Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
Smáfólk
ALL RI6HT, ANSIa/ER ME THIS..
HOU) COME A D06 6ET5 TO
PLAY 5HORTSTOP WHILE I
HAVE TO PLAY RI6HT FIELD ?
UJELL,HE'S QLITE KHOLJLEDéEAðLE,
ABOUT THE 6AME,AND HE'5
USUALLY VERY ALERT, AND..
■?r
INFIELD-FLY
RULE?U)H0U)ANT5
TOKNOWABOUT
THEINFIELD-FLY
RULE ? ^
6-2 +
Þá þad, svaraðu mér.. Hvemig má það
vera að hundur lær að vera varaleikmaður
á meðan ég verð að leika á hægri
vallarhelmingi?
Nú, hann er vel að sér um lcikinn, og hann er
vanalega mjög árvakur, og...
Reglur um flugbolta
á innvelli? Hvcm
varðar um það?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Leitin að
týnda árinu
Frá Baldri Ragnarssyni:
HÉR á síðum Mbl. heldur Jón
Brynjólfsson, verkfræðingur,
áfram að réttlæta fyrir sjálfum sér
og öðrum að næstu áramót séu
aldamót. I grein sinni 6. ágúst sl.
viðurkennir hann þó að eitt ár
vanti upp á að svo geti verið. I leit
sinni að þessu týnda ári telur hann
að fæðing trésmiðsins frá Galfleu
hafi átt sér stað árið 2 f.Kr. Þannig
bætir hann heilu ári framan við
viðmiðunarpunkt tímatalsins og
fær út að fyrsta ár þess hafi verið
árið 1 f.Kr.
Jón vill raunar ekki kannast við
að umræddur maður hafi verið tré-
smiður, þótt Jósef, faðir hans, hafi
verið það. Svo bar þó við um þær
mundir að synir manna störfuðu
jafnan við iðju feðra sinna. Galfleu-
maðurinn hóf ekki trúboðastarf
sitt fyrr en um þrítugt og hefur því
væntanlega starfað við sömu iðju
og Jósef fram að því.
Jóni er umhugað um að rétt sé
farið með sögulegar staðreyndir.
Máli sínu tfl stuðnings heldur hann
því fram að 5 heimildir styðji skoð-
un hans. Ekki lætur hann þó heim-
ildanna getið. Ef guðað er í Biblí-
una kemur í ljós að Jesú fæddist á
tímum Heródesar bamamorðingja
og var forðað á flótta undan klóm
hans. Hin sögulega staðreynd er
sú að Heródes þessi dó árið 4 f.Kr.
Biblían er því vart ein af hinum 5
heimildum Jóns.
Maður að nafni David Ewing
Duncan reit á síðasta ári ágæta
bók sem hann nefndi „The Calend-
ar“ (gefin út af Fourth Estate
Ltd., London). Þar rekur hann til-
urð tímatals okkar og sögu þess.
Gerir hann bæði fyrrnefndri fæð-
ingu og talnameðferð Díonýsíusar
Exiguus góð skil. í þeirri saman-
tekt kemur ekkert fram sem bend-
ir til annars en að fæðingin hafi átt
sér stað á árabilinu 7-4 f.Kr. Ekki
er Duncan því heldur ein af heim-
ildum Jóns - og er það verr.
Eitthvað er Jóni uppsigað við
upphafsdag tímatals okkar; 1. jan-
úar árið 1 e.Kr. Hann segir: „Slíkt
tímatal byrjar ekki við fæðingu
Krists og er því ótengt Kristi."
Þetta er hárrétt. Svo er enda raun-
in með tímatalið. Það er villandi að
tengja það við trúarbrögð sjött-
ungs mannkyns með skammstöf-
unum „f.Kr.“ og „e.Kr.“ og eru Is-
lendingar ein fárra þjóða sem svo
gera enn. I stað þessa ritháttar
nota enskumælandi þjóðir núorðið
„B.C.E.“ (before common era) og
„C.E.“ (common era) og Danir rita
J.v.t." og „e.v.t.“ (for og efter vor
tidsregning). Tímatal Evrópu-
manna er viðteknasta tímatal
mannkynssögunnar, ekki síst
vegna hinnar menningarlegu og
efnahagslegu yfirráðastefnu sem
Evrópubúar ráku lengi vel gagn-
vart umheiminum. Það hefur þó
ótvíræða kosti í hinu alþjóðlega
viðskiptasamfélagi nútímans að
styðjast við eitt, staðlað tímatal.
Kjarni málsins er að viðmiðun
tímatalsins hefur aldrei verið ann-
að en áætluð fæðing Galfleu-
mannsins. Utreikningur þessarar
viðmiðunar var í höndum munka
sem í raun skorti bæði forsendur
og kunnáttu til slíkra verka. í ald-
anna rás hefur sú hefð myndast að
telja barnið fætt á jóladag árið fyr-
ir upphafsár tímatalsins og upp-
hafsdag tímatalsins vera 1. janúar
réttri viku síðar. Hið fyrsta ár
tímatalsins var nefnt „árið eitt“ -
og var þá ekkert tillit tekið til ald-
urs barnsins. Þessi hefð hefur
reynst í góðu samræmi við rök-
leika og einfaldleika venjubund-
innar talningar.
Fæðingin umrædda hefur sum-
sé verið sniðin að hefð tímatalsrit-
unarinnar, en ekki öfugt - enda
hefur reynst örðugt að fastnegla
fæðingardaginn. Þó svo að ein-
hverjar óyggjandi heimildir finn-
ist síðar meir fyrir hinu týnda ári
Jóns og fæðingardeginum sjón-
um-horfna, er ólíklegt að það
breyti nokkru um tímtalshefðina.
Samkvæmt þeirri hefð byrjum
við um næstu áramót að ganga á
tvö-þúsundasta ár tímatalsins.
Þeirri göngu lýkur ekki fyrr en
um þarnæstu áramót þegar árin
2000 frá upphafsdegi tímatalsins
eru að fullu liðin. Þá fyrst hefst
ganga okkar á þriðja árþúsund
tímatalsins.
BALDUR RAGNARSSON,
kerfisfræðingur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Dráttarbeisli