Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 45 i Jakob Smári Erlingsson ásamt unnustu sinni, Guðríði Margréti Guðmundsdóttur, tekur á móti lyklunum að bflnum úr hendi Unn- ar Steinsson. Vann bíl í happaþrennuleik NÝVERIÐ var afhentur fyrsti bfllinn af þremur í Happa- þrennuleiknum „Hentu aldrei Happaþrennu". Vinningshafínn var ungur maður frá Vest- mannaeyjum, Jakob Smári Erl- ingsson. Þeir sem kaupa sér Happa- þrennu eiga þess kost að merkja miðann og setja hann í pott sem dregið verður úr. Alls verða þrír Yaris frá Toyota dregnir út í sumar. Næsta bifreið verður dregin út í lok ágúst og sú þriðja og síðasta úr innsendum miðum septembermánaðar. Brennureið og töðugjöld á Vindheimamelum Stærsta hópreið á ís- landi í Skagafírði SKAGFIRÐINGAR standa fyrir hópreið og skemmtun á Vindheima- melum laugai’daginn 28. ágúst nk. Ákveðið hefur verið að kalla uppá- komuna „Brennureið og töðugjöld" og er markmiðið að mynda stærstu hópreið aldarinnar á íslandi. Öllum er velkomið að taka þátt, ungum sem öldnum, félagsmönnum jafnt sem ut- an félags og hvort heldur menn koma akandi eða ríðandi. Stefnt er að því að þetta verði stærsta hópreið sem farin hefur verið hér á landi. Brennureiðin hefst með því að lagt er af stað í átt að Vindheimamelum frá ystu og innstu bæjum í Skaga- firði og myndast hópreiðin þegai- sí- fellt fleiri hestar og hestamenn bæt- ast í hópinn á leiðinni að mótsstað. Áningarhólf verða á leiðinni fyrir þá sem koma lengst að svo ekki er nauðsynlegt að fara alla leið í einni lotu. Þegar íylkingarnar nálgast Vindheimamela er gert ráð fyrir að þær renni saman í eina stóra hópreið og síðasta hluta leiðarinnar verður riðið undir forystu fánabera félag- anna þriggja. Við mótssvæðið verða svo laus hross skilin frá hópreiðinni og þar gefst fleira fólki jafnan kostur á að slást í hópinn og riðinn verður hringur á Vindheimamelum. Töðugjöldin hefjast þegar búið er að ganga frá hrossunum og allir eru komnir á mótsstað þar sem kveikt verður bál, grillað og haldin skemmtun með tónlist og skemmti- atriðum fram eftir nóttu. Landbún- aðarráðherra verður sérstakur heið- ursgestur og veitir hrossaræktanda Skagafjarðar viðurkenningu um kvöldið. Skemmtiatriðin verða allt frá kappreiðum að kveðskap þar sem áhersla verður lögð á söng, gleði og gaman og léttar veitingar verða seld- ar á staðnum. Þátttakendur í hópreiðinni þurfa að skrá sig og fjölda hrossa fyrir kl. 21 hinn 20. ágúst. Tekið er á móti skráningu og allar nánari upplýsingar veittar alla daga í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. Nýtt I kortatímabil Fjöldi tilboða BALLY eCCO tilboð tilboð Ljósmynda- samkeppni Kodak ÍSLENSKUM ljósmyndurum er boðið að taka þátt í ljósmynda- keppni sem Kodak Professional á Norðurlöndunum stendur fyrir. Viðfangsefnið er „Gult“ og gefur það ljósmyndaranum tækifæri á fjölbreyttum hugmyndum til myndatöku. Myndir skulu teknar á Kodak Ektaehromé-filmur og er mælt sér- staklega með nýju Kodak Ektachrome ElOOVS-filmunni sem er fáanleg bæði í 120 og 35 mm stærðum. Samið verður við vinn- ingshafa um notkun á myndunum í auglýsingaskyni. Fyrstu verðlaun eru ferð til Ind- lands þar sem vinningshafa gefst m.a. tækifæri til að taka myndir af baki fíls í Kanha:þjóðgarðinum í Madhya Pradesh. Önnur og þriðju verðlaun eru Gary Fisher Tassajara fjallahjól. Tuttugu næstu vinningshafar munu fá umsögn og hver þeirra fær 20 filmur af gerðinni Kodak Ektachrome E100 VS. Hans Petersen, ljósmyndara- defld, Laugavegi 178, veitir allar nánari upplýsingar. London í september frá 17.500 Frábært tækifæri til að fara til London í september á hreint x frábærum kjörum og njóta Heimsborgarinnar í 6 daga. Farið út á miðvikudagskvöldi og komið heim á þriðjudagsmorgni. Hjá Heimsferðum getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel í hjarta London. Verð kr. 17.500 Verð kr. 20.380 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 börn, Flugsæti fyrir fullorðinn, með sköttum. 2-11 ára með flugvallarsköttum. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is | Vinir erler [56 Vinir erlendis spara 50% á millilandasímtölum! -1- } 50-90% afsláttur Aðeins í 3 daga miðvikudag - föstudag ■Opið kl. IO-18 Allt á að seljast af lager □alvegi 1S, Kópavogi, sími 564 4949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.