Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ
',56 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
# *
HASKOLABIO
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
★★★óFESkjárl ★★★hK DV
"roberts
RANT
„Vona að allír
sját myndina því
maður kemur
brosandi út úr
bióinu"
Koauluoshiltu
J uliu Hob«?r ts og Hugh Cranl
ásladswn^nhr.
Notting Hill
■ KMMSRSeKX,— S:iri5Ll£eí1E£*2„, WJSXa.
.. semm .<s.m.
íw&.mzm S&m
FRÁ HÖFUNDUM FJÖGURRA
BRUÐKAUPA OG JARDARFARAR
Sýnd kl. 5, 6.45, 9 og 11.15.
V^jN
l^OÐAR^
NÝJASTA MYNP PEDRO ALMODÓVAR ÞYKIR
HANS BESTATIL ÞESSA. MYNDIN HEFUR HLOTIÐ
MIKLAADSÓKN í EVRÓPU UNDANFARID OC
STAL SENUNNI í CANNES í VOR.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12.
^ %HD Í ÖRF^D^^
endursýnd^i ^jgg0;
cvwwili \ tðljH «Í
PALTROW FltNNES «
Shakespeare In Love
Kl. 5, 9 og 11.15.
FUCKING
AMAL
Notting Hiii-parió í næsta söiutumi
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. B.i. 12
Kl. 9 og 11. b.í. 16
SWJéIí vw.wMi swwiah
NÝn 0G BETRA'
* SM A-
FYRIR
m PUHKTA
FERÐU I Bíó
UIBÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
Svnd allan sólarhringinn
'ví&r_ - . -*S
■:v -
jrrAH. iwtttófi
EPISODE I
THH l’HANTOM MENACE
... j- Y _is'siEsia ■
X\H J Thx iÍHI ■:
Sýnd kl. 12.30, 3, 5.30, 9,11.30
og kl. 2, 5 og 8 eftir miönætti
Sýnd kl. 1 og 3.
Sýnd kl. 1 og 2.45.
Kl. 6.50, 9 og 11.15. B.1.16. aHDIGfTAL
jj§Mi 'ÉdM/jM [i* %
Sýnd kl. 1, 3, 5 og 7. b.uo. HHDIGfTAL
Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. b.í. 12 ára. œxdkvtal
Sýnd kl. 12.30, 2.30,4.40, 6.50, 9 og 11.10«BDiGn’AL
www.samfilm.is
Bjarni Bö dansar með Stuðmönnum í Straumi á laugardagskvöld
Dansinn
lengir lífíð
Bjarni Böðvarsson er tæplega sjötugur
og hefur gaman af því að dansa. Þótt út-
haldið sé minna en á árum áður hefur
hann engu gleymt og skemmtir í Lista-
smiðjunni Straumi annað kvöld. Sunna
—7--------------------------
Osk Logadóttir ræddi við manninn sem
kallaður er elsti og virtasti „breik“-
dansari á Islandi.
í LISTASMIÐJUNNI Straumi í
Straumsvík standa Stuðmenn fyrir
hátíð með sirkusívafl annað kvöld
þar sem augu, bragðlaukar og
dansgen verða kætt. Auk Stuð-
manna koma hljómsveitirnar Qu-
arashi og Súkkat fram að ógleymd-
um Úlfi skemmtara, Skara skrípó
og Adda rokk. Bjarni Böðvarsson
eða Bjami Bö, mun einnig stíga þar
á stokk og sýna gestum nokkur vel
valin dansspor.
Verður að dansa
„Þegar ég er kominn á ball og
tónlistin byrjar get ég ekki setið
kyrr í sætinu, ég verð að dansa,“
segir Bjarni alvarlegur og
blaðamaður gerir sér strax grein
fyrir því að honum er fúlasta ai-
vara. „Ég dansaði mjög mikið þeg-
ar ég var ungur, bæði gömlu og
nýju dansana en sýndi aldrei dans,
þetta var tómstundagaman."
Bjarni segist ekki hafa verið með
neinn fastan dansfélaga á árum áð-
ur en átt vini sem höfðu sama
áhugamál. „Við vorum nokkur sam-
an í hóp sem unglingar sem höfðum
gaman af því að dansa. Við fórum
reglulega saman á böll og dönsuð-
um allt kvöldið.“
Þótt árunum hafi fjölgað hefur
Bjarni enn gaman af því að dansa.
„Eg er bara næstum hættur að
geta það. Ég var í góðri þjálfun
þegar ég var ungur og gat dansað í
marga klukkutíma en núna hef ég
lítið úthald orðið.“
Kann að meta danstónlist í dag
- En núna ertu kallaður „breik“-
dansari.
„Já, en ég held að það sé nú varla
rétt. Þetta er eitthvað svona „tjútt“
hjá mér en ég geri enga skrykki
eða neitt svoleiðis," svarar Bjarni
brosandi. Honum fínnst mjög gott
að dansa við tónlist Stuðmanna.
„Það er í raun hægt að dansa við
flesta tónlist," bætir hann við en
segist ekki eiga nein uppáhalds
danslög frá fyrri tíð. „Það voru lög
sem stóðu upp úr á vissum tíma
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BJARNI Böðvarsson segir að hægt sé að dansa við næstum hvaða
tónlist sem er.
eins og gengur og gerist. Ég kann
ágætlega að meta danstónlist í dag
en hún er misjöfn eins og áður.
Sumt er skemmtilegt og annað
ekki.“ En hver sem tónlistin er hef-
ur Bjarni mest gaman af því að
dansa vals og tangó.
Bjarni dansaði íyrst fyrir framan
áhorfendur í kosningasjónvarpi
Stöðvar 2 fyrir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. „Þá voru Stuð-
menn með dagskrá og ég dansaði
þar einn dans,“ rifjar Bjarni upp.
„Ég er búinn að þekkja þá í
Stuðmönnum lengi. Ég vann við að
setja upp fyrir þá vinnupalla sem
dansað var á á Klambratúni og í
Sigtúni gamla fyrir mörgum árum.
En Egil [Ólafsson] er ég búinn að
þekkja síðan hann var lítill strákur.
Þeir fengu mig síðan til að dansa á
nokkrum uppákomum sem ég hef
mjög gaman af.“
Dansgólfin of lítil
En skyldu böllin hafa breyst síð-
an Bjarni stundaði þau á ung-
lingsárum? „Já, heilmikið. Dans-
gólfín voru stærri þá en nú gerist á
dansstöðunum hér í bænum þannig
að það var nóg pláss til að dansa.
Nú dansa allir í þvögu og geta sig
varla hreyft. Það vai- líka byrjað að
dansa fyrr á kvöldin áður fyrr. Þá
var maður byrjaður að dansa
klukkan átta eða níu en nú mætir
fólk ekki á böllin fyrr en um
miðnætti! En ég þurfti nóg pláss til
að dansa,“ segir Bjarni og hlær.
Unga kynslóðin hefur tekið
Bjarna vel á böllum og hann kann
vel að meta það. „Þau rétta hend-
urnar í áttina til mín meðan ég
dansa,“ segir Bjarni og brosir
góðlátlega. „Þau hafa reynt að
klappa mig upp en ég er alveg
búinn eftir einn dans, þá get ég
ekki meir.“
Það geta flestir verið sammála
um að dans sé holl og góð íþrótt
fyrir unga sem aldna. „Það er eng-
inn vafí á því að þeir sem stunda
íþróttir á unga aldri búa vel að því
fram á fullorðinsár,“ segir Bjarni
og bætir við eftir stutta umhugsun:
„Já, ég hugsa að dansinn lengi lífíð
og geri það skemmtilegra."