Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 30
* 30 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORCUNBLAÐIÐ fflfat$mM$fflb STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UM DREIFÐA EIGNARAÐILD SÍÐUSTU daga hefur hver sérfræðingurinn öðrum merk- ari komið fram á sjónarsviðið til þess að útskýra fyrir fólkinu í landinu, að það sé óframkvæman- legt að tryggja dreifða eignarað- ild að bönkum. Kjarninn í mál- flutningi þeirra, sem þannig tala, er sá, að markaðurinn verði að ráða, það sé ómögulegt að hafa eftirlit með því hver eigi hvað eða hver kaupi hvað og þess vegna séu hugmyndir um að tryggja dreifða eignaraðild að ríkisbönk- unum, þegar og ef þeir verða einkavæddir, óframkvæmanlegar og verðmæti þeirra muni jafnvel minnka, ef takmarkanir verði settar á eignarhlut hvers og eins. Fyrir nokkrum dögum gengu sumir talsmenn Samfylkingarinn- ar fram fyrir skjöldu og til- kynntu, að Samfylkingin mundi flytja frumvarp á Alþingi í haust til þess að tryggja dreifða eignar- aðild og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar hefur upplýst að þingmenn hennar hafi reynt að koma slíkum lagaákvæðum fram á Alþingi undir lok síðasta árs. Nú bregður hins vegar svo við, að Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins og fyrr- verandi bankamálaráðherra, kveður upp úr með það í samtali við Dag í gær, að þetta sé ekki hægt. I viðtalinu segir formaður Alþýðuflokksins m.a.: „Ég hef ekki trú á því, að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild, sem halda þegar fram í sækir. Ég er alveg viss um, að Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, hefði aldrei orðað þessa lagasetningu ef þeir sem eru að kaupa fjórðung í FBA væru hon- um þóknanlegir. Eg tel, að þetta tal forsætisráðherra um lagasetn- ingu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni Jóni Olafssyni í Skífunni að kaupa hlutabréf." Málfiutningur sem þessi er for- manni Alþýðuflokksins og öðrum helzta forystumanni Samfylking- arinnar ekki sæmandi. I samtali við Morgunblaðið 8. ágúst árið 1998 eða fyrir u.þ.b. tólf mánuð- um sagði Davíð Oddsson m.a.: „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo, að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild ein- stakra aðila má vera í bönkunum. Ég hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni, að það séu einhver önnur sjónarmið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjón- armið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps." Og í sama viðtali sagði: „Davíð sagði, að þó nú sé tízka að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dug- að að stærstu eignaraðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eign- arhluti á bilinu 3% til 8% til dæm- is." Þessi ummæli viðhafði forsæt- isráðherra hér í Morgunblaðinu fyrir einu ári. Þá voru engar um- ræður um sölu sparisjóðanna á hlutabréfum í FBA, sem þeir höfðu ekki einu sinni eignast á þeim tíma. Þá voru engar upplýs- ingar um að einstakir nafngreind- ir athafnamenn hefðu áhuga á að fjárfesta í einhverjum ríkisbank- anna. Þá höfðu að vísu verið um- ræður um hugsanleg kaup sænsks banka á hlut í Landsbanka íslands. En í þessu viðtali við Morgunblaðið var forsætisráðherra fyrst og fremst að lýsa meginsjónarmiðum sínum til þess hvernig standa ætti að einkavæðingu ríkisbankanna. Hvernig ætlar nú formaður Al- þýðuflokksins að koma málflutn- ingi sínum í dagblaðinu Degi, og reyndar einnig í Ríkisútvarpinu í gær, heim og saman við þessar staðreyndir máls? Eða skipta stað- reyndir hann engu máli? Sala ríkisbankanna er stórmál. Eitthvert stærsta mál, sem komið hefur upp á síðari hluta aldarinnar. íslenzka þjóðin, sem horft hefur upp á þau ósköp gerast, að fámenn- ur hópur manna hefur náð miklum hluta auðlindarinnar í sínar hend- ur, þótt lögin segi annað, mun aldrei horfa þegjandi á það, að fá- mennir hópar nái bankakerfinu í sínar hendur. Það var alveg ljóst, eftir yfirlýsingar forsætisráðherra hér í Morgunblaðinu fyrir ári, að hann gerði sér fulla grein fyrir þessum veruleika og benti á leið til þess að koma í veg fyrir að þessi vandi kæmi upp. Þegar sparisjóð- irnir keyptu stóran hlut í FBA datt engum í hug, að þessar stofnanir almennings mundu standa að því að beina einkavæðingu bankanna í farveg, sem gengur þvert á stefnu- yfirlýsingu forsætisráðherra, sem fullyrða má að sé í samræmi við vilja meginþorra fólks. A að skilja vanhugsaðar yfirlýs- ingar formanns Alþýðufiokksins svo, að honum sé meira í mun að reyna að koma höggi á Davíð Oddsson en að taka þátt í því að tryggja að bankakerfi landsmanna lendi ekki í höndum örfárra manna? Er það að verða ein helzta hugsjón Alþýðuflokksins? I sama viðtali við Dag segir for- maður Alþýðuflokksins: „Hvað ætla menn að gera við íslands- banka hf. ef þessi lög verða sett? Hver veit hvernig eignaraðild að bankanum skiptist?" Hvernig í ósköpunum stendur á því að fyrr- verandi bankamálaráðherra talar af slíkri vanþekkingu? Hann þarf ekki annað en fara inn á viðskipta- vef Morgunblaðsins til þess að sjá hverjir eru 10 stærstu hluthafar í Islandsbanka hf. í sama tölublaði Dags segir einn af þingmönnum Samfylkingarinn- ar, Asta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, aðspurð um dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum: „Það held ég að verði mjög erfitt og nánast ekki hægt. Verðbréfamarkaðurinn á íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess, að hlutur ríkisins, það er almennings í fjármálafyrirtækjum eins og til dæmis Fjárfestingar- banka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði. Greinilegt er þó, að Kolkrabbinn er uggandi yfir stöðu þessa máls." Er svo komið fyrir Samfylkingunni, að hún kæt- ist svo mjóg ef hún telur að „Kol- krabbinn" sé uggandi, að hún missi sjónar á því, sem skiptir máli í þessu þjóðfélagi? Eru jafnaðar- menn hættir að hugsa um að skapa jöfnuð meðal þjóðfélagsþegna? Þeir sem halda því fram, að það sé óframkvæmanlegt að tryggja dreifða eignaraðild að bankakerf- inu hafa rangt fyrir sér. Þar étur hver upp eftir öðrum sömu tugg- una og hafa ekki fyrir því að kynna sér efni málsins. I öðrum löndum eru margvíslegar takmarkanir á viðskipti með hlutabréf. Davíð Oddsson vísaði í máli sínu hér í blaðinu fyrir einu ári til Noregs. Fyrir nokkrum árum gaf tímarit- ið Economist út upplýsingarit um fjölmiðlamarkaðinn í Evrópu. Þar kom í ljós, að nánast í öllum Evr- ópuríkjum eru svo strangar regl- ur um eignarhald á fjölmiðlum og innbyrðis á milli fjölmiðla, að sér- staka athygli vekur. Fyrirtæki, sem gefa út dagblöð, mega ekki eiga nema takmarkaðan hlut í sjónvarpsstöðvum og öfugt svo að dæmi sé tekið. I Bandaríkjunum eru svo strangar reglur um eign- arhald á fjölmiðlum, að þegar Ástralíumaðurinn Rupert Mur- doch hóf að fjárfesta í fjölmiðlum þar í landi varð hann að afsala sér áströlskum ríkisborgararétti og gerast bandarískur ríkisborgari. Þegar þessi sami maður, sem hafði keypt nokkur dagblöð í Bandaríkjunum, hóf að kaupa sjónvarpsstöðvar varð hann að selja tvö dagblaðanna, sem hann hafði keypt, vegna strangra reglna um eignatengsl á milli blaða og sjónvarpsstöðva. Fyrir skömmu kom það fram í fréttum, að franskt fyrirtæki hefði verið að eignast stóran hlut í brezku Sky-sjónvarpsstöðinni og væri farið að ógna stöðu Murdochs, sem er stærsti eigandi sjónvarps- stöðvarinnar. Jafnframt kom fram, að hann gæti ekki aukið við sinn hlut vegna þess, að honum er bannað að eiga meira en 40% í sjónvarpsstöðinni. Ur því að hægt er í flestum ríkjum beggja vegna Atlantshafs- ins að setja strangar og flóknar reglur um eignarhald á fjölmiðl- um og fylgja þeim eftir er ekki síður hægt hér á íslandi að setja strangar reglur um takmörkun á eignarhlut einstakra aðila og tengdra aðila að bönkum á ís- landi. Þeir sem hafa haldið öðru fram eru að slá fram staðhæfing- um, sem þeir geta ekki staðið við. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það er ekki hægt að einkavæða ríkisbankakerfið á Islandi nema þær forsendur séu fyrir hendi, sem Davíð Oddsson lýsti svo skil- merkilega í samtali við Morgun- blaðið fyrir ári og endurtók í samtali við báðar sjónvarpsstöðv- arnar fyrir nokkrum dögum. Það verður erfitt að beina þróun sjáv- arútvegsins inn á nýjar brautir, þar sem eigandi auðlindarinnar nýtur eðlilegs arðs af eign sinni, en það er hægt og vonandi verður það gert. En það væri fráleitt að gera nú þau hrapallegu mistök að halda þannig á einkavæðingu bankakerfisins að þjóðin stæði frammi fyrir eignarhaldi örfá- menns hóps manna að fjármála- kerfinu. Er það slíkt þjóðfélag, sem Al- þýðuflokkurinn og Samfylkingin vilja byggja upp? Er það sá boð- skapur, sem þessi stjórnmála- hreyfing, sem kennir sig við jafn- aðarmennsku, ætlar að halda að þjóðinni á næstu árum? Þau þjóð- félagsátök, sem staðið hafa og standa um kvótakerfið eru hörð en átökin í þjóðfélaginu eiga eftir að harðna mjög, ef einkavæðing ríkisbankanna á að beinast í þann farveg, að menn yppti öxlum og haldi fram þeirri hugsunarlausu klisju, að það sé ekki hægt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum. Ætlar Samfylkingin að heyja stjórnmálabaráttu sína á næstu árum með það í fyrirrúmi að það sé sjálfsagt og ekkert við því að gera að bankarnir færist á fárra manna hendur? Telur Sam- fylkingin að sú vígstaða sé væn- leg í baráttu við Sjálfstæðisflokk undir forystu Davíðs Oddssonar, sem fylgir fram kröfu fólksins í landinu um dreifða eignaraðild? Stjórnmálamenn í öllum flokk- um eiga nú að taka höndum sam- an um málefnalegan undirbúning að löggjóf, sem tryggir þau mark- mið að eignaraðild að bönkunum verði dreifð. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins er skýr og ótvíræð og sú afstaða er sérstakt fagnaðar- efni fyrir alla þá, sem vilja byggja upp á íslandi réttlátt og sann- gjarnt þjóðfélag. SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins eru nú um 3.050 börn á biðlistum eftir leikskólaplássi í bæjarfélögun- um Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfírði og Garðabæ. Af þessum börnum eru um 1.350 fædd 1997 eða fyrr. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna þar sem misjafnt er hvenær foreldrar geta sótt um vist fyrir börn sín, í Reykjavík er það t.d við sex mánaða aldurinn en í Kópavogi hefur verið miðað við eins árs aldurinn. Einnig ber að hafa í huga að fiest bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu leggja aðaláherslu á það um þessar mundir að ná því markmiði að öll tveggja ára börn fái leikskólapláss áð- ur en farið verður að huga að yngri aldurshópum. Flest bæjarfélögin bjóða einhver pláss fyrir yngri börn en tveggja ára en enn sem komið er eru þau mjög fá. Rúmlega 2.000 börn eru á biðlista í Reykjavík að sögn Bergs Felixsonar, framkvæmdastjóra Leikskóla Reykja- víkur. Þar af eru 1.270 fædd á árunum 1998 og 1999. 200 börn á biðlistum eru fædd á árunum 1994-1996 og segir Bergur þann hóp eiga sér þá skýringu að þetta séu börn sem eru að flytja til Reykjavíkur og þá mörg ekki komin með lögheimili í Reykjavík sem sé for- senda fyrir úthlutun leikskólapláss. Þessi hópur gengur fyrir við úthlutun leikskólapláss að uppfylltum skilyrð- um um búsetu. Verst ástand varðandi tveggja ára börn Það eru börn fædd árið 1997 sem gengur verst að koma fyrir á leikskól- um en um 600 þeirra eru á biðlistum Leikskóla Reykjavíkur. Bergur segir langstærstan hluta þeirra ekki koma til með að fá leikskólapláss. „Þetta er hópur sem við hefðum viljað ná inn en það verður erfitt að ná því marki." Milli 1.600 og 1.700 börn eru í ár- gangi í Reykjavík og því um 900 tveggja ára börn sem hafa leikskóla- pláss. Bergur segir að biðlistar séu svipaðir í ár og verið hefur undanfarin ár. Biðlistarnir eru misjafnir eftir hverfum en erfiðasta hverfíð er Graf- arvogur þar sem það er nýjast og mest af barnafólki þar. Bergur segir verið að taka leikskóla í Húsahverfi í notkun auk deilda í leikskólum í Breiðholti og Vesturbæ. Næst verði ráðist í bygg- ingu leikskóla í Víkurhverfi, Grafar- vogi. Bergur bendir á að biðlistarnir þýði heldur ekki í öllum tilvikum að börn sem á þeim eru séu ekki með leik- skólapláss. Sum séu á einkareknum leikskólum sem borgin styrkir, en um- sóknir liggi áfram inni hjá Leikskólum Reykjavíkur. Bergur segir einnig for- eldra misfljóta að sækja um fyrir börn eftir að á því er gefinn kostur og sækja um af mismikilli þörf. „Sumir myndu Langí eftir lc Víða á höfuðborgarsvæc leikskóla langir, sérstal -------------------------------------------7------------------------------------ ára börn. Asókn í heils börn hefur einnig aukisl gert var ráð fyrir. Sigríc tók saman upplýsir leikskólamála á höfuð virkilega vilja fá pláss fyrir yngri börn en tveggja ára, aðrir sækja um til að vera tímanlega í því. En aðalskýring þess að biðlistar eru enn mjög svipaðir og verið hefur er sú að ásókn í heilsdagspláss hefur aukist mjög þannig að þó að við höfum bætt við plássum þá hafa þau mikið farið í að lengja dvölina hjá þeim börnum sem eru þegar með leikskólapláss," segir Bergur. Asókn í heilsdagsvistun kom á óvart Hann bætir því við að þessi aukna ásókn hafi komið nokkuð á óvart. Aætlanir um leikskólauppbyggingu hafi gert ráð fyrir fleiri hálfsdags- plássum og þær áætlanir standist ekki. Bergur segir skoðanakannanir sem Dagvist barna (nú Leikskólar Reykjavíkur) hafi gert undanfarin ár hafi bent til þess að giftir foreldrar og í sambúð hafi viljað hálfsdagspláss en annað hafi komið á daginn. Rétt er að bæta við að það var fyrst árið 1996 að giftum foreldrum og í sambúð var gefinn kostur á heilsdags- plássi fyrir börn sín í leikskóla, áður voru það eingöngu forgangshópar, ein- stæðir foreldrar, námsmenn og þeir sem áttu við erfiðar heimilisaðstæður að stríða, sem áttu rétt á heilsdags- plássi. Eftir að hafa kannað stöðu í leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu er greinilegt að mikil þörf hefur verið á þessari þjónustu og taka allir viðmæl- endur Morgunblaðsins undir það. Einnig virðist sem þessi aukning hafi komið nokkuð á óvart. „Þegar sveitar- félögin opnuðu fyrir þessa þjónustu kom þörfin í ljós," segir Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólafulltrúi í Hafn- arfirði. sar krs seg plá spi hin flei er i því fim 1 fÍT( vei 30 19í 32( firi for göi plá Re hei bið í Ho url Na Ho vei hv< leil mil leil ekl til i í Ha ins tel ,,B +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.