Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Utanríkisráðherra skoðar virkjanakosti í Jökulsá á Dal og á Fjöllum Verulegar breytingar gerðar frá fyrstu hönnun FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að virkjun Jökulsár á Fjöllum sé ekki á dagskrá og hug- myndir um virkjun Jökulsár á Dal verði skoðaðar við gerð ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Halldór Ásgrímsson, utam-íkisráðherra og fyrsti þing- maður Austurlandskjördæmis, seg- ist enn vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að virkja Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Dal og vekur athygli á þeim breytingum sem gerðar hafí verið á hönnun frá því fyrstu hugmyndir voru settar fram. Utanríkisráðherra slóst í gær í for með starfsmönnum Orkustofn- unar og iðnaðarráðuneytis í skoð- unarferð um hugsanleg virkjana- svæði við Jökulsá á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Daginn áður hafði virkj- anasvæði Jökulsár á Fljótsdal ver- ið skoðað. „Allt er þetta spuming um að vega og meta rök sem hníga í mismunandi áttir,“ sagði utanrík- isráðherra þegar hann var spurður hvort afstaða hans til virkjana á þessu svæði hefði breyst við sér- staka skoðun svæðisins. „Hér er mikið af landi sem hefur verulegt verndargildi. Ég sé að það hafa verið gerðar miklar rannsóknir, verið er að vega og meta ýmsa kosti, og menn tilbúnir til þess að segja til um hvað af þessu hefur mest gildi og hvað á að vemda. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að virkja Jökulsá í Fljóts- dal og Jökulsá á Dal, með sem hag- anlegustum hætti þannig að sem minnst spjöll hljótist af. Ég mynd- aði mér þessa skoðun við uppbaf stjórnmálaferils míns hér á Aust- urlandi, taldi að þetta myndi hafa mikil áhrif á byggðina og búsetu- skilyrði. Þá tel ég það skipta miklu máli fyrir byggðaþróun í landinu í heild að þarna takist vel til,“ sagði Halldór. Taugar til Hafrahvamma Halldór sagði að hugmyndir um virkjun Jökulsár í Fljótsdal hefðu breyst mikið til batnaðar frá fyrstu hugmyndum. Þrátt fýrir það væri ljóst að ekki yrði virkjað án þess að fóma Eyjabökkum undir lón. Eftir stæði spurningin um hvort ætti að gera það. Aðspurður hvort hann teldi skynsamlegt að virkja Jökulsá á Dal með stíflu við Kárahnúka sagði Finnur Ingólfsson að hann bæri sterkar taugar til Hafra- hvammagljúfra. Lagði hann á það áherslu að ekki stæði til að sökkva gljúfrunum eins og stundum væri Ráðherra segir stefnt að sölu FBA í dreifðri eignaraðild Sparisjóðirnir höfðu ekki ástæðu til að ætla annað FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að ekki hafi orðið stefnu- breyting hjá ríkisstjóminni varðandi sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins með dreifðri eignaraðild og for- ystumenn sparisjóðanna hafí enga ástæðu haft til að ætla að um slíka breytingu yrði að ræða. í viðtali Morgunblaðsins síðastlið- inn laugardag við Guðmund Hauks- son, sparisjóðsstjóra og stjómarfor- mann eignarhaldsfélags sparisjóð- anna, nefndi hann sem eina skýringu á sölu á eignarhlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins að athygli þeirra hefði verið vakin á því að rík- issjóður kynni að hafa frjálsari hend- ur um sölu á FBA en áður var talið, það er að segja að dreifð eignaraðild væri ekki eins afdráttarlaust skilyrði og áður var rætt um. Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði ekki breytt um stefnu varðandi þetta atriði þegar það var borið undir hann. „Það er samstaða milli stjórnarflokkanna um að selja verði fjármálastofnanirnar með dreifðri eignaraðild til þess að tryggja samkeppni á markaðnum til lengri tíma litið og stuðla að því að unnt sé að veita fjármálaþjónustu á sem lægstu verði.“ Bundnir af útboðslýsingu „I þessu viðtali var Guðmundur Hauksson að kvarta undan því og talaði um það sem ástæðu sölunnar, að sparisjóðirnir hefðu ekki fengið nógu skýr svör frá ríkisstjórninni um næstu skref. Vegna þessa vil ég segja að sparisjóðirnir fengu sömu svör og aðrir og þeir hafa reyndar háft betri aðgang að upplýsingum en aðrir. Þeir komu í vor til að spyrjast fyrir um sölu á 51% eignarhlut ríkis- ins og var þá sagt að um það yrði ekkert ákveðið fyrr en að loknum kosningum. Ég bauð þeim að vera í beinu sambandi við ráðuneytisstjór- ann um upplýsingar, ekki einhvern starfsmann ráðuneytisins. Þá var þeim bent á það sem kemur skýrt fram í útboðslýsingu við fyrstu sölu að ríkið vildi stefna að dreifðri eign- araðild í annarri umferð sölunnar til að tryggja sjálfstæði FBA. Þegar af þeirri ástæðu gátu þeir vitað hvernig staðið yrði að málum því við erum bundnir af þeim yfirlýsingum sem gefnar eru í útboðslýsingu. Þeir komu til mín aftur í sumar og spurðu um næstu skref. Þá sagði ég að ríkis- stjórnin yrði vonandi tilbúin fyrir lok ágúst til að taka ákvarðanir um hvernig staðið yrði að sölunni. Alltaf hefrn- verið lögð áhersla á að salan færi fram á árinu,“ segir Finnur. Leggur ráðherra á það áherslu að forráðamenn sparisjóðanna hafí ekki haft ástæðu til að ætla að stefnu- breyting væri á döfínni hjá ríkis- stjórninni. haldið fram. Eigi að síður myndu mikil mannvirki breyta ásýnd svæðisins. „Þetta er mjög góður virkjunarkostur og hann verður skoðaður í tengslum við aðra við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og sam- kvæmt lögum verður ekki virkjað þarna nema fram hafí farið um- hverfismat," sagði Finnur. Skoðað út frá lífskjörum Varðandi virkjun Jökulsár á Dal sagði Halldór Ásgrímsson að þann kost yrðu menn að meta frá öllum hliðum, meðal annars náttúru- vemd, atvinnu og lífskjörum fólks- ins í landinu. „Ég tel að þessi sjón- armið geti farið ágætlega saman. Hér er um að ræða mjög stórt mál sem mér finnst að menn hafi oft fjallað um með heldur einfoldum hætti. Ég var til dæmis afar undr- andi yfir skrifum leiðarahöfundar Morgunblaðsins, það er eins og þetta snúist fyrst og fremst um af- stöðu umhverfisráðherra og ráð- herrann eigi að hafa allt aðra stefnu en ríkisstjómin. Það verður að samræma stefnuna og svona skrif eru ekki samboðin fjölmiðl- um,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Golli Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og nokkrir starfsmenn Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis skoða Dimmugljúfur í Jökulsá á Dal í kynnisferð um virkjanasvæði norðan Vatnajökuls. Gasleki hjá Norðuráli STEYPUSKÁLI Norðuráls, álvers- ins á Grundartanga, var rýmdur um klukkan tvö í gærdag eftir að starfs- maður varð var við gasleka úr einum gastankinum við skálann. Gasið sem lak er svokallað própangas, en það er notað til að halda mótum heitum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi olli bilun í öryggisloki lekanum. Hún sagði að viðeigandi öryggisráðstaf- anir hefðu verið gerðar, slökkviliðið á Akranesi hefði komið á staðinn og verið í viðbragðsstöðu á meðan tank- bíll frá Gasfélaginu hefði tæmt gastankinn. Hættan var afstaðin rúmum tveimur tímum eftir að lek- ans varð vart. Að sögn Ragnars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs, var ekki bráð hætta á ferð. „Öryggisreglur okkar kveða á um að við svona aðstæður er svæðið girt af og næsta bygging rýmd í öryggis- skyni. En tankurinn stendur ut- andyra og það loftar vel um hann,“ segir Ragnar. „Við erum með reglulegt eftirlit með öllum gasbúnaði í verksmiðj- unni og tankurinn var skoðaður síð- ast í morgun og þá virtist allt vera í lagi.“ Um 700 kg voru á tanknum þegar bilunin varð en alls tekur hann 1.000 kg. Própangasið er notað í steypuskála við framleiðslu. ----------------- Samþykkt mati Verð- bréfaþings FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ gerir í svari sínu við erindi Verðbréfaþings, um viðskiptahætti við kaup eignar- haldsfélagsins Orca S.A. á hlutabréf- um í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, ekki athugasemd við þá ákvörð- un Verðbréfaþingsins að stöðva við- skipti með hlutabréf í FBA og óska eftir viðbótarupplýsingum um hver stæði að kaupunum. Verðbréfaþingið bað í síðustu viku um túlkun Fjármálaeftirlitsins á 26. grein kauphallarlaganna, svokölluð- um flöggunarreglum, sem kveða á um upplýsingaskyldu hluthafa á verðbréfaþingi. Haft var eftir Hel- enu Hilmarsdóttur hjá Verðbréfa- þingi íslands í Morgunblaðinu í síð- ustu viku að tilgangur erindisins hefði verið að vekja athygli á því að flöggun til Verðbréfaþings hefði ekki samræmst lögunum. „Með hliðsjón af hlutverki Verð- bréfaþingsins, sem er að hafa eftirlit með því að verðbréfamarkaður sé heilbrigður, traustur og gagnsær, taldi Fjármálaeftirlitið að Verð- bréfaþingið hefði svigrúm til að meta efni flöggunar og óska í framhaldi af því eftir viðbótarupplýsingum. Við- komandi aðilum bar að veita allar þær upplýsingar sem þeir höfðu á þeim tíma sem Verðbréfaþing óskaði eftir þeim,“ segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Páll segir að svar Fjármálaeftir- litsins muni fyrst og fremst hafa þá þýðingu að menn komi til með að átta sig á túlkuninni á þessu ákvæði og hvernig eftirlitsaðili lítur á það. Sérblöð í dag www.mbl.is 48 SfiMIR TMskra Verðlaunakrossgáta ► Þættir íþróttir ► Kvikmyndir Fólk Hálfur mánuður af dagskrá frá miðvikudegi til þriðjudags 8SleUR ► I VERINU í dag er fjallað um fyrirhugaða ráðstefnu uni fískeldi á íslandi og Islensku sjávarútvegssýninguna sem hefst 1. september nk. Ennfremur er sagt frá nýjungum í fisk- vinnslu, auk þess sem hefðbundnar upplýsingar um aflabrögð og markaði er að fínna í blaðinu. 4 SÍDUR Viking sýnir Guðjóni áhuga Verðum að nota skalla- mennina Eldskírn Kristins og Ólafs B1 B2 B4 4 SÍUUIt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.