Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 56
Tp& FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ it # * r i HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 ^cknkóFE Skiár 1 ^A'^H-fHK DV ROBERTS RANT „Vona að alllr sjál myndina því maour kemur brosandi út úr bíóinu" Komíluo*{hitlij lulioRoWitsos liiiíjh Ciianl astadswn&ilit- fotting Hill „-.isæc-..«æm trewra cm~. .-.IffppjgaHBBmipgg .awawa.___ FRÁ HÖFUNDUM FJÖGURHA BRUÐKAUPA OG JARDARFARAR - f Sýndkl. 5, 6.45, 9 og 11.15. í{ GÓÐAR. NÝJASTA MYN P PEDRO ALMODÓVAR ÞYKIR HANS BESTATILÞESSA. MYNDIN HEFURHLOTID MIKLA AOSÓKN í EVRÓPU UNDANFARID 06 STAL SENUNNIICANNES í VOR. Sýndkl. 5, 7, 9og 11.B.Í. 12. KXXDV ÍtTCk Rás2 A Á AiMBL 95afl00 Tvihofdi FUCKING ÁMÁL Sýndkl. 5, 7, 9og11.B.i.i2 yÍ; (LWNHH "VfrHW ¦¦.¦ CWÍWv'WB HJiE'i' WK PALTROW fSNNES jS&í ^PRífp^a DÖSCH Shakespeare In Love Kl. 5,9 og 11.15. Notting Hiil-parid i næsta soluturm sMBigki SAUtit&ki mmíMn swpflJBn BÍÓHOH. swttlfci ¦£íw««'SIm swiðh NÝnOGBETRA^5^ SAGA- Sýnd kl. 1 og 3. Kl. 9 og 11. Sýnd kl. 1 og 2.45. Sýnd kl. 12.30, 2.30,4.40, 6.50, 9 og 11.10MDDDKSTAL www.samfilm.is Bjarni Bö dansar með Stuðmönnum í Straumi á laugardagskvöld Ðansinn lengir lífíð Bjarni Böðvarsson er tæplega sjötugur og hefur gaman af því að dansa. Þótt út- haldið sé minna en á árum áður hefur hann engu gleymt og skemmtir í Lista- smiðjunni Straumi annað kvöld. Sunna Osk Logadóttir ræddi við manninn sem kallaður er elsti og virtasti „breik"- ------,---------------------------7------------------------------------ dansari á Islandi. í LISTASMIÐJUNNI Straumi í Straumsvík standa Stuðmenn fyrir hátíð með sirkusívafi annað kvöld þar sem augu, bragðlaukar og dansgen verða kætt. Auk Stuð- manna koma hljómsveitirnar Qu- arashi og Súkkat fram að ógleymd- um Úlfi skemmtara, Skara skrípó og Adda rokk. Bjarni Böðvarsson eða Bjarni Bö, mun einnig stíga þar á stokk og sýna gestum nokkur vel valin dansspor. Verður að dansa „Þegar ég er kominn á ball og tónlistin byrjar get ég ekki setið kyrr í sætinu, ég verð að dansa," segir Bjarni alvarlegur og blaðamaður gerir sér strax grein fyrir því að honum er fúlasta al- vara. „Ég dansaði mjög mikið þeg- ar ég var ungur, bæði gömlu og nýju dansana en sýndi aldrei dans, þetta var tómstundagaman." Bjarni segist ekki hafa verið með neinn fastan dansfélaga á árum áð- ur en átt vini sem höfðu sama áhugamál. „Við vorum nokkur sam- an í hóp sem unglingar sem höfðum gaman af því að dansa. Við fórum reglulega saman á böll og dönsuð- um allt kvöldið." Þótt árunum hafi fjölgað hefur Bjarni enn gaman af því að dansa. „Eg er bara næstum hættur að geta það. Ég var í góðri þjálfun þegar ég var ungur og gat dansað í marga klukkutíma en núna hef ég lítið úthald orðið." Kann að meta danstónlist í dag - En núna ertu kallaður „breik"- dansari. „Já, en ég held að það sé nú varla rétt. Þetta er eitthvað svona „tjútt" hjá mér en ég geri enga skrykki eða neitt svoleiðis," svarar Bjarni brosandi. Honum finnst mjög gott að dansa við tónlist Stuðmanna. „Það er í raun hægt að dansa við flesta tónlist," bætir hann við en segist ekki eiga nein uppáhalds danslög frá fyrri tíð. „Það voru lög sem stóðu upp úr á vissum tíma Morgunblaðið/Árni Sæberg BJARNI Böðvarsson segir að hægt sé að dansa við næstum hvaða tónlist sem er. eins og gengur og gerist. Ég kann ágætlega að meta danstónlist í dag en hún er misjöfn eins og áður. Sumt er skemmtilegt og annað ekki." En hver sem tónlistin er hef- ur Bjarni mest gaman af því að dansa vals og tangó. Bjarni dansaði fyrst fyrir framan áhorfendur í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. „Þá voru Stuð- menn með dagskrá og ég dansaði þar einn dans," rifjar Bjarni upp. „Eg er búinn að þekkja þá í Stuðmönnum lengi. Ég vann við að setja upp fyrir þá vinnupalla sem dansað var á á Klambratúni og í Sigtúni gamla fyrir mörgum árum. En Egil [Ólafsson] er ég búinn að þekkja síðan hann var lítill strákur. Þeir fengu mig síðan til að dansa á nokkrum uppákomum sem ég hef mjög gaman af." Dansgólfin of lítil En skyldu böllin hafa breyst síð- an Bjarni stundaði þau á ung- lingsárum? „Já, heilmikið. Dans- gólfin voru stærri þá en nú gerist á dansstöðunum hér í bænum þannig að það var nóg pláss til að dansa. Nú dansa allir í þvögu og geta sig varla hreyft. Það var líka byrjað að dansa fyrr á kvöldin áður fyrr. Þá var maður byrjaður að dansa klukkan átta eða níu en nú mætir fólk ekki á böllin fyrr en um miðnætti! En ég þurfti nóg pláss til að dansa," segir Bjarni og hlær. Unga kynslóðin hefur tekið Bjarna vel á böllum og hann kann vel að meta það. „Þau rétta hend- urnar í áttina til mín meðan ég dansa," segir Bjarni og brosir góðlátlega. „Þau hafa reynt að klappa mig upp en ég er alveg búinn eftir einn dans, þá get ég ekki meir." Það geta flestir verið sammála um að dans sé holl og góð íþrótt fyrir unga sem aldna. „Það er eng- inn vafi á því að þeir sem stunda íþróttir á unga aldri búa vel að því fram á fullorðinsár," segir Bjarni og bætir við eftir stutta umhugsun: „Já, ég hugsa að dansinn lengi lífið og geri það skemmtilegra." +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.