Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 19 VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 1,5% undanfarna þrjá mánuði Hækkunin jafngildir 6,3% verð- bólgu á ári UNDANFARNA þijá mánuði hef- ur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafhgildir 6,3% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í ágústbyrjun 1999 var 190,2 stig og hækkaði vísitalan um 0,4% frá fyrra. mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 191,6 stig og hækkaði um 0,3%. I frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að um 8,5% verðlækkun á fötum og skóm, sem aðallega stafar af sumarútsölum, leiddi til 0,49% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðhækkun á matvörum um 3,3% hafði í fór með sér 0,48% hækkun vísitölunnar, en af einstökum mat- vöruliðum hækkaði grænmetisverð um 18,2%, sem olli 0,22% hækkun vísitölu, og verðhækkun á ávöxtum um 11% leiddi til 0,10% vísitölu- hækkunar. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 3,4% sem olli 0,14% hækkun neysluverðsvísitölunnar, og 2,7% hækkun húsaleigu hafði í för með sér 0,07% hækkun á vísitölunni. Vísitala neysluverðs í ágúst 1999, þ.e. 190,2 stig, gildir til verðtrygg- ingar í september. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breyt- ast eftir lánskjaravísitölu, er 3.755 stig fyrir september 1999. Verðbólgan á islandi 1,3% frá júní 1998 til júní 1999 Fram kemur í frétt Hagstofunnar að síðastliðna tólf mánuði hafi vísi- tala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2%. Sem fyrr segir hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 1,5% undanfarna þrjá mánuði og jafn- gildir það 6,3% verðbólgu á ári. I frétt Hagstofunnar kemur fram að verðbólgan í EES-ríkjum frá júní 1998 til júní 1999, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverðs, hafi verið 1,0% að meðaltali. í Austur- ríki hækkaði neysluverðlag um 0,2% og í Þýskalandi, Frakklandi og Svíþjóð um 0,4%. Á sama tímabili var verðbólgan á íslandi 1,3% og í helstu viðskiptalöndum íslendinga 1,4%. Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins spáir 4,3-4,5% verðbólgu Fjárfestingarbanki atvinnulífsins birti í gær endurskoðaða verðbólgu- spá í samræmi við þróunina undan- farið og horfur í verðlagsmálum. Spá bankans frá því í júní gerði ráð fyrir 3,6-3,9% verðbólgu, en endur- skoðuð spá hlóðar hins vegar upp á 4,3-4,5% hækkun milli janúar 1999 og janúar 2000. Fram kemur í greiningu FBA á þróun verðlags og horfum að helstu skýringar á hærri spá séu meiri verðhækkanir á bens- íni og olíum en áður var gert ráð fyrir og einnig hafi gengi krónunnar ekki styrkst eins mikið og spáð var í júní. Þá segir í greiningunni að hækkun á matvörulið vísitölu neysluverðs sé mun meiri en FBA hafi gert ráð fyrir og skýrist það að langmestu leyti á meiri hækkun ávaxta og grænmetis vegna inn- komu nýrrar innlendrar framleiðslu á markaðinn en vænst var. Fréttir á Netinu v g> m b I. i s __ALLiy\/= &TTHVMO NYTT Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Tölur ísvigum visa til vægis einstakra liða. Frájúlítilág. 1999 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,0%) 011 Matur(15,0%) 0113Fiskur(0,8%) 0117 Grænmeti, kartöflur o.fl. (1,4%) 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (5,2%) -8,5% 031 Föt (4,2%) -9,3% E2 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (18,0%) 041 Greidd húsaleiga (2,5%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,3%) 051 Húsgögn og heimilsbúnaður (2,1 %) 06 Heilsugæsla (3,0%) 07 Ferðir og flutningar (18,1 %) 08 Póstur og sími (1,6%) 09 Tómstundir og menning (13,1 %) 10Menntun(1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) c I +2,9% 3 +3,3% ] +2,9% 0,0% +0,06% ] +2,7% ¦ +0,6% ¦ +1,2% | +0,4% I 0,0% +0,2% I +0,4% VÍSiTALA NEYSLUVERÐS i ÁGÚST: 106,6 stig 1 +0,4% Verðbólga í nokkrum ríkjum Breyting samræmdrar neysluverðsvísitölu frá júni 1998 tii júní 1999 írland Portúgal Spánn Holland* Noregur Bandaríkin Danmörk Grikkland ítalía Bretland 13 ísland Finnland Lúxemborg Beigía Sviss Frakkland* Japan* Þýskaland Svíþjóð Austurríki* 2,1% 2,1% 2,1% 2,1% 2,1% 2,0% 1,9% 1,8% 1,4% 1,4% 1,3% 1,2% 1,2% • Bráðabirgðatölur ' Samkvæmt gengisvog Seðlabanka Islands Viðskiptalönd Meðaltal ESB* Meðaltal EES* Meðaltal EMU í EES rfkjum er miðað víð samræmda evrópska neysluverðs- visitöiu en í Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvisítöíur. NlOlAlTlUlN ?**"*** NOATUN NÚATÚN117 • ROFABÆ 39 • HAMRABORG 14 KÓP. • HJRUGRUND 3, KÓP. ! ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR (BÆ • KLEIFARSEU 18 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 heimasíða nóatúns www.noatun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.