudaginn mætir Sprell með bama- og unglingatæki og hesta- kerra verður á svæðinu. Grillað verður báða dagana, Græna smiðj- an býður upp á villijurtate, Hvera- svæðið verður opið með leiðsögn og sýningu á íslenskum eðalsteinum, fegurstu garðamir verða til sýnis og margt, margt fleira. Þj óðarbókhlaðan Sýning á list inúíta íKanada NÚ stendur yfir sýning á fjórtán inúíta-listaverkum í anddyri Þjóðar- bókhlöðu við Suðurgötu. Sýningin kemur úr safni Macdonald Stewart listamiðstöðvarinnar við háskólann í Guelph, Ontario í Kanada. Þar er eitt stærsta safn í Norður-Ameríku af teikningum inúíta á pappír. I þessu úrvali úr safni listamiðstöðvar- innar má finna teikningar eftir marga af þekktustu listamönnum inúíta í Kanada. Qamanittuaq-teikningarnar, sem em á sýningunni, eru eftir 14 lista- fflenn, svokallaða Baker Lake Artists, sem eru fulltrúar 35 ára sögu inúíta frá Baker Lake, Nunavut. Listamennirnir eru Janet Kingsiuq, Harold Qarliksaq. Simon Tookoome, Luke Anguhadluq, Marion Tuu’luq, Victoria Mamng- uqsualuk, Nancy Pukingrnak, Irene Avaalaaqiaq, Janet Kigusiuq, Jessie Oonark, William Noah, Myra Kukii- yaut, Joan Ai-ngna’naaq, Ruth Annaqtuusi Tulurialik og Frangoise Oklaga. Þessi sýning hefur verið sett upp á fflörgum stöðum í Kanada, síðast í Iqaluit í Nunavut og veitir sýningin innsýn í sögu og menningu kanadískra inúíta og er um leið vitn- isburður um einstaka tjáningarhæfi- leika listamannanna, segir í fréttatil- kynningu. Sýningin kemur hingað til EITT verka inúíta í Þjóðarbókhlöðunni: „Fishing Scene“ eftir Janet Kingsiuq. lands í tengslum við námskeið vís- indamanna og stúdenta við Háskól- ann í Guelph, Bændaskólans á Hól- um og Háskóla íslands. Þjóðarbókhlaðan er opin mánu- daga til föstudaga kl. 8.15-19, laug- ardaga kl. 10-17. Frá og með sunnu- deginum 22. ágúst verður einnig opið kl. 11-17. Sýningunni lýkur 4. nóv- ember. I Laus við [56 Laus við 30 ára húðvandamál - Nýtt Iíf!! -1- 3 1 Móttaka ó notuðum skóm til handa bógstöddum í verslunum okkar og öllum gómastöðum Sorpu STEINAR WAAGE SKÓVERSIUN Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 1 oppskórinn Ingólfstorgi, sími 552 1212 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 49 ÚTSÖLU TILBOÐ OPIÐ LAUGARDAG KL. 10.00-14.00 Póstsendum samdægurs r oppskórinn - VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. ágúst 1999. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.198.315 kr. 119.832 kr. 11.983 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 1.057.965 kr. 50.000 kr. 105.797 kr. 5.000 kr. 10.580 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.120.695 kr. 100.000 kr. 212.070 kr. 10.000 kr. 21.207 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.971.237 kr. 100.000 kr. 197.124 kr. 10.000 kr. 19.712 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.699.110 kr. 1.000.000 kr. 1.739.822 kr. 100.000 kr. 173.982 kr. 10.000 kr. 17.398 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.025.5507 kr. 1.000.000 kr. 1.605.110 kr. 100.000 kr. 160.511 kr. 10.000 kr. 16.051 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.132.253 kr. 1.000.000 kr. 1.426.451 kr. 100.000 kr. 142.645 kr. 10.000 kr. 14.265 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.001.870 kr. 1.000.000 kr. 1.400.374 kr. 100.000 kr. 140.037 kr. 10.000 kr. 14.004 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.