Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 19
Vísitala neysluverðs
hefur hækkað um 1,5%
undanfarna þrjá mánuði
Hækkunin
jafngildir
6,3% verð-
bólgu á ári
UNDANFARNA þrjá mánuði hef-
ur vísitala neysluverðs hækkað um
1,5% sem jafngildir 6,3% verðbólgu
á ári. Vísitala neysluverðs miðað við
verðlag í ágústbyrjun 1999 var
190,2 stig og hækkaði vísitalan um
0,4% frá fyrra. mánuði. Vísitala
neysluverðs án húsnæðis var 191,6
stig og hækkaði um 0,3%.
I frétt frá Hagstofu íslands kem-
ur fram að um 8,5% verðlækkun á
fötum og skóm, sem aðallega stafar
af sumarútsölum, leiddi til 0,49%
lækkunar á vísitölu neysluverðs.
Verðhækkun á matvörum um 3,3%
hafði í för með sér 0,48% hækkun
vísitölunnar, en af einstökum mat-
vöruliðum hækkaði grænmetisverð
um 18,2%, sem olli 0,22% hækkun
vísitölu, og verðhækkun á ávöxtum
um 11% leiddi til 0,10% vísitölu-
hækkunar.
Verð á bensíni og olíu hækkaði
um 3,4% sem olli 0,14% hækkun
neysluverðsvísitölunnar, og 2,7%
hækkun húsaleigu hafði í för með
sér 0,07% hækkun á vísitölunni.
Vísitala neysluverðs í ágúst 1999,
þ.e. 190,2 stig, gildir til verðtrygg-
ingar í september. Vísitala fyrir
eldri fjái'skuldbindingar, sem breyt-
ast eftir lánskjaravísitölu, er 3.755
stig fyrir september 1999.
Verðbólgan á íslandi 1,3%
frá júní 1998 til júní 1999
Fram kemur í frétt Hagstofunnar
að síðastliðna tólf mánuði hafi vísi-
tala neysluverðs hækkað um 4,2%
og vísitala neysluverðs án húsnæðis
um 3,2%. Sem fyrr segir hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 1,5%
undanfama þrjá mánuði og jafn-
gildir það 6,3% verðbólgu á ári.
I frétt Hagstofunnar kemur fram
að verðbólgan í EES-ríkjum frá
júní 1998 til júní 1999, mæld á sam-
ræmda vísitölu neysluverðs, hafi
verið 1,0% að meðaltali. í Austur-
ríki hækkaði neysluverðlag um
0,2% og í Þýskalandi, Frakklandi og
Svíþjóð um 0,4%. Á sama tímabili
var verðbólgan á Islandi 1,3% og í
helstu viðskiptalöndum íslendinga
1,4%.
Fjárfestingarbanki atvinnulífs-
ins spáir 4,3-4,5% verðbólgu
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
birti í gær endurskoðaða verðbólgu-
spá í samræmi við þróunina undan-
farið og horfur í verðlagsmálum.
Spá bankans frá því í júní gerði ráð
fyrir 3,6-3,9% verðbólgu, en endur-
skoðuð spá hlóðar hins vegar upp á
4,3-4,5% hækkun milli janúar 1999
og janúar 2000. Fram kemur í
greiningu FBA á þróun verðlags og
horfum að helstu skýringar á hærri
spá séu meiri verðhækkanir á bens-
íni og olíum en áður var gert ráð
fyrir og einnig hafi gengi krónunnar
ekki styrkst eins mikið og spáð var í
júní. Þá segir í greiningunni að
hækkun á matvörulið vísitölu
neysluverðs sé mun meiri en FBA
hafi gert ráð fyrir og skýrist það að
langmestu leyti á meiri hækkun
ávaxta og grænmetis vegna inn-
komu nýrrar innlendrar framleiðslu
á markaðinn en vænst var.
Fréttir á Netinu
mbl.is
-ALL.7yKf= Œ/TTH\SA& iVÝTT
Breytingar á vísitölu neysluverðs
Mars 1997 = 100
Tölur í svigum vísa til
vægis einstakra liða.
Frá júlí til ág. 1999
01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,0%)
011 Matur (15,0%)
0113 Fiskur (0,8%)
0117 Grænmeti, kartöflur o.fl. (1,4%)
02 Áfengi og tóbak (3,2%)
03 Föt og skór (5,2%) -8,5%
031 Föt (4,2%) -9,3% I
04 Húsnæði, hiti og rafmagn (18,0%)
041 Greidd húsaleiga (2,5%)
05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,3%)
051 Húsgögn og heimilsbúnaður (2,1 %)
06 Heilsugæsla (3,0%)
07 Ferðir og flutningar (18,1 %)
08 Póstur og sími (1,6%)
09 Tómstundir og menning (13,1%)
10 Menntun (1,0%)
11 Hótel og veitingastaðir (5,2%)
12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%)
£
+2,9%
+3,3%
□ +2,9%
I o,o%
+0,06%
~n +2,7%
-0,6% |
1,7% □
-0,6% |
+0,6%
3 +1,2%
0 +0,4%
I 0,0%
B +0,2%
B +0,4%
VÍSITALA NEYSLUVERÐS f ÁGÚST: 106,6 stig
| +0,4%
Verðbólga í nokkrum ríkjum
Breyting samræmdrar neysluverösvísitölu frá júni 1998 til júní 1999
frland
Portúgal
Spánn
Holland*
Noregur
Bandaríkin
Danmörk
Grikkland
ftalía
Bretland
S ísland
Finnland
Lúxemborg
Belgfa
Sviss
Frakkland*
Japan*
Þýskaland
Svíþjóð
Austurríki*
2,1%
2,1%
2,1%
2,1%
2,1%
2,0%
1,9%
1,8%
1,4%
1,4%
1,3%
1,2%
1,2%
Viðskiptalönd'
Meðaltal ESB*
Meðaltal EES*
Meðaltal EMU*
* Bráðabirgðatölur
* Samkvæmt gengisvog
Seðlabanka Islands
í EES ríkjum er miðað við samræmda evrópska neysluverðs-
visitölu en í Bandar., Japan og Sviss við neysluverðsvisitölur.
N Ol AlTlUlN
NÓATÚN
NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
• ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatUn.ÍS