Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Holtsbúð, nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili í Garðabæ. Til vinstri er kapellan sem notuð verður sem samkomu- og matsalur og hægra megin á myndinni sér í þrjú af átta húsum hvíldarheimilis St. Jósefssystra. Einstök húsa- kynni fyrir hjúkrunar- heimili Garðabær Morgunblaðið/Eiríkur P. Þóra Karlsdóttir framkvæmdastjóri á svölum Holtsbúðar, en þar geta heimilismenn notið útsýnisins. HVÍLDARHEIMILI St. Jósefssystra við Holtsbúð tekur brátt við nýju hlut- verki sem dvalar- og hjúkr- unarheimili og er nú unnið að því að innrétta húsakynnin. Þetta verður fyrsta dvalar- og hjúkrunarheirnilið sem tekur til starfa í Garðabæ og er stofnsett að tilhlutan bæj- arstjórnar Garðabæjar og hreppsnefndar Bessastaða- hrepps. Heimilið, sem hlotið hefur nafnið Holtsbúð, verð- ur rekið sem sjálfseignar- stofnun. Að sögn Þóru Karlsdóttur framkvæmdastjóra eru húsa- kynnin nánast sem sniðin að starfseminni. Hún segir að lögð verði rík áhersla á að reksturinn verði heimilisleg- ur á þann hátt að heimilis- fólkið geti hagað lífi sínu á þann veg sem það helst kýs á eigin heimili. Rekja má starf St. Jósefs- systraeigu á Islandi til ársins 1896 og hafa þær gerst brautryjendur á ýmsum svið- um hérlendis. Þær voru m.a. stærsti aðilinn í rekstri al- mennra sjúkrahúsa og stofn- uðu vinsæla barnaskóla í Reykjavík og Hafnarfirði. Þegar systumar tóku að eldast kom í ljós að fiestar vildu eyða ævikvöldinu á ís- landi. Þær ákáðu því að reisa hvíldarheimili við Holtsbúð í Garðabæ og hófust fram- kvæmdir árið 1974. Sextán systur fiuttu inn í október 1976. Eftir 22 ára veru yfir- gáfu síðustu systurnar heim- ilið í fyrra sökum aldurs og hefur Garðabær tekið húsa- kynnin á leigu. Geysileg þörf fyrir hjúkrunarheimili Þóra segir að húsnæðið sé al- veg einstakt og telur að leit- un sé að öðrum eins húsa- kynnum fyrir þessa starf- semi hér á landi. Vonast hún til að hinn góði andi, sem allir finna fyrir í húsinu, komi til með að fylgja því og starfinu sem þar fer fram. Heimilið skiptist upp í átta lítil hús og í hverju húsi eru tvö herbergi. Á milli húsanna er lokaður garður. Kapellan er rúmgóð og verður notuð sem matstofa og samkomu- salur heimilisins. Undir hús- inu er stór kjallari sem not- aður verður m.a. fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. Gert er ráð fyrir að fjöldi heimilismanna verði allt að 30 og fjöldi starfsmanna um 35. Þóra segir að geysileg þörf sé fyrir slíkt heimili og að 200 manns séu á biðlista í Reykjavík. Hún segir 12 manns í Garðabæ vera í brýnni þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili og annar eins fjöldi bíði eftir vist á dvalarheimili. Fólk úr Garða- bæ og Bessastaðahreppi gengur fyrir með pláss og segir Þóra að hringt sé dag- lega til að spyrjast fyrir um heimilið. Áformað er að það taki til starfa 26. nóvember n.k. Virðing heimilismanna í fyrirrúmi I framtíðinni er gert ráð fyrir að Holtsbúð verði jafnframt þjónustumiðstöð fyrir alla öldrunarþjónustu í Garðabæ og Bessastaðahreppi. Þessa dagana er verið að ráða nýtt starfsfólk og segist Þóra hafa fundið fyrir veru- legum áhuga á störfum í Holtsbúð. Markmið hennar er þó að starfsemin verði ekki með hefðbundnu sniði. Ætlast verður til að allt starfsfólkið geti gengið í sem flest störf á heimilinu. Með því móti er ætlunin að vinna gegn stofnanalegu vinnulagi sem oft skapast þegar fólk bindur sig við ákveðin verk á ákveðnum tímum. „Fyrst og fremst er það heimilismaðurinn sem geng- ur fyrir, það sem hann langar til að gera,“ segir Þóra. Hún segir að rekstur heimilisins verði byggður á Hospice- hugmyndafræðinni, sem hef- ur fyrst og fremst verið ætl- uð þeim sem ekki eiga von um bata. Sú hugmyndafræði byggir á því að lagt er sér- staklega mikið upp úr virð- ingu við hvern einstakling á heimilinu og honum hjálpað til að halda virðingu sinni. Að sögn Þóru á þessi hug- myndafræði vel við í umönn- un aldraðra. Kvartað undan ná- býli við Keisarann Laugavegur KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, hefur kvartað til borgaryfirvalda undan óþæg- indum sem starfsemi stofn- unarinnar verður fyrir vegna nábýlis við veitingastaðinn Keisarann. Karl Steinar seg- ir að húsvörður stofnunarinn- ar hafi orðið að kalla til lög- reglu að fjarlægja sprautu- nálar á lóð stofnunarinnar, sem raktar séu til viðskipta- vina veitingahússins. í bréfi forstjórans til borg- aryfirvalda segir að til lítils sé að verja tugum milljóna í breytingar á umhverfi, vinnuaðstöðu og bættri að- komu að stofnuninni meðan starfsmenn og viðskiptavinir þurfa að una við óþolandi ná- býli við veitingahúsið Keisar- ann. Forstjórinn rekur síðan ýmis atvik sem komið hafa upp og rakin eru til við- skiptavina Keisarans. Meðal þeirra er að starfsfólk hafi séð viðskiptavini vera að sprauta sig baka til við veit- ingahúsið, viðskiptavinir hafi verið rændir af vímudrukkn- um einstaklingum, fólk í vímu ráfi um miðjan dag inn í húsnæði TR. Fólk hafi oft- ar en einu sinni gert þarfir sínar við aðaldyr stofnunar- innar og ælur sjáist oft á gangstéttinni fyrir framan stofnunina. „Eldri viðskiptavinir þora tæpast að koma í TR vegna þessa liðs,“ segir í bréfi for- stjórans. Þar er staðhæft að öll þessi tilvik verði rakin til viðskiptavina Keisarans. „Með bréfi þessu vill undir- ritaður fyrir hönd Trygg- ingastofnunar krefjast þess að úrbætur eigi sér stað nú þegar,“ segir í lok bréfsins. Karl Steinar Guðnason sagði í samtali við Morgun- blaðið að auk bréfsins sem hann sendi hefði starfsfólk viðskiptavinir og forsvars- menn annarra fyrirtækja í nágrenninu kvartað undan nábýlinu við Keisarann. Bréf forstjórans hefur verið tekið fyrir á fundum hjá borginni en Karl Steinar sagði að bréfinu hefði ekki verið svar- að þrátt fyrir loforð þar um. Hluti Hverfis- götu end- urskipu- lagður Hverfisgata REYKJAVÍKURBORG hef- ur keypt flest íbúðarhús á Hverfisgötu milli Vitastígs og Barónsstígs, þ.e. húsin milli Bjarnaborgar og 10-11, og er stefnt að því að rífa þau og skipuleggja nýja.byggð. Áð sögn Hjörleifs Kvaran, borgarlögmanns, er búið að kaupa Hverfisgötu 85, 87 og 89 að öllu leyti og mestan nr. 91. „Meiningin er að rífa þessi hús og taka svæðið milli Vitastígs og Barónsstígs til endurskipulags." „Við stefnum að því að þarna verði annars konar byggð en í dag. Iðnnemasam- bandið á Bjarnaborgina á Hverfisgötu 83 og hafði gert tilraun til að kaupa þessi hús með að reisa iðnnemabyggð í huga í huga. Okkur finnst ákjósanlegt ef iðnnemarnir hafa áhuga á að byggja þama upp fyrir námsmenn; það gæti fallið vel að því, sem þeir eru þegar komnir með í Bjarnaborginni," sagði Hjör- leifur en INSÍ á Bjamar- borgina, sem er hús nr. 83. Ekki mjög aðlaðandi Hjörleifur sagði að þessi húsaröð hefði ekki verið mjög aðlaðandi og borgin teldi að fegra mætti svæðið með því að rífa húsin, byggja upp önnur í staðinn og draga þá byggð fjær götunni en nú er. Borgin á líka stóra skemmu, sem stendur á baklóð hússins nr. 85, og fellur sú lóð einnig undir nýtt skipulag. Sú skemma var í eigu Einars J. Skúlasonar og hafði fyrir- tækið sótt um frekari upp- byggingu í kringum lóðina. Borgin synjaði því erindi og keypti skemmuna og ákvað í framhaldi af því að stíga skrefið til fulls og kaupa húsaröðina alla. Hann sagði að landnotkun aðalskipulags gerði ráð fyrir blandaðri íbúða- og þjónustu- byggð. Borgarskipulagsins biði á næstu mánuðum að skoða svæðið og skipuleggja það. Nýtt skipulag ætti að liggja fyrir eftir veturinn og framkvæmdir geti vonandi hafist næsta sumar. Bæjarstjori Kópavogs um kvartanir vegna umferðaröryggis við Kjarrhólma fbúum gefínn kostur á að fylgjast með Kópavogur „ÞETTA kemur mér mjög á óvart að þau segist engin svör hafa fengið,“ sagði Sig- urður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar kvartanir íbúa í Kjarrhólma vegna Umferðaröryggismála við götuna voru bornar undir hann. „Það var verið að vinna í þessu, þeir voru látnir vita af því og gefinn kostur á að fylgjast með. Það eru ýmsar breytingar þarna fyrirhugaðar en ekki búið að taka endanlega ákvörðun um þær m.a. vegna leikskóla sem kemur efst í brekkunni og var ver- ið að teikna og kynna. Það er verið að teikna umferðar- breytinguna. Þetta vissi ég ekki betur en þau vissu öll um og væru hin rólegustu.“ Bæjarstjórinn sagði að erindi íbúanna frá í maí hefði borist þegar verið var að teikna breytingar vegna leikskólabyggingar á mót- um Álfatúns og Kjarrhólma. „Þau voru látin vita af því þannig að ég vissi ekki ann- að en þau í væru besta sam- bandi við tæknideildina um hvað málinu miðaði. Það tafði þetta að leikskólinn fór í grenndarkynningu. Á meðan er engu hreyft. Þeirri kynningu er núna ný- lokið og þá er hægt að halda áfram með næsta skref.“ Sigurður sagði að ákveðnar úrbætur í umferð- armálum við Kjarrhólma væru liður í framkvæmdum vegna leikskólans. „Efsti hlutinn af Kjarrhólmanum kemur inn í þetta. Þai’ er horn sem þarf að breikka. Við vildum vita áður en við fórum að hanna meira hvernig því reiddi af.“ Getum rýmkað um bfiastæði Ibúarnir hafa kvartað undan hraðakstri og skorti á bílastæðum. Leikskóla- framkvæmdirnar leysa ekki bflastæðamálin og hraðakstur neðar í götunni. „Það eru þau sjálf sem leggja við húsin og eru á hraða þarna," sagði bæjar- stjórinn. „Við ráðum í sjálfu sér ekki við það hvar þau leggja þótt við getum eitt- hvað rýmkað um bflastæði. Það er meiningin og menn þykjast sjá ýmsar leiðir til þess.“ Sigurður sagði að tækni- deild bæjarins hefði verið í samráði við íbúana og við umræður í bæjarráði hefði komið fram að nú væri tækifæri til að leita lausna þama. „Það kemur mér þess vegna á óvart að þau segist í Morgunblaðinu eng- in svör hafa fengið. Menn töluðu saman hér og vissu hvað var að gerast varðandi grenndarkynningu, auglýs- ingu og biðtíma vegna leik- skólans. Þau hafa ekki leit- að eftir svörum eftir að mál- ið fór í grenndarkynningu svo ég viti.“ Sigurður sagði að eftir venjulegum gangi mála af þessu tagi ynni tæknideild bæjarins að málinu. 0,7 bfiastæði á íbúð Steingrímur Hauksson, staðgengill bæjarverkfræð- ings, sagði að málefni Kjarrhólma væru í vinnslu. Hann sagði að tæknideildin hefði oft fengist við mál vegna umferðar við Kjarr- hólma, m.a. sett minnihátt- ar upphækkun efst í götuna til að draga úr hraða. Grundvallarmálið væri það að við byggingu hússins á áttunda áratugnum hefði verið gert ráð fyrir 0,7 bfla- stæðum á hverja íbúð, eins og lög og kröfur þess tíma gerðu ráð fyrir. Kröfur um bílastæði hefðu tvöfaldast frá þeim tíma og til dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.