Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Danskir dagar í
Stykkishólmi
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Danskir
dagar verður haldin í Stykkishólmi
um þessa helgi. Hátíðin verður með
hefðbundnu sniði og er skemmti-
dagskráin að mestu leyti heima-
fengin.
A föstudag verður skrúðganga
með þátttöku leikskólabarna, trúða
og fleiri furðuvera. Fánar verða
dregnir að hún og nýja sundlaugin
verður formlega vígð. Eyjaferðir
bjóða upp á herforingjakvöldverð í
„grand“-ferð sinni. Um kvöldið
verður grillað og sungið við höfnina
og síðan gengið út á bryggju þar
sem dansað verður tú miðnættis við
tónlist gleðisveitarinnar Stykk. Þá
mun björgunarsveitin Berserkir
gleðja gesti með flugeldasýningu.
Á laugardeginum verður byrjað á
ratleik Lionsklúbbsins. Golfklúbb-
urinn Mostri sér um opið golfmót í
léttum dúr og knattspymumót
verður í umsjón Snæfells. Mark-
aðstjald verður opið með fjölbreytt-
um sölu- og kynningarbásum. Þá
verða margskonar skemmtiatriði í
og við tjaldið, leiklist, söngur og
dans. Barnaball verður í tjaldinu
þar sem hljómsveitin Gos mun
skemmta og hún mun einnig leika
fyrh- unglingaballi í tjaldinu um
kvöldið. Á laugardagskvöldið verð-
ur stórdansleikur á Fosshótel
Stykkishólmi þar sem hljómsveitin
Sixties mun skemmta, hljómsveitin
Stykk verður á Knudsen og dansað
verður um borð í Brimrúnu sem
siglir um Breiðafjörðinn.
Á sunnudag verður farið í göngu
um gamla bæinn og verða rifjaðar
upp sögur ýmissa gamalla húsa með
nöfn. Göngunni lýkur svo í gömlu
kirkjunni en þai’ verður messað á
dönsku og íslensku.
Eyjaferðir fara í hádegisverðar-
ferð eins og á laugardag. Dagskrá
dönsku daganna lýkur svo í Stykk-
ishólmskirkju með tónleikum þar
sem fram koma heimamenn með
fjölbreytta efnisskrá, söng og hljóð-
færaleik.
Mjólkur-
dagur á Ar-
bæjarsafni
ÁRBÆJARSAFN leggur sér-
staka áherslu á mjólk og vinnslu
úr mjólk n.k. sunnudag. Þá
gefst ömmum og öfum tækifæri
til að sýna barnabömunum
hvernig unnið var úr mjólkinni í
gamla daga. Skilvindan og
strokkurinn verða tekin í notk-
un og búinn verður til ijómi og
smjör. Einnig verður sýnt
hvernig skyr var gert. Kýrin á
Árbæjarsafni verður mjólkuð
um kl. 17.
Að öðm leyti verður fjöl-
breytt dagskrá á safninu að
venju. Á baðstofuloftinu í Árbæ
verða saumaðir roðskinnsskór.
Teymt verður undir börnum síð-
degis. í Suðurgötu 7 verður
gullsmiður að smíða skart úr
silfurvír og við Nýlendu verða
riðin net. I safnabúðinni verður
kynning á þjóðlegum tehettum
frá Tehettunni Freyju.
Blómstrandi
dagar í
Hveragerði
HÁTÍÐIN blómstrandi dagar í
Hveragerði verður nú um helgina,
13.-15. ágúst.
Hátíðin verður með svipuðu sniði
og verið hefur undanfarin ár. Á
laugardaginn verður kvöldvaka í
lystigarðinum við Varmá. Þar mun
Ami Johnsen stjórna brekkusöng
við varðeld. Kvöldið endar með
glæsilegri flugeldasýningu.
Á sunnudaginn mætir Sprell með
bama- og unglingatæki og hesta-
kerra verður á svæðinu. Grillað
verður báða dagana, Græna smiðj-
an býður upp á villijurtate, Hvera-
svæðið verður opið með leiðsögn og
sýningu á íslenskum eðalsteinum,
fegurstu garðamir verða til sýnis
og margt, margt fleira.
Þj óðarbókhlaðan
Sýning á
list inúíta
íKanada
NÚ stendur yfir sýning á fjórtán
inúíta-listaverkum í anddyri Þjóðar-
bókhlöðu við Suðurgötu. Sýningin
kemur úr safni Macdonald Stewart
listamiðstöðvarinnar við háskólann í
Guelph, Ontario í Kanada. Þar er
eitt stærsta safn í Norður-Ameríku
af teikningum inúíta á pappír. I
þessu úrvali úr safni listamiðstöðvar-
innar má finna teikningar eftir
marga af þekktustu listamönnum
inúíta í Kanada.
Qamanittuaq-teikningarnar, sem
em á sýningunni, eru eftir 14 lista-
fflenn, svokallaða Baker Lake
Artists, sem eru fulltrúar 35 ára
sögu inúíta frá Baker Lake,
Nunavut. Listamennirnir eru Janet
Kingsiuq, Harold Qarliksaq. Simon
Tookoome, Luke Anguhadluq,
Marion Tuu’luq, Victoria Mamng-
uqsualuk, Nancy Pukingrnak, Irene
Avaalaaqiaq, Janet Kigusiuq, Jessie
Oonark, William Noah, Myra Kukii-
yaut, Joan Ai-ngna’naaq, Ruth
Annaqtuusi Tulurialik og Frangoise
Oklaga.
Þessi sýning hefur verið sett upp á
fflörgum stöðum í Kanada, síðast í
Iqaluit í Nunavut og veitir sýningin
innsýn í sögu og menningu
kanadískra inúíta og er um leið vitn-
isburður um einstaka tjáningarhæfi-
leika listamannanna, segir í fréttatil-
kynningu. Sýningin kemur hingað til
EITT verka inúíta í Þjóðarbókhlöðunni: „Fishing
Scene“ eftir Janet Kingsiuq.
lands í tengslum við námskeið vís-
indamanna og stúdenta við Háskól-
ann í Guelph, Bændaskólans á Hól-
um og Háskóla íslands.
Þjóðarbókhlaðan er opin mánu-
daga til föstudaga kl. 8.15-19, laug-
ardaga kl. 10-17. Frá og með sunnu-
deginum 22. ágúst verður einnig opið
kl. 11-17. Sýningunni lýkur 4. nóv-
ember.
I Laus við
[56
Laus við 30 ára húðvandamál - Nýtt Iíf!!
-1-
3
1
Móttaka ó notuðum skóm til handa bógstöddum í verslunum okkar og öllum gómastöðum Sorpu STEINAR WAAGE
SKÓVERSIUN
Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 1 oppskórinn Ingólfstorgi, sími 552 1212
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 49
ÚTSÖLU TILBOÐ
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10.00-14.00
Póstsendum samdægurs
r oppskórinn - VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa
Innlausnardagur 15. ágúst 1999.
1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.198.315 kr. 119.832 kr. 11.983 kr.
1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
500.000 kr. 1.057.965 kr.
50.000 kr. 105.797 kr.
5.000 kr. 10.580 kr.
2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 2.120.695 kr.
100.000 kr. 212.070 kr.
10.000 kr. 21.207 kr.
2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.971.237 kr.
100.000 kr. 197.124 kr.
10.000 kr. 19.712 kr.
3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.699.110 kr.
1.000.000 kr. 1.739.822 kr.
100.000 kr. 173.982 kr.
10.000 kr. 17.398 kr.
2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 8.025.5507 kr.
1.000.000 kr. 1.605.110 kr.
100.000 kr. 160.511 kr.
10.000 kr. 16.051 kr.
2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.132.253 kr.
1.000.000 kr. 1.426.451 kr.
100.000 kr. 142.645 kr.
10.000 kr. 14.265 kr.
3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 7.001.870 kr.
1.000.000 kr. 1.400.374 kr.
100.000 kr. 140.037 kr.
10.000 kr. 14.004 kr.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf
Ibúðalánasjóður
| Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800