Morgunblaðið - 18.08.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjópróf fara fram á fímmtudag
vegna vólarvana hjólabáts
Annar bátanna ekki
með leyfísskírteini
til farþegaflutninga
Morgunblaðið/Ásdís
Þorgeir Pálsson flugraálastjóri, Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra og Páll Sigurjónsson,
forstjóri Istaks, iradirrita samning um framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli.
1,5 milljarðar í uppbyggingu á Reykjavíkurflugvelli
Ekki tjaldað til einnar nætur
SJÓPRÓF fara fram í Héraðsdómi
Suðurlands á fímmtudag vegna
hjólabáts sem varð vélarvana fyrir
utan Vík sl. föstudag með 20 farþega
um borð. Skýrslur verða þá m.a.
teknar af skipstjórum hjólabátanna í
Vík, m.a. Gísla Reynissyni sem og
kæranda, Herði Erlingssyni, eig-
anda Ferðaskrifstofu Harðar Erl-
ingssonar.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær rak umræddan bát í átt
að Reynisdröngum þegar tókst að
koma taug yfir í hann, frá öðrum
hjólabáti, og draga hann að landi.
Hörður Erlingsson lítur svo á að far-
þegar bátsins hafi verið í hættu á
meðan bátinn rak í átt að klettunum
en Gísli Reynisson, rekstraraðili
hjólabátanna í Vík, þvertekur fyrir
það og segir farþegana ekki hafa
verið í neinni hættu.
Samkvæmt upplýsingum frá Sigl-
ingastofnun íslands eiga bátar sem
flytja farþega í atvinnuskyni að hafa
bæði haffærisskírteini og leyfisskír-
teini til farþegaflutninga og segir
Guðmundur Guðmundsson, yfirmað-
ur skoðunarsviðs hjá Siglingastofn-
un, að í því felist m.a. að bátarnir séu
skoðaðir einu sinni á ári. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins virðist
hins vegar sem annar hjólabátanna
tveggja, sem voru í íorum fyrir utan
Vík sl. fostudag, hafi af einhverjum
ástæðum ekki haft slíkt leyfisskír-
teini.
Gísli Reynisson segir það hafa
komið sér á óvart, þegar hann hafi
fengið upplýsingar um það frá Sigl-
ingastofnun í fyrradag að annar bát-
anna væri án leyfisskírteinis og
kveðst ekki hafa vitað betur en að
báðir bátamir væru með umrædd
leyfisskírteini. Hann hafi verið með
bátana í farþegaflutningum í mörg
ár og að þeir hafi ávallt verið skoðað-
ir af fulltrúum Siglingastofnunar
sem slíkir. Auk þess teldi hann sig
hafa greitt reikninga fyrir tvö slík
leyfi frá Siglingastofnun. Þegar Gísli
er spurður að því hvor bátanna sé
sagður án leyfisskírteinis segir hann
að það sé sá bátur sem ekki varð vél-
arvana sl. fostudag.
Annað sinn á tólf árum
í sjóprófum mun væntanlega
koma fram hvort öryggi farþeganna
hafi verið ábótavant í þeim hjólabáti
sem varð vélarvana. Eitt af því sem
Hörður Erlingsson hefur gagnrýnt
er að flotgalli, sem hann var í þegar
umrætt atvik átti sér stað, hafi ekki
blásið upp, eins og við mátti búast,
þegar Idppt var í svokallaðar kol-
sýrusprautur á gallanum. Gísli segir
þessa gagnrýni Harðar byggða á
misskilningi. Umræddir gallar, sem
nokkrir farþeganna hafi verið í, hafi
ekki þjónað þeim tilgangi að vera
björgunargallar heldur regngallar. í
bátnum hafi hins vegar verið að-
gangur að björgunarvestum eins og
reglur kveði á um. „Okkur fannst
hins vegar engin ástæða til að rífa
fólkið úr regngöllunum í rigningu til
þess að láta það fara í í björgunar-
vestin. Fólkið var aldrei í neinni
hættu,“ fullyrðir Gísli ennfremur.
Guðmundur, hjá Siglingastofnun ís-
lands, staðfestir í samtali við Morg-
unblaðið að ekki sé gerð krafa um
björgunargalla heldur einungis að
um borð sé aðgangur að björgunar-
vestum.
Að sögn Gísla er þetta í annað
sinn sem bátur á hans vegum hefur
orðið vélarvana frá því hann hóf að
stunda farþegasiglingar fyrir um
það bil tólf árum. Þá hafi um sama
bát verið að ræða en ólíkt því sem
nú gerðist hafi orðið bilun í skrúfu.
Nú hafi sjálf vélin bilað. „Þessi bil-
un nú kom mér mjög á óvart enda
var ég nýbúinn að setja vél í bátinn
sem átti að vera í fullkomnu lagi,“
segir Gísli og bætir við að allur vél-
búnaður geti náttúrulega bilað eins
og dæmin sanna. Ekki liggur enn
ljóst fyrir, að sögn Gísla, hvað olli
vélarbiluninni.
SAMNINGUR milli samgöngumála-
ráðuneytis, Flugmálastjórnar og
ístaks hf. um endurbætur á Reykja-
víkurflugvelli var undirritaður í gær
á flugvellinum. Samningurinn hljóð-
ar upp á 1.075 milljónir króna en
heildarkostnaður við verkið er áætl-
aður 1.505 milljónir.
Samninginn undirrituðu Sturla
Böðvarsson samgöngumálaráðherra,
Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og
Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, á
kynningarfundi í flugskýli Flugmála-
stjómar á Reykjavíkurflugvelli í
gærdag.
Verkinu lokið á íjórum árum
Að sögn Þorgeirs Pálssonar hefj-
ast framkvæmdir þegar í lok mánað-
ar. „Við væntum þess að fá fram-
kvæmdaleyfi í næstu viku og þá
verður byijað á undirbúningsverk-
um sem meðal annars felast í því að
taka fyrir frárennslislagnir. Ýmis-
legt annað í efnisvinnslu fer í gang
en hin eiginlega framkvæmd við
flugbrautir hefst síðan á vordögum,
sennilega í mars,“ segir Þorgeir.
Gert er ráð fyrir því verkið verði
unnið á fjórum árum. Á þessu ári
verður byrjað á lagnakerfi og á því
næsta verður austur-vestur brautin
(14-32) endurbyggð, eins og áður
segir, svo og brautamót við hinar
tvær brautirnar. Seinni árin tvö
verður „braut 02-20 endurbyggð,
lokið við aðlögun og yfirlögn á braut
07-25, ný akbraut byggð og flughlað
við skýli 1 endurbyggt“.
Fyrihugaðar endurbætur munu
vera í samræmi við aðalskipulag
Reykjavíkur eftir breytingu á því
sem samþykkt var í skipulags- og
umferðarnefnd 14. júní sl. og stað-
fest í borgarráði 15. júní. Þær eru
einnig í samræmi við endurskoðað
deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar.
Skýrsla um frummat á umhverfis-
áhrifum framkvæmdanna, frá því í
febrúar á þessu ári, hefur verið
kynnt Reykjavíkurborg og skipu-
lagsstjóri hefur með úrskurði 28.
apríl sl. fallist á framkvæmdirnar.
Úrskurður skipulagsstjóra var
kærður til umhverfisráðherra sem
staðfesti hann 13. ágúst sl.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
málaráðherra kveðst ánægður með
samninginn og fyrirhugaða endur-
byggingu flugvallarins. „Þetta skipt-
ir auðvitað miklu máli því að flugvöll-
urinn er orðinn lúinn eftir mikla
notkun og lítið viðhald. Þetta er í
samræmi við þá ákvörðun borgaryf-
irvalda að flugvöllurinn verði hér og
samgöngumálaráðuneytið og flug-
málastjórn munu leggjast á eitt um
að ljúka þessum framkvæmdum á
eins skömmum tíma og kostur er,“
segir Sturla.
En þýða fyrirhugaðar fram-
kvæmdir að flugvöllurinn verði í
Vatnsmýrinni um ókomna tíð?
„Ekki skal ég nú segja um það.
Hann verður hér að minnsta kosti
það skipulagstímabil sem um ræðir.
Það er auðvitað alveg ljóst að við er-
um að fara hér í framkvæmdir upp á
einn og hálfan milljarð; það er ekki
tjaldað til einnar nætur þegar lagt er
af stað með slíkar framkvæmdir. Ég
ítreka að völlurinn er endurbyggður
í fullri sátt við borgaryfirvöld,“ segir
Sturla.
Fjarvinnsla víða á landsbyggðinni á í miklum erfíðleikum vegna hárra símreikninga
Samgönguráðherra kann-
ar hátt gjald á leigulínum
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra leggur áherslu á það að
gagnaflutningur og fjarvinnsla úti á
landi verði möguleg áfram. For-
svarsmenn íslenskrar miðlunar,
sem rekur fjarvinnslu á Raufarhöfn,
telja hátt gjald vegna leigulína hjá
Landssímanum standa starfsemi af
þessu tagi fyrir þrifum.
Svavar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskrar miðlunar,
segir að reikningur fyrir mánaðar-
leigu á ATM-tengingu hafi hljóðað
upp á 600 þúsund krónur. Reikning-
urinn hafi sett skrekk í íslenska
miðlun og sveitarstjórnina á Raufar-
höfn því í minni byggðarlögunum
hafi menn gert sér vonir um at-
vinnuuppbyggingu af þessu tagi í
framtíðinni. Fyrri mánaðarreikning-
ur hljóðaði upp á 300 þúsund krónur
og segir Svavar að menn hefðu
kyngt því vegna þess að þeir vissu
að verið væri að vinna að endurskoð-
un gjaldskrárinnar.
„Við vorum með tilboð upp á 300
þúsund krónur, eins og fyrri reikn-
ingurinn hljóðaði upp á. Við höfum
ekki fengið svör við því hvers vegna
reikningurinn hækkaði svo mikið,“
segir Svavar.
Hann segir að vissu leyti hafi
menn vitað að hverju þeir gengu en
rætt hafi verið um breytingar á
gjaldskránni en þær hafi ekki verið
framkvæmdar enn. Hann segir svo
háa reikninga rýra möguleikana til
fjarvinnslu. Á Raufarhöfn hafi verið
ýmiss konar gagnavinnsla og gagna-
flutningur og þarna hafa verið sköp-
uð þrettán störf.
Gengur ekki upp sé dæmið rétt
„Málið þarf að taka til skoðunar
vegna þeirrar byggðaþróunar sem
það felur í sér. Þetta rýrir mögu-
leika Raufarhafnar og örugglega
fleiri byggðarlaga í landinu til þess
að taka þátt í fjarvinnslu og nýta sér
þau tækifæri. Gjaldskrármál vegna
leigulína er ákveðinn flöskuháls í
framgangi fjarvinnslu. Þetta er mál
sem þarf að laga og koma í þann far-
veg að fjarvinnsla sé raunhæfur
kostur fyrir alla,“ segir Svavar.
Samgönguráðherra hefur átt fund
með sveitarstjóra Raufarhafnar
vegna þessa máls. Hann segir að
Ijóst sé að fjarvinnsla úti í landi gangi
ekki upp ef þetta dæmi um símreikn-
ing Islenskrar miðlunar á Raufar-
höfn er rétt. Hann kveðst munu beita
sér fyi-ir lausn þessa máls. „Ég mun
kanna hvað þarna er á ferðinni og á
von á fulltrúum frá Raufarhöfn á
minn fund,“ segir Sturla.
Hann bendir á að verið sé að
skoða fjarskiptalögin og gagnaflutn-
ingar verða inni í þeirri endurskoð-
un. „Ég legg mikla áherslu á það að
það verði sköpuð skilyrði til þess að
fyrirtæki á landsbyggðinni geti
keppt á jafnréttisgrundvelli í þess-
ari grein,“ segir Sturla.
Hann segir að það sé fyrst og
fremst lagaramminn sem hann muni
hafa afskipti af.
Ólafur Stephensen, forstöðumað-
ur upplýsinga- og kynningarmála
hjá Landssímanum, dregur enga dul
á það að kostnaður við leigulínur er
ekki lengur í samræmi við raun-
kostnað. Lengi hafi staðið vilji til
þess af hálfu fyrirtækisins að breyta
gjaldskránni. Enn séu í gangi við-
ræður milli Landssímans og Póst-
og fjarskiptastofnunar um hvernig
standa skuli að endurskoðuninni.
„Það ferli hefur tekið alltof langan
tíma og við bíðum eftir endanlegu
svari frá stofnuninni. Við vonumst
því til að geta breytt gjaldskránni á
næstunni. Endurskoðunin mun leiða
til þess að gjald vegna lengri lína
lækkar en gjald vegna styttri lína í
þéttbýli hækkar líklega eitthvað,"
segir Ólafur.
Hann segir að símreikningur ís-
lenskrar miðlunar hefði ekki átt að
koma forsvarsmönnum fyrirtækis-
ins á óvart. Þegar starfsemin var
sett upp á sínum tíma hefði þeim átt
að vera ljóst hver kostnaðurinn væri
miðað við núgildandi verðskrá.
Hann segir jafnframt ólíku saman
að jafna þjónustu við fyrirtæki í
strjálbýli og þéttbýli. Samkvæmt
reglum Evrópska efnahagssvæðis-
ins eigi gjaldtaka fyrir leigulínur að
taka mið af raunkostnaði við rekstur
þeiira og fjárfestingu. Það gefi
augaleið að lengdin á línunni vegi
mjög þungt í þeim kostnaði. I öllum
Evrópulöndum sé tekið mismunandi
gjald eftir lengd.
Ólafur segir að í fyrri áfanga
ATM-kerfisins séu fimm tengi-
punktar á landsbyggðinni. I næsta
áfanga, sem vonir standa til að verði
tilbúinn í byrjun næsta árs, bætast
ellefu við. Þá verður kominn tengi-
punktur á Húsavík og þar af leið-
andi styttri leigulína á Raufarhöfn.
„Þá verða 90% fyrirtækja á landinu í
innan við þriggja km fjarlægð frá
tengipunkti. En við erum að leggja í
mun meiri kostnað við að byggja
þessa þjónustu upp á landsbyggð-
inni en í Reykjavík og það er óhjá-
kvæmilegt að það komi fram í verð-
lagningunni," segir Ólafur.